Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDГ Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)775 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Si'mi 36510 wimw FIMMTUDAGUR 16. SEPT.1982 ■ Það þarf að hreinsa þann blctt sem unglingamir sem hér em hafa fengið á sig í hugum margra. Þessi stofnun er nauðsynleg og sjálfsögð í nútimaþjóðfélagi, og því leitt til þess að vita að þeir sem hingað þurfa að leita verði fyrir barðinu á fordómum úti ísamfélaginu, sagði Kristján Sigurðsson, forstöðumaður Unglingaheimilis ríkisins á blaðamannafundi í gær. Á blaðamannafundinum voru margir unglinganna, sem vistaðir eru á heimilinu staddir. Einnig starfsfólk stofnunarinnar. - Tímamynd Róbert MISSKILNINGUR AD Af- BROTAHNEIGD SÉ SMITANDI — segir Kristján Sigurdsson, forstödumadur Unglinga- heimilis ríkisins, sem er tíu ára um þessar mundir ■ - Þetta er stofnun sem er ætluð til að hjálpa unglingum sem eiga í vandræðum af einhverjum toga. sum koma sjálfviljug vegna vandræða sem við er að glíma heima fyrír, önnur hafa lent í afbrotum og koma hingað að undangcngnum úrskurði bamaverndar- nefndar, enn önnur koma af allt öðrum ástæðum, sem annað hvort eiga rætur ■ þeim sjálfum eða umhverfi þeirra. Eitthvað á þessa leið sagði Kristján Sigurösson, forstöðumaður Unglinga- heimilis ríkisins, í upphafi blaða- mannafundar, sem haldinn var vegna tíu ára afmælis heimilisins sem er um þessar mundir. Krakkarnir styðja hvert annað -Ég held að reynslan hafi leitt það í Ijós að stofnun eins og þessi á rétt á sér. Unglingarnir sem hingað koma, eiga öll við einhvers konar vandamál að stríða. Þau geta miðlað hvert öðru af reynslu sinni, og í samráði við starfsfólkið reynt að brjóta sín mál til mergjar, svaraði Kristján þegar hann var spurður hvort ekki væri rangt að safna þessum unglingum saman á einn stað. Hvort þau hefðu ekki ncikvæð áhrif hvert á annað. - Það er mikill misskilningur, sem nokkuð víða verður vart, að hér verði krakkarnir fyrir áhrifum, sem síðan leiði þau til afbrota. Afbrotahneigð er ekki smitandi. Og það hefur sýnt sig að þótt stundum komi fyrir að krakkar sem héðan fara lendi á afbrotabraut, eru það í lang flestum tilfellum krakkar, scm hafa verið á þeirri braut áður en þau komu hingað. Svo vil ég að það komi fram að þau sem halda áfram að vera upp á kant, eru mikið meira áberandi heldur en hin sem spjara sig. Á þessu vargerð könnun fyrir nokkrum árum og þá kom í ljós að flest bjuggu krakkarnir við sæmilegar aðstæð- ur og stóðu sig nokkuð vel eftir dvölina hér. Stofnuninni vex fískur um hrygg Unglingaheimilið var í upphafi með alla sína starfsemi í húsinu við Kópa- vogsbraut 17 í Kópavogi, en þróunin hefur orðið sú að stofnunin er nú í fjórum deildum. Ney ðarathvarf unglinga þjónar lög- gæslu, þegar ekki er hægt að koma unglingum heim til sín, eða vegna afbrota sem krefjast lögreglu- rannsóknar. Barnaverndaryfirvöld, geta komið þar inn unglingum sem af einhverjum ástæðum þarf að vista í skamman tíma. Einnig tekur neyðar- athvarfið á móti unglingum sem skyndi- lega missa fótanna og leita aðstoðar, til þess að finna fótfestu á ný. Meðferðarheimilið, skólaheimili sem tekur við unglingum hvaðanæva af landinu. Umsóknir um vistun koma frá ýmsum aðilum s.s. barnaverndaryfir- völdum, sálfræðideildum skóla, foreldr- um, barnageðdeildum og unglingunum sjálfum. Vistunartími er að meðaltali rúmir sex mánuðir, en mjög mislangur. Dvölin ræðst af þróun unglingsins á heimilinu og að nokkru af aðstæðum hans. Unglingarnir fá kennslu á veturna, en á sumrin sækja þau vinnu, annaðhvort við heimilið eða annars staðar. Sambýli var opnað í fyrrasumar að Sólheimum í Reykjavík. Þar geta sex unglingar búið í einu og sótt þaðan vinnu . eða skóla. Þar eru unglingar sem af einhverjum ástæðum geta ekki verið heima hjá sér, en eru færir um að stunda skóla eða vinnu. Deildarstjóri hefur verið ráðinn til að veita heimilinu forstöðu og býr hann ásamt fjölskyldu sinni á staðnum. Unglingaráðgjöfin tók til starfa fyrir rúmu ári. Til hennar geta allir leitað vegna vandamála unglinga; unglingarnir sjálfir, foreldrareða forráðamenn þeirra og aðrir þeir sem með unglingum vinna. Sjó. fréttir Ólympíunefnd íslands með stórt skyndihappdrætti: ■ Hann er glæsilegur bílaflotinn sem Ólympíu- nefnd íslands hefur í vinn- inga í umfangsmiklu happ- drætti, sem nefndin hefur hleypt af stokkunum til þess að kosta undirbúning og þátttöku fyrir Ólympíu- leikana 1984, en þeir verða haldnir í Los Angeles, Bandaríkjunum, og vetrar- Olympíuleikana 1984, en þeir verða haldnir í Sarajevo í Júgóslavíu. Bílamir eru 12 talsins, að verðmæti samtals . 2.7 milljónir króna. Vinning- arnir verða skattfrjálsir og verður dregið í happdrætt- inu 15. nóvember nk. Framkvæmd happdrætt- isins er með því móti að hverri fjölskyldu og hverj- um einstaklingi á aldrinum 17 til 73 ára verða sendir tveir miðar, með áföstum gíróseðli, þannig að fjöldi útsendra miða er 218.916. Miðaverð verður kr. 60 og gerir Ólympíunefndin sér vonir um að a.m.k. 40% miðanna seljist. Kom fram, er happdrætti þetta var kynnt á fundi með fréttamönnum, að Ólymptunefndin þarf a.m.k. að fá eina milljón nettó, út úr þessu happ- drætti til þess að geta stutt við bakið á afreksfólki okkar í íþróttum, þannig að undirbúningur þess geti orðið sem bestur. Bifreiðarnar sem verða í vinning eru ekki af lakari endanum, en það eru tvær BMW 315, tvær Buick Skylark, tvær Saab 900 GL, þrjár Escort GL og þrjár Suzuki Fox. Skorar nefndin á lands- menn að sýna nú í verki jákvæða afstöðu sína til íþróttanna og þátttöku íslendinga á Ólympíu- leikum. -AB dropar Forspáir um Mglötuðu synina” ■ Það voru margar skrítnar hliðar á því máli er LIU stöövaði fiskveiðiflotann. For- ráðamenn LIU fullyrtu allan timann að órjúfanleg samstaða væri í þeirra herbúðum, en síðar kom þó á daginn að það var meira sagt til að stappa stálinu í þá sem voru tví- stígandi í afstöðunni til stöðv- unarínnar. Undir lok dcilunn- ar, cftir að upp virtist komið þrátefli í refskák LÍÚ og stjórnvalda, léku þó LÍÚ menn illilega af sér. Stein- grímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra vildi ekki kyngja hinu „eitraða peði“ þeirra, eins og það myndi heita á skákmáiinu og sáu LÍÚmenn þá fram á að kóngur þeirra myndi varla vcra nógu valdað- ur og buðu jafntefli. Skák þessi var ekki leikin til enda og í dag má svo sem segja að LIÚ hafi náð jafntefli. En þetta sýnir að það er ekki nóg að vera vel að sér í byrjunum, cf kunnáttunni í endatöflum er áfátt. Hin bullandi samstaða LÍÚ birtist reyndar í mörgum myndum og m.a. má nefna að formaður Útvegsmannafélags Norðurlands lét hafa það eftir sér á mánudegi að mikil samstaða væri meðal manna á fundi Útvegsmannafélags- ins og myndi sú samstaða a.m.k. duga fram á miðviku- dag. Því var lýst yfir af formanni LÍÚ eftir að hrikta tók í stoðum sambandsins að þeir sem hlypust undan merkjum og virtu stöðvunina að vettugi, þeir segðu sig sjálfkrafa úr LÍÚ. Varaformaður LÍÚ hef- ur nú upplýst að enginn verði látinn gjalda hliðarstökkvanna og það á líklega einnig við um Hraðfrystihús Patreksfjarðar sem sendi togara sinn Sigurey út til veiða í trássi við óskir og boð LÍÚ. Er það mál allt hið kúnstugasta, því að eftir að Sigurey lét úr höfn sótti útgerðin sem þá var líklega utan LIÚ um leyfi til viðskipta- ráðuneytisins unt að selja afla erlendis. Það var LIÚ sem kom þessari umsókn upp í ráðuneyti og fékk hana sam- þykkta og því virðast menn þar á bæ hafa verið forspáir um að „glötuðu synimir“ yrðu síðar teknir í sátt, hvernig allt svo sem veltist... Krummi ... ....er að velta því fyrir sér hvenær skrapdagakcrfið verð- ur sett á sjóðina....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.