Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 10
og auðveld peysa 10 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982. Umsjón: B.St. og K.L. Spenn- andi banana réttir heimilistíminn Bakaðar kartöflur með áleggi ■ Oft kemur yfir fólk hungur eftir einhvers konar góðgæti, þegar það situr saman fyrir framan sjónvarpið á kvöld- in. Þá er eftirsóknarverðast að hafa eitthvað einfalt en gómsætt við höndina, því ekki má það tefja of mikið. Hér eru 3 uppskriftir að bökuðum kartöflum með áleggi, sem uppfyila þessi skilyrði. Svop.a farið þið með kartöilumar: 1. Hitið ofninn upp í 225 gráður. 2. Veljið stórar kartöflur og skrúbbið þær vel. Þær eru síðan klofnar að endilöngu. 3. Leggið kartöfiurnar í eldfast fat, þannig að skurðflöturinn snúi upp. 4. Setjið í ofninn í u.þ.b. 25 mín. 5. Takið út úr ofninum og hyljið kartöflurnar með því álcggi, sem þið hafið valið, ogofurlitlum rifnum osti. 6. Látið bakast í ofninum í 10 mín. í viðbót. Álegg: Hver uppskrift hér á eftir er ætluð á 8 stóra kartöfluhelminga. Egg og ansjósur: Blandið saman !ó dl fínt hökkuðum lauki, hökkuðum ansjósum (1 100 gr. dós), 2 harðsoðnum, hökkuðum eggj- um, 2 msk. majonaise, 2 msk. rjóma og !ó dl hökkuðu dilli. Skinka og ostur: Blandið saman reyktri skinku, sem skorin hefur verið í bita (100 g), 2 msk. smjörlíki, 2 msk. sinnepi, 2 dl gróft rifnum osti og 1 dl fínt hakkaðri steinselju. Majonaise og kavíar: Blandið saman 1 dl af majonaise, 'A dl óreyktum kavíar og 1 dl fínt skorinni púrru. Góður „gestaréttur“ ■ Ef til er á heimilinu góður „búttudeigsbotn“ er fljótlegt að búa til góða heita fyllingu í hann og bera svo fram með köldum pilsner eða kaffi. í þessari uppskrift gerum við ráð fyrir að í skápnum sé til dós (eða dósir) með niðursoðnum túnfiski, agúrka, egg og helst líka rjómi. f fyllinguna þarf sem sagt: 1 egg, salt og pipar, ca 30 gr. af smjöri, 2 ds (200 gr. ds) af túnfiski í olíu, 1 lítinn lauk smátt saxaðan, ca 300 gr. af agúrku (afhýdd), 1 matsk. hveiti, 1/2 peli (1 1/4 dl) vatn 1 kjötteningur (helst hænsna), safi úr 1/2 sítrónu og rifinn sítrónubörkur, 2 matsk. rjómi, steinselja og rifinn sítrónubörkur til skrauts. Hitið smjörið og olíuna úr túnfisk- dósunum upp í þykkum potti, og setjið svo saxaðan laukinn út í. Laukurinn á að sjóða svolítið í smjörinu, en ekki brúnast. Skerið agúrkuna í smábita, setjið saman við laukinn í smjörinu og látið malla í 5 mín. Þá skal setja hveitið út í og síðan vatnið og kjötsoðsteninginn. Látið aðeins sjóða og hrærið vel í. Minnkið hitann og setjið túnfiskinn út í. Þetta á síðan að malla þar til sósan verður nokkuð þykk. Nú skal setja rjómann, sítrónubörkinn og safann út í hrært eggið, því næst á að taka pottinn af meðan eggjahræran er hrærð út í túnfiskjafninginn. Látið yfir minnsta hita þar til jafningurinn hefur þykkn- að, en nú má þetta ekki sjóða. Þá er ekki annað eftir en að setja jafninginn með skeið í heitan „búttu- deigs“-botninn og skreyta með stein- selju og rifnum sítrónuberki. ■ Það fer víst ekkert á milli mála, að komið er haust og þá skammt í það að félagslífið, sem gjama fylgir vetrinum, fari að fara í fullan gang. Það er sígild saga, sem alltaf heldur gildi sínu, að oft kemst fólk að raun um það, þegar mikið stendur til, að það finnur engan viðeigandi fatnað í fataskápnum, sem það getur gripið til í snarheitum. Peysan, sem hér fylgir með unpskr;£* að, hefur þá kosti, að hún er falleg, á vel við við fjölmörg tækifæri, er ekki dýr og, umfram allt, það er einfalt að prjóna hana. Það væri því ekki úr vegi að draga fram prjónana nú á haustdögum og koma sér upp svona góðri flík, sem síðan má grípa til hvenær sem er! Efni: 6 (6:7:7) hnotur (50 g) af móhair-garni, p rjónar nr. 31/2 og 41/2. Mál: Ummál um brjóst 85 (89:94:98) cm, sídd 53 (54:56:57) cm. ermarsaumur 14 (14:15:15) cm. Prjónafesta: 22 lykkjur og 30 munstur- prjónar mælast 10 cm á kant. SKAMMSTAFANIR: Sl. slétt prjón, br. brugðið, I. lykkjur, pr. prjónn Ath. Tölurnar í svigum vísa til stærri stærða. Þar sem aðeins ein tala er upp gefin, á hún við allar stærðir. Bakið: Fitjið upp á prjóna nr. 4, 95 (100:105:110) lykkjur. Prjónið munstur þannig: 1. pr. (réttan) 2 1. br., x 1 1. sl., 4 I. br. x þar til 3 1. eru eftir, 11. sl. 2 I. br.. 2. prjónn: 2 I. sl. x 1 1. br. 4 1. sl. x þar til 3 I. eru eftir, þá 1 1. br. 2 1. sl. Endurtakið þessa tvo prjóna þar til komnir eru 10 cm, endið á röngunni. Skiptið yfir á prjóna nr. 3 1/2. Næsti prjónn: prjónið 2 lykkjur saman brugðn- ar x 1 I. sl. 1 1. br. 2 1. saman sléttar, 1 I. br. x þar til 3 1. eru eftir, þá 11. sl. 2 saman br. x Nú eiga að vera á prjóninum 75 (79:83:87) lykkjur. Næsti prj.: 11. sl. x 1 1. br. 1 I. sl. x alla leið. Næsti prj.: 1 I. br. x 1 1. sl., 1 1. br. x alla leið. endurtakið nú tvo síðustu prjónana þar til stykkið mælist 15 cm, endið á réttunni. Næsti prj.: Prjónið tvisvar fyrstu lykkjuna sl., x 1 I. br., 1 1 sl., 1. sl. í næstu I. 1 1. sl x þar til 2 1. eru eftir, 1 1. br. 2!. sl. í síðustu lykkju. Þá eiga að vcra 95 (100:105:110) lykkjur á prjóninum. Skiptið yfir á prjóna nr. 4 og haldið áfram í munstri eins og fyrst, þar til stykkið er orðið 33 (33:34:34) cm á lengd. Endið með prjóni á röngunni. Úrtaka fyrir ermar: Látið munstrið halda sér. Fellið af 41. í upphafi tveggja næstu prjóna. Takið úr eina lykkju í upphafi og enda næstu 5 prjóna, síðan á öðrum hverjum prjóni þar til eftir eru 75 (78:81:84) lykkjur. Prjónið nú áfram munstur, þar til handvegurinn mælist 20 (21:22:23) cm, endið á röngunni. Úrfelling á öxlunum: Fellið af 7 (8:7:8) I. í byrjun na:stu 4 prjóna, og síðan 7 (8:7:8) í upphafi næstu tveggja prjóna. Fellið nú af þær 33 (34:35:36) lykkjur, sem eftir eru. Framstykki: Eins og bakstykkið þar til handvegimir mælast 6 (7:8:9) cm, síðasti prjónn á röngunni. Hálsmál: Næsti prjónn: munstur 35 (36:38:39) 1., snúið við. Látið lykkjurn- ar, sem eftir eru, á aukaprjón. Prjónið nú beint áfram þar til handvegurinn mælist 14 (15:16:17) cm, endið hálsmáls- megin. Fellið nú af 6 I. í byrjun næsta prjóns. Takið úr eina 1. hálsmálsmegin á hverjum prjóni þar til eftir cru 21 (22:23:24) lykkjur. Haldið nú áfram þar til stykkið er orðið jafnhátt bakstykkinu upp að axlaúrtöku. Axlaúrtaka: Fellið af 7 (7:8:8) lykkjur í byrjun næsta prjóns og þaðan í frá á öðrum hverjum prjóni. Prjónið einn prjón. Fellið af lykkjurnar, sem eftir eru. Takið nú lykkjurnar af aukaprjón- inum og fellið niður 5 (6:5:6) lykkjur í hálsmálinu. Prjónið síðan þennan hluta eins og hinn, nema að hann á auðvitað að vera andhverfur. 8agan endurtekur sig. Púffermamar, sem voru svo vinsælar á fimmta áratugnum, hafa verið endurvaktar og njóta nú mikilla vinsælda, ekki síður en þá. Stroffið í mittið setur og svip sinn á þessa peysu, og þá ekki síður gamið, sem er notalegt og mjúkt mohair. Ermamar: Fitjið upp 60 (64:66:70) lykkjur á prjóna nr. 3 1/2. Prjónið 6 prjóna 1 1. sl., 1 1. br. (stroff). Aukið í eina lykkju í endann á síðasta prjóni á annarri stærðinni og takið úr eina I. á þriðju stærðinni. Þá eiga að vera 60 (65:65:70) lykkjur eftir á prjónin- um. Skiptið yfir á prjóna nr. 4 og haldið áfram í munstri. Aukið í 1 I. í báðum hliðum á næsta prjóni og þaðan í frá á 3. (3.:4.:4.) hverjum prjóni þar til komnar eru 80 (83:83:86). Lykkjumar, sem bætast við koma inn í munstrið. Prjónið beint áfram þar til ermin mælist 14 (14:15:15) cm. Endið á röngunni. Ermakollamir: Látið munstrið halda sér, fellið af 4 I. í upphafi tveggja næstu prjóna. Takið úr 1 I. báðum megin á næsta prjóni og síðan 4. hverjum prjóni þar til eftir eru 50 (51:49:50) lykkjur. Síðan á hverjum prjóni þar til eftir eru 18 (21:21:24) lykkjur. Fellið af. Hálsmálsbryddingin að framan: Snúið réttunni að ykkur og veiðið upp 24 lykkjur á prjóna nr. 3 1/2 í hægri brún. Prjónið 6 prjóna af stroffi, 1 1. sl., 1 1. br. Fellið af með stroffi. Prjónið vinstra megin eins. Hálsmálsbryddingin að aftan: Saum- ið saman axlasaumana. Snúið réttunni að ykkur og veiðið upp 89 (95:101:107) 1. með prjónum nr. 3 1/2. Byrjið í hægri brún bryddingarinnar, sem komin er, og endið í kanti þeirrar vinstri. Prjónið 4 prjóna í stroffi, 1 I. sl., 1 1. br. Fellið af í stroffi. Frágangur: Pressið eins og leiðbein- ingamar á gaminu segja til um. Saumið hliðar- og ermasauma. Saumið í ermar og safnið saman í rykkingar ermakollun- um, svo að úr verði reglulegar púfferm- ar. Saumið neðri kantana á hálsmáls- bryddingunni við niðurfelldu lykkjumar í hálsmálsmiðjunni. ■ Oft er hægt að fá tiltölulega ódýra banana og kann fólk sér þá ekki alltaf hóf í innkaupunum. Afleiðingin getur orðið sú, að heimilisfólkið nær ekki að torga banönunum á hefðbundinn máta áður en þeir skemmast. Því þá ekki að nota þá til matargerðar? Hér em nokkrar uppástungur. í öllum tilfellum er að s j álfsögðu flusið fyrst tekið utan af. Veltið banönum upp úr hveiti, eggi og raspi og steikið þá stuttan tíma í smjöri eða olíu. Berið fram með steiktu kjöti eða fiski eða með karrýrétti. Blandið niðurskornum banön mm í rétt, sem lagaður er úr soðnu kiöti og sveppum. Setjið banana ekki saman við fyrr en rétt áður en suðan er látin koma upp í síðasta sinn. Skerið bananana niður í sneiðar og steikið stutta stund ásamt tómatsneið- um. Leggið ofan á sneið af ristuðu brauði og berið fram sem forrétt, eða á sneið af hangiketi eða öðru reyktu kjöti (skinku) og berið fram með steiktum kartöflum. Stappið banana og notið, annað hvort eingöngu eða að hluta, sem uppistöðu í karrýsósu. Blandið saman stöppuðum banönum og rifnu franskbrauði, rifnum lauk, ofurlitlu hveiti, salti og pipar og eggi. S teikið eins og kjöt- eða fiskibollur, eða sem fyllingu í tómötum í velsmurðu eldföstu formi. Berið kartöflumús eða grænmeti fram með.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.