Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD Skemmuvegi 20 Kópavogi Simar (91)7 75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öilu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag 'I labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 r r r " rr rrrrr..”;rT’ T"”" ■■ 3i:ry: ‘ ‘i "" 'V' " ‘J _ r fiilillliifilfi •>s 1 liiiiiiliiiISM*'■ ■ ** LAUGARDAGUR 18. SEPT 1982 ■ „Það var frélt þegar fyrsti strákurinn var innritaður í skólann en að karlmaður skuli verða skólastjóri er í sjálfu sér ekkert merkilegt,“ sagði Aðalsteinn Eiríksson, nýskipaður skólastjóri Kvennaskólans Tímamynd Ella „SKÓUNN ER VEL BÚINN TIL AD SINNA SfNU HUnVERKI Rabbað við Adalstein Eiríksson, nýskipaðan skólastjóra Kvennaskólans ■ „Ef fjöldi kvenna er mælikvarði á konuríki þá má segja að ég þurfi að búa við það, en í öðrum skilningi alls ekki,“ sagði Aðalsteinn Eiríksson, nýskipaður skólastjóri Kvennaskólans í samtali við Tímann. Aðalsteinn talar af nokkurri reynslu því hann hefur kennt við Kvenna- skólann í tæp tuttugu ár. Fyrst með háskólanámi, en hann nam fyrst guð- fræði en sneri sér síðan að landafræði, sögu og grísku og lauk B.A. prófi. Að auki hefur Aðalsteinn lagt stund á íslenskunám við Háskóla íslands Ekki lengur kvennaskóli í raun - Skýtur ekki skökku við að karlmenn dropar taki að sér skólastjóm í Kvenna- skólanum? „Nei. Það þykir mér ekki því í raun er skólinn ekki kvennaskóli lengur, þótt kvenfólk sé í yfirgnæfandi meirihluta í hópi nemenda. - Hvernig er kynjaskiptingin meðal nemenda? „Af 269 nemendum skólans eru um 20 strákar. Annars hef ég nú ekki velt kynjaskiptingunni svo mikið fyrir mér því í raun er mér margt hugleiknara í skólastarfinu heldur en hún,“ sagði, Aðalsteinn. - Hyggstu beita þér fyrir miklum breytingum á starfsemi skólans? „Skólinn hefur undanfarin ár verið að ganga í gegn um breytingaskeið sem fráfarandi skólastjóri, dr. Guðrún P. Helgadóttir, stóðað mestu fyrir. Skólinn er kominn af grunnskólastigi yfir í algeran framhaldsskóla með fjölbrauta- sniði og áfangakerfi. Ég hyggst halda áfram á sömú braut. Áfangakerfið svarar þörfum einstaklingsins - Nú hafa ýmsir haldið því fram að auðvelt sé fyrir nemendur að slugsa í gegn um framhaldsskóta með áfanga- kerfi? „Ég held að áfangakerfið svari að ýmsu leyti betur þörfum einstaklinganna en var áður en það kom til sögunnar. En að sjálfsögðu býður það ýmsum hættum heim, það gefur nemendum frjálsari hendur. Þörfin fyrir áfangakerfi kom með vaxandi sókn í framhaldsskóla." Elsta steinhús í Reykjavík - Hvernig er búið að Kvennaskól- um? „Annars vegar búum við í elsta steinhúsi í Reykjavík. Hins vegar höfum við nýlega fengið drjúga viðbót, við- byggingu. Ég get ekki annað sagt en að skólinn búi við sæmilegan húsakost og hann sé ágætlega í stakk búinn til að sinna því sem honum er ætlað.“ - Hvernig leggst starfið svo í þig? „Ég legg nú heldur hress út í þetta. Þarna er fyrir samhent og gott kennara- lið sem ég hef góða reynslu af að starfa með. Það ríkir góður andi í skólanum og það auðveldar mér mjög að taka við,“ sagði Aðalsteinn. - Sjó. Eg er ekki við ■ Blaðamenn lenda í ýmsu. Oft kemur það fyrir að hringja þar heim í eimbættismenn að kveldlagi, þegar citthvað sér- stakt kemur upp á, og þá er auðvitað beðið afsökunar á ónæðinu. Embættismennimir em hins vegar misliprir, þó oftast taki þeir vel í mála- leitanir blaðamanna. Sumir em þó forstokkaðir, eins og eftirfarnadi saga af einum topp-embættismanninum í stjómarráðinu. Það þurfti sem sagt að ná í þennan embættismann út af ákveðnu máli, og því hringt heim til hans. Stúlkurödd svarar í símann. Hún er spurð að því hvort þessi tiltekni embættismaður sé heima við. Það verður augnabliks þögn, en síðan heyrir blaðamaður að viðmælandi hans spyr: „Ertu heima.“ „Nei, elskan, segðu að ég sé ekki við“, heyrðist síðan að vörmu spori. Eftir að þessum millikafia er lokið svarar stúlkan spurningu blaðamanns samviskusam- lega: „Nei, þvi miður, hann er ekki við.“ Já, maður hugsar stundum til þess hve embættis menn eiga gott að þurfa hvorki að vera við í vinnunni né heima hjá sér. Davíð sól konungur og tunglið ■ A borgarstjórnarfundi sl. fimmtudagskvöld spunnust nokkrar umræður um hið nýja stómfyrirkomulag á borginni með valdatöku sjálfstæðis- manna. FuUtrúar minnihlut- ans varð tíðrætt um „einræði Davíðs borgarstjóra“, sem varla ætti sér hliðstæður á vorom dögum, nema þá austan járntjalds, auk þess sem leita yrði langt aftur í sögunni tU að finna dæmi í svipaða veru á Vesturlöndum. Einn borgar- fulltrúa líkti Davíð við Loðvík 14. Frakkakonung, öðru nafni sólkonunginn, sem frægur varð fyrir að segja: „Ríkið, það er ég.“ Nema nú segði Davíð: „Borgin, það er ég.“ Davíð kannaðist við það í ræðum sínum að breytt sjónar- mið réðu nú ferðinni við stjóro borgarinnar. Nú væri borgar- stjórinn valdamaður, en því hefði fyrrverandi forseti borg- Steingrímur fundar ■ - Ég hef boðað til fundar með útgerðar- mönnum klukkan 10 ár- degis og þar fæ ég væntan- lega að heyra hvað þeir hafa fram að færa til lausnar vanda útgerðar- innar, sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra í samtali við Tímann. Til fundarins er boðað að ósk stjórnar og trúnað- arráðs LÍÚ, en þessir aðilar höfnuðu í gær tillög- um ríkisstjórnarinnar til lausnar vanda útgerðarinn- ar. Steingrímur Hermanns- son sagði að það yrði fróðlegt að heyra hvað útvegsmenn hefðu til mál- anna að leggja, en hingað til hefðu engar tillögur borist frá LÍÚ varðandi vanda útgerðarinnar. - Ég skil ekki þá óbil- girni sem LÍÚ hefur sýnt í þessu máli, sagði Stein- grímur Hermannsson. - Það er ljóst að tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér verulega bót á vanda út- gerðarinnar, en ég sé ekki betur en að þeim sé hafnað án þess að um þær hafi nokkurn tímann verið fjallað af verulegri alvöru. - ESE Blaðburðarbörn óskastj Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Jórusel Fífusel Austurbrún Hjallavegur Ásgarður Laugarásvegur frá nr. 36 fMwtSI Sími: 86300 arstjóroar ráðið miklu á síð- asta kjörtímabili. „Þá var ekki til neinn sólkonungur, en tunglið var á fjórðu hæðinni“, sagði Davíð, og átti við skrifstofuaðstöðu Sigurjóns Péturssonar. Krummi ...frábiður sér hverskonar prjál eða virðingarsessi við hirð sólkonungsins í Reykja- vik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.