Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 fréttir Útför dr. Kristjáns Eidjárn, fyrrverandi forseta íslands, var gerð ígær: „Nú er það hjarta hætt að slá og því er ísienska þjóðin hljóð og hnípin" sagði herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, í útfararræðu sinni í Dómkirkjunni Útför dr. Krístjáns Eldjám, fyrrum forseta íslands, var gerð frá Dómkirkj- unni í gær að viðstöddu fjölmenni. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskupinn yfir íslandi, jarðsöng, en séra Þórir Stephensen, dómkirkjuprestur, þjónaði fyrir altari og séra Ólafur Skúlason, dómprófastur, ftutti bæn. I upphafi söng Dómkórinn, kirkjukór Dómkirkjunnar, „Á hendur fel þú honum", og að því loknu flutti séra Þórir Stephensen ritningarorð. Þessu næst söng Dómkórinn á nýjan leik, og nú sálminn „Hærra, minn guð til þín". í bæn sinni, sem biskupinn flutti strax að loknum söng Dómkórsins, sagði hann m.a. „Vertu þeim huggun og trúarstyrkur, sem hér kveðja hjartkæran eiginmann sinn, föður, bróður, frænda og vin. Lít í náð til hinnar íslensku þjóðar, sem kveður fyrrverandi forseta sinn og þakkar honum störf hans, fögur og viskurík. Að leiðarlokum kemur og við leggjum allt í þína hönd.. Til upprisunnar í eilífu ríki þínu, fylgjum við dr. Kristjáni Eldjárn. Við þökkum allt sem hann var okkur, heimili sínu, landi sínu..." „Máríá, mild og há" Þessu næst lék Guðný Guðmundsdótt- ir, fiðluleikari, „Máríá, mild og há," eftir Pál ísólfsson, við undirleik dómorganistans Martins Hunger Friðr- ikssonar. { upphafi ræðu sinnar sagði herra Pétur Sigurgeirsson: „f fyrri Konunga- bók er með svofelldum orðum sagt frá Salómon konungi: „í Gídeon vitnaðist Drottin Salómon í draumi um nótt og Guð sagði: „Bið mig þess er þú vilt að ég veiti þér." Þá sagði Salómon: „Gef þú þjóni þínum gaumgæfi hjartans, til að stjórna þjóð þinni og greina gott frá illu." Drottni líkaði vel að Salómon bað um þetta. Þá sagði Guð við hann: „Af því þú baðst um þetta, en baðst ekki um langlífi þér til handa, eða auðlegð, heldur baðst um vitsmuni að skilja hvað er rétt í máli manna, þá vil ég veita þér bæn þína. Ég gef þér gaumgæfi og skynugt hjarta." Mönnum er það sameiginlegt að eiga óskir og bænir, sem þeir af innri þörf og þrá bera fram fyrir Guð. í aldanna rás hefur bæn Salómons verið höfð til marks um það, hvers óska ber og hvernig það fer eftir sem beðið er um. Það er æðsti maður þjóðar sinnar sem biður og bæn hans er í sömu andránni endurómur vilja Guðs andsvar himnanna. Salómon var nafntogaður fyrir speki sína og vitsmuni og það vottast meðal annars svo af ritum Biblíunnar, þar sem höfundarnafnið er hans. Þessi ummæli Konungabóka komu í hug minn, er ég minnist þess að dr. Kristján Eldjárn bar fram bæn sömu gerðar við embættistöku sínal968, er hann var orðinn forseti hins íslenska lýðveldis. Niðurlagsorð hans voru þessi: „Ég tek við embætti forseta íslands með auðmýkt, og fullvitandi um þá ábyrgð sem því fylgir, en um leið einráðinn að standa við hana eftir því sem mér endist vit og auðna til. Ég vil að því leyti, sem í mínu valdi stendur, leggja mig fram um að láta gott af mér leiða, í öllu því er varðar heill og hamingju þjóðarinnar í veraldlegum og andlegum efnum og ég bið Guð að gefa mér styrk til þess. Ég vona og bið að mér auðnist að eiga gott samstarf við stjórnvöld landsins og hafa lífrænt samband viðþjoðina, sem mig hefur kjörið til þessa embættis. Hjá fólkinu í landinu mun hugur minn verða." Mikill mannfjöldi var samankominn fyrir utan Dómkirkjuna, þegar útför dr. Kristján Eldjárn var lokið. „íslenska þjóðin hijóð og hnípin". Við reyndum dr. Kristján Eldjárn að miklum mannkostum, og fundum þá í hjarta hans. Hann fékk sama svar Drottins og konungurinn í bæn sinni. „Ég gef þér gaumgæfi og skynugt hjarta." Nú er það hjarta hætt að slá og því er íslenska þjóðin hljóð og hnípin..." Þessu næst rakti biskupinn æviágrip dr. Kristjáns Eldjárn. Kristján var fæddur á Tjörn í Svarfaðardal, þann 6. desember 1916. Um foreldra Kristjáns sagði herra Pétur: „Hann var sonur sæmdar- og merkishjónanna Þórarins Kristjánssonar Eldjárn, bónda og kennara, og Sigrúnar Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfað- ardal. Kristján var næstelstur af fjórum börnum þeirra." Biskupinn greindi frá því að æskuheimili Kristjáns hefði verið rómað myndarheimili, fyrir gestrisni, góðvild og menningarbrag. Sagði hann að systkinin hefðu alist þar upp við mikið ástríki foreldra sinna. Þessu næst greindi biskupinn frá menntavegi dr. Kristjáns, sem hélt til Kaupmannahafnar til náms í ensku og latínu, að loknu stúdentsprófi, en snéri sér síðan fljótlega að námi í fornleifafræði, sem ávallt eftir það átti hug hans allan, og hann helgaði miklu af kröftum sínum í starfi þjóðminjavarð- ar. Dr. Kristján lauk meistaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands vorið 1944 og var sérgrein hans íslandssaga. Vel í stakk hiíinn Síðar í ræðu sinni sagði herra Pétur Sigurgeirsson: „Þegar Kristján Eldjárn var skipaður þjóðminjavörður 1. desember 1947 var hann svo vel í stakk búinn til þeirra starfa sem best mátti verða. Hið sama ár, þann 6. febrúar 1947, kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Halldóru Ingólfsdóttur, fram kvæmdastjóra á ísafirði Arnasonar og með ráð og dáð stóð stóð hún ætíð við hlið hans. Þau eignuðust fjögur börn: Elst er Ólöf, verslunarstjóri, gift Stefáni Erni Stefánssyni arkftekt, Þórarinn rithöfundur er kvæntur Unni Ólafsdótt- ur, veðurfræðingi, Sigrún myndlistar- maður er gift Geirlaugi Stefánssyni arkítekt og yngstur er Ingólfur Árni, háskólastúdent. Dr. Kristján var kærleiksríkur heimilisfaðir, trygglyndur og frændrækinn. Það sem hæst ber í lífi þeirra hjóna og skráð hefur vissan þátt í sögu hins íslenska lýðveldis, eru þau tólf ár, sem dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra voru forsetahjón fslands. Æðsta embætti þjóðarinnar er mikil virðingar- og ábyrgðarstaða og þeim var mikill vandi á hendi að taka við því háa embætti. Alþjóð er í þakkarskuld Frú Halldóra og dr. Kristján Eldjárn unnu störf sín með sæmd og prýði eins og alþjóð þekkir og er í þakkarskuld fyrir." Skömmu síðar sagði biskupin: „Dr. Kristján unni landi sínu og þjóð. Það kom fram við hvsrt tækifæri í ræðu og riti. Minnisstæðar verða þær stundir er hann ávarpaði þjóðina. Hvernig hann bjó yfir auðugri lifandi þekkingu á íslenskri þjóðmenningu og flutti ylhýra málið sitt af virðingu, hógværð og andagift. Ég vil elska mitt land - var hjartalagið hans, - fsland, ættjörðin, móðurmoldin, föðurlandið." Biskupinn greindi frá því að þrátt fyrir annríki í forsetaembættinu, hefði dr. Kristján aldrei lagt fræðimennskuna á hilluna. Hann hefði skrifað margar fræðibækur og vísindarit áður en hann varð forseti, og fræðistörfum sínum hefði hann haldið áfram eftir megni, eftir að hann settist í forsetastól. Biskup greindi frá því að dr. Kristján hefði verið kjörinn heiðursdoktor við sex erlenda háskóla. „íslensk kirkja á dr. Kristjáni mikið að þakka" Þá sagði biskup: „Islensk kirkja á fræðistörfum hans og rannsóknum mikið að þakka. Hann var manna fróðastur um helgar minjar,... öll verk hans báru þess vott hve hann var vandvirkur, skilningsríkur og sanngjarn. Miklar voru náðargjafirnar til hans frá föður Ijósanna. Lýsandi verkin hans, sem fylgja honum áfram - áfram. Hann var ástmögur íslands, hinn trausti, og ættjarðarblómi." Þessu næst rakti biskupinn yfir fslandi í stuttu máli hvað dr. Kristján tók sér fyrir hendur eftir að hann ákvað að gefa ekki kost á sér í embætti forseta á ný. Sagði biskupinn að dr. Kristján hefði þá haft mikið af vísindalegum verkefnum, sem hann hefði unnið að með elju síðastliðin tvö ár. Eitt af síðustu verkum dr. Kristjáns var undirbúningsvinna fyrir sýningu Bertels Thorvaldsens í Reykjavík nú í sumar. Nærri niðurlagi ræðu sinnar sagði herra Pétur: „Síðast för hann dagsferð heim að Tjörn í Svarfaðardal vegna blaðaviðtals þar á æskuslóðum. Þá í hinsta sinn sá hann dalinn sinn kæra, tindana háu, jörðina helgu, sem geymdi fyrstu sporin hans í þessum heimi, en nú var þeirri ferð að ljúka." Ég fel þig góðum Guði ávald Gerði biskupinn þessu næst grein fyrir sjúkrasögu dr. Kristjáns, og þeim ummælum hans, að hann hefði í raun svo mikið að gera við vísinda- og fræðistörf sín, að hann mætti ekki vera að því að fara utan til þess að gangast Tímamynd: Róbert undir hjartauppskurð, en eins og alþjóð veit þá átti dr. Kristján Eldjárn ekki afturkvæmt úr þeirri för því hann andaðist um miðjan dag þann 14. september eftir að hafa gengist undir stóra aðgerð, þá aðra í róðinni á aðeins tveimur vikum. Niðurlagsorðin í ræðu biskups voru þessi: „Að síðustu kveð ég þig vinur með þinni eigin þýðingu á fyrirbænaorðum norska trúarskáldsins: „Ég fel þig góðum Guði á vald, þinn genginn veg og áframhald." Þjóðin er öll hér í anda með hinstu kveðju sína. Hvert blóm er bæn og þökk við kistu þína. Eilífðin mæti þér, björt og fógur, eins og minning þín lifir í geislaskini. f Jesú nafni, amen." Að ræðu biskups lokinni flutti Dómkórinn „fsland ögrum skorið", og að því loknu flutti séra Ólafur Skúlason bæn. Dómkórinn flutti að því búnu sálminn „AUt eins og blómstrið eina." Handhafar forsetavalds, á meðal þeirra er báru kistuna Dr. Kristján Eldjárn var lagður til hinstu hvíldar í Fossvogskirkjugarði og þeir sem báru kistu dr. Kristjáns úr Dómkirkjunni voru handhafar forseta- valds, þeir dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, Jón Helgason, forseti Sameinaðs þings, og Logi Einarsson, forseti Hæstaréttar. Auk handhafa forsetavalds báru kistuna þeir Hannes Pétursson, skáld, Guðmundur Magnús- son, háskólarektor, Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, og Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavörður. Lðgreglan og skátar stóðu heiðursvörð fyrir utan Dóm- kirkjuna og þegar líkfylgdin kom út úr kirkjunm, hóf Lúðrasveit Reykjavíkur að leika þjóðsönginn, „Ó Guðs vors lands". AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.