Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 1
Getraunaleikurinn og íþróttir — sjá miðopnu TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 22. september. 215. tbl. - 66. árg idlf370Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392 Utgerðarmenn gengu að tilboði ríkisstjórnarinnar: STÖÐVUN FLOTANS AFLÉTT TIL AÐ FORÐA KLOFNINGI HJÁ LÍÚ — Fengu 4% viðbótar fiskverðshækkun eins og þeim hafði verið boðið ¦ Samninganefnd LÍÚ gekk í gær að tilboði ríkisstjómarinnar til iausnar vanda útgerðarinnar og aflétti nm leið stöðvun fiskveiðiflotans. Var þessi ákvörðun tekin til að forða frekari klofningi innan LÍÚ og eftir að nánari upplýsingar lágu fyrir um hvemig að framkvæmd ýmissa liða tillagna ríkis- stjómarinnar skyldi staðið. Jafhframt samþykkti ríkisstjómin á aukafundi að fiskverð skyldi hækkað um 4% til viðbótar þeim 16% sem samþykkt voro í yfimefnd. „Við tókum þessa ákvörðun vegna Sýnarannsóknin úr „Gull- skipinu": r „EITT SYNIÐ ER JÁKVÆTT þeirrar vissu að ríkisstjórnin myndi skömmu síðar lýsa yfir þeim hlutum sem við gætum sætt okkur við," sagði Vilhelm Þorsteinsson, varaformaður LÍÚ í samtali við Tímann. Vilhelm sagði að þetta mál hefði nú verið farsællega ti! lykta leitt og LÍÚ myndi jafnframt slá striki yfir það þó að einstakar útgerðir hefðu brotið í bága við ákvörðunina um stöðvun flotans. „Það verður enginn látinn eialda bess þó að hann hafi hlaupið út undan sér," sagði Vilhelm Þorsteinsson. Ákvörðun samninganefndar LÍÚ um að ganga að tilboði ríkisstjórnarinnar, var tekin eftir að útvegsmenn sáu að sjávarútvegsráðherra varð ekki haggað varðandi þá ákvörðun að engar viðræður myndu eiga sér stað fyrr en flotinn léti úr höfn. Eftir að tilraun útvegsmanna til að „pressa á" sjávar- útvegsráðherra með því að leka út villandi upplýsingum um viðræður þeirra sl. laugardag, mistókst, varð Ijóst að klofningur innan LÍÚ var óumflýjan- legur. Sáu forráðamenn LÍÚ þá sitt óvænna og hófu þá þegar óformlegar viðræður við sjávarútvegsráðherra, sem nú hafa orðið til þess að deilan er leyst í bili a.m.k. Þess má geta að sú 20% hækkun fiskverðs sem gilda mun frá 15. september s.l., er sama hækkun og útvegsmönnum var boðin í upphafi en þeir höfnuðu þá á þeirri forsendu að hún væri allt of lág. -ESE ¦ „Endanlegar niðurstöður úr sýna- rannsóknanum munu liggja fyrir alveg á næstunni en við höfum fengið vitneskju um að eitt sýnið sé mjög jákvætt" sagði Kristinn Guðbrandsson framkvæmda- stjóri Björgunar h.f. í samtali við Tímann en fyrir nokkrum vikum sendi Björgun utan sýni úr „GuUskipinu" svokallaða til aldursgreiningar og fóru sýiiin bæði til Hollands og Svíþjóðar. Kristinn sagði að ákvörðun um framhaldið í þessu máli mundi verða tekin er endanlegar niðurstöður úr rannsóknunum lægju fyrir en það væri þó Ijóst að uppgröftur mundi ekki fara í gang aftur fyrr en snemma á næsta ári. -FRI Aðsókn minnkar að félagsmið- stöðvum eftir opnun Villta tryllta Villa: ÖLVUÐUM KRÖKK- UM HLEYPT INN? ¦ „Ég vildi gjarna fá að hitta þann mann sem heldur því fram að unglingam- ir komist upp með að koma ölvaðir á Villtu tryllta Villa. Ég er alls ekki sáttur við þann áburð og vísa honum algerlega á bug," sagði Tómas Tómasson, eigandi unglingaskemmtistaðarins Villta tryllta Villa, þegar Tíminn bar undir hann fullyrðingu Skúla Jóhanns Bjömssonar, forstöðumanns Þróttheima um að ung- lingar sæktu Villta tryllta Villa, frekar en félagsmiðstöðvar borgarinnar vegna þess að þar væri hxgt að vera ölvaður. Tómas sagði, að mjóg strangt áfengis- bann væri á skemmtistaðnum. Leitað væri gaumgæfilega á óllum sem staðinn ¦ sæktu. „Það segir sína sögu að fjóra undanfarna föstudaga, höfum við aðeins fundið eina litla áfengisflösku, svona eins og seldar eru í flugvélum," sagði Tómas. f samtali við Tímann í gær, sagði Skúli Jóhann, forstöðumaður Þróttheima, að sér væri fullkunnugt að krökkum væri hleypt inn á Villta tryllta Villa undir áhrifum áfengis. -Sjó. Sjá nánar bls 3. Samúðarstund vegna atburðanna í Líbanon ¦ Stjórnmálaflokkarnir - Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur - gangast í dag fyrir suttri samúðarstund við Alþingishúsið og hefst hún kl. 17.15 stundvíslega. Biskupinn yfír lslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, flytur ávarp, og síðan verður þögn nokkrar mínútur til að láta í ljós samúð íslendinga vesna hinna hórmulegu atburða í Líbanon. Stjórn- málaflokkarnír hvetja fólk til þátttöku í þessari samúðarstund. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra kemur af aukafundi ríkisstjóroarinnar eftír að útgerðarmenn höfðu aflétt stöðvun fiskiskipaflotans. Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.