Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1982 PyCCKHH 5I3bIK Russnesku- námskeið MÍR Kennsla hefst í byrjenda- og framhaldsflokkum síðar í mánuðinum. Kynningarfundur í MÍR- salnum, Lindargötu 48,2. hæð, fimmtudaginn 23. sept. kl. 20.30. Upplýsingar og innritun þar alla daga kl. 17-19, sími 17928. MÍR Útboð Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum í eftirtalda verkþætti í 17 fjölbýlishús á Eiðsgranda 1. Útihurðir 2. Innihurðir 3. Fataskápar 4. Eldhúsinnréttingar. 5. Sólbekkir 6. Stálhurðir A-60 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30 gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 6. okt. kl.15.00 að Hótel Esju 2. hæð. Stjórn Verkamannabústaða. Miðaldra menn hættulegir unglingsstúlkum á Hallærisplaninu: „EKKI HEYRT ÞENNAN STERKA ORfiRÓM” — segir varöstjóri Miðbæjarlögreglunnar ■ „Við hér í Miðbæjarlögreglunni hittum mikið af ágætu ungu fólki hér um helgar, sem leitar þá gjarnan til okkar eftir aðstoð um heimskeyrslu og slíkt, og satt að segja þá heyrum við aldrei af því að menn sem aka um Miðbæinn bjóði ungum stúlkum far heim og geri síðan tilraun til að nauðga þeim,“ sagði Þorsteinn Alfreðsson, varðstjóri hjá Miðbæjarlögreglunni aðspurður í viðtali við Tímann. „Ég hef ekki heldur heyrt að það sé sterkur orðrómur um þetta og ekki heyrt lögreglumenn hér sem eru úti á götunni um helgar minnast á neitt slíkt. Ég man ekki eftir að neitt mál hafi komið til mín í þessum dúr,“ sagði Þorsteinn. - AB hættulegir unglings- stúlkuni á Hallæris- planinu: „Það cru margir scm viu al þvi aA rtmcnn rcyiu að mnnnu unglmgv alkur tcm cru vcgaUuur niðri i illxritplani. eflir að umntagnar cru ntir að ganga. Þcir bjðða uúlkunum p f bila u'na og rcyna að nauðga þcim. ig teil ckki htcrtu mikið hefur tcrið i nauðganir.- ugði Edda Öfafulóibr. i Úlúkild FiUgunilaslofnunar f kali tið Tfmann. cn f gxrmorgun V EJ0ÐA STULKUM FAR 0G Irevna AD NAUDGA HUHl Alvarlegt ástand, sem rætt var í félagsmálarádi borgarinnar í gæi 71 mxln Edda i fundi KUguniUriðt Rc>k|atikurboigar. wm þi f)alUði um „malcfm unglmgulúlkna i llalUcnv plani- f annað únn. Af viðiolum Timant við Eddu ÖlaftdiSiiur. ivo og Guðrúnu Jdntdóll- ur. borgarfulitrúa. tcm lók milið upp I filagtmilariði. og Gcrði Slcinþóndólt- ur. borgarfulllrúa. scm cinnig úlur I UUgsmiUriði. mi riða. að hCr cr um mjóg altarlcgi og uðunlyggikgl alhaf karlmanna að r*ða. scm mitnoia unglingsslúlkur. mitþyrma þcim og nauðga. og svo tirðisi scm þclU aihxfi tc tiður cn tto sjaklgarfi. I tiðiölunum tið ofangrcindi aðiU kom fram, að crfin cr um tik að sanna nokkuð f þessu cfni, þti milið cr mjóg viðktxmi - siúlkumar i lcnda I þcsuri ömurkgu lifsreyntlu tkammatt ún. finnsi þrtr hafa tcnð ruðurtegðar. hafa cf til vill vehð i MallxnspUmnu in þcts að forcldrar þcirra hafr haft titncskju um það og jafnvcl bragðað ifcngi. Allr þclla og dcira lil gcrir það að tcrkum, að þvf cr viðmxlcndur T Imans lúldu. að tlúlkurn ar kjósa að rzða þciu ckki tið forddra tlna cða logrcglu. hddur cinungts RannsóknarlogrcgUn hcfur ckki h| ncrnar tpurnir af þti að orðrómur ui ofangrtinl athxfi karUnna gcngi fjollur um harrra hir f Rcykjavfk og að þvf c Arnar Guðmundsson hji RLR sagði þ hafa RLR cngar karrur borisl vcgn Sjá nánar bls. 5. Strætisvagnar látnir aka fram eftir nóttu? ■ „Það eina sem ég get sagt um þetta á þessu stigi, er að það á að fara fram lausleg könnun á því hvað það myndi kosta að láta strætisvagna á ákveðnum leiðum aka fram eftir nóttu, um helgar,“ sagði Skúli Halldórsson, skrifstofustjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur í viðtali við Tímann. Tíminn greindi frá, að menn sem væru á ferli á einkabílum sínum síðla nætur um helgar, reyndu að misnota unglings- stúlkur sem þar væru vegalausar, með því að bjóðast til þess að aka þeim heim og reyna síðan að nauðga þeim. Félagsmálaráð Reykjavíkur hefur á tveimur síðustu fundum sínum fjallað um „málefni unglingsstúlkna á Hallæris- plani“ og þar kom m.a. fram sá möguleiki að fá strætisvagnana til þess að keyra fram eftir nóttu úr miðbænum og út í hverfin, til þess að draga úr því að unglingar þyrftu að húkka sér far heim. - AB ■ Fulltrúar Iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri á fundinum í London. F.v. Þorsteinn Gunnarsson, Þórður Valdimarsson, Sigurður Arnórsson og Skarphéðinn Gunnarsson. Þess má geta að fulltrúarnir Ilugu beint frá Akureyri tU London með Mitsubitshi-skrúfuþotu Flugfélags Norðuriands. Islenskar ullarvörur á tískuvörumarkaðinn Ullaridnaður Sambandsins bregst við markaðserfiðleikum og breyttum kröfum ■ - Við sóttum verulega á hvað varðar sölu ullarvara í Frakklandi og Ítalíu á síðasta ári og það eru því bundnar miklar vonir við að áframhald verði á þessari þróun, segir Sigurður Arnórs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Iðnað- ardeildar Sambandsins í samtali við Tímann, en nokkur tímamót eru nú í sögu ullariðnaðar fyrirtækisins. Mikil áhersla er lögð á að komast inn á tískuvörumarkaðinn erlendis með ís- lenskar ullarvörur og er Sigurður nýkominn af fundi í London með umboðsmönnum Sambandsins erlendis. - Þessi fundur var haldinn með umboðsmönnum frá 10 markaðssvæð- um, Kanada, Englandi, Svíþjóð, Hol- landi, Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Þýska- landi og Japan og voru umboðsmönnun- um kynntar flíkur sem sérstaklega voru hannaðar fyrir fundinn með frekari sölu erlendis í huga. Við fórum utan með um 260 flíkur, allt frá peysum upp í kápur, en allar þessar flíkur áttu það sameigin- legt að litauðgin hefur líklega aldrei verið meiri og það sama á einnig við um fjölbreytnina, sagði Sigurður. Umboðsmönnunum voru sýndar þess- ar vörur og sagði Sigurður að það næsta sem gerðist væri að þeim yrði send sérstök sölumannasýnishorn sem þeir færu síðan með til sinna kaupenda. Viðbrögð við þessum nýju vörum ættu að liggja fyrir í síðasta lagi í janúar nk. og þá væri fyrst hægt að segja til um árangur þess starfs sem unnið hefur veirð hjá Iðnaðardeildinni að undan- förnu. í samtalinu við Sigurð kom fram að Kanada er nú stærsti markaðurinn fyrir ullarvörumar erlendis og á það bæði við um handprjónagarn og fatnað. Önnur lönd koma þó stöðugt meira og meira inn í myndina og sérstaklega væri árangur sá sem náðst hefði í Frakklandi og á ftalíu ánægjulegur. Þeir sem fór- frá Iðnaðardeild Sam- bandsins á umboðsmannafundinn í London voru Sigurður Arnórsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar, Þórður Valdimarsson, markaðs- stjóri. Ármann Sverrisson og Skarphéð- inn Gunnarsson markaðsfulltrúar, Þor- steinn Gunnarsson, hönnuður, og Bene- dikt Guðmundsson, deildarstjóri. Um- boðsmaður ullariðnaðar Sambandsins í Englandi hafði veg og vanda af undirbúningi, ásamt skrifstofu Sam- bandsins í London og viðskiptafulltrúan- um við sendiráð íslands, Stefáni Gunn- laussyni. Veitti viðskiptafulltrúinn marg- víslega aðstoð og hélt auk þess boð inni fyrir»þátttakendurnir á einu máli um það hversu mikilvægt væri að hafa viðskipta- fulltrúa við sendiráð íslands erlendis. - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.