Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 7
MIÐVJKUDAGUR15. SEPTEMBER1982 ■ Flokksforingjarnir eigast við í kosningabaráttunni. Teiknarinn telur greinilega ekki mikinn liðsauka í formönnum þjóðarflokksins og íhaldsflokksins í skylmingum þeirra Fálldins og Palme. Svíþjóð: TVÍSÝNAR KOSNINGAR Á SUNNUDAG Launþegasjóðirnir eru höfuðmál kosningabaráttunnar ■ Þingkosningar verða í Svíþjóð n.k. sunnudag. Sósíaldemókratar með Olof Palme í fylkingarbrjósti leggja allt kapp á aö ná meirihluta á ný, en það er þungur róður. Borgaralegu flokkarnir svoköll- uöu hat'a að nokkru leyti snúiö saman bökum í kosningabaráttunni, þótt þcir eigi jafnframt í innbyrðis erjum. Höfuðmál sósíaldcmókrata eru laun- þegasjóðirnir, scm borgaraflokkarnir eru sammála um að séu af hinu illa og muni ckki leiða til annars en sósíalisma og flokkta;ðis, Hér í blaðinu hefur verið skýrt vcl frá hvcrnig sósíaldemókratar hugsa sér launþegasjóðina. í stuttu máli er hugmyndin sú að launþegar gefi eftir sem svarar einuin al' hundraði iauna og að hlutur af ágóða fyrirtækja renni í sjóðina. Launþegasjóðirnir eiga að fjármagna atvinnuvegina. Starfsmenn fyrirtækja munu taka sæti í stjórn þcirra. Þcir sem á móti sjóðunum berjast scgja, að þeir muni lciða til þess að einkaframtakið hvcrfi úr sögunni cn sósíalismi og flokksræði taka við. Palme er mikill baráttumaður og vel á sig kominn andlega og líkamlega og lætur ekki sitt cftir liggja í kosninga- baráttunni, sem nú stendur sem hæst. Hann tclur að atvinnuleysi muni verða útrýmt aðeins ef sósíaldemókratar komist til valda. Fálldin forsætisráð- herra og formaður Miðflokksins bendir honum á Danmörku og hvernig kratarn- ir þar hafa gefist upp og atvinnuleysi og efnahagsleg óáran sé þar nú meiri en þekkst hefur síðan í stríðslok, Við því á Palme engin svör. Talið er að kosningarnar á sunnudag- inn geri út um pólitíska framtíð Palmes. Ef hann og flokkur hans ná ekki meirihluta pun hann hætta sem flokks- formaður og forsætisráðherraefni. I kosningunum 1979 náðu borgara- flokkarnir meirihluta með aðeins 8 þúsund atkvæða mun. Víst er að það verður mjótt á mununum. Ef til vill þarf Palme á stuðningi kommúnista að halda til að geta myndað ríkisstjórn. Þeir hafa oft áður varið stjórnir sósíaldemókrata falli. I Svíþjóðverðurstjórnmálaflokkur að fá að minnsta kosti 4% atkvæöa til að ná manni á þing. Fylgi kommúnista er lítiö og engan veginn sjálfgcfið að þeir muni eiga neinn fulltrúa á þinginu cftir kosningarnar. Falli þeir út verða sósíaldemókratar aö ná hreinum meiri- hluta. Flokki umhverfisverndarmanna hefur vaxið mjög fiskur um hrygg og gctur vcl farið svo að þeii fái nokkra þingmenn kjörna. Umhverfisvcrndar- menn berjast cinkum gegn kjarnorku- verum, vilja láta loka þeim sem í notkun eru og hætta við að byggja þau sem nú eru i smíðum cða á teikniborðum. Umhvcrfisvcrndarmcnn vilja engin loforð gefa urn hvort þeir muni styöja stjórn borgaraflokkanna cöa sósíal- demókrata. Frambjóðendur þeirra ncita alveg að svara spurningum um þaö atriöi og ganga óbundnir til kosninga. Borgaraflokkarnir mynduöu sam- steypustjórn árið 1976. cn þá höföu sósíaldemókratar setið óslitið í ráð- herrastólunum í 44 ár. Thorbjörn Fálldin varö forsætisráðherra. Tveim árum síðar féll stjórnin vegna ágrcinings um kjarnorkustöðvar. Minnihlutastjórn tók við. 1979 var aftur mynduö meirihlutastjórn borgaraflokkanna þriggja, en hafði aðeins eins atkvæðis meirihluta í þinginu. 1980 hættu íhaldsmenn stjórnarþátt- töku vcgna þess að Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn gengu til samstarfs viö sósíaldemókrata um brcytingar á skatta- lögunum. Enn tók minnihlutastjótn undir forsæti Fálldins við og situr enn. Oddur Ólafsson skrifar Það er sú ríkisstjórn sem Olof Palme ætlar sér nú aö sigra. Umhvcrfisverndarmenn eru óskrifað blað í kosningunum. Vera má að margir þeirra kjósenda sem kusu Miöflokkinn, flokk Fálldins, 1979, greiöi fram- bjóðendum umhverfisverndarmanna atkvæði sín nú. Miðflokkurinn gekk til kosninganna með þá stefnu að leggja kjarnorkuverin niður. En reyndin er sú að þeim hefur fjölgað í stjórnartíð hans og enn lleiri cru í undirbúningi . Kjósendur Miðflokksins telja sig svikna, en þaö veiður aö bíöa sunnudagsins til aö sjá hvort þeir hafa söðlað um og greiða umhvcrfisverndarmönnum atkvæöi sín. Atvinnurekendur haía lagt fram mikiö fé til að styðja kosningabaráttu borgaraflokkanna. Hafa þeir meira umleikis en nokkru sinni áöur til að koma áróðri sínum á framfæri. Það eru aðallcga launþcgasjóöirnir sem áróð- urinn beinist gegn. En almenningur virðist ekki cins hræddur við sjóði þessa og hættur scm kunna að vera þcim samfara og áróöurs- meistarar borgaraflokkanna viija vcra láta. Sósíaldcmókratar láta ckki cins mikið af launþegasjóðunum, cn scgja aðeins aö það gcti varla vcriö sænsku atvinnulífi hættulcgt þótt verkalýöurinn fái einhver ítök í þeim fyrirtækjum sem hann stritar hjá. Sósíaldemókratarnir hafa tögl og hagldir í launþcgasam- tökunum og bcita þeim óspart fyrir sig í kosningabaráttunni. En hvernig sem fer í Svíþjóð á sunnudaginn er öruggt að tvísýnt verður hver myndar næstu ríkisstjórn, þar til öll atkvæði hafa verið talin. erlendar fréttir Forseta Libanon sýnt banatilræði: Slapp lítt meiddur en f jöldi Líbana lést sprengjan, sem komið var fyrir á jarðhæð, sprakk. Taliðerað sprengj- an hafi verið um 220 kíló að þyngd. Það er talið næsta öruggt að sprengjutilræði þessu hafi fyrst og frcmst verið beint gegn Gemaiel, en honum hefur tvisvar áður verið sýnt banatilræði. Húsið, þar sem höfuðstöðvar falangista eru, er í austurhluta Beirút en í þeim borgarhluta búa eingöngu kristnir menn. Hafa sveitir falangista ráðið lögum og lofum í þessum borgarhluta síðan í borgara- stríðinu. í dag mun lögrcgla Líbanon hins vegar taka við öryggisvörslu og löggæslu þar. ■ Fjöldi manns lést í höfuðstöðv- um falangista í Beirút, Líbanon í gær þegar geysilega öflug sprengja sprakk þar. Ekki er enn vitað hversu margir létu lífið, en fregnir þaðan herma að tala látinna sé einhvers staðar á milli 50 og 60. Nýkjörinn forseti Líbanon, Basir Gamaiel var staddur í húsinu þegar sprengjan sprakk. en hann slapp næstum ómeiddur. Hann fannst í húsarústunum um klukkustund eftir að sprengjan sprakk. og kvartaöi hann þá undan eymslum á fæti og var fluttur á sjúkrahús. Basir Gemaiel var á fundi með samstarfsmönnum sínum þegar Atök pólskr- ar lögreglu og borgara ■ Enn kom til átaka á milli lögreglu og borgara í Póllandi í gær. Urðu óeirðir í tveimur iönaöarborgum, sunnarlega í Póllandi, Groslov og Novahuta. Að því er talsmaöur pólskra stjórnvalda sagði, þá réðst hópur manna á bílalcstir lögreglunn- ar, en hún notaði láragas og háþrýstidælur til þess að dreifa mannfjöldanum. Sami talsmaður sagði aö fjórir lögreglumcnn heföu meiðst í átökunum og a.m.k. 70 heföu verið handteknir. Oeiröir þessar brutust út þegar pólskir borgararvildu minna á að níu mánuöir eru nú liðnir frá því aö herlög tóku gildi í Póllandi. Ekki kom til átaka annars staðar í Póllandi á milli lögreglu og borgara, cn ókyrrt var einnig í mörgum öðrum borgum Póllands, svo sem í Lods. Ekki hcfur komið til svona mótmælaaögcrða í Póllandi síðan 31. ágúsl síöastliðinn, en þá safnaðist lólk saman og fór í kröfugöngur í fjölda pólskra borga. Tvö þyrluslys á Norðursjó ■ Tvö þyrluslys áttu sér staö á Noröursjónum í gær, með lárra stunda millibili. Bandarísk herþyrla sem tekiö hafði þátt í NATO æfingum undan strönd Danmerkur hrapaöi í sjóinn meö þeim afleiöing- um aö allir í fimm manna áhöfninni létu lífið. Talsmaður bandaríska sjóhersins ncitaði að gefa upplýsing- ar í gær um tildrög eða ástæðu slyssins. Fyrr um daginn hafði þyrla brotlcnt um 100 kílómetra norðaust- ur af Shetlandseyjum, eftir að hafa lent í örðuglcikum við brottför af olíuborpalli. Allir scx mennirnir sem um borð voru létust. Baskar myrða 4 lögregluþjóna ■ Fjórir spænskir lögreglumenn voru myrtir í Baskahéruðunum á Spáni í gær, ckki fjarri borginni San Sebastian. Auk þess særðist fimmti lögreglumaöurinn alvarlcga. Það voru hryðjuverkamenn sem réðust mcð vélbyssuskothríð að tveimur lögreglueftirlitsbíium. Byssuskot þau sem fundust í og við lögreglubifreiðarnar voru af þeirri gerð sem frelsissamtök Baska hafa verið uppvís af að nota í árásum sínum. Enn er fimm saknað úr flug- slysinu á Spáni ■ Ekki var enn vitað í gær hversu margir létu lífið í flugslysinu á Spáni, við flugvöll í Malaga í fyrradag, þegar DC-10 farþegabreiðþota hrap- aði í flugtaki. I gær var talið að ekki færri en 60 manns hefðu látið lífið, af þeim 393 sem um borð voru. Margir þeirra sem upphaflega var sagt að saknað væri, höfðu komið í leitirnar í gær, en enn var saknað fimm síðla í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.