Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.09.1982, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. 11 10 fréttafrásögn fréttafrásögn ■ Hestamaður úr höfuðstaðnum sótti haust eitt brúnskjóttan hest er hann átti í hagagöngu austur í Árnessýslu og leiddi hann til slátrunar. Síðar það sama haust leitaði bóndi nokkur úr Árnessýslu lengi vel að brúnskjóttri hryssu sinni og hélt uppi spurnum um hana fram á vetur, en árangurslaust. Hins vegar höfðu menn orðið varir við brúnskjóttan hest, sem enginn kannað- ist við. Þessa „skemmtilegu" sögu ásamt öðrum áþekkum heyrði undirrituð er hún ásamt hópi búandfólks úr Arnes- sýslu áði til kaffidrykkju að Hvoli fyrr í sumar. Brostu menn göðlátlega að ýmsum dapurlegum ævintýrum „borg- arbændanna“, sem oft eru heldur ekki sparir á að gera grín að sveitamann- inum. Er því ágætt til þess að vita að hvorugir eigi hjá hinum. Fyrrnefndur hópur var á ferð um Rangárþing sér til fróðleiks og skemmtunar, eins og áður hefur verið sagt frá í Tímanum, þó dregist hafi úr hömlu að ljúka ferðasög- unni. En Rangárþing breytist ekki mikið á nokkrum vikum. Út um gluggana á Hvoli blöstu Vestmannaeyjar við í suðri. „Ég réri 14 vertíðir frá Vestmannaeyjum í gamla daga og langar eiginlega alltaf þangað aftur. Ekki hef ég þó látið verða af því, þótt það ætti nú að vera orðið auðvelt að skreppa þetta með Herjólfi úr Þorlákshöfn", sagði einn hinna öldruðu bænda úr Árnessýslu. Er Ijóst af þessu að sveitafólkið hefur tæpast lagst í ferðalög í jafn ríkum mæli og algengast er með íbúa suð-vestur homs landsins. „Fögur er hlíðin...“ „Fögur er hlíðin svo mér hefur hún aldrei jafn fögur sýnst, bleikir akrar og slegin tún, og mun ég heim rfða aftur og huganum er menn - alsælir eftir veitingarnar á Hvoli - héldu sem leið lá inn Fljótshlíðina. Og þar sáust einmitt fyrstu slegnu túnin - og önnur kafloðin - þótt víðast hvar væri illa sprottið á bæjum utar í sýsluni. Kristinn, tilraunastjóri á Sámsstöðum tók á móti hópnum er rennt var þar í hlað og hélt síðan með okkur í fræðsluferð um staðinn og þar gefur líka á að líta. Á Sámsstöðum þekja um 1.500 tilraunareitir gífurleg landssvæði, sem yfir að líta virðast öll köflótt. Sumir reitirnir eru kafloðnir en aðrir snöggir. sumir eru dökkgrænir eða brúngrænir þar sem mikill.puntur var kominn, en aðrir fölir. Sumir voru blómum skrýddir en aðrir eingöngu vaxnir þéttu grasi. Á reitum þessum eru gerðar: Áburð- argrasstofna-, korn- og fræræktartil- raunir, sem Kristinn sagði eiginlega sitt aðal verkefni. Að fræræktarverkefninu hefur verið unnið síðan 1975, en það miðast við að finna hentugar aðferðir til að rækta fræ af tveim íslenskum grösum - túnvingli og vallarsveifgrasi. Frærækt- in fer nú fram á um 85 hektara landssvæði. „Við erum að reyna að byggja þetta upp sem einhverskonar hliðarbúskap. Við höfum nefnt að hér yrði kannski hægt að rækta um helminginn af því fræi sem notað er í landinu, en það er langt ■ Alltaf er freistandi að tylla sér niðor í skjóli grænna skóga. Indriði Indriðason, skógarvörður situr fremst til vinstri á myndinni. Tumastaðir í Rangárþingi orðnar 12-25 sentimetra háar. Að sögn Indriða var um hálf milljón plantna dreifsctt á Tumastöðum í sumar, en gert ráð fyrir að seldar yrðu þaðan um 250-300 þúsund plöntur nú í ár. Plönturnar geymdar í frysti síðasta veturinn Það sem kom einna mest á óvart í frásögn Indriða var að plöntur þær sem selja á að sumri eru haustið áður teknar upp og síðan geymdar í frysti, við um 3ja gráðu frost allan veturinn. Bæði sagði hann þetta gert til að ná plöntunum upp áður en þær fara að vaxa að vori, því þær væru miklu viðkvæmari þegar þær eru að byrja að spretta á vorin. En einnig vegna þess að þær varðveitast miklu betur við jafnt frost allan veturinn heldur en í umhleyp- ingum vetrarins. Auk skógarplantna cr nokkuð ræktað af garðplöntum á Tumastöðum, aðal- lega víðiplöntum ýmisskonar. bæði í limgerði og til skjólbcltaræktar fyrir skóræktarfélögin. Mátti m.a. sjá þar skemmtilegt limgerði þar sem plantað hafði verið mörgum tegundura - nokkrum plöntum af hverri tegund hlið við hlið á sama árinu svo auðvelt er fyrir fólk að bera saman tegundirnar. Var mikill munur á hve hinar einstöku tegundir höfðu vaxið mikið á þeim fimm árum síðan plantað var, svo og kvað Indríði m.a. mikinn mun á því hve þær væru veikar fyrir skógarmaðki. Aðspurður kvað Indriði hins vegar engin jólatré hafa verið seld frá Tumastöðum. Fyrst og fremst haft þetta verið gróðrarstöð, en litlu plantað út til skógræktar á staðnum, vegna land- þrengsla. Nú sé útplöntun hins vegar að hefjast f framhaldi af því aðstöðinni hafi PLONTURNAR GEYMDAR FRYSTI ALLAN VETURINN! fara hvergi", sagði Gunnar á Hlíðarenda forðum. Vafalaust hafa allir ferðafélag- amir tekið undir með Gunnari í í að það mark náist. Fer raunar líka eftir hefur frænotkun verið um 200 tonn því hvort sú stefna verður tekin að rækta árlega", sagði Kristinn. þennan helming eða ekki. Hingað til Það fræ sem þegar er ræktað á ■ Hinar ýmsu víðitegundir sem plantað var á sama tima í þetta limgerði hafa vaxið ákaflega mis mikið eins og sjá má á myndinni. Myndir HEI Sámsstöðum kvað Kristinn fyrst og fremst notað til landgræðslu á örfoka landi á vegum Landgræðslunnar. En einnig munu Reykvíkingar mikið sækj- ast eftir þessu fræi í lóðirnar sínar, þó lítið hafi verið selt af því þangað til þessa. Þeir eiginleikar sem fólk er að sækjast eftir með þessu fræi er að það er mjúkt, þétt og harðgert. Komrækt á um 400 hekturum Á Sámsstöðum er kornrækt á um 400 hekturum. Þar er cingöngu um að ræða svonefnt Marybygg. Er það sú korn- tegund sem ræktuð hefur verið á Sámsstöðum allt frá árinu 1962 og nú er einnig farið að rækta í Landcyjum í auknum mæli. Auk þess fara fram korntilraunir í um 400 reitum, eða svokallaðar víxlanir. Að sögn Kristins hefur mestur vöxtur verið í gömlum byggafbrigðum, svonefndu Tobbabyggi og Sigurkorni, sem bæði voru fengin frá Færeyjum á dögum Klemensar fvrrv. tilraunastjóra. Gallinn við þau var bara sá að stöngullinn var veikur og hélt illa axinu í rysjóttu tíðarfari síðsumars. Er því unnið að kynbótum með víxlunum svo það henti okkar rysjóttu veðráttu betur svo og til að reyna að flýta þroskanum um nokkra daga. Því verulega getur munað um hvem dag þegar sumur eru stutt. Á Sámsstöðum sýndi Kristinn okkur einnig hreinsistöð sem þar er verið að koma upp til fræhreinsunar og á hún í framtíðinni að geta annað allri þeirri fræhreinsun. Búnaði þessum er komið fyrir í gamalli hlöðu, svo ekki þurfti að leggja í mikla fjárfestingu vegna hús- næðisins. Skjólsælt á Tumastöðum Degi var tekið að halla og kominn nokkur hrollur í suma í kvöldkulinu þegar haldið var frá Sámsstöðum áleiðis að Tumastöðum, sem Skógrækt ríkisins keypti árið 1944. Hafði fólk á orði að ekki væri kannski ástæða til að hafa þar mjög langa viðdvöl. Fararstjóri spáði að annað ætti eftir að koma í ljós. Sín reynsla í fyrri ferðunum hefði verið sú, að fólk fengist varla til að fara þaðan aftur. Og fararstjórinn átti auðvitað eftir að hafa rétt fyrir sér. Enda væri það svo merkilegt - eins stutt og er á milli þessara tveggja bæja - að inanni fannst veðrið mörgum stigum hlýrra á Tuma- stöðum, sem tæpast getur átt sér aðra skýringu en þá hve skógurinn myndar þar mikið skjól. Á Tumastöðum var algert logn, og umhverfið unaðslegt. Að sögn skógarvarðarins Indriða Indriða- sonar eru hæstu trén á Tumastöðum nú orðin um 9,5 metra há. í þeim trjálundi er orðinn dæmigerður skógarsvörður, þ.e. gras er hætt að vaxa þar vegna skugga. Hálf milljón plantna dreifsett Hlutverk Tilraunastöðvarinnar er að rækta trjáplöntur fyrir stöðina sjálfa og Skógræktarfélög landsins. Fræið er fengið víða að, frá Rússlandi, Noregi, Bandaríkjunum og að litlu leyti er að byrja að koma fræ af íslenskum trjám m.a frá Hallormsstað. Aðallega sagði Indriði ræktaðar fimm tegundir: Mest er af sitkagreni, síðan stafafura og lerki og lítillega af rauðgreni og íslensku birki. Fræinu er fyrst sáð f svonefnd „sáðbeð“ og plöntunum síðan plantað í dreifsetningarreiti um 2ja ára gömlum, en yfirleitt er plönturnar um 4 ára þegar þær fara frá stöðinni. Þær eru þá aðeins bæst um 500 hektara land með kaupum á næstu jörð - Kollabæ. Orðið var áliðið kvölds þegar farar- stjóri hafði loks af að mjaka fólki áleiðis að bílnum, eftir að hafa skoðað gróðrarstöðina og gengið um skógar- brekkumar. Allir sem vildu voru að endingu leystir út með gjöfum. Hver ferðalangur fékk um 5 furuplöntur til að taka með sér heim til gróðursetningar. Er því líklegt að á mörgum bæjum í Gaulverjabæjar- og Sandvíkurhreppum eigi á næstu árum og áratugum eftir að vaxa upp fallegir furulundir til minn- ingar um þcssa fróðlegu og skemmtilegu ferð um Rangárþing. HEI Myndir og texti: Heiður Helgadóttir Húsbyggjendur- Verktakar Loftorka s.f. Framleiðsluvörur: Frárennslisrör, brunnar — rot- þrær. Milliveggjaplötur úrgjalli. Holsteinn til útveggjahleðslu. Gangstéttarhellur, kantsteinar. Steinsteyptar húseiningar. Fjöldi húsgerða. Pantið sýnishorn. Verktakastarfsemi. Borgarplast HF. Framleiðslu- og söluvörur: Einangrunarplast, allar þykktir og stærðir. Pípueinangrun úr glerull og plasti, allar stærðir. Glerull og steinull, allar þykktir. Alpappír, þakpappi, útloftunar- pappi, bylgjupappi, plastfólía. AAúrhúðunarnet, nethald. Spóna- plötur í ýmsum þykktum. Góð verð, f Ijót afgreiðsla ög greiðsluskilmálar við f lestra hæf i. Daglegar ferðir vöruf lutningabifreiða í gegnum Borgarnes, austur, norður og vestur. Borgar- plast hf. af hendir vörur á byggingarstað á stór-Reykjavíkursvæðin, kaupendum að kostnaðarlausu. Ferðir alla virka daga. Bor^arnesi, simi 93—7113 Kvöldsími og helgarsimi 93—7115 Kvöldsími og helgarsími 93—7355 Byggingarvörur - Einingahús Auglýsingasími TÍMANS er 18-300 landsþjónusta Heimkeyrsla að kostnaðarlausu alla leið í Borgarnes og nágrenni og austur á Hvolsvöll og nágrenni. Sendum samdægurs á öll Suðurnesin: Fyrir aðra landsmenn pökkum við inn og sendum á vöruflutningamið- stöðvar í Reykjavík, og að sjálfsögðu að kostnaðarlausu. ÞU KEMUR EÐA HRINGIR -VIÐ SENDUM □Cl Opið i dag kl. 9-17 og sunnudag 14-17 Hjónarúm úr furu Ve ggsamstæða Or ISAahoni Pú Kemur 09 semur Leðurstólar Horn- sófasett Reykjavikurvegi 66 Hafnarfirði Sími 54100 Landsþjónustan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.