Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.09.1982, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1982 BPW-klúbbur í Reykjavík - Samtök starfandi kvenna ALÞJÓÐAFORSETI BPW í HEIMSÓKN Á ÍSLANDI ■ Frá fundi BPW-klúbbsins á Loftleiðum 13. sept. sl. Alþjóðaforseti BPW, Maxine R. Hays, er í miðið á myndinni, en henni á vinstri hönd situr Ann Helen Lindsey. Hægra megin við frú Hays situr Guðný Guðmundsdóttir, forseti BPW-klúbbsins í Reykjavík. ■ BPW-klúbbar eru nú starfandi í um 70 löndum í öllum heimsálfum. Einn slíkur klúbbur hefur verið starfandi í Reykjavík í nokkur 'ár. Núverandi forseti BPW-klúbbsins í Reykjavík er Guðný Guðmundsdóttir. Fyrsti klúbburinn stofn- aður í Bandaríkiunum 1919 Upphaf BPW má rekja til bandarískr- ar konu, dr. L. Madcsin Phillips. Arið 1917 Iauk hún embættisprófi í lögum og árið 1919 stofnaði hún fyrsta BPW - klúbbinn. Nafnið cr dregið af cnsku orðunum Business and Professio- nal Women. Hana drcyntdi um aðstofna til kynna og samskipta kvenna, sem störfuðu í viðskipta- og athafnalífi víðs vegar um heim, svo þær gætu unnið saman. Hún vildi efla konur til dáða í lífi og starfi. Árið 1930 voru stofnuð alþjóðasamtök BPW í Genf. Þar voru þá mættir fulltrúar frá 16 ríkjum. BPW á íslandi 1979 Bima G. Bjarnleifsdóttir er fyrir fjölmiölanefnd félagsins. Blaðamaður Hcimilis - tímans spurðist fyrir hjá hcnni um starfsemi BPW-klúbbsins í Reykja- vík. Birna sagði, að BPW-klúbburinn í Reykjavík hefði veriö stofnaður 1979. Stofnendur voru milli 40 og 50 talsins. Fundir eru haldnir reglulega cinu sinni í mánuði. Þar koma saman konur, sem eru fulltrúar frá ýmsum starfsgreinum. Þær kynna sýnar starfsgreinar, og fá aðra til aö flytja fyrirlestra um ýmsar aðrar starfsgreinar í þjóðfélaginu og önnur málefni, t.d. áfengisvandamálið í landinu. Einnig hcfur vcrið rætt um afbrot unglinga og hvað hægt væri að gera til að koma í veg fyrir þau. Tölvunámskeið var haldiö nýlega og sagði Birna að þangað hefðu komið margir gestir, og námskeiðið vcriö mjög vinsælt. Hvetja konur til að afla sér menntunar „Félagskonur í BPW-klúbbnum í Rcykjavík vilja hvetja konur til aö afla sér menntunar og stefna aö því að ná fullkomnu jafnræði kvcnna á sviði viðskipta, opinberrar þjónustu og stjórnmála. BPW-konur vilja stuðla að alþjóðlegum vináttutengslum, samstarfi og gagnkvæmum skilningi milli kvcnna í viðskipta- og athafnalífi um víða vcröld," segir í kynningarbréfi frá BPW-klúbbnum í Reykjavík. í félaginu eru líka húsmæður, scm vinna aðeins heima á heimilum sínum, eða eru að læra, þótt félagið hafi upprunalega verið stofnað af útivinnandi konum, Business og Professional Women. Karlmenn geta fengið inngöngu Frú Maxine R. Hays, alþjóðaforseti BPW, var í heimsókn á íslandi nýlega til að kynnast íslenskum BPW-konum og kynna þeim starf alþjóðasamtak- anna. Fundur var haldinn mánudags- kvöldið 13. sept. s.l. í Leifsbúð á Hótel Loftleiðum og þar hélt hún fyrirlestur fyrir fundargesti. Á eftir svaraði frú Hays fyrispurnum, og þá kom fram spurningin um það, - hvort heimavinn- andi húsmæður - eða karlmenn - gætu átt aðild að félagsskap BPW-klúbbsins. Því svaraði hún játandi. Enginn karlmaður hefur enn gengið í félagið hér á landi, en nokkuð hefur verið um það erlendis. Þegar félagið var upphaflega stofnað voru útivinnandi konur heldur í minnihluta í þjóðfélaginu, . og voru kannski svolítið einangraðar á vinnu- markaðnum sem slíkar. Þær töldu því ástæðu til að stofna þessi samtök, svo þær gætu kynnst og staðið betur saman. Aukin kynning á BPW á næstunni Upphaflega nefndist BPW-félags- skapurinn hér á landi „Samtök kvenna á framabraut", en nafnið þótti ekki vera alveg rétt þýðing á erlenda nafninu. Ekki fannst nógu þjált orð sem nafn á félagið, svo niðurstaðan varð sú, að samþykkt var á síðasta aðalfundi að halda sig við stafina BPW (Business og Professional Women), cn sem unairheiíi Samtök starfandi kvenna í Reykjavík. Nú hefur forseti alþjóðasamtakanna komið hingað til lands í heimsókn : og komist á samband við erlend félög: Lög alþjóðafélagsins hafa vexið í þýðingu á íslensku. Hvert félag fyrir sig getur þó verið sjálfstætt og haft sínar reglur að miklu leyti, þó tekin séu mið af lögum alþjóðasambandsins. Blaðamaður spurði Birnu G. Bjarn- lcifsdóttur, hvort búast mætti við meiri kynningu á félaginu á næstunni. Hún sagðist ekki vera í stjórn félagsins, heldur í fjölmiðlanefnd, og gæti því ekki gefið ákveðnar upplýsingar um það kynningarstarf sem fyrirhugað væri á næstunni fyrr en stjórnin hefði ákveðið vetrarstarfið. Kjúklingabaka frá Wales Efni í brauðformið: 175 g smjörlíki 350 g hveili 3 mutskcíðar af köldu vatni. Efni í fyllinguna: 450 g soðinn niðurbry Ijaður kjúklingur eða unghæna ■ 450 g af blaðlauk (púrru) eða 3 mals. af saxaðri steinselju 225 g af lifrarkæfu 1/41 af kjúklingasoði (eða kjöttenings- soð) 25 g af smjörlíki 25 g hveiti 1 tesk. af þurrkaðri rosemary Svolítið salt og nýmalaður svartur pipar. 1 hrxrt cgg til að bera ofan á bökuna. Sigtiö fyrst hveitið í stóra skál. Skerið þá smjörlíki í litia bita og sctjið í skálina, og nuddið því saman Við hveitið, þar til það verður eins og brauömylsna. Bætið þá vatninu útí og hnoðið í fast og þétt deig. Berið hveiti á borðið og flctjið út 2/3 af deiginu svo það sé hæfilegt í form, sem er 20 sm í þvermál. Látið svo deigið vera á köiduin stað í að minnsta kosti 15 mínútur. Á meðan cr gott að útbúa fylling- una. Skerið lifrakæfuna í sneiðar, eða smyrjið henni þykkt á deigbotninn. Þvoið og sjóðið biaðlaukinn í saltvatni í um 5 mínútur. Hellið honum svo á sigti og látið kólan. Þegar þetta er orðið kalt, er það sett ofan á lifrakæfuna, (eða steinseljan er sett yfir ef hún er notuð). Þá skal búa sósu úr kjúkiingasoðinu. Hún er bökuð upp og hrært vel í, soðin í 2-3 mfn. Niðurskorinn kjúklingurinn er sett- ur í sósuna, sent á að vera þykk. Jafningurinn cr svo settur yfir það sent fyrir er í forminu. Þá er tekið það sem eftir er af deiginu og flatt út og sett sem lok yfir. Brúnirnar eru jafnaðar vel og reynt að klemma saman deigið. Afgangur af deiginu er notaður til skrauts. Hrært egg er boriö ofan á og síðan er formið sett í heitan ofn - 200 gráður á C í 30 mín, en svo er hitinn minnkaður í 180 og látið vera í ofninum upp undir klukkutíma. Gott er þó að fylgjast vcl með, svo þetta verði ekki ofbakað. ■ Á welsku heitir þessi kjúklingabaka „Pastai Flowlyn Cymreig“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.