Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 13
Tþróttir ■ Pétur Pétursson sést hér fagna eftir að hann hafði skorað gegn Finnum í landsleik 1970. Vonandi gefst honum ástæða til að fagna í kvöld í leiknum gegn Austur-Þjóðverjum. Pétur er eini at- vinnumaðurinn sem leikur gegn Austur-Þjódverjum í kvöld ■ Pétur Pétursson Antwerpen er eini atvinnumaður íslendinga sem mættur er til að leika landsleikinn gegn Austur- Þjóðverjum á Laugardalsvellinum í kvöId. Að öðru leyti eru það leikmenn sem staðið hafa í slagnum hér heima t' sumar sem munu fá það erfiða hlutskipti, að leika gegn snjöllu liði Þjóðverjanna. Leikurinn í kvöld er sjötti leikur þjóðanna og hefur liði fslands einu sinni tekist að sigra, og einu sinni varð jafntefli í Magdeburg í október 1974. En sigurleikur íslands sem leikinn var 5. júní 1975 er áreiðanlega einn allra besti leikur sem íslenskt landslið hefur sýnt. Þá vannst sigur með tveimur mörkum gegn einu og skoruðu þeir Jóhannes Eðvaldsson og Ásgeir Sigurvinsson mörk íslands. En þrátt fyrir að við söknum atvinnumannanna er liðið sem fsland teflir fram í kvöld mjög sterkt. Mikill uppgangur hefur verið í knattspyrnunni á undanförnum árum og það kemur fram í því, að fleiri sterkir leikmenn leika hér á landi en nokkru sinni áður. 16 manna landsliðshópur íslands fyrir leikinn í kvöld er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Þorsteinn Bjarnason ÍBK Guðmundur Baldursson Fram Örn Óskarsson ÍBV Trausti Haraldsson Fram Viðar Halldórsson FH Sigurður Lárusson ÍA Marteinn Geirsson Fram Ólafur Björnsson UBK Ómar Torfason Víkingi Gunnar Gíslason KS Guðmundur Þorbjörnsson Val Árni Sveinsson ÍA Ragnar Margeirsson ÍBK Sigurður Grétarsson UBK Pétur Pétursson Antwerpen Sigurjón Kristjánsson UBK í þýska liðinu er valinn maður í hverri stöðu og eru margir þeirra velþekktir. Má í því sambandi nefna Jiirgen Pommerenke, Hans-Jurgen Riediger og Joachim Streich. Austur-Þjóðverjar hafa náð mjög góðum árangri í landsleikjum í ár og meðal annars sigrað heimsmeistara ftala, en það hefur engum öðrum þjóðum tekist. Leikurinn í Laugardal í kvöld hefst klukkan 18.00 og verður forsala við Útvegsbankann og á Laugardalsvelli frá klukkan 10 og þar til leikur hefst. sh Þeir urðu númer 13 ■ íslenska unglíngalandsliðið í golfi hafnaði í 13. sæti á Evrópumóti unglinga í París. íslenska liðið lék gegn Hollendingum um 13. sætið og sigraði og urðu lokatölumar 4:3. Af íslands hálfu kepptu Magnús Jóns- son, Hilmar Björgvinsson, Páll Ketilsson, Magnús Ingi Stefánsson og Gylfi Krístinsson. Árangur liðsins er mjög viðunandi og þess má geta að margir af þeim er kepptu nú hafa rétt til að vera með að tveimur áram liðnum haldi þeir rétt á sínum málum. Það voru Skotar gollþjóðin mikla, sem urðu Evrópumeistarar unglinga og léku þeir gegn ítölum til úrslita. Há sekt ■ Brian Clough framkvæmdastjórí Nottingham For. hefur sektað Colin Todd fyrrverandi landsliðsmann Englendinga vegna brottreksturs hans af leikveUi í leik gegn Manchest- er United. Sektin er 500 £ sem eru vikulaun Todd og er það bærileg viðbót við tveggja leikja bann, sem kemur af sjálfu sér í slíkum tOvikum. Það era hinar nýju og hertu reglur sem bitna svona illilega á Todd. Jafntefli hjá Búbba ■ Úrslit leikja í skosku úrvalsdeild- inni á laugardag urðu sem hér segir: Celtic - Dundee 2-0 Dundee Utd. - Abcrdeen 2-0 Hibs. - St. Mirren 0-0 Morton - Kilmaraock 0-0 Motherwell - Rangers 2-2 Lið Jóhannesar Eðvaldssonar gerði jafntefli gegn Rangers og virðist heldur vera á uppleið, en margir álitu að það kæmi til með að lenda í verulegum erfiðleikum við upphaf keppninnar í úrvalsdeildinni. , Þetta er sterkt lið’ Segir Marteinn Geirsson ■ „Þetta verður erfiður leikur. Þetta er sterkara lið en það hollenska sem spUaði við okkur um daginn. Þetta verður crfiður róður, ekki síst ef haft er tU hliðsjónar að aðeins einn atvinnumannanna leikur með“. Þetta sagði Marteinn Geirsson lands- liðsfyrirliði er blaðamaður Tímans spurði hann álits varðandi leikinn gegn Austur-Þjóðverjum i kvöld. „Þetta eru samt mjög góðir strákar sem spUa þennan lejk og ég vona að rel gangi.“ Aðsóknin þarf að vera meiri ■ Mikil vonbrigði urðu meðal forystumanna KSÍ vegna lítillar aðsóknar að landsleik íslendinga og Hollendinga fyrir viku. Það vora aðeins um 2800 manas sem greiddu aðgangseyrí að leiknum og hefur það í för með sér veraleg vandkvæði fyrir Knattspyrausambandið. Það liggur í augum uppi að mikill kostnaður fylgir því að taka þátt í keppni eins og Evrópukeppninni og því er fijárþörfin gífurleg. Ekki sist nú er þrjú íslensk lið taka þátt í Evrópu- mótum landsliða. Það er rík ástæða til að hvetja íslenska knattspymuáhugamenn tU að ijölmenna á völlinn í kvöld og sjá landslið íslands leika gegn einu af sterkustu landsliðum Evrópu. Með því móti fá þeir áreiðanlega að sjá skemmtilegan knattspyrnuleik og um leið styrkja þeir Ijárhag KSÍ og ekki er vanþörf á hvorutveggja. Átta reknir út af í Englandi ■ Aldrei hafa cnskir dómarar séð ástæðu til að visa jafn mörgum leikmönnum af velii, eins og síðasta laugardag. Þá voru átta leikmenn reknir útaf, en þar á undan hafði sex verið vtsað af leikvelli árið 1976. Einn úr hvoru liði fór útaf i leik Everton og Tottenham á Goddison Park. Fyrst var það John Lacy Tottenham og þremur mínútum síðar John Bailey úr liði andstæðing- anna. í fyrri hálfleik leiks Birmingham og Stoke var Kevin Dillon vísað af leikvclli. Hann var að enda við að afplána tveggja leikja hann. Chris Harríson Plymouth var rekinn af leikvelli fyrir gróft brot. Glenn Humphríes lenti í útistöðum við Neil Slalter Bristol Rovers, en Hununphries leikur með liði Don- caster. Þá missti Brcntford Alan White- head útaf í leik gegn Wigan og David Swindlehurst Dcrby fór sömu leið í leik gegn QPR. John Crabbe lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Hereford og hann var bókaður í fyrrí hálfleik og í þeim síðari var hann scndur sömu leið og hinir sjö. Greinilegt cr að dómaramir ætla að taka málin föstum tökum og hugsanlcga hefur það jákvæð áhrif á knattspyrnuna hjá Englendingum Mest trimmað á Ströndum ■ Það vora Strandamenn sem voru duglegastir að trímma á „trimm- daginn“ í sumar að tilhlutan ÍSf. Á . félagssvæði HSS var þátttakan 44% og náði ekkert annað héraðs- samband á landinu jafn góðum árangri. Þá var einnig innbyrðis keppni milli félaga á Ströndum og varð Hnoðri þar í fyrsta sæti. Hjá , þeim var þátttakan 63%. Þetta kemur meðal annars fram í nýlegu fréttabréfi HSS og er á því að sjá að mikil gróska sé í íþróttastarfi hjá þeim Strandamönnum og mikil Qölbreytni rikjandi. ■ Árai Sveinsson er einn þeirra leikmanna sem leika munu gegn Austur-Þjóðverj- um í kvöld. Hann hefur verið utan við landsliðið um skeið, en hefur endurheimt sæti sitt með góðum leik í sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.