Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 17 Umsjón: Sigurður Helgason Landslið kvenna í handbolta með bingó ■ Kvennalandsliðin í hand- knattleik standa þessa dagana ■ stórræðum í því skyni að safna nægum peningum til að greiða farareyri í keppnisferðum liðanna nú í vetur. Fyrir liggja tvö mót, annars vegar Norðurlandamót og hins vegar keppni á Spáni, sem ákveðið er að íslendingar taki þátt í. I fjáröflunarskyni efna stelpurnar til bingós í Sigtúni í kvöld og hefst það klukkan 20.30. Mikill Ijöldi glæsilegra vinninga eru á boðstólum og má þar nefna utanlandsferðir, myndsegulbönd og heimilistæki. Kvennalandsliðið vonar að fólk fjölmenni á þetta bingó og fái þar með möguleika á góðum vinningum og styrki um leið gott málefni. Þess má geta í þessu sambandi, að Sigurbergur Sigsteinsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari, en for- maður landsliðsnefndar kvenna er Þorsteinn Jóhannesson. Viðar með unglingana ■ Unglingalandslið Islands verða undir stjóm Viðars Símonarsonar í vetur. Viðar er þrautreyndur þjálfari og hefur meðal annars stjómað A-landsliðinu með góðum árangri. Aðalmarkmiðið hjá yngra liðinu er að verja 6. sætið sem vannst í síðustu heimsmeistarakeppni leikmanna undir 21. árs aldri. Þegar Shamrock Rovers vann Fram 3—0 í UEFA keppninni ■ Sigur Shamrock Rovers á Fram í UEFA-bikarkeppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi var í stærra lagi. Miðað við gang leiksins hefði ekki verið ósanngjarnt að írarnir sigruðu, en þriggja marka sigur var of stór. Fyrsta tækifæri leiksins fengu Framar- ar er Marteinn Geirsson átti hörkuskalla að marki íranna, sem fór rétt yfir. Þetta gerðist á 8. mínútu og næstu 10 mínútumar gerðist fátt markvert í leiknum. En á 19. mínútu léku írarnir vel upp að marki Fram og endahnútinn á upphlaupið batt einn sóknarmanna franna sem skaut lúmsku skoti að markinu, en rétt framhjá. Það næsta sem gerðist fréttnæmt í leiknum var, að Þorsteinn Þorsteinsson fékk að sjá gult spjald hjá dómara leiksins fyrir brot. Fyrsta mark leiksins kom svo á 31. mínútu. Þá var sendur bolti fyrir mark Fram, sem virtist vera tiltöiulega hættulaus, en vamarmönnum Fram tókst ekki að ná til knattarins, en það tókst hins vegar Tommy Gaynor sem skoraði 0-1. Þremur mínútum síðar átti Marteinn gott skot að marki Shamrock, en 0‘Neill markverði tókst að bjarga marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks tókst íranum svo að bæta við öðru marki. frskur leikmaður gaf sendingu fyrir markið frá vinstri og þar var Alan Campbell mættur og skallaði knöttinn í netið. Friðrik markvörður Friðriksson, sem var í markinu í stað Guðmundar Baldurs- sonar kom engum vörnum við. Rétt fyrir lok hálfleiksins átti svo Bryngeir Torfason gott skot að marki Shamrock, en framhjá. ■ Ray Wilkins var fyrirliði enska 1 landsliðsins í fyrsta sinn í Kaup- mannahöfn í gær. Þar leysti hann Kevin Keegan af hólmi. f síðari hálfleiknum sóttu Framarar öllu meira, einkum þó framan af. En það var ekki fyrr en á 22. mínútu sem þeir fengu verulega gott tækifæri. Það kom upp úr hornspymu og eftir mikið fum í vörn Shamrock átti Sverrir Einarsson skot, en í hliðarnet marksins. Og áfram héldu Framarar að sækja og fengu mikinn fjölda homspyrna, en ekki vildi knötturinn í netið hjá 0‘Neill markverði. Á lokamínútu síðari hálfleiks bættu írarnir svo við þriðja markinu. Það var eins og kominn væri hálfgerður sofandaháttur í vörnina hjá Fram, sem endaði með því að Jack McDonagh fékk knöttin einn á auðum sjó og sendi hann í netið framhjá Friðrik markverði. Framliðið leið fyrir fjarveru margra reyndustu leikmanna liðsins í leiknum í gær. Enda þótt þeir ungu leikmenn sem fylltu skörð þeirra séu snjallir knatt- spymumenn, þá skortir þá þá reynslu og hörku sem leikir af þessu tagi krefjast. Bestir í liði Fram voru Marteinn Geirsson og Þorsteinn Þorsteinsson, en annars var liðið jafnt og flestir börðust af kappi, en án veralegs árangurs. Miðsvæðismenn írska liðsins voru mun sterkari en ungu miðvallaspilaramir hjá Fram. Það var fyrst og fremst á því sem þeir sigruðu og víst er, að hefði lið Fram verið skipað öllum bestu leikmönnum þess, þá hefðu úrslit leiksins orðið önnur. Þetta var í heildina tekið frekar slakur leikur, enda buðu aðstæður á Laugardalsvelli ekki upp á mjög glæst tilþrif. Minnti hann einna mest á kálgarð. BH/sh Sagt efur íeikinn: Margir meiddir í Framliðinu ■ Það vantaði marga sterka leik- menn í Framliðið í leiknum gegn Shamrock Rovers. Sjö af þeim leikmönnum sem leikið hafa með liðinu í sumar eru meiddir og þar á meðal þrír landsliðsmenn. Guð- mundur Baldursson markvörður á við meiðsli að stríða, þvi er Trausti Haraldsson einnig meiddur og þarf hugsanlega að fara í uppskurð á næstunni. Halldór Arason meiddist í leiknum gegn Isfirðingum og er enn ekki orðinn heill. Þá lék Hafþór Sveinjónsson ekki með vegna leik- banns í Evrópulcikjum, svo segja má að margur hafi misst minna og kvartað samt. sh Sverrir Einarsson ■ „Þetta er lélegt lið. Við vorum bara með hálft lið, það vantar marga. En við ættum að geta unnið þá á góðum degi. Við vitum að hverju við göngum í seinni leiknum og gerum okkar besta. Andlega hliðin er ekki í sem allra bestu lagi, sem stendur. FaUið setur mark sitt á þetta hjá okkur. En það þýðir ekki annað en að horfa upp og við förum upp strax næsta ár, enda þótt það geti orðið erfitt. Ætli við verðum ekki fyrsta 2. deildarliðið sem vinnur bikarinn..." Eyjólfur Bergþórsson, iiðstjórí Fram. ■ „Þetta var erfitt. Við erum með of marga unga stráka. Það eru t.d. 7 menn meiddir. Ég tel raunhæft að ætla að við gætum unnið þetta Uð með alla okkar bestu menn . Þeir hafa frekar lélega vöm, en miðjan er sterk og á henni unnu þeir leikinn. Varðandi seinni leikinn, þá fömm við í hann með það í huga að ná sem allra bestum árangri og reynum þannig að rifa mannskapinn upp. Vonandi gengur það vel.“ Landsliðs- mennirnir leika yfir 60 leiki ■ Mikið verður um að vera bjá þeim handknattleiksmönnum sem leika með landsliðinu í vetur. fyrirhugaðir em 27 landsleikir og þá verða 26 leikir í 1. deildinni. Til viðbótar leika þessir leikmenn 2-5 leiki í bikarkeppninni og loks má nefna Reykjavíkur og Reykjanes- mót með að jafnaði fimm leiki. Þannig leika þessir leikmenn yfir 60 leiki á keppnistímabilinu og era æfingaleikir þá ekki taldir með. Aðalverkefni A-Iandsliðsins og það sem undirbúningurinn er að mestu leyti miðaður við er B-heimsmeist- arakeppnin sem haldin verður í Hollandi kringum mánaðamótin febrúar og mars. Þar verður um harða keppni að ræða og aðeins tvö lið komast í A-hóp. En nokkur lið falla niður í C-hóp og enda þótt menn geri sér vonir um góðan árangur, þá er raunhæft markmið að stefna að áframhaldandi vera í B-hóp og allt umfram það telst vera „hagnaður“. Úrvalsdeildin hefst 1. okt. ■ Keppnin í úrvalsdeQdinni í körfu- knattleik hefst föstudaginn 1. októ- ber næstkomandi. Fyrsti leikurinn verður milli nýliðanna í deildinni Keflvíkinga og KR-inga og verður sá leikur háður í Keflavík. Laugar- daginn 2. október verður síðan fyrsti stórleikurinn háður ■ Reykjavík milli bikarmeistara Fram og íslandsmeist- ara UMFN. Miklar likur era á spennandi keppni í úrvalsdeildinni í vetur. Liðin virðast vera frekar jöfn að getu og ástæða er þvi til að ætla að keppnin geti orðið bæði spenn- andi og skemmtileg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.