Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1982 Laus staða Staða sveitarstjóra í Þórshafnarhreppi er laus til umsóknar. Laun skv. launaflokki B 30 í samning B.S.R.B. Umsóknir óskast skriflegar ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 10. okt. Nánari upplýsingar gefnar í síma 96-81185 flest kvöld eftir kl. 20. Oddvitinn Þórshöfn. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. lögbirtingablaðs 1982 á Iðnaðarhúsi að Aðalgötu 20 á Sauðárkróki, þinglýstri eign Hreins Sigurðssonar, fer fram að kröfu Búnaðarbanka Islands, Iðnlánasjóðs og Byggðarsjóðs á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 22. september 1982 kl. 10. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki Hvenær byrjaðir þú Þvottavélin ALDA þvær og purrkar vel Þetta er þvottavél sem hentar íslenskum heimilum, hefur innbyggðan þurrkara og tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Verðið er mjög hagkvæmt, hringdu í síma 32107 og kynntu þér verðið, við borgum símtalið. ÞYNGD 78 kg HÆÐ 85 CM BREIDÐ 60 CM DÝPT 54 CM ÞVOTTAMAGN 4-5 KG ÞURRKMAGN 2-2.5 KG VATNSMAGN 15/18 I OG 19/25 I VINDA 450-800 SNUN. MlN. RAFMAGN 220 VA. C. 13 AMP. MAX/ELEMENT 1350 VÖTT ÞURRKMÓTOR 50 VÖTT ALDA þvottavélin fæst á eftirtöldum stöðum: Hafnarfjörður: Ljós og raftæki Akranes: Þórður Hjálmarsson Borgarnes: KF. Borgfirðinga Patreksfjörður: Raft. Jónasar Þórs ísafjörður: Straumur hf. Bolungarvik: Jón Fr. Einarsson Blönduós: Kf. Húnvetninga Sauðárkrókur: Hegri sf. Siglufjörður: Gestur Fanndal Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan sf. Akureyri: Akurvik Húsavík: Grímur og Árni Vopnafjörður: Kf. Vopnfirðinga Egilsstaðir: KHB Seyðisfjörður: Stálbúðin Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfirðinga Neskaupstaður: Ke. Lundberg Höfn: K.A.S.K. Þykkvibær: Fr. Friðriksson Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Keflavik: Stapafell hf. 86117 minning Kristín Pétursdóttir frá Stóra-Vatnsskarði F. 12. október 1895 D. 11. sept 1982 Kristín Pétursdóttir frá Stóra-Vatns- skarði lést í Reykjavík 11. september, 86 ára að aldri. Hún var fædd á Löngumýri í Skagafirði, 12. október, 1895, dóttir hjónanna Guðrúnar Þorvaldsdóttur og Péturs Gunnarssonar. Pétur var síðari maður Guðrúnar. Fyrri maður hennar Árni Jónsson smiður frá Hauksstöðum í Vopnafirði, en hann lést frá tveimur ungum börnum þeirra og því þriðja barnið í móðurkviði. Börn þeirra Guðrúnar og Árna voru Ingibjörg, er lést fyrir rúmum þremur árum á 96. aldursári, Jón, fyrrum bankastjóri, er lést 1977 og Árni á Stóra-Vatnsskarði, er lést 1971. Pétur reyndist stjúpbömum sínum frábærlega vel og þau Guðrún eignuðust þrjú börn, Þorvald, er lést 1924, þá bóndi á Stóra-Vatnsskarði, Benedikt, bónda á Stóra-Vatnsskarði, er lést 1964, og svo Kristínu, er lifði lengst þeirra systkina. Að Kristínu stóðu sterkir sofnar. Langafar Guðrúnar móður hennar voru tveir nafnkenndir merkisklerkar, er miklir ættbogar eru frá komnir, þeir séra Björn Jónsson í Bólstaðarhlíð og séra Þorvaldur Böðvarsson, skáld í Holti. Pétur, faðir Kristínar, var af Skíðastaðaætt í Skagafirði, er einnig er þekkt og útbreidd ætt og var því frændgarður hennar ákaflega stór. Um hann var Kristín mjög fróð, og þótt hún flíkaði ekki frændsemi við fyrirmenn reyndust skyldmenni henn- ar í flestum stéttum þjóðfélagsins, ef grannt var skoðað. Kristín mat fólk hins vegar ekki eftir skyldleika, þeim sem hún bast vináttuböndum reyndist hún trölltrygg til hinstu stundar, hvort sem þeir voru skyldir eða óskyldir. Kristín ólst upp með foreldrum sínum. 1899 fluttist fjölskyldan að Stóra-Vatnsskarði og þar var heimili Kristínar ætíð sföan, þótt hún dveldist nokkuð að heiman framan af ævi sinni, og við þann bæ kenndi hún sig jafnan. Vatnsskarðsheimilið var mikið mynd- arheimili og þar var mjög gestkvæmt, enda alfaraleið yfir skarðið svo gott sem við bæjarvegginn. Þaðan fór líka enginn bónleiður, hvort heldur voru fátækir förumenn eða fyrirmenn á leið til Al- þingis. Oft var því glatt á hjalla, en sorgin knúði líka dyra. Á aðeins tveimur árum, 1922 til 1924 lét- ust foreldrar Kristínar, Þorvald- ur bróðir hennar og fóstursynir, Guðrún Ingibjörg Nikódejnusdóttir. Þá reyndi mikið á sálarþrek þeirra systinanna, ekki síst systranna sem hjúkruðu hinum deyjandi ástvinum og vöktu við beð þeirra dag og nótt. Kristín hafði ung lært að spila á orgel og mun hún ósjaldan hafa sefað sorg sína á þessum erfiðu árum við hljóðfæri sitt. Kristín bjó eftir þetta með systkinum sínum á Vatnsskarði, en í stríðsbyrjun fer hún suður til Reykajvíkur með Ingibjörgu systur sinni og Guðrúnu Þorvaldsdóttur, fósturdóttur hennar, frænku sinni. Líklega hefði dvöl Krisínar syðra getað orðið löng ef sorgin hefði ekki enn einu sinni kvatt dyra heima hjá henni. Benedikt bróðir hennar missti konu sína Margréti Benediktsdóttur frá tveimur kornungum sonum árið 1942 og þá fór Kristín norður, tók við búsforráðum og ól með bróður sínum upp eldri son hans, Benedikt, nú bónda á Stóra-Vatns- skarði. Árið 1957 missti Árni bróðir hennar, sem bjó á móti Benedikt á Vatnsskarði, konu sína, Sólveigu Einarsdóttur, frá tveimur stálpuðum bömum, Þorvaldi nú bílstjóra á Sauðárkrók, og Guðrúnu, konu þess er þetta ritar. Taldi Kristín ekki eftir sér að bæta við sig móðurhlutverki enn á ný, enda ávann hún sér einlæga ást frændsyskina sinna og bama þeirra síðar meir. Árið 1963 brann bærinn á Stóra- Vatnsskarði til kaldra kola og bjargaðist fólk nauðuglega út. Þá missti Kristín allt sem hún átti, nema fötin, sem hún greip með sér út úr eldinum. Það varð henni mikið áfall, en hún tók ótrauð þátt í uppbyggingu bæjarins að nýju og bjó þar með bræðrum sínum á meðan þeir lifðu. Eftir að Benedikt bróðursonur hennar kvæntist og tók við búi bjó hún á neðri hæð nýja hússins í nánu sambýli við fjölskyldu hans, tók þar á móti gestum og hjálpaði til eftir því sem kraftar henar leyfðu. Kristín var lengst af sérlega heilsugóð. Á áttræðisaldri taldi hún ekki eftir sér að bjóða sumardvalarbörnum í kapp- hlaup, ef henni fannst hún þurfa að hressa þau við og ófáum þeirra hljóp kapp í kinn við störfin, er hún spurði hvort þau ætluðu virkilega ekki að hafa við kerlingunni, eins og hún orðaði það. En allt sem á sitt upphaf á sinn endi. Um síðir bilaði heilsa Kristínar. Síðustu árin dvaldist hún að vetrarlagi hjá Guðrúnu frændkonu sinni Þorvaldsdóttur í Reykja- vík og naut þar frábærrar umönn- unar hennar og annarra góðra vina, vandabundinna og óskyldra. Þeim henni, því hún gat ávallt gefið meira en hún þáði, þrátt fyrir hrakandi heilsu. Síðustu mánuðina var auðséð að hverju stefndi og sjúkrahúsdvalirn- ar urðu þéttari. Dvaldist hún þá á hjartadeild Landspítalans og var mjög þakklát því góða fólki, sem annaðist hana þar. Laugardaginn 11. september lést hún svo í fangi Guðrúnar frænku sinnar, og mun víst hvorug hafa kosið að hafa það öðru vísi. Kristínar Pétursdóttur verður líklega aldrei getið í ritum um merka íslendinga. Þeirra er sjaldnast getið þar, sem eiga sér það takmark eitt og æðst um ævina að hjálpa öðrum, án þess að ætla sér nokkur laun fyrir. En minningin um hana og aðra þá, sem á sama hátt lifa og starfa, mun lifa með okkur hinum. Magnús Bjarnfreðsson. Nýir bílar — Notaðir bílar Leitid upplýsinga æ ÞU KEMUR —í OG SEMUR BÍLASALAN BUK s/f SlÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK S(MI: 86477

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.