Tíminn - 24.09.1982, Side 6

Tíminn - 24.09.1982, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdast]óri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stelngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Haligrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Elrfkur St. Elrfksson, Fri&rik Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttir, Sigur&ur Helgason (fþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Kristfn Lelfsdóttlr, Skafti Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prótarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýslngasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Ver& f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 130.00. Setnlng: Tækntdelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Atvinnuleysi bægt frá ■ Fiskveiðiflotinn er nú allur á sjó eftir að samkomulag náðist um viðunandi aðgerðir til að losa útgerð úr þeirri úlfakreppu sem hún var komin í. Minnkandi afli og aukinn fjármagnskostnaður að ógleymdum olíukostnaði, sem var að bera útgerðina ofurliði, lögðust á eitt um að veikja svo fjárhagsgrundvöll mikilvægustu atvinnugreinar íslendinga að við stöðnun lá. Veiðibann útgerðarmanna voru harkalegar aðgerðir, því það vita allir að hvernig sem veltist í þjóðfélaginu fær efnahagslífið ekki staðist ef ekki er dreginn fiskur úr sjó. Það var því einsýnt að leysa þurfti ágreiningsefnin, og það var gert. Stjórnarandstaðan hefur gert mikið úr því að öll vandræði útgerðar væru sök sjávarútvegsráðherra og ekki var laust við að sami tónn kæmi fram hjá talsmönnum útgerðar. Um skeið leit helst út fyrir að allt þetta viðamikla mál væri nokkurs konar einvígi milji Steingríms Hermanns- sonar og Kristjáns Ragnarssonar. En svo er ekki, vandamál og afkoma útgerðar koma allri þjóðinni við. Fær raddir hafa heyrst, að sjávarútvegsráðherra hafi verið fullfljótur á sér að höggva á hnútinn og leysa málin á þann veg að flotinn gat leyst festar og farið á sjó. Brestur hafi verið kominn í samstöðu útgerðarmanna, togarar og bátar farnir á sjó í trássi við veiðibannið og mörg útgerðarfélög komin á fremsta hlunn með að gefast upp og Iáta skip sín róa, þegar samkomulag náðist um viðunandi lausn. Það má vel vera að veiðibannið hefði verið brotið á bak aftur, en það cr ekki aðalatriðið - heldur að skipin fiski og skili afla á land, eftir að fjárhagsgrundvöllur útgerðar var treystur nokkuð. Steingrímur Hermannsson leit ekki á þessa deilu sem einvígi við Kristján Ragnarsson eða samtök útgerðarmanna, og vann ekki að lausn málsins með því hugarfari að koma ímynduðum andstæðingi á kné. Sjávarútvegsráðherra marglýsti því yfir meðan á deilunni stóð, að skipin yrðu að láta úr höfn hvað sem tautaði og raulaði, þótt sér væri skapi næst að hætta viðræðum og leyfa útgerðarmönnum að binda skip sín, þegar öldurnar risu hvað hæst í deilunni. En það hefði sýnt ábyrgðarleysi að reyna ekki til hlítar að leysa málið, enda tókst það og landsmenn geta varpað öndinni léttara. Þær ráðstafanir, sem gerðar voru til að styrkja fjárhagsstöðu fiskiskipaflotans og tryggja áframhaldandi veiðar, eru ekki allra meina bót og það fer eftir aflabrögðum og mörkuðum hve lengi þær duga, en sjávarútvegur er háður miklum sveiflum og oft ófyrirsjáanlegum og verður ávallt áhættusamur. Það er því tómt mál að tala um að vandi útgerðar verði leystur í eitt skipti fyrir öll. Afkoma útgerðarfélaga er mjög misjöfn, og ógerlegt er að setja alla útgerð undir einn hatt þegar rætt er um rekstrarvanda útgerðar. Afkoma nýrri skipa er mun lakari en hinna eldri vegna fjármagnskostnaðar. Skuldbreytingar eiga að bæta þennan mismun að nokkru. Olíusjóðurinn sem stofnað var til með bráðabirgðalögum kemur allri útgerð til góða svo og hækkað fiskverð. Kjör sjómanna munu batna í samræmi við það. Forsvarsmenn iðnaðarins hafa látið í ljósi áhyggjur vegna ráðstafananna og talið þær skekkja efnahagsgrundvölf otvinnuveganna. En iðnaðurinn mun að hluta njóta góðs af þeim ráðstöfunum sem fiskvinnslunni hefur verið heitið vegna hækkaðs fiskverðs. Og hafa verður í huga, að ef ekki þrífst útgerð á íslandi munu aðrar atvinnugreinar ekki þrífast heldur. Aðalatriðið er að flotinn er kominn á sjó og því atvinnuleysi bægt frá dyrum, sem fyrirsjáanlegt var að yrði, ef veiðibannið hefði dregist á langinn. OÓ fréttir ■ Herra Pétur Sigurgeirsson, biskupinn yfir íslandi blessar kistu dr. Krístjáns Eldjám við upphaf útfarar hans í gær. Fyrir aftan biskupinn eru frá vinstrí, herra Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup, séra Bragi Friðriksson, séra Olafur Skúlason og séra Þórir Stephensen. Mynd: Gunnar G. Vigsússon ■ Útförinni lokið, og kista dr. Kristjáns Kldjárn borin út úr Dómkirkjunni. Mynd Gunnar G. Vigfússon ■ Frú Halldóra Eldjám og sonur hennar Ingólfur Ámi Eldjára fylgja dr. Kristjáni, eiginmanni og föður hinstu fylgdina. Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.