Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 1
ístendingaþættir tileirtkaðir dr. Kristjáni Eldjárn: TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 23. september 1982 216. tbl. - 66. árg. Grindavfk: > Ný kirkja vígdá sunnudag - bls. 6 WM ¦¦¦¦ f Fjorar góðar - bls. 10 Jesse James - bls. 23 Erfa háifa Evrópu - bls. 2 ^avík-RitetiórnSWOO - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldslmar 86387 og-«6392 Flugumferdarstjórar óánægdir með að allir nemarnir skuli ráðnir: MÓTMÆLA RAÐNINGUNUM OG HÓTA STJÓRNVÖLDUM TT ¦ Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur ákveðið frá og með deginum í ' dag að setja bami við keunslu nema við flugumferðarstjórn. Eru þetta mótmæli félagsins við þeirri ákvörðun stjómvalda að ráða til starfa alla tólf flugumferðarstjóranemana, sem voru við nám í Bretlandi sl. vor. Sjö þeirra hafa veríð ráðnir á Keflavtkurflugvöll en fimm á Reykjavíkurflugvöll. Var stjórnvöldum tilkynnt um þessi viðbrögð síðdegis í gær. „Það hefur ekki verið sannað að Harafdur Ólafssori hafi breytt próf- skírteini sínu, og á meðan að menn eru ekki sannir að sök, þá er það venjan að minnsta kosti í réttarríki, að þeir séu taldir saklausir," sagði Helgi Ágústsson, deildarstjóriVarnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins er Tíminn spurði hann hvort mótmæli og hótanir stjórnar Félags íslenskra fiugumferðarstjóra myndu engin áhrit hafa á ráðningu Haraldar Ólafssonar, eins nemans, en stjórnin hefur mótmælt ráðningu hans. „Ég vil einnig benda á," sagði Helgi, „að það er almenn lagaleg og siðferðisleg skylda, að víkja ekki nemum frá, á meðan þeir hafa staðist öll sín próf." Tíminn hafði einnig samband við Elías Gissurarson, formann Félags íslenskra flugumferðarstjóra, en hann vildi að svo komnu ekki tjá sig um rnálið. Upphaflega stóð til að ráða aðeins 10 nema til starfa, og þá var meiningin að ráða þá 10 sem höfðu staðið sig best. Tíminn spurði Helga að því hvort fjölgað hefði verið stöðugildum í Keflavík: „Það er ekki um fjölgun stöðugilda að ræða, heldur höfum við fengið heimild frá fjárlaga- og hag- sýslustofnun til þess að þessir nemar fái að halda áfram námi sínu, enda hafa þeir ekki fallið á prófum. Ennfremur hafa flugumferðarstjórar í Keflavík komið fram með þá kröfu að það væru fimm og fjórir á vakt suður frá, en ekki fimm og þrír, eins og áður var gert ráð fyrir, þannig að þörfin hefur aukist." Haukur Hauksson hjá Flugmála- stjórn tjáði Tímanum að ráðnir hefðu verið fleiri nemar en til stó'ðvegna aðflugsradarins í Keflavík, en hann yrði mannaður flugumferðarstjórum úr Reykjavík. -AB *> J0& >r :-^f^:,:-.:í t^: /t A' i-\ VJ I jiÁJ ^ ¦ Mikill fjöldi fólks tók þátt í samóðarstund þeirri sem stjómmálaBokkarair boðuðu til á Aasturvelli vegna fjölaamorðanna í Líbanon. Biaknpinn yflr Idandi berra Péhur SigargeirtMn hélt ræðu á hindinum og í máli hans kom ui.a. fram að nú bærust kveinstafir af völdmn morðingja fri hinu fagra landi Líbanon. Ógn og skeHngu (tafaði frð ísraelsmönnnm sem áður hefðu átt í vök að verjast og eina lausnin á vandamálum Palestínumanna væri sú að þessar þjóðir Tengju að lifa saman ¦' sitt oe samlyndi. Að lokinni ræðu biskupsins sameinuðust viðstaddir í tveggja minútna þðgn og bæn. ~ TTmamynd: Ella ÚTFÖR KRISTJÁNS FER FRAM í - f rá Dómkirkjunni í Reykjavík ¦ Utför dr. Kristjáns Eldjáms, fyrrum forseta Islands, verður gerð frá Dómkirkjunni ¦ Rcykjavík ¦' dag klukkan 14.00. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, jarðsyngur og séra Þórir Stephensen, Dóm- kirkjuprestur, flytur ritningarorð. Fyrir athöfnina mun Lúðrasveit Reykjavíkur flytja sorgarlög við Dómkirkjuna. Lögreglumenn og skátar munu standa heiðursvörð. Meðan jarðneskar leifar forsetans fyrrverandi verða bornar úr kirkjunni í bíl, mun Lúðrasveit Reykjavíkur Ieika þjóðsönginn. Dr. Kristján Eldjárn verður jarðsettur í Fossvogskirkjugarði. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.