Tíminn - 17.09.1982, Page 1

Tíminn - 17.09.1982, Page 1
og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 17. til 24. september Leikhúsin um helgina „ÞRJÁR SKUTLUR AD NORDAN ” nusavigsia i Menntaskolanum vn) Hamrahlið. ■ Yfirleitt hefur sjónvarpsglápið hjá manni eingöngu verið bundið við þá pæstum hátíðlegu stund er maður sest fyrir framan skjáinn á laugardags- kvöldum, eftir fréttir, og fylgist með Löðri svona áður en maður fer að sinna öðrum og meira tilheyrandi málum fyrir laugardagskvöld. Raunar er of mikið af hádramatiskum málum í gangi hjá Tate og Campell fjölskyldunum einmitt nú til að maður hafi verulega gaman af þeim þáttum þessa stundina en samt sem áður verður að telja þáttinn enn jafnómiss- andi og salt í grautinn. Löður mun hverfa af skerminum hjá okkur eins og víðast annars staðar með tíð og tíma vegna aðgerða brenglaðs fólks sem kallar sig „Siðprúða meirihlutann", en sá félagsskapur ruglar saman á kostuleg- an hátt Biblíunni, frelsi einstaklingsins og hinum ameríska draumi og fær það út að Löður sé stórhættulegt prógramm. Þetta er kannski ekki skrýtið þegar haft er í huga að félagsskapnum þykir menn á borð við Mark Twain, Kurt Vonnegut jr. og George McGovern stórhættulegir. Góður vestri Stillti Smith, vestrinn á laugardags- kvöldið var ágætis skemmtun, ein af þessum traustu myndum um baráttu góðs og ills á árdögum bandarísku þjóðarinnar í villta vestrinu og á eftir henni fylgdi svo myndin Kaktusblómið með Ingrid heitinni Bergman í aðalhlutverki. Sú mynd verður víst seint talin til betri mynda þessarar frábæru leikkonu, en hinsvegar var Goldie Hawn ágæt sem ástkona Walter Matthau í myndinni, fékk raunar Óskarinn fyrir hlutverk sitt. Af öðrum dagskrárliðum sjónvarps- ins um helgina má nefna Jóhann Kristófer sem virðist hafa unnið hug og hjörtu margra hérlendis því fyrirspurnir hafa borist sjónvarpinu um hvort þessi maður ætti sér stoð í raunveruleikanum og ekki mun vera óalgengt að fólk biðji um plötur með honum í plötuverslunum borgarinnar. Carl Dreyer Á sunnudagskvöldið var síðari hluti myndarinnar um danska kvikmynda- gerðarmanninn Carl Dreyer, eins merkasta manns á þessu sviði sem Norðurlöndin hafa alið og eiga þau þó margt gott fólk á þessu sviði. Eins og greinilega kom fram þá var Dreyer einn af þessum kvikmyndagerðar- mönnum sem sækja efnivið í myndir sínar úr sínu eigin lífi, þótt mér finnist sem sumar pælingarnar hjá Max von Sydow hafi verið nokkuð ævintýraleg- ar. Busar Dagskrá útvarpsins mánudagskvöld- ið var full af athyglisverðu efni. Fyrst ber að geta þáttarins um Daginn og veginn í umsjón Ester Guðmundsdótt- ur. Henni tókst að koma víða við á stuttum tíma, en einkum voru henni málefni kvenna og jafnréttismál hugleikin. Tvö efni voru á dagskrá þáttarins Úr stúdíói 4, busavígslur og viðtal við Sigtrygg trommara í ÞEYR. Hvað fyrra atriðið varðar þá er ég nokkuð kunnur málum, var raunar nær barinn í klessu á sínum tíma í busavígslu, ef ég mat rétt, en þótti þetta aftur á móti hörkugaman eins og sennilega lunganum af nýnemum þykir á hverju hausti. í þættinum kom fram að það sem menn hafa yfirleitt á móti busavígslum er ofbeldið og rifin föt. Ofbeldið er yfirleitt mjög fá eingruð tilfelli og hvað síðara atriðið varðar þá er nemum bent á að koma í „verri gallanum". Ég man eina skondna sögu úr MR á sínum tíma er einn nýneminn hafði heilræðið um fötin að engu og kom í sínu fínasta pússi. Hann fékk að sjálfsögðu sérmeðferð, ef ég man rétt var hlaupið niður á Skalla og keypt bananasplitt með bláberjasósu. Þessu troðið niður á bakið á viðkomandi og hann bankaður að utan með teppabankara. Svo kemur einhver kennari í þáttinn Stúdíó 4 og segir að leggja eigi niður busavígslur og bjóða nýnemum í kaffi í staðinn. Mig hryllir við því hvernig útreið þessi kennari hefði fengið í mínum menntaskóla á sínum tíma. Grátklökkir menn í síðasta lið dagskrárinnar á þriðjudagskvöldið átti maður von á krepptum hnefum, bláum andlitum, öskrum o.sv.frv., enda verið að ræða hitamálið „stöðvum fiskiskiptaflot- ans.“ Þátturinn hófst hinsvegar á löngu eintali Ólafs Davíðssonar um STÖÐUNA, sem skildi mann eftir cnn ruglaðri um málið en áður, en síðan brá Sigrún sér niður á höfn og ræddi við nokkra sjómenn og þannig fékk maður nasasjón um hvað málið snýst. Síðan hófust umræður milli Stein- gríms Hermannssonar, Ingólfs Ingólfs- sonar og Kristjáns Ragnarssonar. Þeir Ingólfur og Kristján voru báðir grátklökkir í byrjun er þeir ræddu vandann og raunar mátti skilja á þeim að LÍÚ og sjómenn væru gengnir í eina sæng. Spurningar Sigrúnar voru skýrar og skarpar en samt fékkst ekki hreint svar frá neinum, nema ef til vill Steingrími, við þeim heldur viku þeir félagar sér undan svörum með fimm til sjö mínutna útúrdúrum sem leiddu til þess að einn vinur minn sagði að loknum þættinum: „Ég botna bara ekkert í þessum málum, jú ég veit að olían þarf að lækka“. Ef menn hafa verið að velta fyrir sér fyrirsögninni á þessum pistli þá er hún fengin úr þeim sígilda þætti útvarpsins „Lög unga fólksins", sem virðist vera mun meir notaður af krökkum úti á landi en hér í borginni, og er „Þrjár skutlur að norðan" nokkuð dæmigerð undirskrift fyrir kveðjur í þættinum og sómir sér betur þarna á toppi þessa pistils heldur en fyrirsögnin „Þrír peyjar í sjónvarpssal". — FRL Fridrik Indridason blaðamaður skrifar um dagskrá ríkisfjölmiðlana T vfleikur — fyrsta frumsýning leikársins hjá Þjóðleikhúsinu ■ Fyrsta frumsýníng leikársins hjá Þjóðleikhúsinu verður á Litla sviðinu sunnudaginn 19. september. Hefjast þá sýningar á víðfrægu bresku verðlaunaleikriti, kammerverki fyrir tvo leikendur, sem heitir Tvíleikur (Duet for One) og er eftir Tom Kempenski. Úlfur Hjörvar hefur snúið leiknum á islensku, leikmyndin er eftir Birgi Engilberts og leikstjóri er Jill Brooke Árnason, en þetta er hennar fyrsta leikstjórnarverkefni fyrir Þjóö - ' leikhúsið. Höfundurinn, Tom Kempenski, fæddist í London árið 1938, tveimur árum eftir að foreldrar hans fluttu bangað frá Berlín á flótta undan nasistum. í Berlín rak fjölskyldan nafntogað veitingahús. Tom Kem- penski nam í Cambridge, en hætti áður en hann lauk prófi vegna þess að hann vildi verða „leikari - en ekki ofviti“. Nam hann síðan ieiklist við RADA á árunum 58-60. Síðan hefur hann leikið í fjölda verka en er nú hættur sviðsleik og hefur snúið sér að ritstörfum. Hann vakti fyrst verulcga athygli með leikritinu Flashpoint. Leikritið sem Þjóðleikhúsið tekur nú til sýninga vakti gífurlega athygli og jafnvel hneykslan þegar það var fyrst sett á svið. Ýmsir töldu að höfundurinn væri á smekklausan hátt að nýta sér harmleikinn í lífi sellóleikarans Jacqueline du Pré, sem vegna sjúkdómsins „Multiple scleros- is“ (mænusiggs) varð að hætta að leika á hljóðfæri sitt. Leikritið fjallar um fiðlusnillingin Stephanie Abrahams, sem Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur, sem haldinn er „Multiple sclerosis". Sjúkdómurinn gerir það að verkum að hún verður að finna lífi sínu nýjan farveg. Leikurinn fer fram í stofu sálfræðings sem leikinneraf Gunnari Eyjólfssyni. Fjallar það um lífið sjálft og baráttu einstaklings við að finna sér nýja fótfcstu í lífinu. „Þið munið hann Jónas“ Skagaleikflokkurinn á Akranesi stendur fyrir kvöldskemmtun í Rein í kvöld. Nefnist skemmtunin „Þið munið hann Jónas“. Það er rithöfund- urinn Jónas Árnason sem verður í sviðsljósinu því á efnisskránni verður eingöngu efni eftir hann í söng og upplestri. Það eru nokkrir félagar í Skagaleik- flokknum, sem sjá um þessa dagskrá með góðri aðstoð Jónasar sjálfs. Aðrir félagar leikflokksins eru nú að undirbúa sýningu á nýju verki eftir Jónas, söngfarsa sem nefnist „Okkar maður“. -Sjó ■ Gunnar Eyjólfsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir í hlutverkum sínum í TvQeik, sem frumsýndur verður á Litla sviðinu á sunnudags- kvöld.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.