Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982. 5 fréttir Litið við í kartöfiugörðunum við Korpúlfsstaði „MJÖG GÓD UPPSKERA” ■ Það er örugglega kartöflutími á grænmetisalmanakinu. Grösin eru fallin og í moldinni bíða kartöflumar bara eftir því að verða teknar upp og borðaðar. Milljónir af kartöflum og tegundimar ótrúlega margar. Ólafs rauður og Helga, Gullauga og Bentje em vafalaust þær vinsælustu og útbreiddustu, en auk þess er að flnna margar aðrar tegundir sem menn hafa verið að gera tilraunir með. Blaðamenn Tímans litu við í kartöflu- görðunum við Korpúlfsstaði og þó að ekki væri rúmhelgur dagur, vora samt ótrúlega margir að taka upp. Það var enginn tilraunabragur yfir systrunum Theódóru og Erlu Steinþórs- dætrum sem voru önnum kafnar við kartöfluupptökuna ásamt bróðurnum Agli og Árna Sigurðssyni, níu ára. Það var helst Egill sem gerði tilraunir með að notast við felgujárn við upptökuna og var ekki annað að sjá en að það gæfist vel. - Þetta er bara ágætis uppskera í ár, sögðu þær Theódóra og Erla í samtali við Tímann. Að sögn þeirra systra var uppskeran af gullauga mjög góð, en rauð Helga aðeins síðri. Þær systur voru búnar að koma tvisvar til að taka upp, en efuðust uní að þeim tækist að Ijúka við verkið að þessu sinni. Þetta var fyrsta árið sem systurnar höfðu þennan garð, en áður höfðu þær haft annan garð á Korpúlfsstaðasvæð- inu. Kartöflurnar sögðu þær að myndu trúlega duga fram í mars, en þess bæri að geta að margir væru um garðinn, enda væri þetta sannkallaður fjölskyldu- garður. - ESE Horfur á sæmilegri kartöfluuppskeru Kartöflubændur byrjuðu að taka upp um síðustu helgi ■ Sæmilega horflr með kartöfluupp- skem í haust. Kartöflubændur byrjuðu almennt að taka upp um síðustu helgi, en þá vom kartöflugrös fallin á flestum stöðum fyrir nokkra síðan. - Þetta lítur bara ágætlega út og ég held að uppskeran verði vel í meðallagi, sagði Guðjóna Friðriksdóttir á Eyrar- landi í Þykkvabæ í samtali við Tímann. Sagði Guðjóna að sérstaklega liti út fyrir að uppskeran af gullauga yrði ágæt, en Ólafs rauðurinn væri seinsprottnari og uppskeran af þessari kartöflutegund því ekki eins góð. Að sögn Guðjónu var byrjað að taka upp í ár um svipað leyti og undanfarin ár og það eina sem eiginlega væri óvenjulegt væru þær mörgu frostnætur sem verið hefðu í röð í síðustu viku. Frá Eyjafirði berast svipaðar fregnir, en þar virðist uppskera ætla að vera í meðallagi. Talað hefur verið um tífalda uppskeru í því sambandi. Bændur í Eyjafirði byrjuðu að taka upp fyrir alvöru um síðustu helgi og mun uppskeran vera nokkuð misjöfn eftir svæðum. Best mun uppskeran hafa verið hingað til í Grýtubakkahreppi. - ESE Innlánaauknmg bankanna þriðjungi minni á þessu ári: Sparnaður hefur dregist sarnan um 800 ■ Þróun peningamála hefur verið mjög óhagstæð á þessu ári. Innlána- aukning ■ bankana var um þriðjungi minni fyrstu 7 mánuði ársins en hún var á sama tímabili árið áður. Hins vegar dró ekki úr útlánum, að þvi er fram kemur í frétt frá Seðlabankanum. Þessi hlutfallslega minni sparnaður í ár mun jafngilda 700-800 milljónum króna, sem við höfum þá væntanlega kosið að eyða umfram það sem við gerðum á árinu áður, eða í kringum 10.000 krónum á hverja fjölskyldu í landinu. Af þessu hefur leitt mjög versnandi lausafjárstaða innlánsstofnana gagnvart Seðlabankanum og rýrnandi gjaldeyris- staða. Ástæðu þessa telur Seðlabankinn m.a. þá að óvissa í efnahagsmálum hafi ýtt undir innflutning og dregið úr sparnaði. Að áliti Seðlabankans er nauðsynlegt að bregðast við þessari þróun með því að bjóða fólki hærri vexti á sparifé sitt svo og að vextir óverðtryggðra inn- og milljónir útlána verði færðir til samræmis við vaxandi verðbólgu. Telur Seðlabankinn slíka vaxtabreytingu mikilvægan þátt í heildaraðgerðum í efnahagsmálum. Ríkisstjórnin hafi á hinn bóginn enn ekki viljað fallast á tillögur bankans í þessu efni. Bankastjórn Seðlabankans hefur átt rækilegar viðræður við viðskiptaráðherra um þetta mál að undanförnu og mun væntanlega leggja nýjar tillögur fyrir ríkisstjórnina síðar í þessum mánuði. Á fundi með fulltrúum viðskipta- bankanna í gær ítrekaði stjórn Seðla- bankans fyrrgreind sjónarmið og lagði áherslu á að útlánastarfsemi bankanna og þjónusta þeirra við atvinnuvegina í landinu hljóti að takmarkast af þeirri sparifjármyndun er á sér stað í landinu. En til að draga úr mikilli skuldasöfnun bankanna við Seðlabankann hefur sá síðarnefndi nú ákveðið að lækka hina sérstöku innlánsbindingu úr 5% í 2% af heildarinnnlánum frá 10. sept. n.k. -HEI ■ Systurnar Theódóra og Erla Steinþórsdætur, ásamt bróður sínum Agli Steinþórssyni og Ama Sigurðssyni á kafl í kartöflugarðinum. Tímamynd Róbert Snjóruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar >TALIÆKNI SF. Síðumúla 27, sími 30662 eevKÍs StOÐUM HVER ER SKATTALEG MEÐFERÐ VAXTA OG VERÐBÓTA? SVAR: Áður fyrr mátti draga vexti frá tekjum fyrir álagn- ingu skatta. Gátu menn valið um að draga frá reiknaða vexti eða greidda. Þegar vextirnir hækkuðu vegna verðbólgunnar fór þessi frá- dráttur að skipta verulegu máli þannig að þeir, sem skulduðu mikið, greiddu nær enga skatta. Nú er þessum frádrætti þannig háttað, að menn geta áfram dregið frá skatti greidda eða reiknaða vexti, en einungis greiddar verðbætur, og það bara af fasteignaveðskuldum til lengri tíma en tveggja ára. Þó er heimilt að draga frá skatti alla vexti og verðbætur fyrstu þrjú árin eftir íbúðakaup eða fyrstu sex árin eftir aö smiði íbúðarhúsnæðis er hafin. Hinsvegar nýtist skattafrádrátturinn ekki nema fáum, þar sem menn mega hvort sem er draga 10% af tekjum frá skatti. Dæmi: Maður tók verðtryggt lán 31.12.1979 að upphæð 3 milljónir gkr. til 25 ára. Fyrsta árið greiddi hann 750 nýkr. í vextir, 1200 í afborgun og 1.005 í verðbætur. Frá skatti gat hann hugsan- lega dregið 1.755 nýkr. Næsta ár greiðir hann vexti 720, afborgun 1200 og verðbætur 2.393 nýkr. Frádráttur hugsanlega 3.113 nýkr. Á þessu ári mun hann fyrirsjáanlega greiða vexti 770, afborgun 1200 og verðbætur 4.650 nýkr. Frá- dráttur hugsanlega 5.420 nýkr. Ofangreindar tölur koma því aðeins til frádráttar tekjum, að þær ásamt öðrum frádrætti fari yfir 10% af tekjum. Gróft reiknað geta menn notfært sér skattafrá- drátt vegna vaxta og verðbóta af skuldum, sem eru umfram árstekjur þeirra. SAMBAND ALMENNRA LANDSSAMBAND LÍFEYRISSJÓÐA LÍFEYRISSJÓÐA 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.