Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 12
„MÍGRENSJÚKLINGAR ERU TRAUST FÓLK” með því að selja snældur með slök- unaræfíngum. Um þessar mundir vinn- ur hún að stóru ritverki, tuttugu ára þroskasögu ein- staklings, sem vænt- anlegt er á árinu 1983. Norma er fædd í Glasgow í Skotlandi 1945 og er móðir hennar íslensk en faðir skosk-írskur. Hún ólst upp í blokk í vesturbæ Reykja- víkur. „Ég bara er svona og engin ber ábyrgð á því nema ég“ Núna á þessum drottins dýrðardegi er ég sit uppi í kvisthcrbergi hugleiði ég orö mönimu gömlu sem hún sagöi í girkveldi í símann: „Þú bara ert svona“, og ég hrópa ferfalt húrra í huganum. Loksins! Loksins er hún búin að sætta sig við þetta - ekki beint gefist upp á að ala mig upp, en, sem sagt, sætt sig við mig. „Þú bara ert svona,“ sagði hún og hló. Húrra! Ég bara er svona, og cngin bcr ábyrgð á því nema ég. Eg fæ mig sjálfa í hausinn ef eitthvað hregst, fæ gleðitilfinningu í sál og líkama, cf citthvaö gengur vel. En það er crfitt að vera ég, eins og tilraunavél, hönnuð í einu eintaki, módel, scm enginn kann í rauninni á, því uppfinningamaður rauk vcg allrar veraldar áður en hægt var að kenna meðhöndlun á apparatinu mér. Ætlað- ist „skapari" minn kannski til þess að ég lærði á þétta smátt og smátt sjálf? Það er spurningin! Hvernig er dagurinn hjá mér? Yfirleitt mjög skemmtilegur eða mjög erfiður. Það cr aldrci sarna mynstrið í mínum dögum. Þö geri ég oft það sama - vinn heima, gcri ótal hluti í einu að hætti svokallaðra mígrenisjúkl- inga, les yfir handritið mitt, breyti, hugsa, vélrita, annast börnin mtn, tala viö þau, þvæ af þeim (nú í höndunum, það er ekkert leiðinlcgt, cn dagarnir þyrftu eiginlega að vera þrem tímum lengri fyrir bragðið meðan þvottavélin er svona ,,klikk“), kem þeim í skólann, tek á móti þeim, fer út í ruslatunnu með lyktandi kattasand... Kíki í eitthvert hcilsuritið, hleyp út í banka til að ná í pening (víxillánið til að greiða af íbúðinni). Fyrir rúmu ári vissi ég ekki hvað víxill var! Nú borgar maður hús á víxlunt. Vökva blómin. Svara nokkrum upphringing- um. „Mígrensamtökin, ég er búin að rcyna mikið að ná sambandi við félagið... er búin að hafa þetta síðan ég var átta ára...“ „Er þetta hjá Mígrensamtökunum? Maðurinn minn fékk svo hryllilegan höfuðverk í gær, hann þoiir enga birtu, ælir og er náfölur og ískalt. Gcturðu sagt mér hvort hann komist til einhvers sérfræð- ings strax? Ég hef svo miklar áhyggjur.“ Einstæð móðir með 3 börn þarf töluvert fjármagn og mikið þrek „Komdu Klara, við skulum skreppa í Stuð með slökunaræfingar.,, Þeim veitir ekkert af, þeim pönkurunum.“ „Oh, alltaf slökun, slökun", nöldrar dóttirin. „Æi, þegiðu og slakaöu á barn, þetta er vinna! Þú mátt bíða heima." En Klara vill þá, þegar allt kemur til alls koma með. Við þurfum að flýta okkur, því hún á að fara í skólann kl. hálfeitt. Nú færi ég Ingibjörgu Þorbergs hjá útvarpinu vélritaðar síður. Þetta cr smásaga sem ég hef áhuga á að lesa. Ég fæ pening fyrir að lesa sögu eftir mig í útvarpi. Einstæð móöir með þrjú börn (skelfilega leiðist mér þetta með einstæð móðir. Að vera móðir er sú mesta blessun sem mér hefur hlotnast) þarf töluvert fjármagn og mikið þrek. Mér finnst ég hafa of lítið af hvoru tveggja. Ef á heildina er litið, þá get ég allt sem ég vil - sætt mig við það sem ég vil sætta mig við, ákveða sjálf hvað er aukaatriði, hvað aðalatriði frá mínum bæjardyrum séð! Fréttabréf Mígrensamtakanna og eina snældu á pósthúsið. Ég hef unun af að scnda mígrensjúklingum sem hafa komist í samband við félagið efni, sem ef til vill opnar nýjar leiðir og skilning um að þeir séu ekki einir í heiminum þegar allt kemur til alls. Ég man hvernig mér leið þegar ég komst í samband við bresku mígrcnsamtökin. Fólk er misjafnlega næmt Að finna orsök mígrcnis getur verið eins og leit að saumnál í heystakki, lífstíðarleit. Eða þá orsök exsems og ofnæmis, asma. Fólk er misjafnlega næmt. Ég og börn mín erum að þessu leyti næm (við crum, held ég, barasta eins og fólk á að vera). Það er enginn plús að þola endalaust eitur, þ.e. eitthvað sem er óhollt. Margt fólk veit ekki hvað veldur vanlíðan, getur verið mataræðið, mengun, streita. Börn mín (tvö þeirra) hlaupa gjarnan upp (nú, þarna hefur leynst egg í þessari köku, þessu, þcssu og þessu!) og ég og Rósa dóttir mín fáum höfuðverk. Hér þarf fólk að skilja nauðsyn samstöðu Oft blöskrar manni öll vitleysan í þjóðfélaginu. Mér finnst mjög nota- legt að slökkva glottandi á útvarps- og sjónvarpsfréttum þess efnis að „samn- ingaumleitanir hafi hrugðist.“ Finnst mér ekki koma neitt við nema heilbrigðismál! Samningaumlcitanir bregðast ekki ef „kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi" eru í huga samningaleitarmanna (Var áðan að lcsa grein eftir Guðrúnu Jónsdóttur, sérfræðing í geðlækn- ingum sem lá þarna á gólfinu. Þar segir að ofangreint séu orð Páls postula um Ávexti andans). Það er auðvitað vel hægt að skilja að ísland hefur sérstöðu hvað erfið- leikum viðkcmur. Þetta er erfitt land, eyja langt úti í hafi. Hér þarf fólk svo sannarlega að skilja nauðsyn samstöðu og láta ekki allt vaða í óstjórn. Þetta rennur upp fyrir manni þegar maður hefur ferðast erlendis, í góðu veðri, þar sem ávextir og grænmeti er ódýrt, en þar er það kannski eitthvað annað scm er að. Til hvers að rífast um flugvöll þegar heilbrigðismál eru í kalda koli? Pening um til heilbrigðismála er svo óvitur- lega ráðstafað (það er satt sem maður hefur lesið, við notum aðeins um fimm prósent af heilabúi okkar!) að engu lagi er líkt. Hver höndin uppi á móti annarri. Metnaðargirnd er að drepa þá sem eiga að gæta hagsmuna þeirra sem kunna ekki, skilja ekki að þeir eiga frá náttúrunnar hendi að vera sínir eigin læknar. Það er frumskylda að vernda sína eigin heilsu, vera sinn eigin læknir. Þar treysti ég ekki læknum, hvaða nafni sem þeir nefnast, frekar en sjálfri mér. Trúi aðeins á kærleika meðal tnanna. Læknar eru svo ósköp lítill hluti af þessu öllu saman, misnotaðir einstaklingar, sem vita - grunar mig - innst inni að þetta óheilbrigði í manneskjunni er vegna rangra lifnaðarhátta í eitursýktum heimi. Þeir ættu að gera byltingu, ekki til að fá kauphækkun, heldur til að finna sálarfrið. Starfa í anda siða- reglna lækna. Lina þjáningar. Pillur, gera þær gagn? Stundum. Bara stundum! En við þurfum á læknum að halda til að kenna okkur. Það vita allir innst inni. Núna cr ég formaður Mígrensam- takanna. Mígrensjúklingar, drykkju- sjúklingar, dópistar, gigtarsjúklingar og ofnæmissjúklingar eiga ítök í hjarta mínu. Þetta er næmt fólk, gott fólk, sem þjáist. Cervantes, Thomas Jefferson, Freud, Ulysses S. Grant, Karl Marx, Júlíus Caesar, Leo Tolstoy, Virginia Woolf, Edgar Allan Poe, Sinclair Lewis, Lewis Carroll, Tchaikowsky, Chopin, Charles Darwin, GeorgBern- ard Shaw væru félagar í mígrensam- tökum ef þau væru hér. Svo er einhver að tala um kvénnasjúkdóm! Hormóna- truflanir spila þó stórt hlutverk hjá konum með mígren. Mér finnst, ég meðtalin, mígrensjúklingar traust fólk, og vona að þeir allir, eins og hver sá sem á við sjúkdóm að stríða finni bata- og fáir þarfnast eins aðhalds og skilnings sem þeir. Engir eru eins mikil olnbogabörn í þjóðfélaginu og þeir. Sonur minn er með kasettutækið á, rigning er úti og notalegt að heyra dropana hljóma á bárujárninu. „Finndu að hlýjutilfinningin verður greinilegri og greinilegri... Innri ró verður greinilegri og greinilegri... Til dæmis gætirðu ímyndað þér að sólin skíni á líkama þinn...“ segir á slökunarsnældunni. Órói, órói, hvað viltu mér, Órói, órói, hvaðan ber þig að? Órói, órói, égsætti mig ekki við þetta! Farðu! (úr ljóðabókinni Tréð fyrir utan gluggann minn eftir Normu E. Sam- úelsdóttur) ■ Norma E. Sam- úelsdóttir er rithöf- undur og þriggja barna móðir. Hún er áhugasöm um heilbrigðismál, er óvirkur félagi í Asma og ofnæmis- félaginu, Exsem og psoriasisfélaginu, AA samtökunum og var áður í Gigtar- félaginu. Hún er nú formaður Mígren- samtakanna. Sök- um þessa mikla áhuga á heilbrigðis- málum les hún allt varðandi þau sem hún kemur höndum yfir. Auk ritstarf- anna sér Norma sér og sínum farborða (Tímamynd Róbert) ■ Fyrir rúmu ári vissi Norma ekki hvað víxill er! Nú borgar hún hús á víxlum. Dagur í lífi Normu E. Samúelsdóttur, rithöfundar og formanns Mígrensamtakanna Leiörétting á kökuuppskrift ■ í uppskrift að ananasrjómatertu, sem birtist hér á síðunni í gær, urðu þau mistök að sagt var að setja ætti 50 g af púðursykri í fyllinguna. Hið rétta er, að setja á 50 g af flórsykri saman við fyllinguna og er hér með beðist velvirðingar á mistökunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.