Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 4
* -s y r f > ,,- í £' Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir stöðu upplýsingastjóra í skrifstofu hennar í Stokkhólmi Verkefni upplýsingastjórans er m.a.: 1) að sjá í samvinnu viö innlenda skrifstofustjóra ráðsins um upplýsingar á þingum Norðurlandaráðs og öðrum fundum; 2) að miðla innan Norðurlanda og utan fræðslu um Norðurlandaráð og norrænt samstarf á öðrum sviðum; 3) að stjórna upplýsingadeildinni; 4) að vera ritari upplýsinganefndar Norðurlandaráðs. Umsækjandi þarf að þekkja vel til norrænnar samvinnu, þjóðfélagsmála og stjórnskipunar. Laun og starfskjör fara að nokkru eftir reglum um sænska ríkisstarfsmenn, að nokkru eftir sérstökum norrænum reglum. Laun eru samkvæmt 23.-25. flokki í sænskum launastiga (10.753-12.910 sænskar krónur á mánuði), auk uppbótar vegna dvalar erlendis og persónuuppbótar. Starfstími er fjögur ár frá og með 1. nóvember 1982 eða sem fyrst að þeim degi liðnum. Ríkisstarfsmaður á samkvæmt samkomulagi rnilli Noröurlanda rétt á fjögurra ára leyfi til að starfa í sameiginlegri skrifstofu Norðurlanda. Nánari upplýsingar veita llkka-Cristian Björklund skrifstofustjóri forsætisnefndarinnar, Inger Jágerhorn upplýsingastjóri (sími í Stokkhólmi 14 34 20) eða Friðjón Sigurðsson ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs, skrifstofu Alþingis (sími 1 15 60) Umsóknir skal stíla til forsætisnefndar Norðurlandaráðs, (nordiska Rádets presidium) og senda forsætisskrifstofunni (Nordiska Rádets presidesekretariat, box 19506, A-10432 Stokkholm) í síðasta lagi miðvikudaginn 29. september 1982. Auglýsing um verkamannabústaði á Selfossi Stjórn Verkamannabústaða á Selfossi auglýsir hér með til sölu eftirtaldar íbúðir að Háengi 12-14. Byggðar skv. lögum n. 51/1980 og reglugerð nr. 527/1980 8 íbúðir |3ja herbergja 57 ferm. 2 íbúðir 5 herbergja 114 ferm. Upplýsingar um rétt til kaupa á íbúð í Verkamannabústöðum liggja frammi hjá ! bæjarritara á skrifstofu Selfossbæjar Eyrarvegi 8. Einnig veitir hann upplýsingar um áætlað verð og greiðsluskilmála. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 15. okt. n.k. til skrifstofu Selfossbæjar á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á sama . stað. Selfossi 21. sept. 1982 Stjórn Verkamannabústaða á Selfossi htM^ín, Símar 3698 iSArmai og 3898 Bílaleiga JEPPAR FÓLKSBÍLAR^* Undirmenn íverkfall á hádegi ídag: FJÖRUTÍU FAR- SKIPSTÖDVAST — hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma ¦ Allt bendir til þess að verkfall skelli á hjá undirmónnum á farskipaflotanum á hádegi í dag. Að vísu hefur verið boðaður sáttafundur hjá ríkissáttasemj- ara klukkan níu árdegis með vinnuveit- endum og fulltrúum Sjómannafélags Reykjavíkur, en mikið ber enn á milli og engin hreyfing hefur verið á þessum málum undanfarna daga. Að sögn Guðmunds Hallvarðssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur nær boðað verkfall undirmanna til um 250 manna og um 40 farskip munu stöðvast, ef ekki semst fyrir hádegi. Undanþegin verkfallsboðuninni eru hafrannsóknarskipin, varðskipin og sanddæluskipin. -Ef til verkfalls kemur þá munum við sjá til hvað gerist í sambandi við leiguskipin, sagði Guðmundur Hall- varðsson. -Ef þeim fjölgar frá því sem orðið er þá munum við grípa inn í og fá þau stöðvuð með hjálp frá Alþjóðaflutninga verkamannasambandinu. Guðmundur sagði annars að þróunin í leiguskipamálunum væri uggvænleg. Þeim virtist hafa fjölgað mjög undanfarin ár og til marks um það mætti nefna að árið 1975 komu þau 10 sinnum til hafnar í Reykjavík, en sambærileg tala fyrir árið í fyrra væri 117 skipakomur. - Það hafa verið eitt til tvö norsk leiguskip í stöðugri leigu hjá ríkisskip, eftir að Heklunni var lagt, en um borð í þessum skipum eru norskar áhafnir, sagði Guðmundur. Notaðir lyftarar í miklu úrvali 2. t. raf/m. snúningi 2.51 raf 1.5 t pakkhúslyftarar 2.51 disil 3.21 disil 4.3 t dísil 5.01 dísil m/húsi 6.01 dísil m/húsí M K. JÓNSSON & CO. HF. Vitastíg 3 Sími 91-26455 Guðmundur tók fram að þetta skyti nokkuð skökku við á sama tíma og verið væri að tala um að efla íslenskt, en bæði Farmanna-og fiskimannasambandið og Sjómannafélag Reykjavíkur hefðu fært þessi mál í tal við samgönguráðherra. Þar hefði verið lofað að athuga málin, en ekkert hefði verið gert enn sem komið er. -ESE. Yfirnefnd f jallar um verð á síld til frystingar Verðlagsráð sjávarútvegsins fjallaði á fundi sínum í gær um verð á si'ld til frystingar. Niðurstaða fundarins varð sú að ákveðið var að fela yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins að komast að niðurstöðu um verðið. Kemur yfirnefnd fljótlega saman til fundar um þetta mál, en yfirnefnd hefur nýlega ákveðið verð á síld til söltunar og hækkaði það um 37% á milli ára. -ESE HVAÐ £á MEÐÞIG Ir^ Snjoruðnings tæki: Framleiðum snjóruönings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar STÁLIÆKNI SF. Síðumúla 27, sími 30662 Þad eykur sjálffs- traustið og skap ar gleöi. Veist þú hverju það geturifck forðaö ------r—^ Hvenær *55 byrjaðir þú fí* ||UMFEROAR ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.