Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 1«. SEPTEMBER 1982 Borgarstjóm samþykkir nýja Landsvirkjunarsamninginn: BORGIN HEFIIR EKKILENGUR NEITUNARVALD GEGN KRÖFUI „Er á móti því sem Sjálfstæðisflokkurinn er að gera í þessu máli’% segir Albert Guðmundsson ■ Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudagskveld samning milli ríkisstjórnarinnar og Landsvirkj- unar um virkjunarmál og yfirtöku byggðalína. Var samningurinn sam- þykktur með 18 atkvæðum gegn einu (Alberts Guðmundssonar), en fulltrúar Kvennaframboðsins sátu hjá. Davíð Oddsson, borgarstjóri, flutti framsögu fyrir samningnum og lagði til að hann yrði samþykktur. Eins og kunnugt er þá beittu sjálfstæðismenn í borgarstjórn sér fyrir því að samningur í svipaða veru sem gerður var árið 1979 var felldur á þeim vettvangi, með fulltingi Sjafnar Sigurbjörnsdóttur. Fyrri samningurinn gerði hvort tveggja ráð fyrir að Laxárvirkjun gengi inn í nýja LANDSVIRKJUN með nýjum sam- eignarsamning, og eins yfirtöku fyrir- tækisins á byggðalínum o.fl. Frá því fyrri samningur var felldur óskaði Laxár- virkjun inngöngu í Landsvirkjun á grundvelli lagaákvæðis í núgildandi Landsvirkjunarlögum sem heimilar henni það, og hafði samkomulag náðst um það. Nýi samningurinn fjallar því eingöngu um virkjunarmál og yfirtöku byggðalína. f máli sínu taldi Davíð Oddsson að nýi samningurinn væri ekki lakari en sá sem felldur var í Starfsárið hefst hjá Tónlistar- félaginu ■ Fyrstu tónleikar styrktarfélaga Tón- listarfélagsins í Reykjavík á þessu starfsári, verða í Austurbæjarbíói í dag klukkan 14.30. Þar koma fram þau Guðný Guð- mundsdóttir, fiðluleikari og Philip Jenk- ins, píanóleikari frá London. Munu þau leika þrjár sónötur eftir Karol Szyma- nowsky, William Walton og Gabriel Fauré. Guðný og Philip hafa ekki leikið saman áður fyrir Tónlistarfélagið, en eins og tónlistarunnendur vita hafa þau oft leikið sanian við góðan orðstír. A.m.k. 10 tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarfélagsins á þessu starfs- ári. Fyrir jól er von á bandaríska píanóleikaranum Eugen List og Ijóða- söngvurunum Ingrid Stjernlöf og Lawr- ence Albert. Undirleikarar á Ijóðatónleikum verða Erik Werba og Mary Dibbern. - Sjó. Kristján Jóhannsson í Þjóðleik- húsinu I Kristján Jóhannsson, óperusöngv- ari, heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld klukkan 19. A efnisskránni verður tónlist eftir Verdi, Leoncavallo, Sardillo, Rossini, Miller og Puchini. Einnig mun Kristján syngja nokkur íslensk lög: Vorgyðjan kemur eftir Áma Thorsteinsson, Dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, Gígjan eftir Sigfús Einarsson og Hamraborgin eftir Sigvalda kaldalóns. Hvað ungur nemur- gamall temur... ||UI^EROAR Þeir hafa höfuð í lagi sem notal hjálm cteA; Er þér annt um æ^i lífþitt Jw og limi y^FERIWt Veist þú hverju það getur forðað " y^JFEROAR borgarstjórn á sínum tíma, og í sumum atriðum væri hann betri. „Óhagstæðari samningur“ Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson voru á öðru máli. í sameigin- legri bókun þeirra kemur fram að nýi samningurinn sé í aðalatriðum sam- hljóða hinum fyrri og stefni að því marki að Landsvirkjun taki að sér aðalhlutverk við orkuöflun og dreifingu raforku hérlendis. Hins vegar væri hann mun óhagstæðari Landsvirkjun og þar með Reykjavíkurborg en samningurinn frá 1979 „að því er varðar fjármálalegt uppgjör við ríkið.“ Benda þeir félagar á máli sínu til stuðnings að nú þurfi Landsvirkjun að greiða tæpar 438 milljónir króna fyrir byggðalínur og aðveitustöðvar, á meðan fyrri samningur gerði ráð fyrir 56 milljón króna greiðslu fyrir sömu hluti. Sá afsláttur sem ríkið hafi gefið í þessu efni nú sé óverulegur. Telja þeir ýmis fleiri atriði máli sínu til stuðnings. Sigurjón minnist sérstaklega á eitt efnisatriði sem skorti í hinum nýja samning, er tvöfaldur varnagli hefði verið negldur við í fyrri samningnum. Nú væri ekkert ákvæði sem hindraði gegn mótmælum Reykjavíkurborgar að Landsvirkjun yfirtæki Kröfluvirkjun, en áður hefði verið gert ráð fyrir neitunar- valdi borgarinnar í þessu efni, og eins hefði þurft 2/3 atkvæða í stjórnarsam- þykkt fyrir yfirtöku Kröfluvirkjunar. Kollsteypa sjálfstæðismanna Mest var þó fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, sem áður skipuðu meiri- hluta á síðasta kjörtímabili, tíðrætt um kollsteypu sjálfstæðismanna í Lands- virkjunarmálinu. „Batnandi mönnum er best að lifa“, sagði Kristján Benedikts- son, og bætti því jafnframt við að það væri gott hjá sjálfstæðismönnum að éta nú allt ofaní sig sem þeir áður hefðu sagt og „viðurkenna nú að þeir höfðu á röngu að standa.“ Sagði Kristján greinilegt að stefnumið sjálfstæðismanna þegar borg- arstjórn felldi fyrri Landsvirkjunar- samninginn hefði verið númer eitt að pólitísku höggi á meirihlutann, önnur atriði hefðu skipt minna máli. „Við höfum tapað í samningum miðað við árið 1979. Skýringuna á lélegri samningi tel ég vera þá að Landsvirkjun gat ekki þolað að RARIK hæfist handa við byggingu nýrra virkj- ana. Það stjónarmið hefur nú verið keypt dýru verði“, sagði Kristján. En þrátt fyrir þá annmarka sem fyrrverandi meirihluti fann á hinum nýja samning samþykktu þeir hann, „þar sem hann stefnir og því að koma betra skipulagi á raforkumál þjóðarinnar og orkuöflun og dreifingu raforkunnar í heildsölu undir eina heildarstjóm Lands- virkj unar“, eins og segir í bókun þeirra. Albert Guðmundsson var einn á móti samningnum, og sagði enga stefnubreyt- ingu hafa átt sér stað í sínum huga og hann væri á móti því sem sjálfstæðis- menn væru nú að gera. -Kás ■ Philip Jenkins og Guðný Guð mundsdóttir munu leika á fyrstu tónleik- unum fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins á þessu starfsári í Austurbæjar- bíói í dag kl. 14.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.