Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER1982 'fHi 9 Islenskar kýr í Svíþjód ■ Árið 1978 gaf Búnaðarfélag íslands til Svíþjóðar 1000 skammta af sæði úr 4 óreyndum nautum. Áður höfðu sænskir búvísindamenn og bændur í N-Svíþjóð sýnt áhuga á að fá sæði héðan til að sæða sænskar kýr af gömlum norrænum uppruna sem þó nokkuð margir bændur í N-Sví- þjóð halda enn í. Þessar kýr eru kollóttar og heitið á kyninu er skammstafað SKB, og gengur undir því nafni. Talið er að um 30.000 kýr af SKB séu í N-Svíþjóð, en af þeim eru aðeins 3000 á skýrslum, en það skilyrði var sett upphaflega að þær kýr sem sæddar yrðu með íslensku sæði væru á skýrslum nautgriparækt- arfélaganna. Meðalnyt skýrslu- færðra kúa af SKB-kyninu er 4600 kg. á ári miðað við 4% feita mjólk. Erlendur Jóhannsson nautgripa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags ts- lands fór í sumar til Svíþjóðar og notaði þá tækifærið til að kanna hvernig þessum íslensku blendingum hefði reitt af. Hann heimsótti m.a. tilraunastöð nálægt Umeá, en þar hafa fæðst 30 kálfar undan íslenskum nautum frá því á árinu 1979. íslensku blendingskálfarnir reyndust vera um 4 kg. þyngri að meðaltali við fæðingu en hreinu SKB-kálfarnir. Á síðastliðnum vetri báru svo fyrstu íslensku blendingskvígurnar á stöðinni. Þær komust í 19. kg. dagsnyt, en aðrar kvígur komust mest í 17 kg. dagsnyt. Nythæsta kvígan á stöðinni var undan íslenska nautinu Forki frá Gröf í Öngulstaða- hreppi, en hún komst í rúmlega 22 kg. dagsnyt. Nautkálfar sem slátrað var reyndust mun þyngri ef þeir voru hálfir íslendingar en hreinræktaðir SKB. l'eir bændur sem Erlendur hitti að máli og voru með íslenska blendinga voru allir sammála um ágæti íslensku gripanna og fastákveðnir að halda áfram með þá og fá sæði frá íslandi. Gert er ráð fyrir að selt verði sæði úr íslenskum nautum til Svíþjóðar nú í haust. Offramleiðsla á búvöru í Noregi Nú er svo komið að í Noregi er veruleg umframframleiðsla á kjöti, mjólk og eggjum. Norsku bænda- samtökin eru með ýmsar áætlanir til að draga úr framleiðslunni. Það nýjasta er að greiða bændum sérstök verðlaun fyrir að slátra ungkálfum. Bóndi sem fer með ungkálf í sláturhús fær greitt aukalega n.kr. 700 (1400 ísl. kr.) ef kálfurinn er innan við 30 kg. á þyngd (sláturvigt). Norskir bændur hafa fengið undan- farnar vikur fyrir ungkálf, sem vigtar 40 kg. (sláturvigt 22 kg.) n.kr. 517, en frá 1. september s.l. fá þeir til viðbótar n.kr. 700 fyrir kálfinn eins og áður er sagt. Verð á vikugömlum kvígukálf sem seldur hefur verið til ásetnings hefur verið n.kr. 620. Bændur hagnast því um 597 n.kr. að setja kálfinn í sláturhús. 1 Noregi eru nú um 25 þúsund kýr umfram það sem fullnægir innlenda markaðnum á mjólk og mjókurvör- um. Ef ekkert er gert þá var reiknað með að í lok þessa árs yrði fjöldi mjólkurkúa í Noregi 414 þúsund, en hæfilegur fjöldi er talinn vera 375 þúsund. Nú er vonast eftir að ásetningur kvígukálfa minnki um 30-35 þúsund, miðað við það sem orðið hefði ef ekki væri gripið til þessa ráðs að greiða aukalega fyrir hvern kálf sem farið er með í sláturhús. Þá má geta þess að um næstu áramót taka Norðmenn upp mjólkur- kvóta. Mjólkurframleiðendur fá fullt verð fyrir ákveðinn hluta framleiðsl- unnar, en aðeins 1/3 verðs fyrir það sem umfram er. Of mikið af eggjum Verð á eggjum hefur lækkað verulega í Noregi að undanförnu. Hænsnabændur í Noregi ákváðu að lækka verðið um n.kr. 2.50 á kg. til að örva söluna innanlands. Heild- söluverð á eggjum í Noregi er nú n.kr. 12.20 á kg. (ísl. kr. um 24) Undanfarið hefur orðið að flytja út egg frá Noregi. Um miðjan síðasta mánuð voru flutt út 100 tonn, meðalverð sem fékkst fyrir þau egg reyndist vera n.kr. 2 á kg., þegar allur kostnaður hafði verið greiddur. Reynt er eftir ýmsum leiðum að takmarka framleiðsluna við neyslu innanlands. Samið er við framleið- endur til nokkurra ára um fram- leiðsluna. Þeir fá aukagreiðslur sem halda sig innan ákveðinna marka í framleiðslunni. Þá hefur verið greitt til bænda fyrir að fækka varphænum. í Noregi gilda reglur um hámarks- stærð hænsnabúa, enginn framleið- andi má hafa meira en 2000 varphænur. Æöarungauppeldi að Vatnsenda og Oddstöðum I þrjú sumur hefur Árni G. Pétursson hlunnindaráðunautur Búnaðarfélags íslands annast upp- eldisathugun og fóðurtilraun á æðar- ungum. í sumar var hann með 30 unga á Vatnsenda á Melrakkasléttu. Tilraunin hófst 20. júní, en þann 24. júlí voru ungarnir fluttir til sjávar og þeim sleppt. Þá höfðu ungarnir lOfaldað fæðingarþunga sinn. Á Vatnsenda voru ungarnir látnir æfa sund og köfun á vatni, sem þar er, en voru fóðraðir á mismunandi innlendum fóðurblöndum. Þeir voru síðan fluttir til sjávar frá Oddstöðum þann 24. júlí, eins og áður er sagt, en fyrstu vikuna var þeim gefin fóðurblanda með sjávar og fjörubeit. Eftir það urðu þeir að sjá um sig sjálfir. Uppeldisfaðir unganna Árni G. Pétursson heilsaði síðan upp á þá 30. ágúst, en þá vegnaði þeim ágætlega og voru hinir sprækustu. (Frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins ) fregnum unga út, fregnum, sem ég ætla að sé fleipur eitt. Og eitt skal sagt í því sambandi, að hrossin í landinu eru allt of mörg þó að þau séu aðeins 53.000, og skal að því vikið síðar. Það er mála sannast, að á Reykjanessvæðinu reynist forðagæslu - mönnum torvelt að finna hrossaeigendur og fá nákvæmar tölur af því að þegar talið er eiga ýmsir hross sín úti um sveitir í hagagöngu. Þetta gildir um þorpin og kaupstaðina á nefndu svæði, en stór hópur týnist ekki við talningu á þeirri slóð. Vissir aðilar segja, að í hrossasveitum, þar sem stóð ganga á víðavangi, viti sumir ekki tölu hrossa sinna og aðrir gleymi að telja rétt. Dæmi eru þess, að hrossaeigendur viti ekki, eða vilji ekki vita, skiptingu kynferðis hrossa sinna, en þess geta forðagæslumenn í skýrslum sínum. Hins geta forðagæslumenn líka, annað búfé vera hross. Sumir segja, að sérstaklega sé vantalið í „stóðsveitum". Líklega eru það héruð þar sem 2/3 hrossa, eldri en fjögurra vetra, eru hryssur, m.ö. orðum 2-3 kvendýr á hvert karldýr. Tölurnar í töflunni eru þær, sem Forðagæslan fékk og tilgreindar eru í árslok 1981. Af þeim má lesa, að um 6.600 eru samtals í Húnavatnssýslum, sama tala í Skagafirði en í Rangár- vallasýslu 9.000. Sé það rétt, sem frá þeim fréttist, er telja þetta vera vantalningasvæðin, er ekki til of mikils mælst að þeir gefi enn frekar til kynna hvaða forðagæslumenn það eru á þessum svæðum, sem færa á vettvang miklu lægri tölur en réttar eru. Ef rétt er, að í landinu séu a.m.k. 60 þúsund hross er það 11% hærri tala en framtölin gefa til kynna. Sé vantalning eingöngu í stóðsveitum Hrossahéruðin Eftirfarandi héruð, með tilgreindan hrossafjölda, fylla þennan hóp: Hestar Hryssur Tryppi Folöld Samtals Borgarfjarðarsýsla 487 1.321 481 231 V-Húnavatnssýsla 684 1.450 446 208 A-Húnavatnssýsla 918 1.836 792 325 Skagafjarðarsýsla 1.380 2.780 1.722 746 Rangárvailasýsla 1.688 4.325 2.198 837 Samtals 5.157 11.712 5.639 2.347 2.520 2.788 3.871 6.628 9.048 24.855 meira að segja í stóðsveitum norðan- lands, hverjir eru eigendur hrossanna á heimilum, auk búenda, já og nafn- greindir eru eigendur í Reykjavík í hópi þeirra. Varla verða þeir forðagæslumenn sakaðir um að falsa tölur, sem eru svo nákvæmir í skýrslufærslu og tilgreina auk þess aðrar tölur og hærri en eigendur tjá, þar sem grunur leikur á um að tæpast sé rétt frá greint. Það verður því að leita annarsstaðar að þeim þúsundum hrossa, sem sögð eru van- talin. Ólíklegt má og telja, að þar sem ekkert hross er á heimilum, eða svo sem eitt eða tvö eins og víða er um sveitir, séu menn svo glámskyggnir að telja er það vantalið um 28%. Minna má nú gagn gera. Þær forsendur, sem talning og skýrslufærsla forðagæslumanna byggjast á, vil ég ætla að skapi 2% og í hæsta lagi 4% lægri samtölur en sannastar reynast, eða að í landinu kunni að vera 1000-2000 fleiri hross en bókfærð eru þegar skýrslur eru skráðar við áramót. Ég staðhæfi þá um leið, að 53 þúsund hross eru allt of mörg, 55 þúsund ennþá meira til óþurftar landi og lýð og séu þau 60 þúsund, eins og ýmsir vilja vera láta, er um að ræða glópsku, sem ekki styðst við heilbrigða hagfræði hrossaræktarmála og er jafnframt alltof mikið álag á gróðurfar landsins. Þessi efni skulu svo nánar skilgreind í annarri grein. ■ Ketill Larsen, lcikari og mvndlistar- maður ■ „Þær forsendur, sem talning og skýrslufærsla forðagæslu- manna byggjast á, vil ég ætla að skapi 2% og í hæsta lagi 4% lægri samtölur en sannastar reynast, eða að í landinu kunni að vera 1000-2000 fleiri hross en bókfærð eru þegar skýrslur eru skráðar um áramótu. H „Hrossin í landinu eru alltof mörg þó að þau séu aðeins 53.000“ segir greinarhöfundur. þúsund á árunum 1976-1981 og árlega fjölgun í kring um 2%, þá er næst að spyrja: Hvar á landinu eru þau hross, sem ekki koma á skýrslur? Það er áfellisdómur á forðagæslumenn og hann þungur, sem þeir kveða upp, er telja hrossafjöldann hafa verið 10-15% meiri en skýrslurnar segja á undanförnum árum og ekki er óeðlilegt að þeir séu krafðir um sönnunargögn, sem slíkum verður líka að taka þátt í þessari myndlist, ef árangur á að nást. Þú verður að nálgast hverja mynd með opnum huga. Að vísu kann þetta að eiga við alla myndlist. Þó er táknmál mynda oft það skýrt, að þetta kemur svona af sjálfu sér. Maður í tímahraki er t.d. ekki heppilegur á svona sýningu. í öðrum heimi er nefnilega nægur tími, eða svo virðist það nú vera. Ef vikið er að myndum Ketils, þá tengjast þær eins og nafnið, eða yfirskrift sýningarinnar ber með sér, öðrum heimi. Jarðteikn eru fá. Þó bregður í nokkrum myndum fyrir einkennilegum fuglum, . sem minna ofurlítið á stélfuglana hjá Lufthansa, en fuglar þessir hafa þó iðulega fleiri en tvo vængi. Nöfn myndanna eru þó þessa heims, og ef tekið er af handahófi, koma fyrir myndheitin: Erum bið blóm? Hvítur máni, Einbúinn, Hin gullnu skip, Við landbúnaðarspjall flóann, Húsið við hafið, Öræfakyrrð, og Vatnið á heiðinni. Að öðru leyti hafa myndir Ketils lítið breyst og það er gott - það sama má segja um hina dularfullu tónlist, sem kemur af bandinu. Þó greinir maður betri efnistök, án þess að skaði þennan sérstæða myndheim hans, eða draum- inn. Og maður greinir ef til vill líka einhvers konar leiklist í sumum þessara mynda, litlar leikmyndir - og ef til vill eru þessar undarlegu myndir einmitt partur af leikhúsi. Jónas Gudmundsson Jónas Guðmundsson skrifar um myndlist

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.