Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. Nýir bílar Leitid upplýsinga æ — Notaðir bílar ÞÚ KEMUR - OG SEMUR ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ BÍLASALAN BUK s/f SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍMI: 86477 • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun # Bókband Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum i 20 stykki dreifispenna fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. okt. 1982 kl. 11 f.h. INNKÁUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkj :vegi 3 — Sími 25800 1 PRENTSMIÐJAN éddda h f. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Staða viðskiptafræð- ings Hafnamálastofnun ríkisins óskar að ráða viðskiptafræðing til að vinna við áætlanagerð og kostnaðarefti rIit hafnaframkvæmda. Umsóknir um starfið sendist skrifstofunni fyrir 24. september. Boddíhlutir, bretti og fí. Fiat Ritmo Fiat 127-8-31-32126P Mazda 323 VW 1300-1303 Simca 1307 Simca 1100 Mercedes Benz 200 — 280 Audi 80 Hunter Autobianchi A 112 Ford Escort MK1—11 Ford Fiesta Mini Opel Reckord DE Honda Civic Honda Accord Toyota Corolla Volvo 142-144 VW Jetta BMW316 VW Golf VW Derby Renault 4—5 Lada 1200 Datsun 1200—120Y 100 A pickup 75-79 Passat Bretti á fleiri tegundir væntanleg í haust. BMW316 Fiat 127 Mini Lada 1200-1600 Ford Fiesta M. Benz 300 D Opel Honda Accord Renault 5 Toyota Corolla Volvo G\varahlutir !Hr Ármúla 24. Reykjavík. Sími 36510 Óskar Stefánsson frá Héðinshöfða nírædur Þegar þá fregn ber að eyrum að Óskar 'Stefánsson frá Héðinshöfða sé orðinn níræður, flýgur óðara gömul mynd frá bemskuárum fram í hugann. Ég stend drengstúfur á Héðinshöfðahlaði og horfi á eftir ungum manni sem gefur reiðhesti sínum lausan taum út og niður túnið - moldóttum, smávöxnum, hnellnum og eldfjörugum gæðingi - og stefnir yfir mýrarsundið, þar sem Moldi flýgur yfir illfærar keldur, þrífur síðan sprettinn á betri götum út með Langholtinu og linnir honum ekki fyrr en við Höfða- gerði. Þarna er Óskar á Héðinshöfða á ferð. Moldi hans var fágætur fjörgamm- ur og snillingur. Óskar unni honum mikið og hefur ritað um hann fallega og skilríka grein. Önnur mynd fylgir þegar á eftir frá unglingsárum mínum. Það er ung- mennafélagsfundur á Hallbjarnar- stöðum. Óskar á Héðinshöfða í ræðu- stóli. Hann talar hægt og skipulega, hefur fagurt tungutak og vandar hvert orð og setningu. Ég man enn fyrstu setninguna: „Svo er mál vaxið“. Hann var ungmennafélagi og aldamótamaður heill og sannur, sonur lands, þjóðar og tungu. Og enn lifir í gömlum glæðum. Óskar Stefánsson fæddist í Hrapps- staðaseli á Fljótsheiði 11. sept. 1892, yngsti sonur Jónínu Sigríðar Jónasdótt- ur og Stefáns Guðmundssonar. Þau hjón bjuggu við fátækt þeirrar tíðar á ýmsum jörðum í S-Þing. á síðustu áratugum aldarinnar sem leið, barnmörg og atorkusöm. Börn þeirra voru öll vel gefið gerðarfólk. Óskar ólst upp á Kaldbak við Húsavík með foreldrum og systkinum, en hóf búskap á hluta á Héðinshöfða 1922 með Önnu systur sinni á móti Bjarna bróður þeirra, og höfðu þeir bræður saman háiflenduna. Þar bjuggu þau systkin til 1945, en fluttust þá í Breiðuvík á Tjörnesi. Anna lést 24. apríl 1965. Hún var mikil mannkostakona og tryggðatröll, fómfús og heitlunduð. Hún tók kornungan og móðuriausan bróður minn undir sterkan verndarvæng sinn á Héðinshöfða og veitti honum ástríki og hlíf meðan veður gekk hjá. Eftir lát Önnu var Sigurbjörg Björns- dóttir ráðskona hjá Óskari í Breiðuvík og Húsavfk í mörg ár, en hann fluttist til Húsavíkur 1967 og dvaldist þar um hríð, þá farinn að missa sjón. Loks fluttist hann til Akureyrar fyrir all- mörgum árum og síðan á vistheimilið í Skjaldarvík, þar sem hann hefur dvalist síðan. Þar naut hann samvista við góða samferðakonu um skeið, Guðlaugu Egilsdóttur, sem nú er látin. Óskar Stefánsson var á yngri árum hinn mesti atgervismaður og vel búinn íþróttum, fríður sýnum og ýturvaxinn. Hann var ágætur hestamaður og fjár- maður með afbrigðum. Sauðfjárbú- skapur var honum jafnan öðru hugleikn- ari - og er enn. Allt fram á þetta ár hefur hann átt og hirt um nokkrar kindur í kró, jafnvel þótt hann hafi dvalist á vistheimili aldraðra og sé mjög sjón- dapur orðinn. Hann metur þessa dægradvöl mikils og er þakklátur þeim sem gera honum þetta fært. Óskar naut aðeins náms í unglinga- skóla Benedikts Björnssonar á Húsavík einn vetur, en það var góður skóli og veitti mikið veganesti. Öskar ávaxtaði það pund vel. Hann er vel skáldmæltur og hagorður, kastaði gjaman fram lausavísum og orti ljóð um land og þjóð. Hann ritaði sitthvað fleira og gaf fyrir nokkrum árum út væna bók - minningar smaladrengs. Óskar ritaði - og ritar enn - fagra hönd eins og fleiri Tjörnesingar. Mests er um vert hve málfar hans og tungutak hefur ætíð verið fallegt og vandað. Hann var sjálfum sér harður húsbóndi í þeim efnum. Hann hefur ætíð verið strangur bindindis- maður og kostað kapps um heilbrigt lífemi, enda endist honum nú hreystin vel og þegar orðinn karla elstur. Óskar hefur ætíð verið mikill og ágætur félagsmaður og talsmaður góðra mála í heimabyggð sinni. Blessun fylgi honum á ævikvöldi. Óskar dveist á afmælisdaginn hjá frændfólki sínu að Gránufélagsgötu 23 Akureyri. Andrés Kristjánsson. Byggingarfulltrúi Bæjarsjóður Neskaupstaðar óskar eftir að ráða nú þegar tæknimenntaðan mann sbr. grein 2.5.4. í byggingareglugerð til starfa sem byggingarfull- trúi á Norðfirði. Frekari uppiýsingar um starfiðveitir bæjarstjórinn í Neskaupsstað í síma 97-7700 eða 97-7138. Bæjarstjórinn í Neskaupstað Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fullkomna þjónustu sína. Harðsnuið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 441566

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.