Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" er 12 síður í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 24. september 1982 217. tbl.-66. árg. ósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 8639?. ¦ Kista dr. Kristjáiis Eldjám borin úr Dómkirkjunni að útför hans lokinni. Þeir sem báru kistunu, voni handhafar forsetavalds, þeir dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, Jón Helgason, forseti sameinaðs þings og Logi Einarsson, forseti Hæstaréttar. Auk þeirra báru kistuna þeir Guðmundur Magnússon, háskóiarektor, Björn Vilhjálmsson, þjóðskjalarektor, Hannes Pétursson skáld, (hann erfyriraftanBjörn) ÞórMagnús- son, þjóðminjavörður og Andrés Bjömsson, útvarpsstjóri. — Tímamynd: Róbert. Fylgst var með virðulegri útför dr. Kristjáns Eldjárn um allt land: ÉG VIL ELSKA MITT LAND n VAR HJARTALAGrÐ HANS 77 — sagði biskup íslands í ræðu sinni við útförina í Dómkirkjunni ¦ Gjörvöll þjóðin fylgd- ist með útför dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrum forseta Islands, í gær, en hún var gerð frá Dómkirkjunni. Var athöfninni bæði út- varpað beint og sjónvarp- að og fylgdust þeir sem tök höfðu á með henni, auk þess sem Ðómkirkjan var að sjálfsögðu þétt setin. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson jarðsöng, séra Þórir Step- ensen, dómkirkjuprestur þjónaði fyrir altari og séra Olafur Skúlason, dómpró- fastur flutti bæn. Biskupinn greindi í upphafi ræðu sinnar frá því er Sálómon konungur bað Drottin um gaumgæfi hjartans, til að stjórna þjóð hans og greina gott frá illu og drottinn varð við bæn hans. Skömmu síðar sagði biskup: „Við reyndum dr. Kristján Eldjárn að miklum mannkost- um og fundum þá í hjarta hans. Hann fékk sama svar Drottins og konungurinn í bænsiinni. „Ég gef þér gaumgæfi og skynugt hjarta. Nú er það hjarta hætt að slá og því er íslenska þjóðin hljóð og hnípin." Síðar í ræðu sinni sagði herra Pétur: „Dr. Kristján unni landi sínu og þjóð. Það kom fram við hvert tækifæri f ræðu og riti. Minnisstæðar verða þær stundir er hann ávarpaði þjóðina. Hvernig hann bjó yfir auðugri lifandi þekkingu á íslenskri þjóðmenningu og flutti ylhýra málið sitt af virðingu, hógværð og andagift. Ég vil elska mitt land - var hjartalagið hans, - ísland, ættjörðin , móðurmoldin, föðurlandið." Niðurlagsorð biskupsins voru þessi: „Að síðustu kveð ég þig vinur með þinni eigin þýðingu á fyrirbænarorðum norska trúarskáldsins: „Ég fel þig góðum Guði á vald, þinn genginn veg og áframhald". Þjóðin er öll hér í anda með hinstu kveðju sína. Hvert blóm er bæn og þökk við kistu þína. Eilífðin mæti þér björt og fögur, eins og minning þín lifir í geislaskini. í Jesú nafni, amen." Dómkórinn, kirkjukór Dómkirkjunn- ar söng við útförina. Söng kórinn sálmana „Á hendur fel þú honum", „Hærra, minn Guð til þín", og „Allt eins og blómstrið eina", en þar að auki söng kórinn „ísland ögrum skorið". Þá lék Guðný Guðmundsdóttir, fiðlu- leikari, „Máríá, mild og há" eftir Pál ísólfsson, við undirleik organistans Martins Hunger Friðrikssonar. Dr. Kristján Eldjárn var lagður til hinstu hvíldar í Fossvogskirkjugarði og er kista hans var borin úr kirkju, stóðu Jögregla og skátar heiðursvörð og Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsöng íslendinga, „Ó, Guð vors lands". Þeir sem báru dr. Kristján Eldjárn úr kirkju voru handhafar forsetavalds, þeir Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, Jón Helgason, forseti sameinaðs þings, og Logi Einarsson forseti Hæstaréttar. Auk þeirra báru kistuna þeir Hannes Pétursson, skáld, Guðmundur Magnús- son, háskólarektor, Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Andrés Björnsson, útvarpsstjóri og Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavörður. -AB. Sjá nánar bls. 6 og 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.