Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. Útgetandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjóri: Gísti Slgurðsson. Auglýslngastjóri: Stelngrfmur Glslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelðslustjóri: Slgurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttlr, Elrfkur St. Eirfksson, Friðrlk Indrlðason, Heiður Helgadóttir, Slgurður Helgason (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavík. Sfml: 86300. Auglýslngasfmi: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 130.00. Setnlng: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Hagsmunamál unga fólksins ■ Á nýafstöönu þingi Sambands ungra Framsóknar- manna voru viðamikil mál rædd og ályktanir samþykktar. Faö er vert að gefa því gaum sem unga fólkið hefur fram að færa í þjóðmálaumræðunni. Það er sjaldan steinrunnið af gömlum hugmyndum og vísar veginn til framtíðarinnar. Það finnur vel hver eru hagsmunamál í nútíð og framtíð. Það kennir margra grasa í ályktunum þingsins enda umræðuefnin fjölbreytt. Þeirra á meðal er, að lögð verði höfuðáhersla á að krafa Framsóknarflokksins um breytt vísitölukerfi nái fram að ganga. Þó með þeim skilyrðum að kjör hinn tekjulægstu í þjóðfélaginu verði tryggð með fjölskyldubótum og hækkuðum lífeyri frá almannatrygg- ingum. Ályktað er að tekjuskattur af meðaltekjum og þaðan af lægra verði afnuminn. Tekjutapi ríkissjóðs verði mætt með samdrætti og sparnaði í ríkisrekstri. Brýnt er að stjórnarskrárnefnd skili tillögum í kjördæmamálinu hið fyrsta og að stjórnarskrármálið verði eitt af höfuðmálum komandi flokksþings. I utanríkismálum var undirstrikað að nauðsyn ber til að afvopnunarviðræðum á alþjóðavettvangi verði haldið áfram, og lýst var yfir stuðningi við friðarhreyfingar sem vinna að gagnkvæmri afvopnun. Lýst var yfir fyrirlitingu á yfirgangi Israelsmanna í Líbanon og að útilokað sé að leysa vandamálin í þeim heimshluta nema tekið sé tillit til sjónarmiða Palistínuaraba. Þá voru gerðar ítarlegar ályktanir um fíkniefnamál, og lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir. Stjórnvöld voru hvött til að beita sér fyrir fræðslu um þessi efni, og að öllum ráðum verði beitt til að koma í veg fyrir aukna notkun fíkniefna, og endurskoðuð verði lög um viðurlög við fíkniefnaafbrotum. Húsnæðismál voru ofarlega á baugi á þinginu, enda er þar um eitt brýnasta hagsmunamál ungs fólks að ræða. Um þau segir m.a: Alkunna er að bygging eða kaup á eigin íbúðarhúsnæði - sér í lagi í fyrsta sinn - markar sérstakt tímabil í lífi flestra íslendinga. Æskilegt er að sem flestir eignist eigin íbúð. Slíkar framkvæmdir mega þó ekki raska öllu fjölskyldulífi þeirra sem í þær ráðast. Á þessu umfangsmikla sviði húsnæðismála er úrbóta þörf. Auknar lánveitingar til byggingar eða auka á íbúðarhúsnæði er nauðsyn. Jafnframt er brýnt að athuga hvernig húsnæðisstjórnar- lánum er ráðstafað og hvernig heildarfyrirgreiðslum í formi langtímalána er háttað. Byggingar verkamannabústaða hafa stóraukist: undanfarin ár. Útlán úr Byggingarsjóði ríkisins hafa dregist saman á sama tíma og útlán úr Byggingarsjóði verkamanna hafa aukist. Þetta stafar af því misræmi sem er á lánshlutfalli úr þessum tveim sjóðum. Byggingar verkamannabústaða hafa því ekki orðið til samsvarandi aukingar í íbúðabyggingum. Bent er á nauðsynlegar umbætur: Að lán úr Byggingarsjóði verkamanna að meðtöldu lífeyrissjóðsláni umsaékjanda nemi allt að 90% af byggingarkostnaði. Að lán frá Byggingarsjóði ríkisins til þeirra sem byggja eða káupa í fyrsta sinn verði hækkuð verulega. Lánstími verði lengdur. Að sveitastjórnir tryggi að lóðaframboð á hverjum tíma verði nægilegt. Vikið er að leigumarkaðinum og þeim erfiðleikum sem því er samfara að leigja húsnæði. Framboð á leiguhúsnæði hefur minnkað á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum þéttbýliskjörnum og má þar að hluta kenna húsaleigulög- unum. Ein fljótvirkasta leiðin til að draga úr þenslu á leigumarkaði er bygging námsmannaíbúða. Frambúðarlausnin er að auka framboð á húsnæði. OÓ á vettvangi dagsins Afvopnun á N.-Atlantshafi Því miður virðist margt benda til þess að þróunin verði sú að kjarnorkuvopn fari í vaxandi mæli út í hafið. „Stöðugleiki ógnarjafnvægisins" virð- ist best tryggður þannig. í Bandaríkjunum eru uppi áætlanir um að smíða mikinn fjölda stýrield- flauga, sem skjóta megi úr kafbátum. Opna glugganum yfir Bandaríkjunum verði best lokað, segja sumir ráðgjafar Reagans, með því að auka fjölda slíkra eldflauga í hafinu, hafinu við ísland. Andstæðingar eldflaugakerfisins í Evrópu segja sumir: „Við þurfum ekki slíkt eldflaugakerfi í Evrópu. Við getum varið Evrópu með eldflaugum í hafinu.“ - Hafinu við ísland. Við vitum að Sovétmenn fjölga stöðugt kafbátum sínum og sumir talsmenn kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum segja að ástæðulaust sé að hafa kjarnorkuvopn á Norðurlöndum því Norðurlönd megi verja með eld- flaugum í kafbátum í hafinu, hafinu við fsland. Þannig virðist aukast sú hætta að meginlöndin freisti þess að auka eigið öryggi með því að færa kjarnorkuvopnin út í hafið og auka þannig hættuna við ísland. Það erum við sem eigum heima hérna í hafinu. Þessuni áformum munu engir mótmæla ef íslendingar gera það ekki. Framsóknarmenn hafa á alþingi flutt þingsályktunartillögu um að íslendingar efni til alþjóðlegrar ráðstefnu til þess að ræða afvopnun á N.-Atlantshafi. Að íslendingar hafi frumkvæði að umræðu um þessi mál. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans hefur nýlega sett fram hugmyndir um að íslendingar varpi fram á vettvangi þjóðanna hugmyndinni um Hafsátt- mála, þ.c. alþjóðlegan sáttmála um bann við vígbúnaði í höfunum. Vinna við slíkan sáttmála kæmi í kjölfar Hafréttarsáttmálans, sem menn eru nú að sjá fyrir endann á. Leiftursnjöll hugmynd hjá Þórami sem framsóknarmenn eiga að fylgja eftir. Fríðarhreyfíngar í allri þessari þróun mála hlutu að spretta upp friðarhreyfmgar. Þegar íbúar margra landa Evrópu stóðu andspænis því að eldflaugar með kjarnaoddum yrðu settar upp í landi þeirra, hraus þeim hugur við þessu vitfirringslega kapphlaupi. íslendingar mundu sjálfsagt skilja þetta betur ef setja ætti upp t.d. 30 eldflaugar með kjarnaoddum í okkar landi. Nálægðin gerir málið geigvænlegt. Fólk úr öllum flokkum, öllum hags- munahópum og samtökum tók að mynda friðarhreyfingar. t Evrópu tóku mörg hundmð þúsund manns þátt í fundum friðarhreyfinga. Það er mikill misskilningur að stimpla slíkar hreyfingar kommúnistískar. Þessar hreyfmgar hlutu beinlínis að koma fram á þessari stundu meðal fólks, sem man hörmungar seinni heims- styrjaldarinnar. Meginmál er auðvitað að slíkar friðarhreyt'ingar séu óháðar og berjist fyrir gagnkvæmrí afvopnun en ekki einhliða. Sjálfur var ég viðstaddur 12. júní gönguna í New York og tók reyndar þátt í henni. Það var stórkostlegt. Þama fór fram stærsti útifundur í sögu Banda- ríkjanna, um 800 þúsund manns tóku þátt í honum. Þarna gat að líta fólk á öllum aldri, fjölmörg þjóðarbrot úr deiglupotti Bandaríkjanna og fjölmarga hópa félaga og hagsmunasamtaka. Mér er minnisstætt hversu góður andi og glaðlegur var í göngunni. Á einum stað gekk lítill snáði fyrir hópi manna og hrópaði glaðlegri drengjaröddu: „Hvað viljum við?“ og hópurinn svaraði: „Frið!“ Drengurinn hrópaði þá: „Hvenær viljum við fá hann?“ og hópurinn svaraði: „Núna;“ Þessi hróp voru endurtekin í sífellu. Víða var hrópað: Gefið friðnum tækifæri!“ Á einum stað í göngunni gengu Japanir, sumir greinilega fórnarlömb sprenginganna í Hirósima og Nagasaki. Þessi hópur hrópaði: “Aldrei aftur Hirósima!“ „Aldrei aftur Nagasaki;“ En hvað eiga menn við með friði? Eiga menn við frið hugans og andans eða einhvem æðri frið sem flýgur öllu ofar. Eiga menn við frið kirkjugarðsins eða frið með reisn? Eiga menn við hinn gríska statiska frið eða hinn hebreska dynamiska frið? Kirkjuþing hefur lagt áherslu á uppeldi til friðar. Þar er eflaust komið að kjarna. Að sá frjókornum friðar í hugum einstaklinganna sem eiga að erfa heiminn. GIUK-hliðið Gunnar Gunnarsson hefur ritað bækl- Það er mikill misskilningur að stimpla friðarhreyf- ingarnar kommúnískar. Þessar hreyfingar hlutu beinlínis að koma fram á þessari stundu meðal fólks, sem man hörmungar seinni heimsstyrjaldar- innar. Meginmál er auðvitað að slíkar friðarhreyf- ingar séu óháðar og berjist fyrir GAGNKVÆMRI afvopnun en ekki einhliða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.