Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 2
FIMMT.UDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 ■ Framtið Noregs hvflir a hans herðum. Hakon prins er einka erfíngi föður síns, Haraldar krónprins. Móðir hans, Sonja, og systir, Mártha Louise, hafa ekki erfðarétt. börn erfingjar hálfrar Evrópu ■ Hans bíður skattaparadís. Alois von Liecht- enstein er 14 ára sonarsonur nú- verandi fursta í smáríkinu. Hann verður að leggja stund á nám í bankastarfsemi áður en hann tekur við stjóm- artaumunum. ■ Það er ekki auðvelt viðfangs efn'i sem bíður Felipe krónprins Spánar, sem nú er 14 ára. H ann þykir standa vel í stykkinu, en samt sem áður má búast við, að hann sitji ekki hægum sessi í hásætinu, þegar þar að kemur. ■ William prins af Wales er ekki nema þriggja mánaða gamall. Hér er hann á armi föður síns, en sá tími mun koma, að hann fetar í fótspor föður síns sem konungur Stóra-Bretlands og Norður-írlands. ■ Ungi flugmaðurinn, sem Baldvin Iiclgíukonungur er hér að sæma orðu, er erfingi hásæt- isins í Belgíu. Þar sem Baldvin konungur er barnlaus, er það bróðursonur hans, Philippc Leo- pold, sem mun taka við konung- dómnum. ■ í stórhertogadæminu Lúxemborg er 11 mánaða gamall snáði, Guillaume, sallarólegur, þó að hann eigi eftir að erfa ríkið einhvern tíma. Nú er það aflhans, sem ber hertogatitilinn, síðan tekur faðir hans, Henrí við og þá kemur röðin að honum. Þess verður vonandi langt að bíða og enn er hann áhyggjulaus í fangi móður sinnar, Mariu Teresu. •Hi Erflngi danska konungdæmisins er 14 ára gamall. Friðrik krónpríns, ásamt foreldrum sínum, Margréti drottningu og Hinrik prínsi, og yngri bróður, Joachim, á svölum Amalienborg- arhallar. ■ Krónprínsessa Svía, hin 5 ára gamla Victoria, er tilneydd að taka við krúnunni af föður sínum, þó að hún sýni lítinn áhuga á því verkefni, enn sem komið er. Henni fínnst það híutskipti, sem málulegt værí að bróðir hennar sæti uppi með. ■ Líklega verður Willem Alexander, krónprins Hol- lands, ríkastur erfingjanna. Móðir hans, Beatrix drottning, arflciðir hann ekki aðeins að konungdæminu, heldur einnig auðæfum, sem metin eru á milljarða í hvaða mynt sem er. Prinsinn er 15 ára. <Hi Hér dansar Albert prins af Món- akó í örmum móður sinnar, hinnar fögru Grace. Þó að ríkið sem hann kemur til með að erfa, sé ekki stórt, er það samt auðugt og heldur áfram að vera það svo lengi, sem auðkýflngar venja þangað komur sínar til að verja frítímum sínum í spilavítum og við aðrar skemmtanir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.