Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 8
Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdaatjórl: Glsll Slgurðsson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Glslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrelðslustjóri: Slgurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elfas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atll ' Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Elrlkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indrlðason, Heiður Helgadóttlr, Slgurður Helgasoa(lþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstln Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Myndasatn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánuðl: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Orkuverðið verður að hækka ■ Það er sanngirniskrafa af hálfu íslendinga að raforkuverðið til álbræðslunnar í Straumsvík verði hækkað verulega, og er ekki óeðlilegt að það verði tvöfaldað eða jafnvel þrefaldað. Það er óskammfeilni af svissneska auðhringnum, sem er eigandi álversins, að hafa þverskallast við að samþykkja hækkun á raforkuverði á sama tíma og orkuverð í heiminum yfirleitt margfaldast. Mikið hefur verið deilt um hvort samningarnir við Alusuisse hafi á sínum tíma verið hagkvæmir eða ekki. Um það er í rauninni tómt mál að tala. Síðan þeir voru gerðir hefur verð á orku margfaldast, ekki síst vegna gífurlegrar hækkunar á olíuverði, sem menn sáu ekki fyrir, en fyrsta olíuverðsholskeflan reið yfir 1973. Það er ljóst að Alusuisse hefur notfært sér hve litlir spámenn íslendingar, sem aðrir, voru um þróun orkuverðs þegar álsamningurinn var gerður upphaf- lega. Þetta hefur fyrirtækið ávallt notfært sér og heimtað að staðið verði við gerða samninga hvað sem allri sanngirni líður. Að vísu hefur fengist nokkur leiðrétting á raforkuverðinu, en hvergi nærri nóg, og undanfarin ár alls engin, þrátt fyrir gífurlega hækkun á orkuverði. Hitt er einnig deiluefni hvort Alusuisse hefur staðið við gerða samninga. Núverandi iðnaðarráðherra hefur sakað auðhringinn um grófa misbeitingu bókhalds sér í hag. Hinir færustu sérfræðingar eru fengnir til að yfirfara bókhaldsgögn og ganga klögumálin á víxl. En hvað sem bókhaldi og hækkun súráls í hafi líður fæst ekki fram hækkun á raforkuverði. En það atriði skiptir íslendinga mestu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að alþjóðlegur auðhringur neytir flestra bragða til að koma ár sinni vel fyrir borð, og er Alusuisse engin undantekning í því efni. Stjórnvöld víða um lönd eiga í málaferlum við fjölþjóðafyrirtæki vegna bókhalds- kúnsta og alls kyns undanbragða við að greiða eðlilega skatta af starfsemi sinni. Mál þetta hefur allt snúist upp í einskonar þrátefli milli iðnaðarráðherra og forráðamanna auðhringsins, og hefur Hjörleifur látið að því liggja að hann kunni að grípa til einhliða aðgerða til að knýja fram úrslit. í Tímanum í gær sagði Steingrímur Hermannsson um það hvort tímabært væri að ísl. stjórnvöld gripu til slíkra aðgerða: „Ég tel að í lengstu lög sé nauðsynlegt að leita eftir samkomulagi og held raunar að slíkt sé hægt. Ég vek athygli á því, að það er ekki jafn einfalt og það hljómar að grípa til einhliða aðgerða, því það eru fleiri atriði í samningunum sem þarf að athuga nánar, eins og t.d. það, að Alusuisse er skuldbundið til þess að kaupa orkuna hvort sem hún er notuð eða ekki. Okkur yrði varla stætt á því að halda slíkum ákvæðum inni, ef við gripum til einhliða aðgerða. Því vakna spurningar eins og hver verður okkar staða ef þeir draga saman reksturinn, ef til vill niður í 40-50%, eins og þeir hafa gert víðast hvar annars staðar. Eg tel hins vegar alveg ljóst, að við eigum skýlausan rétt á því að fá fram hækkun á raforkuverðinu, en legg áherslu á að ekki má rasa um ráð fram.“ Vera má að forráðamenn Alusuisse láti sér í léttu rúmi liggja þótt þeir séu ásakaðir um hagræðingu á bókhaldi og að skjóta sér undan að greiða þau gjöld sein þeim ber. Þeir geta að sjálfsögðu haldið áfram að karpa við iðnaðarráðherra um þær færslur, en hitt veröa þeir að gera sér ljóst, að það er krafa allra íslendinga að samið verði sem allra fyrst um sanngjarnt orkuverð, og þótt fyrr hefði verið. OÓ ■ Sigurður Jónsson, Kastalabrekku, annar fulltrúi Rangæinga og Asgeir Bjarnason, fyrrvtrandi formaður Búnaðarfélags Islands og fyrrverandi alþingismaður. TÍMABÆRT AD BÆN í NÁTTÚRUVERNDARA Tillögur samþykktar á aðalfundi S ■ Aðalfundur Stéttarsambands bænda árið 1982 var haldinn á hótelinu í Borgarnesi dagana 2.-5. september. Á fundinum voru mættir 44 aðalmenn og 2 varamenn, samtals 46 fulltrúar auk margra gesta. Flest mál sem lögð voru fyrir fundinn voru frá kjörmannafundum, stjórn Stéttarsambandsins eða frá millifundanefndum. Öllum málum var vísað til nefnda og þær störfuðu allan föstudaginn og fram yfir hádegi laugardaginn 4. september. Tillögur nefnda voru síðan lagðar fyrir fundinn og stóð fundurinn alla aðfaranótt sunnudags og var ekki slitið fyrr en kl. 6,50 á sunnudagsmorgni. Hér á eftir verður getið nokkurra tillagna sem samþykktar voru á fundinum: Launakjör „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982 heimilar stjórninni að vinna að gerð ábendinga um launakjör starfsmanna í landbúnaði eftir því sem hún telur nauðsynlegt." Félagsleg uppbygging „Aðalfundur Stéttarsambands bænda telur mikilvægt að gott samstarf og samband sé með stéttarsambandinu og sérbúgreinafélögunum. Fundurinn telur þó ekki tímabært að breyta félagslegri uppbyggingu Stéttarsambandsins. Aft- ur á móti verði sérbúgreinafélögum sem ná til alls landsins framvegis boðið að senda áheyrnarfull- trúa á aðalfund þess.“ Hámarksbústærö „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982 felur stjórn þess að vinna áfram að gerð tillagna um hámarksbústærð. Jafnframt beinir fundurinn því til stjórnar, að farið verði fram á það við landbúnaðarráðherra að hann skipi nefnd er fjalli um þessi mál.“ Aukin sala á kjöti „ Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982 telur brýnt að mótuð sé stefna í kjötframleiðslumálum er taki mið af markaðsskilyrðum og breytingum á neysluvenjum. I því sambandi leggur fundurinn áherslu á að leitað verði leiða til þess að vaxandi framboð á nautakjöti auki heildar kjötneysluna en dragi ekki úr sölu á öðru kjöti. Fundurinn beinir því til Framleiðsluráðs landbúnaðarins að það beiti sér fyrir bættum og nútímalegri verslunarháttum með kjöt einkum kindakjöt þar sem tekið verði mið af breyttum þjóðfélagsháttum og þróun verslunar. Jafnframt fagnar fundurinn þeim tilraunum sem þegar hafa verið gerðar í þessum efnum.“ Tilbúinn áburöur í stórsekkjum „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982 ítrekar við Áburðarverksmiðju ríkisins að hafa áburð til sölu í stórsekkjum á næsta vori. Jafnframt átelur fundurinn þann seinagang sem varð á flutningi á tilbúnum áburði til sumra landshluta á síðastliðnu vori.“ Bætt umgengni í landinu „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1982 vekur athygli á þeim miklu atvinnumöguleikum sem fólgnir eru í ferðaþjónustu samfara vaxandi straumi ferðamanna til landsins og aukinna ferðalaga landsmanna innanlands. Fundurinn bendir á að landbúnaðurinn og strjálbýli eigi hér mikilla hagsmuna að gæta og miklu varðar hvernig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.