Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 Útgetandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gísiason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Atgrelðslustjórl: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæiand Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Olafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Eirfkur St. Eirfksson, Frlðrfk Indrlðason, Helður Helgadóttlr, Slgurður Helgason (fþróttlr), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skafti Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. LJósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Águstsson, Elfn Eilertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Kristfn Þorbjarnardóttlr, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reýkjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfmi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskritt á mánuöi: kr. 130.00. Setning: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Kristján Eldjárn ■ Þegar Kristján Eldjárn gaf kost á sér til forsetaframboðs 1968 var sýnt að engum dugði að etja kappi við hann á þeim vettvangi. Hann hafði þá þegar unnið sér traust og virðingu þjóðarinnar sem fræðimaður og fyrirlesari og þótt hann hafi ekki tekið beinan þátt í þjóðmálabaráttu var einsýnt að landsmenn trúðu og treystu því að Kristján væri manna hæfastur til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. Hann var kjörinn með miklum meirihluta atkvæða. Kristján sýndi að hann var traustsins verður og var embættisferill hans allur með þeim glæsibrag að vegur hans jókst í huga þjóðarinnar með hverju ári. í grein sem Ölafur Jóhannesson utanríkisráðherra skrifar um Kristján látinn segir: „Kristján varð forseti, þjóðhöfðingi íslands 1968. Það er vissulega löng leið úr Svarfaðardal upp í þjóðhöfðingjasæti. Þegar slík framvindaá sér stað er hún alltaf eins og brot úr ævintýri. En Kristján var stofn af sterkri rót. Hvar sem hann fór og hvenær sem vár, bar hann því vitni, að hann var af góðu bergi brotinn. Kristján Eldjárn var oddviti þjóðarinnar um tólf ára skeið, eins konar sameiningartákn hennar. Tólf ár eru ekki langur tími í sögu þjóðar, en mér er nær að halda að það sé nokkuð löng vist á forsetastóli. Það er varla að skapi Kristjáns Eldjárn, að farið sé með langa lofrollu á kveðjustund. En ég held, að ekki sé ofmælt, að hann hafi reynst farsæll forseti. Ég kynntist því nokkuð hverja alúð hann lagði við störf sín, stór og smá. Forsetaembættið er sérstaks eðlis, utan og ofan við hið venjulega embættismannakerfi. Það er vandmpðfarið og á við litlar hefðir að styðjast hér á landi. Á slíkum tignarstóli gerir varla nokkur maður svo öllum líki. En ég hygg að það sé almannarómur, að þar hafi Kristjáni Eldjárn tekist að sigla milli skers og báru. Hann var hann sjálfur, jafnt eftir að hann settist á forsetastól. Mér virtist hann jafneðlilegur og sjálfum sér líkur, hvort sem hann var gestur á bóndabæ eða í konungsboði. Öll forsetastörf sín vann hann af látleysi og hófsemi en þó með þeim virðuleik og þeirri reisn sem forsetaembættinu hæfir.“ Kristján Eldjárn var virtur fræðimaður og meðferð hans á íslenskri tungu í ræðu og riti sú, að menn létu ógjarnan fram hjá sér fara það er Kristján hafði fram að færa. Hugsun hans var skýr og framsetning með þeim hætti að hann náði athygli allra. Þór Magnússon þjóðminjavörður segir um vísindamanninn Kristján Eldjárn: „Rit hans, stór og smá, urðu með ólíkindum fjölbreytt. Áhugi hans á menningarsögu var svo víðfeðmur, að honum voru öll svið hennar innan seilingar. Sama var hvort hann ritaði um örnefni og örnefnasöfnun, hús og híbýli landsmanna í fornöld eða á síðari tímum, grafir fornmanna eða biskupa miðalda, hagleiksverk útskurðarmanna eða málara, heimildagildi fornra frásagna, gamla atvinnuhætti eða gamla verkmenningu liðinna kynslóða, rústir og jarðfastar minjar, bókmenntir skáldverk og kveðskap. Þekkingin var ótrúlega yfirgripsmikil og djúpstæð, enda var hann víðlesinn og minnið traust, skarpleikinn næmur til að skilja á milli hismis og kjarna og greina aðalatriði hvers máls frá aukaatriðum. Smekkvísi hans á mál og stíl var alkunn, yndi af skáldskap og meðfædd skáldgáfa gerðu hann enn næmari fyrir málauðgi og fegurð tungunnar, enda voru öll skrif hans felld í hagleiksumgjörð íslenskrar tungu.“ Áð lokum skal vitnað til orða Vigdísar Finnboga- dóttur forseta íslands er hún frétti lát Kristjáns Eldjárn: „Vér íslendingar, hver og einn, höfum misst mikinn og mætan vin.“ O.Ó. á vettvangi dagsins Er byHting í ferðamálum Vest- fjarða í nánd? eftir Einar Hannesson, fulltrúa ■ Ferðamálaráðstefnan 1982. Myndin er tekin um borð í Djúpbátnum Fagrancsi skömmu áður en lagt var upp í siglingu um tsafjarðardjúp í Jökulflrði í boði bæjarstjórnar ísafjarðar. Á myndinni má greina marga ferðamála- frömuði. Ljósmyndir: Einar Hannesson. ■ Sá, er þessar línur ritar, væntir þess að á næstu árum muni verða ákaflega ör þróun í ferðamálum Vestfjarða. Mikil aukning verði á fjölda ferðafólks, er leggja muni leið sína til þessa lands- hluta. Vestfirðir muni komast í tísku, eins og sagt er, eða með öðrum orðum Iandsmenn muni uppgötva þetta sér- kennilega og einstæða svæði landsins sem engum öðrum landshluta er líkur. Vinsældir Vestfjarða muni laða til sín ferðafólk í stórum stíl. Þá verði öll aðstaða til móttöku þeirra og dvalar stórlega bætt frá því sem nú er, þó aðstaða sé að mörgu leyti góð, eins og málum er háttað nú. Fyrrgreint viðhorf byggist á því, sem ég sá og heyrði á Ferðamálaráðstefnunni 1982, sem haldin var á ísafirði síðustu daga ágústmánaðar, og ferðalagi um Vestfirði. Magnús Reynir Guðmunds- son, bæjarritari á ísafirði flutti á ferðamálaráðstefnunni ákaflega fróð- legt og skemmtilegt erindi um ferðamál á Vestfjörðum og uppbyggingu ferða- þjónustu. Þá voru þessi mál tekin til frekari umfjöllunar í umræðuhópum, sem störfuðu á ráðstefnunni og niður- stöður þeirra sjö hópa, er þarna áttu hlut að máli, voru kynntar öllum þátttakend- um á ráðstefnunni. Þá bauð bæjarstjórn ísafjarðar ráðstefnugestum í siglingu á Djúpbátnum Fagranesi um ísafjarðar- djúp til Jökulfjarða með viðkomu í Grunnavík. Með í förinni voru m.a. Kristján Jónasson, forseti bæjarstjórnar en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Djúpbátsins, og Snorri Grímsson, sem kynnti það sem fyrir augu bar á ferðalaginu og greindi frá lífi fólksins og sögu í byggðum Jökulfjarða. Ferð þessi tókst einkar vel og þakka ég kærlega fyrir mig. Friðlandiö Hornstrandir í brennidepli Um þátt Vestfjarða í ferðamálaum- ræðunni á ráðstefnunni kom auðvitað margt fram, auk hinnar almennu skoðunar um stórbrotið land og fjöl- breytta náttúrufegurð á Vestfjörðum. Það helsta, sem Magnús Reynir og aðrir bentu á, var eftirfarandi: Þjóðgarðurinn á Hornströndum, sem friðlýstur var árið 1975. Þetta svæði verður vafalaust þungamiðjan í ferðamálum Vestfjarða á næstu árum. Látrabjarg; stórfengleg- asta fuglabjarg heims, hinar fjölmörgu eyjar; með fjölbreytt fuglalíf, fyrsta flokks berjaland, sem víða er að finna, er býður upp á berjaferðir. Þá er mjög góð aðstaða til skíðaiðkana í næsta nágrenni ísafjarðar, sem alkunna er. Minna má á Djúpið, firði þess víkur og voga, sem gósenland fyrir siglingar smærri og stærri báta (bátaleiga). Þá er af nógu að taka hvað varðar veiði í ám og vötnum á Vestfjörðum og góð skilyrði til sjóstangaveiði frá hinum ýmsu sjávarplássum. Síðast en ekki síst má benda á menningarstofnunina að Hnjóti í Örlygshöfn þar sem er minjasafnið hans Egils Ólafssonar, sem er einstakt afrek. Er þar vafalaust eitt merkasta sjóminjasafn í Iandinu, en alls eru gripir í safninu að Hnjóti rúmlega 2.000. Er þá ekki allt talið, sem getur haft verulegt aðdráttarafl fyrir ferða- menn. Til viðbótar má nefna, að elsta húsaþyrping hér á landi er einmitt á ísafirði. Og í framhaldi af þessari upptalningu má minna á, að Bolungar- vík er elsta verstöð á landinu. Einnig má menningarmál Tvíleikur í Þjóðleikhúsi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ LITLA SVIÐIÐ TVÍLEIKUR Leikrit í nokkrum viðtölum eftir TOM KEMPINSKI Frumsýning Leikstjóri: Jill Brooke Ámason. Leikmynd: Birgir Engilberts. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Hljómlist úr fiðlusónötu Bachs. Tvfleikur Efnisföng í Tvíleik geta naumast talist frumleg, þótt vel sé skrifað á köflum. Stephanie Abrahams, kunnur fiðluleik- ari (Þórunn Magnea Magnúsdóttir) veikist af MS, sem svo er nefnt, eða Multiplc sclerosis, og leitar til taugalæknis, sem reyndar er nú nefndur sálkönnuður. Hann heitir dr. Alfred Feldmann og er líka kunnur á sínu sviði (Gunnar Eyjólfsson). Upp í hugann koma önnurensk leikrit um svipað efni, einkum tvö er nýverið hafa verið á sviðinu í Iðnó, svo að ensk veikindaleikrit virðast vera dálítið í tísku um þessar mundir. Þótt leikrit þessi séu ólík, og misjafn sé tilgangurinn, þá eiga þau það sameiginlegt, að veikindi fólks eru notuð til nokkurrar úttektar á samfélaginu og líðan manna. Höfundur þessa verks, sem er í sex viðtölum, læknis við sjúkling sinn, er Tom Kempinski. Um hann segir í leikskrá m.a.: „Höfundur þessa leikrits, Tom Kempinski, fæddist í London árið 1938, tveimur árum eftir að foreldrar hans fluttust þangað frá Berlín á flótta undan nasistum. í Berlínarborg hafði fjölskyld- an rekið víðfrægt veitingahús, en faðir hans gerðist leikari í þýsku leikhúsi í London. Á stríðsárunum var Tom í Bandaríkjunum, en kom aftur heim til foreldra sinnna árið 1945. Faðir hans andaðist tveimur árum síðar, en móðir hans stundaði veitingarekstur eftir það. Tom Kempinski hóf nám í Cambridge- háskóla, en hætti þar áður en hann lyki prófi vegna þess að hann „vildi verða leikari, en ekki ofviti". Hann nam síðan leiklist við The Royal Academy of Dramatic Art (RADA) á árunum 1958-1960 og hafði eftir það nóg að gera sem leikari bæði á leiksviði og í kvikmyndum". Ennfremur: „Núna er Tom Kempinski hættur að leika og helgar sig ritstörfum. Hann haslaði sér fyrst völl með nokrum pólitískum leikritum sem sýnd voru í London og hann hefur sömuleiðis verið iðinn við að semja brúkunarstykki fyrir ýmis tilefni pólitísk. Sem höfundur vakti hann þó fyrst athygli fyrir leikritið Flashpoint (Skotið) sem sýnt var í London í West end leikhúsi, sem verður að teljast nokkuð andstsætt ímynd hins pólitíska höfundar, og síðan var það sviðsett í fleiri löndum Evrópu. Þegar Duet of One (Tvíleikur) var frumsýnt í West End í The Duke of York’s Theatre, eftir að hafa gengið í nokkra mánuði á litlu kráarleikhúsi, The Bush Theatre, vakti leikritið gífurlega athygli og jafnvel hneykslan, því ýmsir töldu að hér væri á smekklausan hátt verið að nýta harmleikinn um líf sellósnillingsins Jacqueline du Pré sem vegna sjúkdóms- ins „Multiple Sclerosis“ (MS) varð að hætta að leika á hljóðfærið sitt. Aðrir bentu á að höfundurinn væri að skrifa út frá eigin reynslu og um eigin baráttu við annan sjúkdóm...“ Multiple/sclerosis Tvíleikur Toms Kempinski er dæmigert textaverk, ef svo má orða það og þess er sérstaklega getið, að breska leiklistarsambandið hafi valið Tvíleik besta leikrit ársins 1980, þannig að ekki hefur nú verið úr miklu að moða þá stundina. Á hinn bóginn er Tvíleikur býsna gott leikrit, þótt eigi sé maður fróður um hina læknisfræðilegu fram- vindu. Fiðlusnillingurinn Abrahams, sem er á hátindi frægðar sinnar, fær MS, en þeim sjúkdómi er þannig lýst m.a. í tilvitnun í afmælisrit MS-félagsins á íslandi: „Sjúkdómurinn lýsir sér sem dreifðar skemmdir á miðtaugakerfi. Á afmörkuð- um blettum missa taugasímar hjúp sinn, svokallað margslíður og veldur það truflun á flutningi taugaboða. Ýmsar aðrar breytingar geta orðið í vefjum miðtaugakerfis og í mænuvökva...“ „Þessar bæklanir eru auðvitað marg- víslegar, en oftast eru það hreyfihindr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.