Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 1
Þetta máttu nemendurnir ekki sjá - bls. 6-7 Blað 1 Tvö blöð ídag Helgin 18.-19. september 212. tbl. - 66. árgangur. Útgerðarmenn hafna tillögum ríkisstjórnar- innar og eru ákveönir í að stöðva flotann: VERÐUR AÐ TEUAST FURÐULEGT FUÓTRÆÐI 11 > ¦ „Það er fljótt sagt. Tillögur ríkis- stjórnarinnar ganga of skammt. OIíu- verðslækkunin er of lítil, það er ótryggt um framhaldið og fjáröflunin er mjög vafasöm," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ í samtali við Tímann, eftir að stjórn og trúnaðarráð LIÚ hafði samþykkt á fundi sínum að hafna tillögum ríkisstjórnarinnar stm lagðar voru l'riiin til lausnar vanda útgerðar- innar. „Ályktun sú sem gerð var á fundi stjórnar og trúnaðarráðs LlÚ hljóðar svo: Fundurinn harmar að samþykkt ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bæta rekstrarvanda útgerðarinnar nær svo skammt sem raun ber vitni. í samþykktinni er ekki að finna nein varanleg úrræði til lausnar þeim vanda sem við er að fást, enda það sérstaklega tekið fram. Fundurinn samþykkir að hverfa ekki frá stöðvun fiskveiðiflotans og óskar eftir frekari viðræðum við ríkisstjórnina sem tryggt gæti rekstur hans." Kristján sagði að LÍÚ legði mikla áherslu á að skuldbreytingin gengi nokkuð jafnt yfir menn, en ekki eingöngu þá sem safnað hafa mestum skuldum. Um vaxtalækkunina sagði Kristján að hann hefði bent á að mörg skip hefðu verið flutt inn án þess að fá lán úr Fiskveiðasjóði og í tillögum ríkisstjórnarinnar væri gert ráð fyrir að þessi skip nytu engrar vaxtalækkunar. „Þetta verður að teljast furðulegt fljótræði og ég verð að segja að mér finnst margt mjög vafasamt í þessari samþykkt stjórnar og trúnaðarráðs LÍÚ," sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við Tímann. Steingrímur sagði að með þessum aðgerðum LÍÚ væri atvinnu fjölda fólks stefnt í hættu og hann sæi ekki að þessum mónnum hefði í spegli tímans: Fann dagbækur Monroe ¦ |j|!3i ^b Pölitísk upplausn — bls. 5 ¦j*C"m*^ Kosid í Sviþjóð — bls. 12 te/fcí&s^ ¦ Þeir höfðu nóg að mæla lögreglumennimir sem fóru í irekstrana á Reykjanesbrautinni. í þeim skemmd - ust alls níu bflar. Tímamynd G.E. gefist mikill tími til að fjalla um tillögur ríkisstjórnarinnar á hinum skamma furidi. Þess má geta að stjórn Meitilsins hf. í Þorlákshöfn braut í gær í bága við samþykkt LÍÚ og sendi togara sinn út til veiða. Vitað er um fleiri útgerðaraðila sem höfðu hug á því sama og eftir ákvórðun stjórnar og trúnaðarráðs LÍÚ á þeim örugglega eftir að fjölga. ' - ESE Nfu bíla árekstur ¦ Hvorki meira né minna en níu bílar lentu í árekstrinum á Reykjanesbraut, rétt neðan við Elliðarárbrú, á tíunda tímanum í gærmorgun. Árekstramir voru í raun fjórir. Fyrst lenti Citreon bíll undir stórum vöruflutningabíl aftan- verðum. Okumaður jeppa sem kom á eftir Citroeninum stöðvaði skyndilega við áreksturinn og leiddi það til þess að aftan á jeppanum lenti Lada. Það leiddi til þess að bíllinn ,cm á et'tir Lödunni var stöðva&i, skyndilega og það skipti engum togum, aftan á honum lenti lítill sendiferðabíll og honum fylgdi enn einn bíllinn svo sendibíllinn lenti milli tveggja. ' Enginn slasaðist í þessum árekstrum og sluppu flestir bílarnir lítið skemmdir. Þó mun Citroninn, sem fór undir vöruflutningabílinn, og sendibílinn, sem varð milli tveggja, talsvert skemmdir. -Sjó. SAShætt- irvidkomu íKeflavík ¦ „Samgönguráðuneytíð hefur óbeint mótmælt þvi við SAS flugfélagið, að það hætti að hafa viðkomn hér á klandi á flugleiðinni til Grænlands frá Damnðrku", sagði Birgir Guðjónsson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu í viðtab' við Tunann. „Mótmæli þessi fara eftir hefðbundnum diplómatískum leiðum, í gegnum utanrík- isráöuneytið, en þau eru tilkomin vegna þessaðokkur bárust tilmæli frá Norræna félaginu, þar sem það lýsti yfir áhyggjum síniiiii vegna þeirra áhrífa sem samgðngu- leysi milli þessara tveggja landa myndi hafa á tengsl þessara tveggja þjóða sem félagið ber fyrir brjósti," sagði Birgir, og ráðuneytið beindi þvf þess vegna til utanríkisráðuneytisins að fá sendiráðið í Kaupmannahöfn til þess að ræða við þarlend stjórnvöld um áhyggjur okkar vegna þess rofs sem þetta myndi valda í samskiptum þjóðanna. Aðdragandi þessa er lítill sem enginn, og því var sett fram sú ósk að þetta félli ekki niður nánast fyrirvaralaust, heldur gæfist tfmi til úrbóta til dæmis með þvf að íslensku flugfélagi gæfíst kostur á þvf að taka að sér að halda uppi samgöngum milli Grænlands og lslands." -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.