Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1982, Blaðsíða 1
Wftflff — Helgarpakki og dagskrá ríkisfjölmiðlanna 11. til 17. september FATTUM ¦ Þótt vctrarbragur sé kominn á mannlífið í miðborginni, - Esjan með hvíta slæðu og skólabörn komin hópum saman á götumar á leið í skólann - þá er ekki enn kominn vetrarbragur á dagskrá útvarps og sjónvarps. Dagskráin er hálfþunn um þetta leyti, og fátt um fína drætti. Þetta stendur þó allt til bóta 1. október, en þá á að byrja vetrar- dagskrána, en áður var miðað við 1. vetrardag. Þá kemur D ALLAS aftur (víst einir 24 þættir!), Stundin okkar og einnig barnatími klukkan 18 á miðvikudög- um. Margir nýir íslenskir þættir verða þá á dagskrá í sjónvarpinu að sögn Ellerts Sigurbjörnssonar, dagskrár- ritara. „Viðburðarríkt sumar" Það var í sumarfríi austur á landi, að ég heyrði fyrst kafla úr sögu Þorsteins Marelssonar „Viðburðarríkt sumar". Tónninn í sögunni var léttur og skemmtilegur, sagan vel lesin og persónurnar komu kunnuglega fyrir eyru í tilsvörum. Þetta var fólk, sem maður kannaðist við úr daglega lífinu. Einkum verður Sigga systir eftirminni- leg og tilsvör hennar og athugasemdir eru óborganlegar, hvort sem hún er að tala við leiðindapúka í umferðinni, sem angrar pabba hennar á lélega bílnum eða foreldra og skyldmenni. Sigga hefur alltaf sínar skoðanir á hlutunum, eru oft frumlegar, en ekki alltaf í samræmi við það sem fullorðna fólkið telur rétt - en orð Siggu verða stundum til þess að litið er á málið frá annarri hlið en venjulega, þ.e. frá sjónarmiði krakkanna og réttlætis- kenndar þeirra. Þessi saga er í þættinum Sumar- snælda á laugardagsmorgnum, og ég reyni alltaf að muna eftir að opna þá útvarpið. Annað á laugardögum rennur svo- lítið saman í huga mér, svo sem Laugardagssyrpa og íþróttaþættir, en það er þáttur kl. 19.35 sem nefnist „Rabb á laugardagskvöldi. Það er mjög góður tími fyrir hlustendur til að hlusta. Allir saddir eftir kvöldmatinn, og ekki enn komið sjónvarp. Haraldur Ólafsson spjallar þá við hlustendur, og hefur þægilega og róandi rödd, og uppvaskið gengur fljótt og vel við að hlusta á rabb hans. Þá taka við sjónvarpsfréttir og Löður (fyrir þá sem heima sitja), og Löðrið alltaf hin besta skemmtun, að því er mér finnst. Mörgum finnst það einum of vitlaust, en hvað með það, ég vil ekki missa af því. Blóðhlaupin augu Síðast á dagskrá laugardagskvölds 4. sept. var Fjárhættuspilarinn „ný bandarísk sjónvarpskvikmynd" eins og segir í dagskrá Omar Shariff í aðalhlutverki og er hann auðvitað alltaf stórsjarmör, en ansi eru augu hans orðin rauð og blóðhlaupin - en engu að síður var hann auðvitað ómótstæðilegur og ekki þurfti hann nema að horfa alvarlegum augum á kvenfólkið, þá féll það eins og skot. Annars er mér eftirminnilegust úr myndinni hinir afburða glæsilegu búningar kvenfólksins, eiganda spila- vítisins, sem leikin er af Hope Lang og svo Victoriu Principal, sem við þekkjum betur sem Pam úr DALLAS. Alltof langdregnar spilasenur voru svæfandi, en ekki æsandi, því hver er spenntur þegar fyrirfram er vitað að hetjan hlýtur að vinna? - Hvenær kemur Stundin okkar? Börnin eru orðin langeygð eftir Stundinni okkar, og vonandi verða þau ekki fyri'r vonbrigðum þegar hún byrjar. Á meðan taka þau með þökkum þessum teiknimyndum, sem eru á skjánum, - og svo horfa þau á auglýsingarnar sem skemmtiefni. Norræna unglingahljóin- sveitin - og ísl. stjarnan Sigrún Eðvaldsdóttir „Ég vil stilla mína strengi" hét sænsk mynd á sunnudagskvöldið um Nor- rænu unglingahfjómsveitina, en sú DRÆTTI ¦ Omar Shariff var litríkur í laugardagsmyndinni, hann var í grznköflóttum jakka, blárri skyrtu, - og með rauð blóðhlaupin augu. mynd var tekin upp í Lundi í fyrrasumar. Hljóðfæraleikarar voru yfir 80 talsins, - en aðalstjarnan var 14 ára íslensk stúlka, sem var einleikari á fiðlu með hljómsveitinni. Hún heitir Sigrún Eðvaldsdóttir og á heima í Garðabæ. Eftir frammistöðu hennar að dæma í þessum þætti á hún áreiðanlega eftir að gera garðinn frægan í framtíðinni. Hún var vissu- Bjarghildur Stefánsdóttir skrifar um dagskrá ríkisfjölmiðlanna Iega til sóma fyrir ísland á þessum tónleikum. „Ut og suður" á sunnu- dögum Þáttur Friðriks Páls í útvarpi á sunnudagsmorgnum, þar sem hlust- endur fá að heyra frásagnir víðförulla ferðamanna, er oft ágætur. T.d. held ég að frásögnin af björgun fólksins af Vatnajökli eftir Geysisslysið hafi vakið athygli, þar sem einn af björgunarmönnunum sagði frá því björgunarafreki, sem öll þjóðin fylgd- ist með á sínum tíma. Þótt frásagnirnar séu merkilegar, þá er ekki alltaf sem frásögnin nær að vekja áhuga hjá hlustendum, þar kemur til að frásagnarlistin liggur misvel fyrir mönnum, en í þessum þáttum er-sagt frá- en ekki lesinn ferðapistill. Sögumenn þyrftu að vanda betur framsögn sína, án þess þó að verða óeðlilega hátíðlegir. íslenskar stúlkur kunha að sparka Það er líf og fjör í íslensku stúlkunum í leiknutn við norska landsliðið í knattspyrnu. Þær stóðu sig vel að gera jafntefli við þær norsku 1:1. „Það var kraftur í þeim, og þær kunna að sparka!" sagði einn setjari Tímans á þriðjudagsmorguninn eftir að hafa fylgst með íþróttaþættinum á mánu- dagskvöldið. Það var gaman að sjá aftur „f mýrinni", en sú mynd var sýnd vorið 1980. Valdimar Leifsson stjórnaði upptöku. Fuglalífið í votlendinu á Suðvesturlandi er hér myndað ótrú- lega vel. Myndatakan hefur áreiðan- lega kostað mikla vinnu og yfirlegu. Annars finnst mér óþarflega drama- tískt að koma í lok myndarinnar með skurðgröfu og jarðýtu - „hryllings- mynd", eins og þarna sé óvættur á ferð. Mýrar eru þurrkaðar upp víða og gerðar að ræktanlegu landi, en ég held að lengst af verði töluvert pláss fyrir votlendisfugla á íslandi bæði í byggð og óbyggð. Akureyri, sími 22770-22970 * Föstudag: Dlskótek. * Laugardag: Hljómsveit Steingríms Stefánssonar. * Sunnudagur: Diskótek. Veislumaður framreiddur úr veislueldúsinu frá kl. 20.00-22.00 Borðapantanir í síma 2 29 70. Eitt Qlæsileoasta samkomuhús á landinu er á Akurevn Grétar Laufdal frá diskótek- inu Rooky sér um dansmús- ikina í sal Disco 74. Snyrtilegur klæönaöur. v : 8imi: 86220 Boröapantanir 85660

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.