Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEÐD Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7-80-30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sZ Armiila 2-1 36510 MIÐVIKUDAGUR15. SEPT.1982 Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar, Indriði Albertsson mjólkurbússtjóri í Borgamesi og Grétar Sigurðarson ostameistari í Mjólkursamlagi Borgfirðinga virða fyrir sér einn „Jarl“. Tímamynd ELLA Nýjungar hjá Osta- og smjörsölunni: NÝR 0STUR JARUNN ER KOMINN A MARKAÐ — ostakjallari opnaður að Suðurlandsbraut ■ Osta- og smjörsalan hefur sett á markað nýjan ost „Jarliun" en hann er framleiddur af Mjólkursamlagi Borg- firðinga í Borgarnesi. Ostur þessi er kringlóttur skorpuostur um 12 kíló að þyngd, með 26% fituinnihaldi og líkist mjög sænska „Herragarðsostinum“ sem er vinsæll í Svíþjóð. Fleiri nýjungar eru á döfinni hjá Osta- og smjörsölunni og er sú helsta að búið er að byggja sérstakan ostakjallara í ostabúðinni við Snorrabraut en þar er hægt að „lagera“ osta og ætti sú aðstaða að bæta mjög þjónustu við þá viðskipta- aðila sem vilja bragðsterkari osta en almennt eru til sölu í verslunum. Enn önnur nýjungin er svo sérsaltaður „Smjörvi" með 2% saltinnihaldi og er þetta gert til að mæta óskum þeirra sem vilja bragðmeira viðbit. „Fað hefur orðið 14% aukning á sölu osta frá Osta- og smjörsölunni það sem af er þessu ári“ sagði Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar á blaðamannafundi sem haldinn var til að kynna nýja ostinn „Jarlinn" en auk Óskars voru mættir á fundinn þeir Indriði Albertsson mjólk- urbússtjóri Mjólkursamlags Borgfirð- inga og Grétar Sigurðarson ostameistari MB. Hann sagði ennfremur að aukna sölu mætti rekja til aukinnar fjölbreytni í ostagerð og aukinna gæða en stöðug aukning hefði verið í ostasölu undanfar- in 10-12 ár. „Við munum á næstunni senda sýnishorn af allri okkar framleiðslu á sýningu í Herning í Danmörku þar sem hún verður metin af sömu dómurum og meta danska osta en mikilvægt er fyrir okkur að vita hvar við stöndum í þessum málum hvað varðar gæði“ sagði Óskar. - FRI fréttir Tungnaársvæðið: Verkfall óumflýjanlegt? ■ Verkfall meðal verka- manna, rafvirkja og málm- iðnaðarmanna sem vinna á Tungnaársvæðinu virtist óumflýjanlegt seint í gær- kvöld. Verkfallið hafði verið boðað frá og með miðnætti í nótt, en er Tíminn hafði samband við Guðmund Vigni Jósefs- son, vararíkissáttasemjara hafði lítið þokast í sam- komuiagsátt í vinnudeil- unni. Guðmundur Vignir Jó- sefsson sagði að ef til verkfalls kæmi þá myndi það ná til ýmissa stórra vinnustaða, s.s. Hraun- eyjafossvirkjunar, Sultar- tanga, Kvíslarveitna og jafnvel til einstakra aðila við Þórisvatn. U.þ.b. 300 manns vinna á þessu svæði, en Iðnaðarmanna- félag Rangæinga er þegar komið í-verkfall. - ESE Blaðburðarbörn óskast Tímann vantar fólk til blaðburðar f eftirtalin hverfi: Skeiðarvogur Hjallavegur Skerjafjörður Ásgarður Laugarásvegur frá nr. 36. ^íwmm sími: 86300 dropar Stærsta diskótek Evrópu á íslandi ■ „Stærsta diskótek Evr- ópu er ekki í París og ekki í London. Það er í Reykja- vík“. Á þennan hátt aug- lýsa Flugleiðir í sænskum blöðum þessa dagana, þar sem þeir bjóða upp á sérstök fargjöld fyrir helg- arferðir til höfuðborgar íslands. Diskótekið sem vitnað er til er auðvitað Broad- way, samastaður frisks fólks beggja vegna Atlants- hafsins, eins og kemur fram í auglýsingunni. En það er ekki einungis Broadway sem vitnað er til. Helst má af auglýsing- unni ráða að höfuðborgin leiki á reiðiskjálfi aUa nóttina meðan næturlífið dunar og neonljósaskiltin blikka. Kannski að maður ætti að fara að athuga þetta. Ný LSD- deild ■ Samkvæmt tillögum Davíðs borgarstjóra, sem væntanlega verða sam- þykktar síðar í þessari viku, um uppstokkun á embæt tismannakerfinu, þá fellur það í hlut Björns Friðfinnssonar að verða framkvæmdastjóri lög- fræði- og stjórnsýsludeild- ar borgarinnar. Gárung- arnir eru þegar farnir að tala um það sín á milli að nú hafi enn ein LSD-deild- in bæst við, því þetta nýja borgaraparat hefur þá sömu skammstöfun og Lista- og skemmtideUd sjónvarpsins. Euroþas största disco liggerinteiEarisöch j inte i I,ondon. Det lisKerj[ i Reykjavik! Krummi ... ...fletti DV þrisvar í gær áður en hann trúði því að engin „lýsis-frétt,, væri í blaðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.