Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1982 3 fréttir Aðsókn minnkar að félagsmidstödvum eftir opnun Villta tryllta Villa: „DRUKKNUM UNGUNG- UM HLEYPT ÞAR INN’’ — segir Skúli Björnsson, forstöðumaður Þróttheima ■ „Það er eitt vandamál sem við, sem rekum þessar félagsmiðstöðvar, eigum við að glíma; krakkamir sækja alltaf í fjöldann. Þess vegna er aðsóknin að Hallærísplaninu eins og raun ber vitni,“ sagði Skúli Jóhann Bjömsson, forstöðu- maður Þróttheima, félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, í samtali við Tímann. Tíminn hafði af því spurnir að aðsókn að félagsmiðstöðvum borgarinnar hefði verið mjög léleg í sumar. Til dæmis hafi gestir í Þróttheimum verið innan við tíu þegar mest var á opnu húsi föstudaginn 3. september s.l. Skúli Jóhann kvað það rétt vera. En hefur opnun unglinga- skemmtistaðarins Villta tryllta Villa haft áhrif á aðsókn að félagsmiðstöðvunum? „Félagsmiðstöðvarnar eru einu stað- irnir sem krakkarnir sækja, þar sem strangt bann er við því að hafa áfengi um hönd. Villti tryllti Villi kom inn í dæmið seinni part sumars og því er ekki að neita að það gætti mikils spennings meðal krakkanna. Mér er fullkunnugt um það að þar er krökkum hleypt inn undir áhrifum áfengis, m.a.s. krökkum yngri en sextán ára. Ég fullyrði það að meiri hluti krakka á aldrinum 14 til 16 ára vill skemmta sér með áfengi og meðan við leyfum þeim ekki að hafa það um hönd í félagsmiðstöðvunum erum við í mjög erfiðri samkeppnisaðstöðu. ■ „Mér er fullkunnugt um að í Villta tryllta Villa er krökkum hleypt inn undir áhrifum áfengis, m.a.s. krökkum yngri en 16 ára,“ segir forstöðumaður Þróttheima. Með þessu er ég ekki að segja að við áfengi eða koma undir áhrifum á ekki verjandi að staðir sem reknir eru eigum að leyfa krökkunum að drekka skemmtunum hjá okkur. Mérfinnst það af borginni leyfi 13, 14 og 15 ára ■ Skúli Björnsson, forstöðumaður Þróttheima unglingum að drekka meðan þeir eru á stöðunum. Hins vegar er ég klár á því að ef við slökuðum á áfengisreglunum, fengjum við kjaftfullt hús eins og skot,“ sagði Skúli Jóhann. Það kom fram í viðtalinu við Skúla Jóhann, að aðsóknin að Þróttheimum hefði aukist mjög stðan skólar borgar- innar tóku til starfa í haust. Kvaðst hann búast við því að vetrarstarfið yrði eins og endranær með miklum blóma. - En væri þá ekki ráð að loka félagsmiðstöðvunum á sumrin? „Þeir einstaklingar sem virkilega hafa þörf fyrir félagsmiðstöðvarnar eru í mörgum tilfellum illa staddir félagslega. Þeir koma hingað margir til að fá stuðning og styrk frá starfsfólki og öðrum sem á staðnum eru. Þeirra vegna væri illa gert að loka. Hins vegar verður að líta á það að erfitt er að reka miðstöðvarnar á sumrin og þess vegna hefur verið stungið upp á því að loka í a.m.k. einn mánuð,“ sagði Skúli. - Sjó. Arabískir olíupeningar að baki danskrar skreiðarverksmiðju Dönsk inniþurrkuð skreið á Nígeríumarkaðinn ■ Danskir aðilar með fjármagn frá Saudi Arabíu að bakhjarli telja sig geta selt um 240 þúsund pakka af inniþurrk- aðrí skreið á markað í Nígeríu. Er nú verið að koma á fót skreiðarverksmiðju í Karup í Danmörku og er talið að framleiðsla geti hafíst 1. nóvember næst' komandi. Rætt er um að 35 tonn af skreið á Nígeríumarkað verði framleidd á dag í verksmiðjunni. Það er norska blaðið Fiskeribladet í Harstad sem greinir frá þessum áform- um Dana, en heimild norska blaðsins er Berlingske Tidene í Kaupmannahöfn. Samkvæmt upplýsingum BT er það olíufurstinn Gali Hamed A1 Harbi frá Saudi Arabíu sem stendur að baki hins danska fyrirtækis og er talið að olíupeningar hans greiði fyrir sölu á Nígeríumarkað. Greint er frá því að búið sé að reisa verksmiðjubygginguna, 2500 fermetra að flatarmáli, í Karup og Irmiþurrkun á skreið: að 30 manns eigi að vinna þar þegar verksmiðjan verði komin í fullan gang. Reiknað er með að gjaldeyristekjur Dana vegna verksmiðjunnar nemi ca. 150 milljónum dönskum krónum árlega, fyrstu rekstrarárin. Það er danskt fyrirtæki sem hefur hannað þurrkunar- kerfið fyrir skreiðarverksmiðjuna og er búist við því að farið verði að selja svipuð þurrkkerfi til annarra landa. Stórfrétt í Noregi Fiskeribladet greinir frá því að fréttin um dönsku verksmiðjuna hafi verkað eins og sprengja í Noregi, en hvorki Sjávarútvegsráðuneytinu þar né skreið- arframleiðendum hafi verið kunnugt um áform dönsku aðilanna eða að verið væri að byggja skreiðarverksmiðju í Dan- mörku. Tekið er fram að það magn sem Danir hyggjast framleiða fyrir Nígeríu markaðinn, nemi um helmingi þess sem Norðmenn hafa selt þangað undanfarin ár. Það kemur Norðmönnum óneitanlega nokkuð spánskt fyrir sjónir að Nígeríu- menn skuli hafa áhuga á inniþurrkaðri skreið, segir Fiskeribladet í frétt sinni. Blaðið vitnar í Olstad, forstjóra fyrir Samsölu fiskframleiðenda og segir hann að Nígeríumenn hafi alltaf látið þá skoðun í ljós við þá að þeir óskuðu ekki eftir „Gerviþurrkaðri" skreið. Þá eru Norðmenn einnig vantrúaðir á að Dönunum takist að útvega nægilegt hráefni, en hugmyndir Dana munu vera þær að kaupa smáfisk allt að tveim kílóum á mörkuðum í löndum Efnahags- bandalagsins. - ESE Nr. 58 - 37. áre- Harstad fredag 10. september 1982 las.ale kr. 1.75 ÁLESUND, KRISTIANSUNO N. R0RVIK. SANONESSJOEN AM konlorar . TW^jr adr SMkMra Oljesjeik slar seg pa terrfisk i Danmark: - Daglig eksport pá 35 tonn til Nigeria K + benhavn ,prlvat tll Fitlceri• bladet: Saudi-arabiuke oljepenger er inveutert l en ng fabrlkk for produk• •Jon av torrfitk < Karup i Danmark. Produktjonen er planlagi á komme ig**g I. november < ár der det dagllg •kal produteret 35 tonn torrfitk for ekaport tlI IMigeria. Uovedaktjonœr < •eltkapet MeGeDa er tjeik Gall Ha• med Al Harb< iom er medeier av iatand Inveatment Company og The Gulf, Sveitt. Over tU 3. tide Q „TÆKNILEGA MOGULEGT” segir Ríkharð Jónsson, framkvæmdastjóri Kirkjusands hf. ■ - Ég hef ekki heyrt talað um þetta ákveðna danska fyrirtæki, en mér er kunnugt um að aðilar á Norðurlöndum hafa reynt inniþurrkun fyrr með ákaf- lega slæmum árangrí, sagði Ríkharð Jónsson, formaður Skreiðardeildar, Fél- ags Sambandsfískframleiðenda og fram- kvæmdastjóri Kirkjusands hf. í samtali við Tímann er fréttin um dönsku skreiðarverksmiðjuna var borin undir hann. Ríkharð sagði að tæknilega væri mögulegt að þurrka fisk, sérstaklega smáan fisk, í þar til gerðum þurrkklef- um, en menn t.a.m. hérlendis hefðu helst ekki viljað ganga lengra en að taka upp hálfþurrkun, þ.e. að hengja fiskinn fyrst úti, en Ijúka síðan við þurrkunina innanhúss. - Við voru að hugleiða þessi mál hér hjá Kirkjusandi hf., og ég fór m.a. til Noregs til að kynna mér möguleikana á inniþurrkun. Þar var mér sagt að enginn grundvöllur væri fyrir slíkt, sagði Ríkharð Jónsson. - ESE Þrettán nýjar sölur heimil- adar erlendis ■ Þrettán umsóknir um leyfi til handa fiskiskipum um að selja afla crlendis, voru afgrciddar í viðskipta- ráðuneytinu ( gær. Söiur þessar eiga að fara fram á tímabilinu 27.-29. september í Englandi og Þýskalandi. Skipin sem selja afla í Englandi eru þessi: Brimnes, Súlan EA, Albert Ólafsson KE, Gullberg VE, Vörður ÞH og Ólafur Magnússon EA. í Þýskalandi selja Seley SU, Þorsteinn GK, Sigurborg AK, Sigurey BA, Ögri RE, Már SH og Snæfugl SU. Að sögn Jóhönnu Hauksdóttir, fulltrúa hjá LÍÚ hefur meðalverð fyrir aflann í Englandi verið með hærra móti að undanförnu og verðið í Þýskalandi sambærilegt við það sem áður hcfur verið. - ESE Ríkisstjórn íslands for- dæmir fjölda- morðin í Beirút ■ ' „Ríkisstjórn íslands fordæmir harðlega þau fjöldamorð, sem áttu sér stað í flóttamannabúðum í Beirút í síðastliðinni viku og lýsir viðbjóði á ! slíkum ódæðisverkum,".segir í ályktun ríkisstjómarinnar frá í gær, en ályktun þessi var gerð að tillögu utanríkisráð- hcrra. Þar segir jafnframt: „Jafnframt leggur ríkisstjórnin ríka áherslu á, að allt verði gert, sem unnt er til að koma í veg fyrir, að slík illvirki endurtaki sig.“ Þá hefur flokksstjórn Alþýðuflokks- ins fordæmt verknaðinn og þá sem að honum stóðu, um leið og hún lýsir hryggð sinniogsamúðvegnaverknað- arins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.