Tíminn - 24.09.1982, Síða 5

Tíminn - 24.09.1982, Síða 5
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 5 fréttir Nrgeríumarkaðurinn að opnast að nýju: TÆPlfGA 30 ÞÚSUNP PAKK- AR AF SKREIÐ TIL NIGERÍU ■ - Ég sá þess engin merki að Nígeríumarkaðurinn væri að galopnast, en hins vegar er komin örlítil hreyfing á ieyfisveitingar og t.a.m. munum við senda um 22-28 þúsund pakka af skreið og hausum til Nigeríu í byrjun næsta mánaðar, sagði Magnús G. Friðgeirs- son, hjá Sjávarafurðardeild Sambands- ins í samtali við Tímann, en Magnús er nýkominn frá Nígeríu þar sem hann hefur staðið í viðræðum vegna skreiðar- sölusamninga. Magnús sagði að ákaflega erfitt væri að gera sér grein fyrir ástandi mála í Nígeríu nú. Efnahagslíf landsins hefði beðið mikinn hnekki eftir að framleiðsla á olíu dróst saman um 2/3 og værí nú veríð að reyna að rétta efnahaginn við. Þessi mál myndu þú ef til vill skýrast 1. október nk., en þá héldi forseti landsins stefnuræðu fyrir nýtt fjárlagaár. - Skreið er nú á svokölluðum leyfislista í Nígeríu, en það þýðir að sérstök leyfi þarf fyrir innflutningi, sagði Magnús. Nokkur hreyfing er komin á þessar leyfisvcitingar og t.a.m. verða a.m.k. 22 þúsund pakkar af skreið og hausum sendir á vegum Sambandsins til Nígeríu í næsta mánuði og e.t.v. 6 þúsund pakkar til viðbótar ef banka- ábyrgð fæst. Magnús Friðgeirsson sagði að verð á Nígeríumarkaði væru nú mjög svipað og það verð sem fékkst áður en skreiðar- markaðurínn lokaðist. - ESE ■ Landsmenn sameinuðust vist velflestir í gær, í því að kveðja fyrrum forseta sinn, dr. Krístján Eldjárn sem lagður var til hinstu hvíldar í eftirmiðdaginn í gær. Flestar ríkisstofnanir voru lokaðar, fjölmörg fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur virtist vera í dvala í eftirmiðdaginn í gær. Á sjúkrahúsum borgarinnar, og án cfa alls landsins, söfnuðust sjúklingar þeir sem á annað borð mátti færa úr stað, saman fyrír framan sjónvarpið og fylgdust með beinni útsendingu úr Dómkirkjunni, þar sem biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson jarðsöng. Tímamynd: Ella Stjórn og trúnaðarráð Verkalýösfélags Hveragerdis og nágrennis: Lýsir yf ir stuðningi við Meitilinn — og fordæmir aðgerðir LÍÚ ■ Salómon Heiðar Orgel- vígsla ■ Á morgun kl. 20:00 verður nýtt rafeindaorgel vígt í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, Reykjavík. Orgelið gaf Dr. Helgi Heiðar til minningar um föður sinn, Salómon Heiðar, er um áraraðir var organleikari kirkjunnar. Sjálfur var Dr. Helgi Heiðar organleikari í Aðventkirkjunni nokkur ár. Salómon Heiðar var og sönglagasmiður og verða nokkur sönglaga hans flutt við þetta tækifæri. Meðal þess, sem á dagskrá verður er: Organleikarar: Guðni Guðmundsson, organisti Bústaðarkirkju. Hann er sérfræðingur um rafeindaorgel sem og um pípuorge! og verður því aðalorgan- leikari til að leiða fram kosti þá sem nýja orgelið býr yfir. Jónína Guðmundsdótt- ir, Oddný Þorsteinsdóttir, Helgi Heiðar. Söngvarar: Anna Johnsen, Reynir Guðsteinsson, Árni Hólm, Ólafur Ólafsson. Kórar: Karlakór Reykjavíkur, Sam- kór-Aðventsafnaðanna á íslandi. Fiðla: Dr. Helgi Heiðar. ■ Fundur stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Hveragerðis og ná- grennis haldinn 20.9. fordæmir harðlega ótímabæra og ólöglega ákvörðun útvegsmanna að stöðva fiskiskipaflot- ann, segir m.a. í ályktun sem blaðinu hefur borist frá Verkalýðsfélaginu. { ályktuninni segir ennfremur: Með þessari ákvörðun er verið að stöðva þá undirstöðustarfsemi, sem allt efnahagslíf þjóðarinnar byggist á og í kjölfar atvinnuleysis í fiskveiðum og ■ Sauðfjárslátrun stendur nú yfír á Sauðárkróki en áætlað er að slátra þar á þessu hausti alls 56.630 fjár sem er nokkuð færra en í fyrra eða um 8%. fiskvinnslu mun fylgja stöðvun annarra atvinnugreina, stórfellt atvinnuleysi og cfnahagslegt hrun. Fundurinn fær ekki séð hvernig fámennur hópur þjóðfélagsþegna sem að nafninu til telur sig vera cigendur að atvinnutækjum sem flest eru keypt fyrir almannafé, getur staðið ábyrgur fyrir slíkri ákvörðun og þá síst þegar stöðvunaraðgerðum er bæði leynt og Ijóst ætlað að knýja fram breytingar á skiptakjörum sjómanna sem frjálsir samningar hafa verið gerðir um. Slátrun hófst þann 15. sept. s.l. og hefur verið slátrað að meðaltali 2300 fjár á dag. Vænleiki fjárins er góður eða um Fundurinn fagnar ákvörðun fram- kvæmdastjóra Meitilsins hf. um að hafa ákvörðun útvegsmanna um stöðvun flotans að engu og treystir því að ekki verði breyting þar á. Fundurinn lýsir eftir fullum stuðningi við framkvæmd- arstjóra og stjórn fyrirtækisins, ef reynt verður að beita það þvingunum eða refsiaðgerðum af skammsýnum og öfgafullum aðilum. Einnig fagnar fundurinn því að Meitillinn hf. skuli ekki lengur talinn aðili að L.Í.Ú. 14,1 kg. á dilk að meðaltali sem er um 0.3 kg. meir en í fyrra. G.Ó. Sauöárkróki Um 56 þúsund fjár slátrað á Króknum Tekjur vegna erlendra ferða- manna í fyrra 355 milljónir ■ Síðastliðið ár komu samtals 78.117 erlendir ferðamenn hingað til iands og voru Norðurlandabúar fjölmcnnastir af þeim, eða tæp 30%, en Bandartkjamenn voru í ööru sæti tæp 25% og Vcstur-Þjöðverjar í því þriðja. Þetta kom frain á fundi þar sem Lúðvík Hjálmtýsson, ferða- málastjóri kynnti fréttamönnum starfscmi ferðamálaráðs á liðnu ári og ársskýrslu þess. Þar kom jafnframt fram aö erlendum ferðamönnum fjölgaði um tæp 6000 frá árinu 1980 og var sú auk’ning í prósentum liðlega 8%. Beinar og óbeinar gjaldeyristekjur vegna erlendra feröamanna á árinu , 1981 voru 355 milljónir króna, og var þar um aukningu aö ræða frá árinu 1980, umreiknað til gengis 1981, 18.5%. Hérna er unt verulegar upphæðir að ræða, því gjaldeyris- tekjur af erlendum fcrðamönnum sl. ár voru 5.4% að verðmæti vöruút- flutnings landsmanna. Auk ofangreindra tckna voru beinar tekjur ríkissjóðs af ferða- mannaþjónustunni 44.8 milljónir króna og er þá söluskattur og önnur opinber gjöld undanskilin. Lúdvfk Hjálmtýsson, ferðamála- stjóri sagði á fundinum að allt benti til þess að ferðamannastraumurinn til íslands í ár yrði eitthvað minni en hann var í fyrra, en þó væri það ekki með öllu Ijóst enn.1 - AB Fangi settur f gæsluvarðhald ■ Fangi, sem nýlega hóf afplánun fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni, var úrskurðaður í 15 daga gæsluvarðhaid í fyrradag vegna gruns um innflutn- ing og sölu á talsverðu af fíkniefnum. Grunur leikur á að hann hafl stundað innflutning og sölu á kannabisefnum að undanförnu. Fanginn, sem er á þrítugssa,ldri, var handtckinn við komuna til Keflávíkurflugvallar frá Kaupmanna höfn í síðustu viku. Var hann þá strax settur í fangelsi til að afplána dóm fyrir gamlar syndir. Vegna rannsóknar á nýjum málum þótti ástæða til að fara fram á gæsluvarðhaldsúrskurð. Úrskurður- inn var kveðitin upp hjá sakadómi f ávana- og fíknicfnamálum. - Sjó.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.