Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1982 Frá fréttamanni Tímans í Svíþjóð Gylfa Kristinssyni. ■ Lokaskeið kosningabaráttunnar hér í Svíþjóð hefur með fáum undantekningum borið svip endurtekninga. Einstök mál hafa fangað athygli og umræðu nokkra daga í senn.Síðan hafa þau fallið í skuggann af öðrum málum sem hafa skotið upp kollinum um tíma og dregið að sér alla athygli. Þannig hefur umræðan um launþegasjóðsmálið gengið til. Hún hefur risið og fallið á víxl. Önnur mál sem fengið hafa svipaða meðferð eru horfurnar á vinnumarkaðnum, afkoma lífeyrisþega og síðast en ekki síst skattamál. Nýr Falldin ■ Torbjöm Fálldin forsætisráðherra og Ola Ullsten utanríkisráðherra „Eng- ar breytingar á samkomlaginu um skattamálin“. Samkomulagið um breytingar á skattalögum Eins og lesendur Tímans rekur minni til slitnaði upp úr annarri samsteypu- stjórn Hægfaraflokksins (Moderata samlingspartiet), Miðflokksins (Centrerpartiet) og Þjóðarflokksins (Folkpartiet) sem Torbjöm Fálldin veitti forystu vorið 1981. Ásteytingar- steinninn var samkomulag sem Þjóðar- flokkurinn og Miðflokkurinn náðu við Sosíaldemókrata sem gerir ráð fyrir lækkun beinna skatta. í samkomulaginu fólst að hæsta tekjuskattsþrepið lækkar úr 85% í 50%. Jafnframt eru frádrátt- arheimildir verulega þrengdar. Sam- kvæmt samkomulaginu skyldu breyting- arnar taka gildi á þremur árum. Það var eitt af þeim ákvæðum sem Hægfara- flokkurinn gat ekki sætt sig við. Hann vildi að skattlagabreytingarnar væru að fullu komnar til framkvæmda um áramótin 1982-83. Á það gátu hinir stjómarflokkarnir ekki fallist og því hætti Hægfaraflokkurinn stjórnarþátt- töku. Þetta skattasamkomulag mið- flokkanna og Sósíaldemókrata sem nú er orðið að lögum, virðist ætla að verða örlagavaldur borgarlegs samstarfs í Svíþjóð. Núverandi og fyrrverandi formenn Hægfaraflokksins Ulf Adel- sohn og Gösta Boman hafa síðustu dagana hvað cftir annað lýst því yfir, að flokkur þeirra muni undir engum kringumstæðum taka þátt í borgarlegri ríkisstjórn nema samkomulagið um breytingarnar á skattalögunum verði tekið til endurskoðunar. Ola Ullsten formaður Þjóðarflokksins og Torbjörn Fálldin forsætisráðherra hafa jafnoft sagt að ekki komi til greina að hrófla við lögum sem njóta stuðnings 2/3 hluta sænska þingsins. Ef allir aðilar halda fast við sitt virðist möguleikinn á borgara- legri meirihlutastjórn í Svíþjóð vera ■ Torbjöm Fálldin og Olof Palme að afloknu einvígi í Kalmar. útilokaður jafnvel þótt borgaraflokk- arnir fari með sigur af hólmi. En á því eru litlar líkur ef marka má síðustu skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Sósalísku flokkarnir sigur- stranglegastir Síðasta skoðanakönnunin um fylgi sænsku stjórnmálaflokkanna þegar þetta er skrifað er frá 5. september s.l. Hún var framkvæmd af Institutionen för marknadsundersökning (IMU) síðustu vikuna í ágúst, þ.e. fyrir einvígið milli Olof Palme og Torbjörn Fálldin. Samkvæmt henni virðast Sósíaldemó- kratar njóta fylgis 47% kjósenda (fengu 1979 43.2%), Hægfaraflokkurinn 27% (1979 20.3%), Miðflokkurinn 11% (1979 18.1%), þjóðarflokkurinn 6% (1979 10.6%) og Vpk 4% (1979 5.6%). Umhverfisflokkurinn náði ekki 4%. Samkvæmt þessari skoðanakönnun hefur sósíaliska fylkingin 51% atkvæða á bak við sig og sú borgaralega 44%. Yfirburðir sósialdemókrata eru það miklir að þótt kommúnistum (Vpk) takist ekki að komast yfir 4% smá- flokkahindrunina gætu þeir myndað stjórn einir sér. Síðan ofangreind skoðanakönnun var framkvæmd hefur ýmislegt gerst sem vafalaust hefur áhrif á áreiðanleik hennar. Einvígið milli Palme og Falldin Af einstökum atburðum síðustu vikurnar sem hugsanlega geta haft áhrif á kosningaúrslitin er kappræðan milli Olof Palme og Torbjörn Fálldin án efa mikilvægust. Áætlað var að 3 milljónir manna hefðu fylgst með einvíginu sem var sjónvarpað beint frá fundarstað í ■ Fyrrverandi og núverandi formenn Hægfaraflokksins Gösta Bohman og Ulf Andersohn: .Forsenda þess að við tökum þátt í ríkisstjórn er að samkomulag Sósíaldcmókrata og miðflokkanna um skattamál verði endurskoðað“. Kalmar. Fyrirfram töldu flestir að Olof Palme hefði betur. Hann hefur gagnorð- an og léttan ræðustíl. Fálldin er andstæðan. Hann hefur þótt langorður og jarðbundinn. En í Kalmar kom Fálldin sænsku þjóðinni heldur betur á óvart. í stað hins langorða og varfærna Fálldins birtist á skjánum hress og baráttuglaður stjórnmálamaður, sem sænskir fjölmiðlar kalla hinn „nýja Fálldin". Olof Palme var hins vegar hálf niðurdreginn (vegna veikinda?) og náði sér aldrei á strik. Eftir einvígið voru framkvæmdar skyndiskoðana kannanir meðal áhorfenda. Dóntur þeirra var einn veg. Fálldin vann. Stjórnmálaforingjar sitja fyrir svörum er 45 mínútna langir sjónvarpsþættir sem sænska sjónvarpið hefur sýnt undanfarið. Fram til þessa hafa Lars Werner, Torbjörn Fálldin og Olof Palme svarað spuringum fréttamanna. í þessum þætti var það einnig hinn „nýi Fálldin" sem sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá. Án þess að hika eða reka í vörðurnar svaraði forsætisráðherrann öllum spurningum skýrt og skorinort. Viðbrögð áhorfenda létu ekki á sér standa. í skoðanakönnun sem sænska síðdegisblaðið Expressen framkvæmdi eftir að þættinum lauk kom í Ijós að 78% áhorfenda töldu að Fálldin hefði staðið sig vel eða mjög vel. Áætlað var að 1.9 milljónir manna eða 30% kjósenda hefðu séð þáttinn. Erfitt er að dæma um hvaða áhrif tveir sjónvarpsþættir hafa á kosningaúrslitin, en svo mikið er víst að frammistaða Fálldins hefur bætt um fyrir stjórnmálaflokkunum og sérstaklega Miðflokknum. — Torbjörn Falldin hafði betur íein- víginu við Olof Palme, en naegir þad borgara- flokkunum til sigurs í kosning- unum? Olof Palme óheppin En það hefur ekki gengið eins vel fyrir Olof Palme stöðugt í varnarstöðu. Fálldin lagði þunga áherslu á að spyrja Palme stöðugt í varnarstöðu. Fálldin lagði þunga áherslu á að spyrja Palme spurninga um tillögur Sósialdemókrata um launþegasjóði. Þessum spumingum átti Palme erfitt með svara á sannfær- andi hátt vegna þess að tillögurnar eru að ýmsu leyti ómótaðar. Sama sagan endurtók sig þegar Palme tók þátt í sjónvarpsþættinum Flokksforingjar sitja fyrir svörum. í þættinum tókst spyrlun- um að fá Palme til að darafa úr ýmsu sem stendur skýrum stöfum í kosninga- stefnuskrá Sósialdemókrata. Til dæmis var hann spurður um þá fullyrðingu sem kemur fram í stefnuskránni, að tilgang- urinn með launþegasjóðunum sé sá að verkalýðsfélögin yfirtaki smám saman sænskt atvinnulíf. Þessum tilgangi af- neitaði Palme. Sama varð uppi á teningnum varðandi tvö eða þrjú önnur atriði. Þar kom að spyrjandi spurði formann Sósialdemókrata hvort stefnu- skrá flokksins væri ekki bara marklaust plagg. Heildaráhrif þáttarins voru óhag- stæð Palme. Flokksforingj- arnir, andlit flokkanna út á við Hér á undan hefur nokkuð verið staldarað við frammistöðu forystu- manna stjórnar og stjórnarandstöðu í fjölmiðlum. Þetta endurspeglar þann mun sem er á íslenskri og sænskri kosningabaráttu. í Svíþjóð snýst kosn- ingabaráttan miklu meira í kringum flokksforingjana en á íslandi. Sænskir flokksforingjar ferðast ekki aðeins um sitt eigið kjördæmi heldur um landið þvert og endilangt og er fylgt eftir af skara fréttamanna sem skýra frá svo að segja hverju smáatriði sem kemur fyrir á þessum kosninga ferðalögum. í rauninni má segja að stjórnmálaflokk- arnir persónugervist í flokksformönnun- um. Þeir eru andlit flokksins gagnvart kjósendum. Af þessu leiðir að til þeirra eru gerðar mjög miklar kröfur um þekkingu á öllum sviðum stjórnmál- anna. Þekkingaskortur á einhverju sviði er þegar í stað túlkaður sem stefnuleysi flokksins á því sviði. Það er vegna þessa sem framkoma og túlkun flokksformannanna á stefnu- skrám flokkanna hefur töluvert að segja um gengi í kosningum. Úrslitin? AUar skoðanakannanir sem hafa verið framkvæmdar s.l. ár benda til þess að Sósialdemókratar og Vpk sigri í kosningunum á sunnudaginn. En þeir sem fylgjast með stjórnmálaumræðunni eru þrátt fyrir það ekki vissir í sinni sök. Það sem veldur óvissu eru viðbrögð kjós- enda við tillögum Sósíaldemókrata um launþegasjóði og atvinnuhorfurnar. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur andstaða innan flokks Sósialsemókrata gegn launþegasjóðshugmyndinni aukist. Á sama tíma hefur atvinnuástandið versnað. í ágúst voru 166.000 manns atvinnulausir eða 3.8% vinnandi fólks. Allar spár benda til þess að þessi tala hækki verulega í vetur. Þetta veldur því að Svíar eru svartsýnni á framtíðina en áður. Þessari svartsýni hafa Sósíaldemó- kratar mætt með kosningastefnuskrá sem ber yfirskriftina Framtíð fyrir Svíþjóð. í stefnuskránni kemur fram að forsenda þess að fólk öðlist trú á framtíðina sé full atvinna. Að mati Sósíaldemókrata gegna launþegasjóð- irnir lykilhlutverki í að ná því takmarki. Þessu hafna borgaraflokkarnir alfarið og telja að launþegasjóðirnir muni smám saman leiða til sólialisma 'að Austan- Evrópskri fyrirmynd með tilheyrandi minnkun framleiðni og vaxandi efna- hagsörðuleikum. í rauninni snúast kosningarnar um það hvort kjósendur telja tillögurnar um launþegasjóði í sinni núverandi mynd réttu viðgrögðin við ótryggri framtíð. Það verður spennandi að sjá dóminn. Uppsölum 12. september 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.