Tíminn - 11.09.1982, Síða 1

Tíminn - 11.09.1982, Síða 1
 1 Komið við á Sámsstöðum og Tumastöðum - bls. 10 Bla 1 ð 1 Tvo blöð í dag Helgin 11.-12. september 1982 206. tbl. - 66. árgangur. Erlent yfirlit: Vopna- hlaup .. 6-7 Glæpa- menn - bls. 7 Dávaldurinn Frisenette Tvöföld rannsókn á málefnum Fríhafnarinnar: ELLEFII STARFSMENN HAFA TEKIÐ ÁRSFRÍ ■ „Ef rannsóknimar gera það að verkum að vinnustaðurinn verður manneskjulegur þá er ekki nema gott eitt um þær að segja. Ég veit aðmargir, scm liöfðu langa starfsæfi þarna, eru farnir eða hafa tekið sér frí og slíkt gera menn ekki að gamni sínu eins og atvinnumálum er háttað á Reykjanes- inu“, sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana, í samtali við Tímann um rannsóknir þær, sem eru í gangi á málcfnum Fríhafnarinnar, en sam- kvæmt heimildum Tímans hafa 11 starfsmenn Fríhafnarinnar tekið sér ársfrí frá störfum á s.l. einu og hálfu árí. Nú er í gangi tvöföld rannsókn á málefnum Fríhafnarinnar en eins og Tíminn hefur skýrt frá hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að skipa tvo menn til að gera hlutlausa úttekt á málefnum Fríhafnarinnar, cn auk þess hefur Starfsmannafélag ríkisstofnana fengið fyrirtækið Rekstrartækni til að rannsaka útreikninga á bónusgreiðsl- um til starfsmanna Fríhafnarinnar á s.l. ári. Bónussamningur sem hér um ræðir gilti árið 1981 og var þannig að starfsmenn fengu ákveðið hlutfall af brúttósölu og nettótekjum scm lagt var í sérstakan sjóð. Úr sjóðnum fengu menn síðan greitt eftir vinnuframlagi en tóku á sig ábyrgð á rekstrinum að hluta til, þar með rýrnuninni. Skipting á bónusnum olli síðan deilum innan Fríhafnarinnar og er það sem Rekstrartækni rannsakar, en mcnn utanríkisráðuneytisins eiga aftur á móti að gera víðtækari rannsókn á málefnum Fríhafnarinnar. Hvað rannsókn Rekstrartækni varðar sagði Gunnar að hér væri um gífurlega viðkvæman hlut að ræða og mikilvægt að fá úr því skorið að skipting á bónusnum hafi verið gerð á þann máta að ekki verði véfengt eða tortryggt á neinn hátt. Starfsmenn Fríhafnarinnar höfðu mjög mismunandi mikla yfirvinnu á því tímabili sem bónusinn náði yfir og sagði Gunnar að það þyrfti alls ekki að vera tortryggilegt. „Mönnum má hinsvegar ekki hafa verið mismunað til vinnunnar og það er kannski aðalmálið" sagði hann. -FRI ■ „Segðu svo að ég hafi ekki varað þig við“, gæti dávaldurinn Frisenette verið að segja við hanann á myndinni sem þarna hefur fallið fyrír fyrstu sígarettunni. Frisenette venur annars vikulega um 50 manns af reykingum með dáleiðslu og það er því dulítið skondið að hann skuli kenna fiðurfé að reykja þess á milli. Sjá myndir og frásögn af sýningu Frisenette í Háskólabíói á hls 4. -ESE/Tímamynd G.E. Tillögur til lausnar vanda útgerdarinnar: HLBÚNAR Á MÁNUDAG ■ Tillögur Sjávarútvegsráðuneyt- isins um aðgerðir til að styrkja rekstrargrundvöll útgerðarinnar verða tilbúnar á mánudag. Unnið hefur verið að þessu máli í Sjávarútvegsráðuneytinu í samráði við Þjóðhagsstofnun, hagfræðinga ríkis- bankanna og Fiskveiðasjóð og sagði Bogi Þórðarson að þessari vinnu yrði örugglega lokið nk. mánudag. Bogi sagði jafnframt að Sjávar- útvegsráðuneytið hefði greint full- trúum sjómanna, þeim Óskari Vigfús- og fiskimannasambandsins frá megin- atriðunum þess sem tillögurnar fælu í sér og að þeir hefðu verið fullvissaðir að syni forseta Sjómannasambandsins . ekki yrði gengið á hlut sjómanna í þessu og Ingólfi Falssyni. forseta Farmanna- máli. -ESE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.