Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 8
8 FÓSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 Bókasafns- fræðingur Staða bókasafnsfræöings er laus til umsóknar. Hlutastarf. Launakjörfara eftir samningum við Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist safninu fyrir 13. október 1982. Borgarbókavörour. Eftirsóttu „Cabína" rúmsam- stæðurnar komnar aftur. Verð kr. 5.970,00 með dýnu. Húsqögn og , . . Suðurlandsbraut 18 innrettmgar sími 86-900 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. CAR RENTAL c*wS» O 29090 SS55Í! tEYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsimi: 82063 STÁL-ORKA SIJIHJ- Olí VIIMil! IIU/ÍÞJONIJSTAN KJAMHÖIMAIO 300-KOMVOOI SÍMI 40MO. Leigufyrirtæki Höfðar þjónusta okkar til þín? Veltu því fyrir þér. Við höfum yfir aö ráöa þjónustubifreiö m/öllum bún- aöi, sem viö getum sent hvert á land sem er ásamt starfsmönnum. Er fyrirtaekiö þitt yfirhlaöið verkefn- um? Hefur þú oröiö að vísa frá þér verkefnum vegna mannaleysis? Ef svo er, haföu þá samband viö okkur og viö veitum þér tímabundna aðstoö. Athugaöu þaöll erlent yf irlit ¦ Þær tiltektir Reagans Bandaríkja- forseta, að reyna að koma í veg fyrir lagningu gasleiðslunnar frá Sovétríkjun- um til Vestur-Evrópu hafa vægast sagt mælst illa fyrir í Evrópu. Ríkisstjórnir þeirra landa, sem samið hafa um kaup á jarðgasi frá Sovétríkjunum og leggja fram fjármagn og tæknikunnáttu til fyrirtækisins, hafa ákveðið að hafa að engu tilmæli Bandaríkjastjórnar um að stöðva framkvæmdir. Reaganstjórnin hefur beitt miklum þrýstingi til að koma í veg fyrir lagningu leiðslunnar og m.a. bannað bandarískum fyrirtækjum og dótturfyrirtækjum þeirra í Evrópu að selja tæknibúnað sem nauðsynlegur er við lagningu leiðslunnar. Þau ríki sem gerðu samninginn við Sovétríkin um leiðsluna og kaup á gasinu eru Þýskaland, Frakkland, ítalía og Bretland. Þau hafa öll brugðist hart við og mótmælt þvingunarhótunum Bandaríkjastjórnar og verkið heldur áfram. Það sem fyrir Bandaríkjamónn- um vakir er að koma í veg fyrir að Vestur-Evrópa verði um of háð orku frá Sovétríkjunum. Þeir telja að Rússar fái Gasleiðslan umdeilda nser allt frá Síberíu til Vestur-Evrópu. Gasleidslan frá Sovétríkjunum EVRÓPURÍKI VILJA FÁ AÐ RÁÐA SÍNUM VIÐSKIPTUM SJÁLF tækifæri til að beita þvingunum með hótun um að loka fyrir orkustreymið hvenær sem þeim þóknast. Einnig segja þeir að Rússar muni hagnast meira á orkusölunni en Vestur-Evrópumenn. En fleira kemur til. Bandaríska ríkisstjórnin vill ekki að vestræn ríki auki viðskipti sín við Austur-Evrópu á meðan herlög eru í gildi í Póllandi og mörg kommúnistaríki eru háð framleng- ingu á greiðslu lána til vestrænna fjármálastofnana. Enn telja þeir að ýmis þau tækniundur, sem vestræn fyrirtæki selja austur fyrir tjald í tengslum við gasleiðsluna og dælukerfin sem hún verður búin, geti komið vígbúnaði Sovétríkjanna til góða. Vestur-Evrópumenn hafa brugðist hart við og kallað hugmyndir Reagans viðskiptaþvinganir, og að það sitji síst á Bandaríkjastjórn að koma í veg fyrir viðskiptatengsl milli austurs og vesturs þar sem þeir sjálfir selja mikið til Sovétríkjanna, ekki síst matvöru sem mikil þörf er fyrir austur þar. Þá telja þeir að Reagan hafi gengið einum of langt í því forystuhlutverki sem Banda- ríkin hafa meðal vestrænna þjóða, og geti afskiptasemi af þessu tagi orðið til að spilla samstarfinu. í grein sem Claude Cheysson, fransk- ur ráðherra, sem fer með málefni varðandi samskipti Frakklands við útlönd, ritaði nýlega, skýrir hann sjónarmið Frakka í þessu efni. Hann segir m.a., að samningar um gasleiðsl- una hafi verið gerðir fyrir nokkrum árum. Þá hafi Frakkar staðið frammi fyrir því hvernig þeir gætu tryggt sér næga orku í framtíðinni. Olíuverð fór síhækkandi og í landinu eru engar orkulindir sem heitið getur. Kjarnorku- ver leystu mikinn vanda en Frakkar vildu ekki vera um of háðir þeirri orkunýtingu fremur en olíunni og könnuðu allar mögulegar leiðir. Gert er ráð fyrir, að þegar gasleiðslan er fullgerð muni gasið frá Sovétríkjunum nema um 5 af hundraði af orkuþörf Frakklands. Hann segir að Frakkar hafi, eins og hinar þjóðirnar, sem gassamninginn gerðu, verið þess fullvitandi að Rússar geti lokað fyrir gasstreymið hvenær sem þeim þóknast, en Vestur-Evrópa gæti þess vcl að verða ekki háðari þessari orku en svo að hún geti sem bcst komist af án hennar ef í harðbakkann slær. Það er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki í ¦ Jafnvel Thatcher forsætisráðherra mótmælti harðlega afskiptum Reagans af málefnum Evrópu. Vestur-Evrópu að taka þátt í smíði leiðslunnar. Það er óþarfi að láta Rússa eina hagnast á framkvæmdinni og veita atvinnu við hana. Um fjármálaviðskipti austurs og vesturs segir ráðherrann, að frá ársbyrjun 1981 hafi lán franskra peningastofnana til Austur-Evrópu- landa minnkað um 30 af hundraði, en á sama tíma hafi Bandaríkjamenn aukið sín viðskipti við sömu lönd um 50 af hundraði. Um viðskiptaþvinganir segir ráðherr- ann, að þær komi oftar ver við þann sem beitir þeim en þann aðila sem þvingun- unum er beitt gegn. Hann leggur áherslu á að Bandaríkjastjórn reyni að þvinga erlend fyrirtæki til að ganga á bak samningum,það sé andstætt öllu alþjóð- legu viðskiptasiðferði. Cheysson leggur málið þannig upp - hvernig Bandaríkjastjórn brygðist við, ef ríkisstjórnir Frakklands, Þýskalands, ítalíu og Bretlands heimtuðu að banda- rísk fyrirtæki riftu samningum við fyrirtæki í Suður-Afríku, Guatemala eða einhver önnur ríki, aðeins vegna þess að þeim félli ekki í geð stefna þeirra. Hann staðhæfir, að stjórnin í Washington mundi ekki einu sinni ræða slík tilmæli. Hann telur að ráðríki af þessu tagi geti reynst samstarfi vest- rænna ríkja hættulegt. Atlantshafs- bandalagið, og önnur samtök vestrænna ríkja, er byggt á sameiginlegum ákvörð- unum og ákvörðunarrétti einstakra ríkja. Þar er um samstarf sjálfstæðra þjóða að ræða. Atlantshafsbandalagið er ekki Vasjárbandalagið. Við myndum bandalag en ekki blokk. Reagan hefur dregið nokkuð í land í þessu máli. Leiðtogar þeirra ríkja, sem samninginn gerðu við Sovétríkin um gassöluna, hafa staðið fast á þeim rétti sínum, að ákveða sjálfir við hverja þeir gera viðskiptasamninga og Bandaríkja- forseti sér að hann hefurgengið of langt, og hann getur ekki komið í veg fyrir lagningu leiðslunnar. Því er hann farinn að leita málamiðlunar og leggja til að viðskiptatengsl Vestur-Evrópu við Sovétríkin verði minnkuð á öðrum sviðum, aðallega varðandi styttingu lánstíma á lánum sem vestrænar fjár- málastofnanir veita austur fyrir og að afborganir verði greiddar fyrr en nú er gert ráð fyrir. Einnig leggur hann til, að takmörkuð verði sala á tæki sem koma kann vígbúnaði til góða og yfirleitt tekið upp strangara eftirlit með viðskiptum austurs og vesturs. Það er ekki tekið alltof vel í þessar tillögur, en þær eru ræddar, því málið snýst ekki lengur um gasleiðsluna og orkukaup heldur um að koma í veg fyrir að gjáin milli Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu gliðni enn meira. Oddur Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.