Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982
Útgetandl: Framsóknarflokkurlnn.
Framkvœmdastjóri: Gisll Slgur&sson. Auglýslngastjórl: Stelngrlmur Gfslason.
Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson
Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Elias Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur
V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmans: Atll '
Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, BJarghildur Stefánsdóttlr, Elrlkur St.
Elrfksson, Frl&rik Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgasoa(fþróttir), Jónas
Gu&mundsson, Krlstln Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Traustl
Gu&bj&rnsson. LJósmyndlr: Gu&Jón Elnarsson, Gu&Jón Róbert Agústsson, Elfn
Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Krlstln
Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjóm, skrifstofur og auglýslngar:
Sl&umúla 15, Reykjavlk. Sfml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kv&ldsfmar: 86387 og
86392.
Ver& I lausasðlu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&i: kr. 130.00.
Setnlng: Tæknldelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf.
Minna magn
en meiri gaedi
■ Það er ærið dökkleit skýrsla sem Hafrannsóknar-
stofnunin sendi frá sér í formi fréttatilkynningar um
fjölda og útbreiðslu fiskseiða og ástand sjávar að
nýloknum leiðöngrum, þar sem þessi atriði voru
könnuð. Síðan 1970 hafa árlega verið farnir leiðangrar
til að rannsaka árgangsstærð stofna helstu nytjafiska.
í ljós kom að heildarfjöldi þorsks- og ýsuseiða er sá
langlægsti sem mælst hefur frá upphafi þessara
rannsókna. Sama er að segja um viðgang flestra
annarra fiskistofna. Meðal annars benda athuganir til
að á s.l. vetri hafi aðeins hrygnt þriðjungur þess
loðnustofns sem eðlilegt má telja að hrygni.
Vísindamenn telja að orsakar þessara lélegu hrygninga
sé að leita í breytingum á straumakerfum í Norður-
Atlantshafi. Umhverfis ísland mætast heitir og kaldir
hafstraumar og mega ekki verða miklar breytingar á
straumakerfunum til að hitabreytingar verði í sjó á
hrygningarslóðum og gönguleiðum fiskstofnanna um-
hverfis ísland. Sjórinn við ísland fer kólnandi og
lífsskilyrði fisksins breytast.
Fiskifræði er ung vísindagrein sem fleygt hefur fram
síðustu ár og áratugi og margt er enn á huldu um
hegðan fiska sjávarins, en sífellt bætist við vitneskjuna
um viðgang þeirra og lífshætti. Á öllum öldum
íslandsbyggðar hafa menn mátt búa við stopulan
sjávarafla. Stundum hefur verið gnótt fiskjar á
miðunum en á öðrum tímum hefur hann lagst frá. Það
er ekki fyrr en á síðustu tímum að menn eru að átta
sig á orsakasamhengi lífsins í sjónum.
Gífurlegar tækniframfarir hafa orðið í fiskveiðum
og sú bjartsýna trú hefur ríkt að með aukinni tækni
og allri þeirri fjárfestingu sem henni er samfara væri
hægt að sækja eins mikinn fisk í sjó og þörf væri á.
Annað er nú að koma á daginn.
Þegar fiskistofnar minnka og menn átta sig á að
auður sjávarins er ekki ótakmarkaður er oft einblínt
á aðeins einn sökudólg, ofveiði. Áreiðanlega á hhn
einhvern þátt í því að leggja heila fiskstofna að velli
en fleira kemur til.
Á það má benda að engar líkur eru taldar á að það
takist að veiða það magn af þorski á íslandsmiðum í
ár, sem fiskifræðingar töldu í ársbyrjun að óhætt væri
að fiska. Þetta skeður þrátt fyrir að skrapdögum
togaranna hefur fækkað og fleiri skipum er haldið úti
til veiða en reiknað var með þegar kvótinn var
ákveðinn að vandlega íhuguðu máli. Og það er engin
vissa fyrir því að færri skip hefðu náð því aflamagni
sem komið er á land.
Það er fyrirsjáanlegt að aflamagn eykst ekki á næstu
árum, heldur minnkar, en hve mikið er erfitt að spá
um. En ekki dugir að leggja árar í bát þótt móti blási.
Það sem stefna ber að er að nýta þann afla sem á land
berst á sem skynsamlegastan hátt. Sóknin í fiskistofnana
á ekki að beinast að því einu að ná sem mestu magni úr
sjó, e'ins og oft hefur viljað við brenna, heldur að ná sem
mestu verðmæti með hóflegum tilkostnaði.
Sóknin og fiskvinnslan verða að haldast í hendur __
þannig að einungis gott hráefni berist á land og þannig
verði staðið að fiskvinnslu að hráefnið verði ekki
eyðilagt með langri geymslu eða hroðvirkni í vinnslunni.
Þegar aflamagn minnkar á að leggja alla áherslu á að
yerðmætatapið verði minna.
Vöruvöndun tryggir betri og varanlegri markað en
aflamagn og sá gusugangur og óvandvirkni sem oft
hefur fylgt aflaárum. Minna magn og betri gæði er
það sem koma skal. O.Ó.
á vettvangi dagsins
Tómstundirnar
og frídagarnir
eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli
■ „Til hvers eru tómstundirnar og
frídagamir ef ekkert er hægt að veita
sér?“
hannig spyr Ellert Schram ritstjóri í
forustugrein í Dagblaðinu 1. september
1982.
Þessi spuming gæti verið texti fyrir
prédikun og út af honum mætti leggja á
ýmsa vegu. Svo er oft um bestu textana.
Ekki skal því neitað að ýmsir búi nú
við erfiðan fjárhag og þurfi aðgæslu við
á komandi tímum eftir því sem horfir.
Þó er það út í bláinn að tala um að sjá
þurfi fyrir fjölskyldu af lægstu launum
eins manns eingöngu. Sé um fjölskyldu
að ræða feliur til einhver viðbót við
launin frá almannatryggingum.
Fjárhagslegir erfiðleikar manna nú
em einkum f sambandi við húsnæðis-
mál. Þar verður að taka á málum af
myndarskap. Það er hagkvæmara að
reyna þar aðrar leiðir en almenna
kauphækkun og verðbólgu. Það er mál
út af fyrir sig, - mikið mál sem vonir um
jafnvægi og heilbrigt efnahagslíf em
bundnar við flestu öðm fremur.
Til hvers em tómstundimar og
frídagamir ef ekkert er hægt að veita
sér?
Hér er spurt eins og gengið sé út frá
því að öll dægradvöl og ánægja, öll hvíld
og hressing þurfí að kosta peninga. En
það vantar eitthvað tilfinnanlega í þann
sem þannig hugsar og þannig spyr.
Oft er talað um að langur vinnutími
slíti fjölskyldur í sundur, spilli heimilis-
lífi og valdi því að foreldrar geti lítið
verið með börnum sínum. Úr þessu bæta
tómstundir og frídagar án þess að
sérstaklega þurfi að gjalda fyrir það.
Og vonandi kunna einhverjir að meta
það.
Nú vill svo til að í næsta nágrenni við
þá sem búa í Reykjavík em ágætir staðir
þar sem unun er að dvelja. Hér skal
nefna Hljómskálagarðinn og Laugardal-
inn, Öskjuhlíðina og Heiðmörkina. Þeir
sem komið hafa á þessa staði vita af eigin
reynd að þar er gott að koma og þeir
vita líka að það em býsna margir sem
nota sér það. Það em margar fjölskyldur
í Reykjavík sem kunna að njóta
tómstunda sinna þar. Enginn kann að
meta hvers virði þessir staðir em fyrir
borgarbúa, heimiii þeirra og fjölskyldu-
lff. Þeir em ómetanlegir.
Eitt af því sem telja má til skemmtana
og lífsnautna er bóklestur. En nú em
bækur dýrar og þá snertir þetta líklega
lítið ástæður þeirra sem þröngan hafa
fjárhaginn.
Til er Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Sá sem er á aldrinum 16-67 ára greiðir
30 krónur á ári fyrir afnot af safninu.
Fyrir það gjald fær hann bækur lánaðar
heim að vild sinni. Ellilífeyrisþegar
þurfa ekkert afnotagjald að greiða. Þeir
sem em yngri en 18 ára þurfa
ábyrgðarmann og greiða hálft gjald, 15
krónur fyrir árið.
Það mælir enginn þá ánægju sem þetta
veitir. En þess er rétt að geta um leið
að vilji menn líta í bók sem ekki er til í
Borgarbókasafninu, þá er lestrarsalur
Landsbókasafnsins öllum opinn án
sérstakrar greiðslu.
Enn má nefna það að flestir eiga sér
kunningja eða vini sem þeim er ljúft að
hitta og vera með um stund og það er
■ Ómæld er sú ánægja sem fólk hefur
af lestri góðra bóka. Með því að notfæra
sér góða og ódýra þjónustu bókasafn-
anna geta ungir sem aldnir eytt
tómstundum sínum á þroskandi og
heilbrigðan hátt án þess að grynnki í
buddunni um of.
menningarmál
Norræna húsið:
Timburstaflar
frá Finnlandi —
og minnihlutahópar
NORÆNA HÚSIÐ
Grafíksýning
SISKO RIIHIAHO
26. ág.-6. sept.
Opin á venjulegum tíma
Anddyri
Sisko Riihiaho
■ Finnska listakonan Sisko Riihiaho
hengir nú plögg sín í anddyri Norræna-'
Hússins, en tekist hefur að halda þar
uppi umtalsverðu sýningastarfi um
nokkurt skeið. Fordyrið er eins konar
torg, og um það eiga leið aliir þeir
mörgu, er í Norræna húsið koma.
Sisko Tiihiaho hefur fengist við
myndlist lengi, en hún hóf listnám árið
1946 á Ábo og stundaði síðan nám.
við finnsku listaakademíuna í Helsing-
fors. Einnig stundaði hún síðar nám 1
París og enn síðar austur í Búkarest.
Listakonan hefur haldið fjölmargar
sýningar, bæði ein,og eins með bænda-
félögum grafíkera, meðal annars í
Indlandi, Þýskalandi, Sovétríkjunum,
Búkarest, París og Stokkhólmi, og nú er
hún komin hingað með sín verk.
Alls sýnir hún hér 20 myndir,
akkvatintur og línuætingur, en myndir
þessar hefur hún gert á síðustu sjö árum.
Að velja sér form og svið
Það verður naumast sagt, að mikill
lffsháski sé í myndum, Sisko Riihiaho,
og af viðfangsefnum má oft ráða
skaphita listamanna. Blævængur, Heild,
Spænir, Litafar, Kyrralíf, Timburstafli,
Röðun, Skál, Segl og Vindhani. Hún
syndir sumsé ekki úthaf mannlegra
tilfinninga, eða í hafróti. En á hinn
bóginn kann hún vel til verka og myndir
hennar eru í góðu jafnvægi og þær eru
vel unnar.
Og af varkárni raðar hún sínu timbri
fjöl yfir fjöl.
Auðvitað vitum við, að í heimi
grafíklistarinnar, getur þeim vegnað vel,
sem halda sig við talnaband listaskól-
anna og voga sér ekki að leggja það frá
sér eitt andartak. Með árunum verða
myndir þeirra að vörumerki, og að því
dregur - stundum - að menn vilja ekki
fá öðruvísi myndir frá þessum lista-
mönnum, heldur en þessa sömu og hann
hefur verið að gjöra í 30-40 ár. En svona
sótthreinsun í hugmyndafræði, á
einhvern veginn ekki við um finnska
skapgerð, að manni finnst. Finnar eru
fulltrúar dirfsku í listum, og ef til vill
listrænastir Norðurlandabúa, í formum
og línum.
En þrátt fyrir þessa agnúa, kann
maður að meta fágun og alúð þá er
birtist í myndum þessarar finnsku
listakonu.