Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.09.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1982 fréttir Seiðatalning Hafrannsóknastofnunarinnar: KVfDVÆNLEGAR NIÐURSTðBUR ■ Höskuldur Ottó Guðmundsson. „Þetta eru gamaldags Ijóð sem f jalla um hitt og armað” ■ „Ég hef fengist við að setja saman ljóð síðan ég var um tvítugt. Fæst ljóðanna hef ég geymt, ég hef annaðhvort hent handritunum í ruslakörfuna eða glatað þeim, en þó á ég nokkur eftir sem dugðu til að setja á bók,“ segir Höskuldur Ottó Guðmundsson, sjötíu og tveggja ára gamall maður, ef nýlega gaf út ljóðabókina „Stefjaþankar.“ Bókin er 108 blaðsíður og öll ljóðin eru eftir Höskuld Ottó. Höskuldur sagði, að flest ljóðin miðuðu að æskuslóðunum, en hann bjó fyrstu 35 ár ævi sinnar á Breiðdal. „Þetta eru gamaldags ljóð sem fjalla um hitt og annað, ástarljóð, erfiljóð, grínkvæði, stökur og allt mögulegt," sagði Höskuldur. - Sjó. Athugasemd ■ í tilefni greinar, sem birtist í Helgar-pakkanum sl. föstudag um veitingahúsið Lækjarbrekku skal eftirfarandi upplýst vegna rang- túlkunar blaðamanns um starfskipt- ingu þar. Rétt er að eigandi Lækjarbrekku er Kolbrún Jóhannesdóttir og fjöl- skylda og að fjölskyldan vinni saman að rekstri hússins. Ranghermt er hins vegar um hlutverk eigenda. Linda er nemi í framreiðslu og Guðmundur Vignir matreiðslunemi. Á Lækjarbrekku starfa um 30 manns á vöktum, enda á boðstóium fjölbreyttar veitingar frá kl. 08:30- 23:30 alla daga og þjónað til borðs. Yfirmatreiðslumaður er Walter Ketel og yfirþjónar þeir Gunnar Haraldsson og Ólafur Sveinsson. f.h. Lækjarbrekku h/f Snorri Sigurjónsson ■ Niðurstöður seiðatalningar Haf- rannsóknastofnunar á dögunum hafa vakið ugg í brjósti manna og sérstaklega eru niðurstöðurnar kvíðvænlegar fyrir hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Sam- kvæmt niðurstöðunum verður 1982 - ■ - Árgangar undanfarinna ára hafa alltaf verið mjög misjafnir en það er vissulega áhyggjuefni ef árgangarnir eru lélegir. Sérstaklega virðist þetta vera alvarlegt nú þar sem ekki er vitað um neina sterka árganga í uppvexti, sagði Árni Benediktsson, formaður stjórnar Sambandsfrystihúsanna. Árni sagði að síðasti sterki þorskár- gangurinn væri ’76 árgangurinn sem hefði verið mjög sterkur og sem betur ■ - Þetta er náttúrlega stórmál sem þarf enn frekari ranrisókna við, sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Guðmundur sagði að það segði sig sjálft að ef sjór færi kólnandi við landið þá þýddi það að seiðum færi fækkandi. En slíkum niðurstöðum hefði hann ekki órað fyrir. ■ - Þetta eru ákaflega alvarlegar fréttir og alvarlegast hve lítið af loðnunni hefur hrygnt, sagði Steingrím- ur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra. Steingrímur sagði það Ijóst af niður- stöðum Hafrannsóknastofnunarinnar að framganga seiðanna eftir hrygninu r hefði verið slæm og mikill hluti þeirra farist í köldum sjó. Útlitið framundan væri þess vegna ekki bjart og Steingrím- ur sagðist alveg gera sér grein fyrir að ef afli brygðist einnig næstu ár, þá væri tímabært að taka sjávarútvegsmálin til árangurinn af þorski og ýsu mjög Iélegur og ástand annarra nytjastofna virðist einnig vera mjög ískyggilegt. Þá hefur komið í Ijós að aðeins um þriðjungur af þeirri loðnu sem talið var að myndi hrygna í ár, hefur hrygnt. fer myndi hann veiðast eitthvað áfram. En hvað tæki við þegar þennan árgang þryti væri ekki gott að segja, sagði Árni Benediktsson. Að sögn Árna hefur Hafrannsóknar- stofnunin sem betur fer yfirleitt verið frekar svartsýn í spám sínum og aðrar betri spár til að fara eftir væru ekki tiltækar, a.m.k. ekki enn sem komið væri. - Ég tel bráðnauðsynlegt að það verði farinn annar leiðangur og þessar athuganir gerðar upp á nýtt. Ef niðurstöðurnar verða hinar sömu þá sér það hver maður að ný fiskveiðistefna er aðkallandi. Það er fyrirsjáanlegt að ef flotinn er alltof stór og ef afli bregst aftur á næstu árum. Guð hjálpi okkur þá, sagði Guðmundur Hallvarðsson. - ESE rækilegrar endurskoðunar. Varðandi það atriði hvort niðurstöð- um Hafrannsóknastofnunarinnar væri treystandi og hvort ástæða væri til að gera út annan leiðangur, sagði Stein- grímur að hann teldi það vafasamt. Það hefði komið í Ijós að seiðatalningar undanfarinna ára hefðu í veigamestu atriðum staðist og auk þess tók Steingrímur fram að ekki væri völ á betri rannsóknum en þeim sem Hafrannsókn- astofnunin framkvæmdi. í ljósi af niðurstöðum athugana Hafrannsóknastofnunarinnar ræddi Tíminn við hagsmunaaðila í sjávarút- vegi, þá Árna Benediktsson, formann stjórnar Sambandsfrystihúsanna og Guðmund Hallvarðsson, formann Sjó- mannafélags Reykjavíkur og varafor- seta Sjómannasambandsins. Auk þess var rætt við Steingrím Hermannsson, sjávarútvegsráðherra. Voru þeirspurðir álits á niðurstöðunum og fara 'vör beirra hér á eftir. - ESE - ESE Unglingaheimili ríkisins 10 ára í því tilefni verðum við með opið hús að Kópavogsbraut 17. sunnudaginn 26. september milli kl. 13-17. Veitt verður kaffi og starf heimilisins kynnt. Allir velkomnir, velunnarar og vandamenn. Heimilisfólk Sendill Iðnaðarráðuneytið óskar að ráða sendil til starfa hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli. STÁL-ORKA SIJIHJ- 0« VIIHiKltMUOKIJSTAK KJARRHÓIMAIO 200- KOfAVOGI SÍMI 40*10 Leigufyrirtæki Höfðar þjónusta okkar til þfn? Veltu því fyrir þér. Við höfum yfir að ráða þjónustubifreiö m/öllum bún- aöi, sem viö getum sent hvert á land sem er ásamt starfsmönnum. Er fyrirtækiö þitt yfirhlaöiö verkefn- um? Hefur þú oröiö aö vísa frá þér verkefnum vegna mannaleysis? Ef svo er, haföu þá samband viö okkur og viö veitum þér tímabundna aöstoö. Athugaðu þaöl! Til sölu Subaru Pickup árgerð 1982. Verður til sýnis og sölu hjá Ingvari Helgasyni - sýningarsal. Sc lega alvarleg t” segir Árni Benediktsson, formaður stjórnar Sambandsfrystihúsanna - ESE Ef afli bregst á næstu árum: „GUÐ HJÁLPI OKKUR ÞÁ” segir Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur „Endurskoðunar getur verið þörf” segir Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.