Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 Lestunar- áætlun Goole: Arnarfell .................4/10 Arnarfell ................ 18/10 Arnarfell ................. 1/11 Arnarfell ................ 15/11 Rotterdam: Arnarfell ................ 22/9 Arnarfell .........’......6/10 Arnarfell ................20/10 Arnarfell .................3/11 Arnarfell ................17/11 Antwerpen: Arnarfell .................23/9 Arnarfell .................7/10 Arnarfell ................21/10 Arnarfell .................4/11 Arnarfell ............... 18/11 Hamborg: Helgafell................. 1/10 Helgafell.................22/10 Helgafell.................12/11 Helsinki: Dísarfell ................14/10 Dísarfell ................12/11 Larvík: Hvassafell.................6/10 Hvassafell................18/10 Hvassafell.................1/11 Hvassafell................15/11 Gautaborg: Hvassafell.................5/10 Hvassafell............... 19/10 Hvassafell.................2/11 Hvassafell................16/11 Kaupmannahöfn: Hvassafell.................4/10 Hvassafell................20/10 Hvassafell.................3/11 Hvassafell............... 17/11 Svenborg: Hvassafell..................30/9 Helgafell..................5/10 Dísarfell ................18/10 Hvassafell................21/10 Helgafell.................26/10 Hvassafell.................4/11 Arhus: Helgafell...................7/10 Helgafell.................27/10 Helgafell.................16/11 Gloucester. Mass. Skaflafell.................30/9 Skaftafell.................1/11 Halifax, Canada. Skaftafell..................2/10 Skaftafell.................4/11 n SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 fréttir Mikið af umferðarslysum í Reykjavík að undanförnu: „FÓLK HREINLEGA FER EKKI NÓGll VARLEGA” — segir Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn ■ „Það hefur orðið gífurlega mikið af slysum og árekstrum í umferðinni hér í Reykjavík að undanförnu. Bara á föstudaginn í síðustu viku urðu árekstrar yfir þrjátíu talsins, þar af slasaðist fólk í sex tilfellum, alls ellefu manns,, sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn í Reykjavík í samtali við Tímann í gær. Aðspurður hvort rekja mætti eitthvað af þessum slysum til nýja malbiksins sem lagt hefur verið á götur borgarinnar, en eins og vegfarendur hafa orðið varir við, er það mun fínna er það sem fyrir var, svaraði Óskar að svo væri ekki. „Óhöppin hafa jafnt orðið á nýja og gamla malbikinu. Menn ofmeta þær aðstæður sem fyrir hendi eru hvort sem þær eru nýjar eða gamlar. Þegar akstursskilyrði versna, eins og á föstu- daginn, þegar gekk á með éljum og hellirigningu, þá minnkar ekkert öku- hraðann. Fólk hreinlega fer ekki nógu varlega," sagði Oskar. - Sjó. ■ Fíat—bifreið gereyðilagðist þegar henni var ekið á Ijósastaur á Kleppsvegi á fjórða tímanum aðfaranótt laugardagsins. Tvær ungar stúlkur voru í bifreiðinni og var önnur þeirra flutt á slysadeild með skrámur. Við áreksturinn féll Ijósastaurinn í götuna. Tímamynd Sverrir Risíbúð skemmdist mikið af eldi ■ Miklar skemmdir urðu af eldi í risíbúð hússins við Barónsstíg númer 31 í gærmorgun. Það var rétt fyrir klukkan ellefu að slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á vettvang. Hafði þá eldur náð að breiðast talsvert út í risíbúðinni, gangur eftir henni endilangri stóð í ljósum logum. Einnig var talsverður eldur í svefn- herbergi og milli þilja í loftinu. Slökkvistarf gekk fljótt og vel. Var því að mestu lokið um klukkan tólf. í risíbúðinni bjó ung kona ásamt syni sínum. Voru þau heima þegar eldurinn kom upp, en tókst að forða sér út án þess að verða meint af. ■ Húsið við Bamónsstíg 31 er þriggja hæða steinhús með tréþaki. Slökkviliðsmönnum tókst að verja neðri hæðina skemmdum. Hins vegar urðu miklar skemmdir á risíbúðinni. Tímamynd Sverrir Vilhelmsson. I gæslu- varðhald vegna bflainn- brota ■ Ungur Reykvíkingur var úrskurð- aður í allt að sex daga gæsluvarðhald að beiðni rannsóknarlögreglu ríkisins á laugardag vegna rannsóknar á inn- brotum í bíla, sem hafa verið mjög tíð að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu. Ungi maðurinn er grunaður um að hafa í félagi við þrjá aðra, sem einnig hafa verið í yfirheyrslum hjá RLR, brotist inn í yfir þrjátíu bíla í ágúst og september. Piltarnir hafa aðallega stolið hljómflutningstækjum úr bílunum. - Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.