Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1982 Maðurinn, sem þekkir leyndardóminn um dauða Marilyn Monroe: OTTAST UM IJF SÍTT! ■ „Dauði Marilyn Monroe var ekki sjálFsntorð, heldur var hún myrt þann 5. ágúst 1962. Sannanir um það finnast í dagbók hennar“, segir banda- ríski leikarinn Ted Jordan, sem er 54 ára, en hann var góður vinur Marilyn frá árinu 1943 og allt til dauða hennar. Ted Jorden segist hafa fundið dagbók leikkonunnar, en síðan það vitnaðist hefur honum mörgum sinnum verið hótaö lífláti. Jordan hefur ekki enn gefiö upp hvaða atríði það eru í dagbókinni, sem hann á við, þegar hann segist hafa sannanir í höndunum fyrir því að Marilyn hafi dáið fyrir hendi morðingja. í 20 ár hafa vinir leik- konunnar velt fyrir sér hvað ■ Marilyn Monroe skrifaði dagbók og var hún oftast á náttborðinu við rúm hennar. hafi orðið af dagbókinni henn- ar, en þeim kom í hug að í dagbókinni mætti ef til vill finna einhverja vísbendingu um hvernig dauða hennar bar að höndum. Læknirinn, sem var til- kvaddur þegar Marilyn fannst látin, segist hafa séð dag- bókina á borði við rúmið, en síðan sá hana enginn þótt mikil leit væri gerð. Ted Jordan upplýsir nú, að hann hafi fundið dagbókina þegar hann leitaði í ruslatunnu í næsta húsi við hús lcikkonunnar eftir dauða hennar og hann hafi ■ Ted Jordan, vinur Mari- lyn , fann dagbókina en þorði ekki að segja frá því í 20 ár. ekki þorað að segja frá því fyrr en nú. Milos Speriglio, leyni- lögreglumaður í Los Angeles, þekkti vel Marilyn, og hann hefur árum saman haldið því fram, að Marilyn hafi verið myrt vegna þess að henni hafi veríð kunnugt um mikilvægt ríkisleyndarmál, sem hún hafði við orð að gera opinbert, eftir að ástarævintýri hennar og Roberts Kennedy lauk. Það samband stóð stutt, en um þetta leyti var Robert Kennedy ríkissaksóknari. Milos telur það víst að Marilyn hafi haft vitneskju um að CIA hafi ráðgert að myrða Fidel Castro forseta á Kúbu. Ted Jordan segist ekki geta séð í dagbókinni neitt um CIA, en hann hefur ekki neitað því, að sitt hvað standi þar um Robert Kennedy, sem var sjálfur myrtur 1968 eins og menn muna. Enn hefur Ted ekki viljað opinbera innihald dagbókarínnar. Læknirinn sem skoðaði iík Marilyn var seinna ásakaður fyrir að hafa ekki gert skyldu sína og hann hætti starfi sínu sem læknir. Hann sagðist hafa veríð þvingaður til að gefa þá yfirlýsingu að Marilyn hefði tekið svefnpillur og dáið af því, en ekki sagði hann hver þvingaði hann til þess. Nú eftir 20 ár er enn farið að vinna að því að komast að leyndarmálinu, sem Marílyn tók með sér í gröfina. ■ Ginny ætlar að taka á móti áhöfninni á Invincible, þegar skipið loks kemur í heimahöfn. Eftirlæti her- mannanna ■ Ginette Brown, sem kýs að kalla sig Ginny, er ung og upprennandi söngstjarna í Bretlandi, sem sérhæfir sig í sveitatónlist. Hún tók sig til á dögum Falklandseyjastríðsins og sendi áhöfninni á her- skipinu Invincible, en á því skipi þjónar m.a. Andrew prins, eintak af nýjustu plöt- unni sinni tii að hressa upp á móralinn hjá þeim. Þessi sending dró dilk á eftir sér, og er nú svo komið, að henni hefur veríð boðið að heim- sækja eyjarnar um jólaleytið til að skemmta hermönnunum þar! Ekki eru nú hermennirnir að kaupa köttinn í sekknum, því að þeir voru ekki fyrr búnir að fá plötusendinguna en þcir skrifuðu Ginny, scm er 28 ára, og báðu hana um að senda þeim mynd af sér. Ginny var skemmt, en sagði sér þó alls ekki Ijóst, hvað þeir hefðu hugsað sér að gera við mynd- ina. - En eitt er víst, bætti hún við. - Ef Andrew prins vill eiga mynd af mér, vil ég líka eiga mynd af honum. Eg er ákafur aðdáandi konungsfjölskyld- unnar og er virkilcga hreykin af því, að áhöfnin á skipi prinsins skuli hafa valið mig. Eg ætla að taka á móti strákunum, þegar Invincible kemur aftur til Englands. Hnetur verða helst Suzanne að falli •"'.•••'"•■''x-x: ■ •M ý'ýýýý: : ýýý ý/ ý. ■ Suzanne Dando er fimleikastúlka í sérflokki og nú hefur hún hlotið þann eftirsótta heiður að leika eina af glæsipíum í nýjustu Bond-mynd- inni, Octopussy. Svo sem geta má nærri, kemst enginn í þann fríða flokk án þess að hafa alveg sérstaka hæfi- leika til að bera, hæfi- leika, sem öllum eru augljósir. - Auðvitað verð ég að passa vel upp á línurnar, segir Suzanne. Yflrleitt er það fremur auðvelt fyrir mig, því að mér þykir gott nýtt grænmeti t.d. og hrein jógúrt, sem er ekki eins fltandi eins og sú bragðbætta. Ég borða mikið af fiski og kjöti með grænmetis- salati, en sleppi alveg kartöflum og brauði. En það er ein freisting, sem er mér hættuleg. Mér þykja ákaflega góðar hnetur og stenst þær aldrei, ef þær verða á vegi mínum! Sem kunn- ugt er eru hnetur ekki heppilegt megrunar- fæði. Ég hef: stundum farið flatt á þessari hnetuást minni. ■ Suzanne passar lín- urnar með réttu matar- æði. En hún á sínar veiku hliðar, eins og allir aðrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.