Tíminn - 23.09.1982, Side 1

Tíminn - 23.09.1982, Side 1
íslendingaþættir tileinkaðir dr. Kristjáni Eldjárn: ___ ________ ^ o .: ______2_____________ TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 23. september 1982 216. tbl. - 66. árg. Grindavfk: Ný kirkja vígd á sunnudag - bls. 6 Fjórar góðar - bls. 10 Jesse James - bls. 23 Erfa hálfa Evrópu - bls. 2 Flugumferdarstjórar óánægdir með að allir nemarnir skuli ráönir: MÓTMÆLA RAÐNINGUNUM OG HÚTA STJÓRNVÖUIUM ■ Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur ákveðið frá og með deginum í dag að setja bann við kennslu nema við flugumferðarstjóm. Era þetta mótmæli félagsins við þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráða til starfa alla tólf flugumferðarstjóranemana, sem voru við nám í Bretlandi sl. vor. Sjö þeirra hafa verið ráðnir á Keflavíkurflugvöll en fimm á Reykjavíkurflugvöll. Var stjóravöldum tilkynnt um þessi viðbrögð síðdegis í gær. „Það hefur ekki verið sannað að Haraldur ÓlafssoTi hafi breytt próf- skírteini sínu, og á meðan að menn eru ekki sannir að sök, þá er það venjan að minnsta kosti í réttarríki, að þeir séu taldir saklausir,“ sagði Helgi Ágústsson, deildarstjóriVarnarmála- deildar utanríkisráðuneytisins er Tíminn spurði hann hvort mótmæli og hótanir stjórnar Félags íslenskra flugumferðarstjóra myndu engin áhrif hafa á ráðningu Haraldar Ólafssonar, eins nemans, en stjórnin hefur mótmælt ráðningu hans. „Ég vil einnig benda á,“ sagði Helgi, „að það er almenn lagaleg og siðferðisleg skylda, að víkja ekki nemum frá, á meðan þeir hafa staðist öll sín próf.“ Tíminn hafði einnig samband við Elías Gissurarson, formann Félags íslenskra flugumferðarstjóra, en hann vildi að svo komnu ekki tjá sig um málið. Upphaflega stóð til að ráða aðeins 10 nema til starfa, og þá var meiningin að ráða þá 10 sem höfðu staðið sig best. Tíminn spurði Helga að því hvort fjölgað hefði verið stöðugildum í Keflavík: „Það er ekki um fjölgun stöðugilda að ræða, heldur höfum við fengið heimild frá fjárlaga- og hag- sýslustofnun til þess að þessir nemar fái að halda áfram námi sínu, enda hafa þeir ekki fallið á prófum. Ennfremur hafa flugumferðarstjórar í Keflavík komið fram með þá kröfu að það væru fimm og fjórir á vakt suður frá, en ekki fimm og þrír, eins og áður var gert ráð fyrir, þannig að þörfin hefur aukist." Haukur Hauksson hjá Flugmála- stjórn tjáði Tímanum að ráðnir hefðu verið fleiri nemar en til stó'ðvegna aðflugsradarins í Keflavík, en hann yrði mannaður flugumferðarstjórum úr Reykjavík. - AB ■ Mildll fjöldi fólks tók þátt í samúðarstund þeirri sem stjóramálaflokkamir boðuðu til á Austurvelli vegna fjöldamorðanna í Libanon. Biskupinn yfir Isiandi herra Pétur Sigurgeirsson hélt ræðu á fúndinum og í máli hans kom m.a. fram að nú bærust kveinstafir af völdum morðingja frá hinu fagra landi Líbanon. Ógn og skelfingu stafaði frn Ísraelsmönnum sem áður hefðu átt í vök að verjast og eina lausnin á vandamálum Palesfínumanna væri sú að þessar þjóðir fengju að lifa saman í sátt og samlyndi. Að lokinni ræðu biskupsins sameinuðust viðstaddir í tveggja mínútna þögn og bæn. TTmamynd' Ella Utför kristjAns FER FRAM í....................... - frá Dómkirkjunni í Reykjavík Utför dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum forseta lslands, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag klukkan 14.00. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, jarðsyngur og séra Þórir Stephensen, Dóm- kirkjuprestur, flytur ritningarorð. Fyrir athöfnina mun Lúðrasveit Reykjavíkur flytja sorgarlög við Dómkirkjuna. Lögreglumenn og skátar munu standa heiðursvörð. Meðan jarðneskar leifar forsetans fyrrverandi verða bornar úr kirkjunni í bíl, mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika þjóðsönginn. Dr. Kristján Eldjárn verður jarðsettur í Fossvogskirkjugarði. -Sjó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.