Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 11
.\',f f K M / * • ; .1 l / f .0/4 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 ’ (■ .»?> ff 11 ikosningar Fyrstu verkefni nýrrar ríkisstjórnar: „DRAGA ÚR ATVINNULEYSI MED ÖLLUM TILTÆKUM RADUM” — sagði Olof Palme á fundi með fréttamönnum er úrslitin lágu fyrir ■ „Fyrsta verkefni ríkisstjórnar sós- íaldemókrata verður að hækka fjárveit- inguna til endurmenntunnar og starfs- þjálfunar stofnana og draga úr atvinnuleysinu með öllum tiltækum ráðum" sagði Olof Palme á fundi með fréttamönnum s.l. sunnudagskvöld er sýnt þótti að sigurinn var sósíaldemó- krata. Á fundinum ræddi Palme önnur málefni sem eru ofarlega á verkefnaskrá væntanlegrar ríkisstjórnar Sósíaldemó- krata. Eitt þeirra er stofnun nefnda sem eiga að rannsaka áhrif launþega- sjóða á þróun sænsks atvinnulífs og samning lagafrumvarps um sjóðina. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir afnámi þeirra þriggja óbættu veikindadaga sem fyrri stjórn kom á. Ennfremur hyggjast Sósíaldemókratar verðbæta eftirlaun og veita meira fjármagni til byggingar dagheimila. Hugmyndin er að fjármagna þessar umbætur með hækkun söluskatts um 2%. Barnafjölskyldur eiga að fá söluskattshækkunina bætta með hækkun barnabóta. GK.Svíþjóð/FRI Stjórnarflokkarnir biðu ósigur: ÞJÓDARFLOKKUR TflPAR NÆR HELMING FYRRA FYLGIS ■ Samstjórn Miðflokksins og Þjóðar- flokksins beið ósigur í þingkosningunum á sunnudaginn. Samanlagt töpuðu stjórnarflokkarnir um 10% atkvæða. Miðflokkurinn hlaut 849.385 atkvæði eða 15,5% atkvæða. Frá árinu 1966 hefur flokkurinn ekki fengið lægra hlutfall en það ár hlaut hann 13,4% atkvæða. Frá þeim tíma og til ársins 1973 var Miðflokkurinn í stöðugri sókn. Árið 1973 fékk flokkurinn 25,1% atkvæða. Á þessum árum urðu róttækar breytingar á málflutningi Miðflokksins. Flokkurinn breyttist úr sérhagsmunaflokki bænda í skelegga fylkingu sem barðist gegn kjarnorku og fyrír bættu umhverfi. Á þeim tíma sem-flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu hefur honum með lipurð tekist að ná samstöðu innan sænska þingsins um margvíslega laga- bálka sem stuðla að bættri sambúð lands og manns. Þótt flokknum hafi á ýmsan hátt orðið vel ágengt með þátttöku sinni í ríkisstjórnum undanfarin ár er eins og þjóðaratkvæðagreiðslan um hagnýtingu kjarnorku til raforkuframleiðslu 1980 hafi verið vendipunkturinn. Hún olli því að aðalbaráttumál flokksins var afgreitt í eitt skipti fyrir öll. Síðan þá hefur flokknum mistekist að höfða til kjós- enda á sama hátt og áður. Þjóðarflokkurinn á sér merkilegan feril í stjórnmálasögu Svíþjóðar. Flokk- urinn hefur frá stofnun, aldamótaárið 1900, verið framfarasinnað umbótaafl í sænsku þjóðlífi. Meðal málefna sem flokkurinn barðist fyrir voru rýmri kosningaréttur, frjálsari viðskiptahættir og aukið félagslegt öryggi. Þær félags- málahreyfingar sem lengst af hafa haft mikil áhrif á stefnu og störf Þjóðar- flokksins eru bindindishreyfingin og samtök fríkirkjufólks. Flokkurinn hefur aldrei frá stofnun notið jafnlítils fylgis og nú. Þess má geta ~að 1911 hlaut hann 40,2% atkvæða. Á fimmta, sjötta og sjöunda áratugunum var fylgi flokksins yfirleitt á bilinu 15-24%. Á áttunda áratugnum byrjaði að halla undan fæti. Fylgistap Þjóðar- -flokksins var nokkurn veginn það sama og fylgisaukning Miðflokksins og Hæg- faraflokksins. Á allra síðustu árum hefur flokkurinn átt einstaklega erfitt með að helga sér ákveðin málefni í pólitískri umræðu í Svíþjóð. Það hafa einkum verið jafnréttismál og aðstoð við vanþróuðu löndin sem sett hafa svip sinn á málflutning flokksins. Á tímum vaxandi atvinnuleysis ,og minnkandi kaupgetu almennings virðast önnur málefni kjósendum hugstæðari og það hefur flokkurinn nú fengið að reyna. Þessi slæmu kosningaúrslit munu vafa- laust leiða til umfangsmikilla breytinga á forystu og stefnu flokksins. Líklegt er að þær raddir heyrist æ meir sem tala um nauðsyn sameiningar Þjóðarflokks- ins og Miðflokksins. Þá mun vegur eins helsta hugmynda- fræðings flokksins Carl Tam, sem hefur verið upp á kant við flokksforystuna og lítið hefur haft sig í frammi í afstaðinni kosningabaráttu, verða meiri. CarlTam hefur sett fram ýmsar áhugaverðar hugmyndir til lausnar þeim vandamálum sem tölvubyltingin hefur leitt af sér í vestrænum iðnaðarþjóðfélögum. Féhgslegt öryggi og atvinna fyrir alla hafa verið kjörorð Þjóðarflokksins. Forsenda þess að flokkurinn nái sínum fyrra styrk er að setja fram sannfærandi tillögur um að ná þessum markmiðum. í þeim efnum getur Carl Tam orðið að miklu liði. GK. Svíþjóð/- FRI THOMSON Fullkomin þvottavél + þurrkari frá Thomson. Thomson er stærsti þvottavélaframleiöandi í Evrópu og framleiöir fyrir fjölda fyrir-_ tækja undir ýmsum vörumerkjum svo sem: AEG, Electrolux, ITT og þannig mætti lengi telja. Þeytivinda 900 sn/mín. fullkomin þvottakerfi og fullkominn þurrkari. Okkur hefur tekist aö fá þessa frábæru vöru á verk- smiöjuveröi. Komiö og skoöiö eöa biöjiö um upplýsingar í pósti. Tekur 5 kg Við viljum vekja athygli á því, að Thomson hef- ur snúiö sér algerlega að topphlöðnum þvottavélum, en þær hafa ýmsa kosti fram yfir framhlaðnar. 1. Meiri ending þar sem tromlan er á Tegum báö- um megin. 2. Betri vinnuaðstaða, aö ekki þarf að bogra fyrir framan vélina. 3. Mun hljóðlátari. 4. Minni titringur. Vélin tekur kalt vatn, en það er i! hreinna en hitaveituvatn og fer betur með þvottinn, sem end- •st því lengur og er því ódýrara .1 Crakklandi Ngsr á heildina er litið. Auk fra FraKKIditu þess endist vélin lengur. Þvottakerfisveljari 1 Lagt í bleyti (vélin stöðvast með vatni í) 2 Aukaforþvottur -f hreinþvottur (bómull) 3 Forþvottur + hreinþvottur (bómull) 4 © HreinþvottureðaECO-þvottur(sparnaðarkerfi)bómull ® @ Skolun + hröð vinding (870 snún/mín) ' 5 Aukaforþvottur + hreinþvottur( & eða gerfiefni) 6 Forþvottur + hreinþvottur ( ðö eða gerfiefni) 7® HreinþvottureðaECO-þvottur(sparnaðarkerfi)( $ eðagerfiefni) 8 Mildurþvottur(ulleðaviðkvæmefni) ® Skolunánvindingar 9 Dæling + hæg vinding (450 snún/m ín) 10 Dæling án vindingar S Þurrkun ECO er SPARNAÐARKERFI Sendum um allt land Komið, skoðið, þið fáið mikið fyrir krónuna. Afgreiðum samdœgurs Aukastillingar Eftir að hafa valið þvottakerfi, veljið það hitastig, sem hæfir þvottinum best: kalt vatn ( lu ), 30, 40,60 eða 90 gráður C. Hnappur ci ; þegar ýtt er á hann stöðvast vélin full af vatni eftir þvottakerti 5, 6, 7 ®,8og Hhappur ua (þegar um lítið magn af þvotti er að ræða) minnkar vatnsmagnið í forþvotti, hreinþvotti og skolun; einnig takmarkar hann hitastig við 75 gráður C. Hnappur ® er til þess að setja vélina í gang og til þess að stöðva hana. Kynningarverð: Kr. 11.980 Greiðslukjör Vólin er viöurkennd af Rafmagnseftirliti ríkis- ins, raffangaprófun. Heimilistækjadeild SKIPHOLTI 19 SIMI 29800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.