Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.09.1982, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982. 23 og letkhús - Kvikmyndir og leikhús ÍGNBOGIt O 10 000 Síðsumar Heimsfrasg ný óskarsverölauna- mynd sem hvarvetna hefur hlotið mikið lof. Aðalhlutverk: Kathrine Hepburn, Henry Fonda, Jane Fonda. Leikstjóri: Mark Rydel Þau Kathrine Hepbum og Henry Fonda fengu bæði Óskarsverð- launin í vor fyrir leik sinn i þessari mynd. Sýnd kl. 3-5,30-9 og 11.15 Hækkað verð Himnaríki má bíða \ *j3! Bráðskemmtileg og flönjg banda- risk litmynd, um mann sem dó á röngum tíma, með Warren Beatty - Julia Christie - James Mason Leikstjóri: Warren Beatty islenskur texti Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05, 11.15 Blóðhefnd Dýrlingsins" Spennandi og skemmtileg lit- mynd, um ævintýri Dýriingsins á slóðum Mafíunnar. Islenskur texti. Bónnuð bömum. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Morðin í Líkhúsgötu Spennandi og dularfull bandarisk litmynd með Jason Robards - Herbert Lom - Christine Kauf- mann. fslenskur texti Bönnuð innan 16 ára Endursynd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15,11.15 Þjóðleikhúsið Sala á aðgangskortum stendur yfir og frumsýningarkort eru tilbúin til afhendingar. Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200 u;iKi''KiA(; KKYKIAVÍKIIK Aðgangskort Sala aðgangskorta á ný verk- efni vetrarins stendur nú yfir. Þau eru: 1. Skilnaður eftir Kjarlan Ragnarsson. Ein var sú borg (Translations) eltir Brian Friel. 3. Forsetaheimsóknin eftir Régo og Brunau. Úr lífi ánamaðkanna (Frán regnormamas liv) eftir Per Olof Enquist. 5. Guðrún eftir Þónmni Sigurðar- dóttur. Miðasala í Iðnó kl. 14-19 simi 16620. "lonabíö a*3-l 1-82 Pósturinn hringir alltaf tvisvar (The Postman Always Rlngs Twlce) Spennandi, djörf og vel leikin ný sakamálamynd, sem hlotið hefur frábæra aðsókn víðsvegar um Evrópu. Heitasta mynd árslns. PLAYBOY Leikstjóri: Bob Rafelson. Aðalhlutverk: Jack Nicholsson, Jessica Lange. Islenskur texti. Bönnuð bömum innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7.20 og 9.30. 3* 1-15-44 Nútíma vandamál t^QQmz} Bráðsmellin og fjörug ný ærsla- og skopmynd frá 20th Century Fox, með hinum frábæra Chevy Chase ásamt Patti D'Arbanviile og Dabney Coleman (húsbóndinn i „9-5)“ Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Síðustu sýningar. 21*1-13-84 Nýjasta mynd Ken Russell: Tilraunadýrið (Altered States) Mjög spennandi og kyngimögnuð, ný, bandarísk stórmynd í litum og Panavision. (Aðalhlutverk: William Hurt - Blair Brown. Leikstjóri: Ken Russell, en mynd- ir hans vekja alltaf mikla athygli og umtal. islenskur texti. Myndin er tekin og sýnd í DOLBY STEREO. Bönnuð innban 16 ára. Sýndkl. 5,7, 9og11. -3*16-444 Soldier blue soldierblue Hin frábæra bandaríska Pana- vision-litmynd spennandi og vel gerð, byggð á sönnum viðburðum um meðferð á Indiánum. Candice Bergen Peter Strauss Donald Pleasence Leikstjóri: Ralph Nelson Islenskur texti Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 6,9 og 11.15 Simi 1 1475 ÓSKARSVERÐLAUNAMYNDIN FAME verður vegna áskorana endursýnd kl. 7 og 9.15 Titillag myndarinnar hefur að undanfðmu verið I efstu sætum vinsældalista Englands. Geimkötturinn Disney gamanmyndin vinsæla Sýnd kl. 5 jmojABidJ 2P 2-21-40 Kafbáturinn (Das boat) Stórkostteg og áhrifamikil mynd sem akstaðar hefur hlotið metað- sókn. Sýnd I Dolby Stereo. Leikstjóri: Wolfgang Petersen Aðalhlutverk: Júrgen Prochnow Herbert Grönmeyer Bðnnuð innan 14 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 Ath.: breyttan sýningartima. OKKAR A MILLI Myndin si-m brnai kynsloðabilið Myndui um þ«j og nug Myndm sem (|olskyldan sei saman Mynd s«m lartui engan ðsnoitmn og lilu aliam i huganum longu eftu að synuigu tVkur Myisl pftu Hrafn Gunnlaugwaon. Aðalhlutveik Benedikt Arnason Aukhans Sury Geus. Audiea Oddslemsdottii. Valgaiðui Cuð|onsson o fl Tonhst Diaumapiuismn eftu Magnus Emksson o fl fia isl Yfopplandsliðinu Sýnd kl. 5 og 9. Haustsónatan Endursýnum þessa frábasru kvik- myrrd Ingmars Bergmans aðeins i nokkra daga. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman Uv Ullman. Sýnd kl. 7. Bræður glímu- kappans SYLVESTER STALLONE m RaradiseAlley . Einn halði vitið, annar kraftana en sá þriðji ekkert nema kjaftinn. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone. Sýnd kl. 11. 3*1-89-36 A-salur Frumsýnir stórmyndina Close Encounters íslenskur texti m Heimsfræg ný, amerisk stómiynd um hugsanlega atburði, þegar vemr frá öðrum hnöttum koma til jarðar. Yfir 100,000 milljónir manna sáu fyrri útgáfu þessarar stórkostlegu myndar. Nú hefur Steven Spielberg bætt við stór- fenglegum og ólýsanlegum at- burðum, sem auka á upplifun fyrri myndarinnar. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Francois Trutfaut, Melinda Dill- on, Gary Guffey o.fl. Sýnd kl. 2.30,5,7.30 og 10. B-salur Valachi skiölin Hörkuspennandi amerisk slOr- mynd um lif og valdabar- • áttu i Mafiunni i Bandarikjunum. Aðalhlutv.: Charles Bronson Endursýnd kl. 5, 7.30 og 10. Islenskur texti. , Bönnuð innan 16 ára. kvikmyndahornid Eddie í hringiðu skðpunarinnar í Altered States. .jósasjó Russells ■ TILRAUNADÝRIÐ (Altered States). Sýningarstaður: Auturbæjarbíó. Leikstjóri: Ken Russell. Handrit: Sidney Aaron (Paddy Chayefsky) eftir eigin sðgu. Aðalhlutverk: William Hurt (Eddie Jessup), Blair Brown (Emily Jessup), Bob Balaban (Arthur Rosenberg). Tónlist: John Corigliano. Framleiðandi: Howard Gottfreid 1979. Ken Russell er meðal þeirra kvikmyndaleikstjóra, sem fara eigin leiðir í kvikmyndagerð. Myndir hans eru mjög sérstæðar, en hafa yfirleitt ekki náð mikilli almenningshylli, enda hafa margir haft það á tilfinningunni, að Russell væri að ásettu ráði að reyna að ganga fram af áhorfendum sínum og ekki alltaf gætt þess í leit sinni að frumleika að fara ekki út í ruddalegan fíflaskap. Þótt margt sé fáránlegt í myndum Russels, þá er hann stundum frumlegur og oftast forvitnilegur. Má þar nefna myndir eins og Women in Love, Tjakovskímyndina The Music Lovers, Mahler og Liszto- mania. Altered States, eða Tilraunadýrið eins og myndin hefur verið nefnd á íslensku, verður ekki talin með bestu myndum Russels, en hlutar hennar eru mjög sérstæðir. Það kann að vera nokkur skýring á þessu, að Russell kom að byrjuðu verki er hann tók að sér leikstjórnina. Handrit og leikara- val var frágengið, og leikstjórinn, Arthur Penn, reyndar byrjaður upptökur, þegar skipt var um leikstjóra. Paddy Chayefsky skrifaði handritið eftir eigin sögu, en honum sinnaðist við Russell er leið á töku myndarinnar og valdi því það ráð, að nota skírnarnafn sitt, Sidney Aaron, í myndinni í von um að enginn áttaði sig á að um einn og sama manninn væri að ræða. Altercd States er vafalítið með lakari handritum Chayefskys, og Russell gefur það til kynna með skemmtilegum hætti; hann lætur persónurnar tala svo hratt í samtöl- um, og stundum marga í einu, að oft er erfitt að átta sig á hvað fólk er eiginlega að segja. Og satt best að segja skiptir þetta engu máli, því háfleyg og háspekileg klisjusamtöl Chayefskys eru algjört aukaatriði í þessari mynd. Það sem skiptir máli eru myndrænar lýsingar Russells og tæknibrcllumeistara hans á ferð aðalpersónunnar, Eddie, um fyrri stig meðvitundar mannsins allt til hinnar fyrstu sköpunar eða þar um bil. í þessum köflum myndarinnar er Russell allsráðandi. Kvikmyndin fjallar um tilraunir bandarísks prófessors, Eddie, með ofskynjunarlyf og köfun niður á horfin vitundarsvið, en slík viðfangs- efni voru vinsæl hjá vissum hópi Bandaríkjamanna á sjöunda ára- tugnum. LSD er þekktast þessara ofskynjunarlyfja, en hér eru það sveppir, sem indíánar hafa lengi notað til að fá slíkar ofskynjanir, sem prófessorinn notar. Jafnframt lætur hann loka sig inni í vatnstanki í algjörri einangrun; þangað kemst hvorki ljós né hljóð. Prófessorinn kemst með þessu móti ekki aðeins á kaf í meðvitund liðins tíma, heldur tekur hann líkamlegum breytingum í samræmi við það. Þegar hann t.d. kemst niður á vitundarstig frummanns þá breytist hann líkamlega í frummann um stund í mjög skemmtilega fáránlegu atriði. Nú sannfærir myndin að sjálf- sögðu engan um að hægt sé með sveppaáti og einangrun að breyta manni líkamlega í frummann eða apa, og það er því ekki hægt að horfa á myndina með því hugarfari að taka atburðarásina alvarlega. Þvert á móti verður að líta svo á að Russell sé með útfærslu sinni að gera púragrín að þeim hugmyndum, sem felast í handriti Chayefskys, og sjálfsagt að taka þátt í gríninu. Tæknibrellurnar í Altered Statcs eru oft sérstaklega vel heppnaðar. Russell og sérfræðingar hans reyna að birta á hvíta tjaldinu þær ofskynjanir, sem uppátæki pró- fessorsins vekja með honum, og eru mörg þau atriði bæði frumleg og eftirminnilcg, þótt önnur séu af hefðbundnum LSD-stíl frá sjöunda áratugnum, og enn önnur eins konar Ijósasjó af rokkkonsertataginu. En frumlegu kaflamir eru svo forvitni- legir, að þeirra vegna ættu kvik- myndaáhugamenn ekki að láta myndina framhjá sér fara. Elías Snæland Jónsson skrifar Tilraunadýrió Close Encounters Breaker Morant Nútímavandamál Pósturinn hringir alltaf tvisvar Okkarámilli Síðsumar Amerískur varúlfur í London Hvellurinn Lögreglustöðin Framísviðsljósið Fame Stjörnugjöf Tímans * * * * frábær • * * * mjög göö • * * góð • * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.