Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 9 mynd af Yasser Arafat á forsíðu, þannig að þessi slungni skæruliði og leiðtogi er fréttaefni víða um heim. Af nýrri hraðlest og fleiru Önnur og þriðja síða blaðanna er blanda af innlendu og erlendu efni. Það er spáð norðaustan vindi og regni á föstudag, og 29° hita á celsíus í Japan. Á sunnudag er gert ráð fyrir að veður verði léttskýjað og hitinn um 29 gráður. Þetta er mesti hiti, sem búist er við þessa daga, en ekki er þó gert ráð fyrir að hitinn fari niður fyrir 23 stig. Hvirfil- vindur er á hinn bóginn skammt undan og því allra veðra von, eins og reyndar hefur komið á daginn, því mannskaða- veður gekk yfír Japan í byrjun þessarar viku, eins og greint hefur verið frá í fréttum. í föstudagsblaðinu er greint frá dauða tveggja fjallgöngumanna, en þeir voru að reyna að klífa næst hæsta fjail heims, Qogir í Kína sem er 8.611 metrar að hæð. Þá er greint frá velheppnaðri reynslu- för hraðlestar, sem japönsku járnbraut- irnar gjöra nú tilraunir með. Þetta er lest sem svífur í lausu lofti, eða snertir ekki teinana á fullri ferð og er segulafl notað við að lyfta henni frá teinunum. JNR, en svo skammstafa þeir ríkisjárnbraut- irnar, hafa unnið að þessari hraðlest í 20 ár. Náði lestin 517 km hraða á klukkustund, sem er álíka hraði og er á skrúfuþotum. Þessum hraða náði lestin árið 1979, en þá ók hún mannlaus. Nú hefur hins vegar verið farin reynsluferð með mannaða lest. Nýja lestin, sem hefur framleiðsluheitið ML U 001 er tveggja vagna (tilraunalest) og ók hún á sérstakri reynslubraut JNR.Var henni þó ekið með aðeins 262 km hraða, en ætlunin er að lestin aki með um 500 km hraða, þegar hún verður tekin í gagnið. Hver vagn er 10 metra langur, 3 metra breiður og vegur um 10 tonn. Þeir sem tóku þátt í ökuferðinni, líktu áhrifunum við það að fljúga í flugvél. En meðan lestin var á „jörðu niðri", en það er hún meðan hún er að ná fullum hraða, minnti aksturinn á að ekið væri í bifreið, en þá fer hún á hjólum. Almennt er ekki talið óhætt að láta járnbrautir, sem nota hjól og teina, fara með meiri hraða, en 300 km á klukkustund, og það er þess vegna, sem reynt er að smíða lestir, sem ekki snerta teinana á fullri ferð. Nýja japanska lestin mun verða 16 vagna, þegar hún er fullgerð, og mun taka 1400 farþega. Hún verður klukku- stund í förum milli Tokyo og Osaka, og hún verður tekin í notkun á árunum 1985-1990, eftir því hversu vel gengur. Flugmenn JAL lögsóttir? Þá er ítarleg fregn um afskipti samgönguráðuneytis Japans, er fyrir- skipað hefur rannsókn og hugsanlega ákæru á hendur flugmönnum á Jumbó- þotu Japan Air Line, vegna mistaka við lendingu á Chitose flugvellinum á Hokkaido í síðasta mánuði, er hugsan- legt að flugmennirnir verði dregnir fyrir lög og dóm. Þotan var í aðflugi í slæmu veðri og var skyggnið aðeins um 800 metrar. Aðstoðarflugmaðurinn var við stjórn- völinn í lendingunni, þrátt fyrir að hann hefði ekki heimild til þess, samkvæmt starfsreglum JAL, en hann hafði færri en 100 flugtíma á Boeing 747 þotur. Aðstoðarflugmanninum var þetta Ijóst, en þar eð flugstjórinn skipaði honum að taka við stjórninni, taldi hann sér skylt að taka við. Það var ekki fyrr en sýnt var að flugvélin myndi lenda utan brautar, að flugstjórinn tók við stjórninni og reyndi hann að hefja vélina til flugs á nýjan leik, hvað tókst, en hann gaf fullt afl á vélarnar. Þó snerti einn hreyfíll vélar- innar flugbrautina, en í loftið fór þotan aftur og þótti þetta mesta mildi. 295 farþegar voru í þotunni og 15 manna áhöfn. Óhapp þetta skeði 19. ágúst síðast- liðinn. { febrúar s.l. fórst DC 8 þota frá JAL á flugvellinum í Tokyo, eða á Haneda flugvelli, og voru þá allar öryggisreglur japanska félagsins hertar. Hins vegar var það ekki brot á reglum flugmálayfir- valda, að láta aðstoðarflugmann vera við stjórn þotunnar. Nixoní Japan Á þriðju síðu í föstudagsblaðinu er mynd af Nixon, fyrrum Bandaríkja- forseta, sem kominn er til Tokyo í einkaerindum. Nixon er á leið til Kína. í Japan mun hann hitta að máli Suzuki, forsætisráðherra, og einnig Kishi fyrr- verandi forsætisráðherra og Takeo Fukuda og aðra japanska ráðamenn. Nixon er maður vinsæll í Austurlönd- um, að margra áliti,k og orðrómur var um það um tíma, að hann yrði sendiherra Bandaríkjanna í Peking. Þá er greint frá því að þrír flekasiglarar hefðu týnst út af Shonan ströndum, en flekasigling er mjög vinsæl íþrótt í heimi hér um þessar mundir. Einum siglingamanni tókst þó að bjarga eftir 8 stunda volk í sjónum, en lík eins fannst rekið á ströndinni. Japanir eru manna iðnastir og líklega sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. Greint er frá því í blaðinu að ung menntaskólastúlka hefði svelt sig í hel í megrunarkúr. Kyoko, en það er nafn stúlkunnar, fannst látin á heimili sínu og var dánarorsökin næringarskortur. Kyoko hafði lést um 20 kg á tveim árum og varla hefur hún verið mjög feit fyrir, því hún var aðeins 28 kg er hún lést. En Japanir spara nú fleira við sig en mat. Samkvæmt blaðinu þá eyða japanskir bifreiðaeigendur minna elds- neyti en nokkru sinni fyrr. í skýrslu, sem birt hefur verið spara menn bensín eftir bestu getu og heildarbensíneyðsla japanskra bifreiðaeigenda minnkaði um 0.4%, þótt bílum fjölgi, og minnkaði eyðslan, sem svaraði 17 lítrum á hverja bifreið á ári, eða í 1000 lítra á bíl, sem er minnsta bensíneyðsla í Japan síðan 1971. Þó gera yfirvöld sér ekki vonir um að bensíneyðslan minnki mikið úr þessu, því því eru takmörk sett, hvað unnt er að spara. Leiðaraskrifín Það er fróðlegt að skoða leiðaraefni Tímans í Japan. Blaðið hefur tvær förystugreinar, bæði í föstudags og sunnudagsblaðinu. í föstudagsleiðara er getið um óheið- arleika japanskra lækna og tannlækna. Er talið að starfandi (praktiserandi) læknar skrifi ranga reikninga til yfir- valda og dragi sér með þeim hætti mikla fjármuni. Mikil herferð er nú gegn þessari spillingu og af 595 læknum sem rannsakað var hjá reyndust 366 skrifa ranga reikninga, en alls eru um 80.000 praktiserandi læknar í Japan. Þykir mönnum nóg um, þegar í ljós hefur komið að meira en helmingur lækna og tannlækna skrifar ranga reikninga og fær þá borgaða hjá ríkinu. Er reiknað með að með þessum hætti hafi læknastéttin um 2.7 billjón yen ólöglega út úr ríkissjóði að sögn leiðarahöfundar. Eru þetta um 3.5% af kostnaði ríkisins við heilbrigðisþjónustuna. Læknar senda ríkinu „stílfærða" reikninga. Einnig falsaða reikninga á tilbúin nöfn. Þetta fer illa í blóð manna, því læknar hafa 72% af brúttótekjum sínum undanþegnar sköttum. Hin forystugreinin fjallar um atvinnu- horfur í Japan, sem eru hinar verstu síðan árið 1974. Fyrirtækin munu ráða færri nýja starfsmenn á næstunni, vegna samdráttar. Er talið að eftirspurn eftir vinnuafli muni minnka um 10% og margir eru atvinnulausir í Japan. í sunnudagsleiðaranum er fjallað um mótorhjól, en tíðni slysa á skellinöðrum og mótorhjólum hefur aukist gífurlega í Japan. Yfirvöld ráðgera að hækka aldurstak- mark þeirra er aka mega vélhjólum úr 16 árum í 18 ár. Dauðaslysum hefur fjölgað um 36.6% á einu ári meðal ökumanna bifhjóla. Einnig vilja skóla- yfirvöld takmarka vélarstærð mótor- hjóla hjá skólafólki. Um 9000 manns verða fyrir alvarlegum slysum á skelli- nöðrum á ári. Vilja yfirvöld, í samstarfi við foreldra, draga úr notkun vélhjóla. Síðari forystugreinin er um regnhlífar og sagt er frá manni er lenti í árekstri og annar ökumaðurinn, sem reiddist, veitti hinum banaáverka með regnhlíf. Mikið er víst um að menn séu drepnir með regnhlífum í Japan. Hefur þetta orðið til þess, að verið er að undirbúa bann við framleiðslu á þessu morðvopni, sumsé regnhlífinni, að hún hafi ekki spjótsodd, eins og núna. Að lokum. Hér hefur verið drepið á eitt og annað úr efni japanska Tímans. Mörgu hefur þó orðið að sleppa. Fjallað er um listir, menningarmál á svipaðan hátt og í blöðum á Vesturlöndum og dálka- höfundar virðast lifa góðu lífi. Þá eru skrýtlur og krossgátur, og að sjálfsögðu auglýsingar, sem þó eru ekki mjög fyrirferðarmiklar. Einnig eru birt les- endabréf, þar sem japanskir kverúlantar fá að segja álit sitt. Myndasögur virðast vera hinar sömu í blöðum á Vesturlönd- um. Og svo eru að sjálfsögðu nákvæm tíðindi úr viðskiptalífinu og kauphöllum vcraldarinnar. líkamanum aftur, heldur tekur sér bólfestu í taugarótum við miðtaugakerf-. ið. Þar liggur hún í dvala að mestu leyti, en getur vaknað til aðgerða undir ákveðnum kringumstæðum, t.d. þegar varnir líkamans slævast af einhverjum ástæðum. Þetta kannast mjög margir við, sem fá áblástur á varir t.d. þegar þeir kvefast, sólbrenna eða verða fyrir andlegu eða líkamlegu álagi. Herpes- sýking á kynfærum hegðar sér nákvæm- Iega eins. Þannig þarf áblástur á kynfærum alls ekki að merkja nýlega smitun og því tómt mál að tala um, að makar þurfi að kenna hvor öðrum um smitun eða hafa uppi ásakanir um nýlegt framhjáhald. Meðan áblásturs- sárin eru virk og vessi í blöðrunum eru þau smitandi og ætti fólk því ekki að hafa samfarir meðan svo er. Of mikið hefur verið gert úr þjáningum sjúklinga með áblástur á kynfærum. Vissulega eru óþægindirt meiri á þessum slóðum líkamans en verða af áblæstri í andliti, og vitaskuld er hvimleitt, ef áblásturinn endurtekur sig mjög oft. Hver áblástur grær þó á nokkrum dögum. Hinar algengu herpessýkingar eru ekki hættulegar í sjálfu sér, og því oftast engin ástæða til sérstakrar meðferðar. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar. Ef ófrísk kona hefur virkan áblástur á kynfærum, þegar kemur að fæðingu, er talið ráðlegt að taka barnið með keisaraskurði þar eð það mundi smitast á leið sinni um fæðingarveginn. Viðkvæmur nýburinn fær útbreidd áblásturssár um allan líkamann og verður alvarlega veikur. Sýking á þessu æviskeiði getur leitt til dauða eða varanlegra örkumla. Til er lyf, sem nota má staðbundið á áblástur (Idoxuridin) og flýtir verulega fyrir því, að sárið grói. Þetta lyf er ástæða til að nota, ef áblástur kemur á viðkvæman stað, svo sem homhimnu augans, en þar getur afleiðingin annars orðið ör, sem skerðir sjónina. Lítið hefur hingað til verið um lyf, sem verka á veimr, og þau lyf, sem til hafa flest veraleg eituráhrif á líkamann, ef þau eru notuð öðru vísi en staðbundið. Nýlega er þó farið að nota lyfið Acyclovir, sem hefur reynst mjög áhrifamikið í alvarlegum herpes- sýkingum t.d. þeim sárasjaldgæfu til- vikum þegar herpes simplex veldur heilabólgu. Þetta lyf hefur breytt bilaðar ónæmisvarnir t.d. eftir líffræra- flugninga. Þegar hefur því miður orðið vart við, að veiran geti orðið ónæm fyrir lyfinu, og er því afar mikilvægt, að það sé ekki notað í óhófi, ef það á að halda gildi sínu, þegar raunverulega er nauðsyn að nota það. Nýlega hafa einnig verið gerðar tilraunir í Bretlandi með bóluefni, sem er ætlað þeim takmarkaða hópi sjúklinga, sem er verulega þjáður af síendurteknum áblæstri á kynfæram. Þessar tilraunir lofa sumpart góðu, en hafa ekki gefið cndanlega niðurstöðu. Að lokum er vert að nefna, að áblástur í andliti er jafn algengur hér og annars staðar, eins og flestir þekkja af sjálfum sér eða öðrum, og því fer mjög fjarri, að áblástur á kynfærum sé óþekktur hérlendis. Veiran hefur marg- oft ræktast hér úr áblásturssárum síðustu 20 árin. Margrét Guðnadóttir, prófessor og Helga M. Ögmundsdóttir, læknir, Rannsóknastofu Háskólans í veiru- fræði, Hannes Þórarinsson, yfirlæknir, Húð - og kynsjúkdómadeild Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Grein þessi er send til birtingar í samráði við Landlæknisebættið. byggt og búið f gamla dagaj Öðuskeljar (stórar) og Kræklingur (bláskeljar) Matföng í gamla daga III (sbr. Hlín 1961) ílátin. Garðakál smátt saxað í súpur (2-3 kaggar til), kastað út á rúgmjöli, mjólk út á, skyr líka e.t.v. Öðuskeljar, borðað úr þeim, ágætt í súpur. Reyði- kúlur (sveppir) borðaðar, (kúptar tvær sortir, dökk- gular og ljósari, flatar, sæt- ari). Mikil málnyta var fyrrum í I /~\ Ari 1 /“1 r\ 1 n L-2, /v 1111*v, TlÁrAn** ■ Ragnheiður Helgadóttir frá Vogi á Mýrum, síðar húsfreyja í Knararnesi á Mýrum, segir: Ég hef læknað svefnleysi margra með því, að láta þá borða kræklingasúpu á kvöld- in áður en þeir fara að sofa (12-14 skeljar). Sterkt soðið, kraftmikið, soðið eins og fisksúpa með jafningi, sveskjur ef til vill. Tekinn fiskurinn úr skelinni og strengurinn grænleiti með, maginn sem sumir kalla. Petta var algengt ráð áður. Hrogn voru strokkuð, soð- in í poka, fergð, pipar með. Garðakál allt hirt, saltað. Skarfakál notað. Sölvabrauð algengt. Marhálmur góður handa kúm, þær græddu sig. Allar skepnur vitlausar í marhálminn. Fjörugrös handa kúm og þar, þær græddu sig af því. Kýr voru vitlausar í sveppi. Sveppir voru hafðir við handadofa. Bleikar kúlur, sveppur (Crytogonia?) bestar af öllum ætisveppum. Ragnheiður var blind á Reykjum í Mosfellssveit, þegar þetta samtal átti sér stað. Vel hress og hetjuleg. (Á árunum 1920-1930). Kristín frá Kaldárhöfða í Grímsnesi, alin upp í Grinda- vík, segir: Söl notuð, skorin af stein- um. Rekasöl handa skepnum. Maríukjarni (hönk) handa kúm til mjólkur. - Það var „viðaður“ einir upp í heiði. Konu þótti gott ef hún reif á einn hest. Sagt var að einirinn þyrfti 20 ár að vaxa. Nú er hann alveg uppurinn, rifinn upp með rótum. Beitilyng var líka notað handa kúm. Þarinn handa hestum. Sjávarbörkur, næfrakolla, brennt og svo einir til að fá góðan ilm. Fólkið skóf pottana með viðarkoli, sem rekur af sjó, en njarðarvöttur notaður á tré- j iviiK.il uidiuyid vai lyuuiii i Möðrudal á Fjöllum. Þórður Flóventsson segir frá dvöl þar 1876: „Drukkur og súr gefinn hestum. í>ar voru sáir stórir, tóku 3-4 tunnur aðrar, fullar af súr og skyri. Enn er gefinn ystur fjallagrasagrautur í Mý- vatnssveit á sumrin, þykir ágætur.“ Margrét Bjarnadóttir frá Reykhólum, forstöðukona Málleysingjaskólans í Reykjavík, segir: „Kræk- lingur sóttur í eyjar til lækninga (magaveiki). Njóla- rætur hægðameðal. Hvannir úr eyjum borðaðar hráar, ekki heimahvönn. Te gert af blóðbergi, vallhumli o.fl. Njólauppstúf gert handa Daniel Bruun, ferðamanni frá Danmörku. Litun: Sóleyjar, njóli og mosi. - Lyfjagras og Melli- folía (vallhumall), soðið saman með tólg, borið á spena á kúm.“ María Andrésdóttir, alin upp á Breiðabólstað á Skógar- strönd og á Kvennabrekku, segir: „Sölvabönd komu und- an Jökli, dregin upp á band. Allir fóru á berjamó á Breiðabólstað, fullar fötur af aðalbláberjum. Sæt ber og rjómi gefinn þá. Berin látin í súrmjólk jafnóðum. Berja- hræringur skammtaður. Jafnagula lituð.“ María var ein á lífi af sagnafólki Halldóru Bjarna- dóttur, þá var María 102 ára gömul. Ingólfur Davídsson, skrifar - 355 í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.