Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 16
Sktmmuvegi 20 Kopavogj Simar (91)775.51 4 78030 Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag Armiíla 24 Sfmi 36510 ÍSLENSKUR JAZZ FER NÚ VAXANDI 1* FÖSTUDAGUR 24. SEPT.1982 ?? — rætt við Sigurð Flosason saxóf ónleikara í Nýja kompaníinu sem nýlega kom f rá námi í Bandaríkjunum ¦ „íslenskt jazzlíf fer nú vaxandi hérlendis, þetta er bylgja sem að miklu leyti er að þakka Jazzvakningu og frumkvöðlum á borð við Guðmund Ingólfsson og vonandi er þriðja blómaskeið jazzins í upp- sigiingu" segir Sigurður Flosason saxófónleikari í samtali við Tímann en hann dvaldi við nám í Bandaríkj unum í sumar og lék inn á plötu með Nýja kompaníinu sem nýlega er komin út. „Jazzlífið hér var í mikilli lægð hérlendis allt framundir 1977-78 er hlutirnir fóru að gerast og nú er kominn skóli, Tónlistarskóli FÍH, sem miklar vonir eru bundnar við og á örugglega eftir að leiða margt gott af séren skilyrði fyrir því að gott jazzlíf fái þrifist hér er að sjálfsögðu klúbbur þar sem menn geta haft atvinnu af því að leika jazz. Það eru margir góðir jazzleikarar við nám erlendis nú og eftir 5-6 ár koma þeir inn í þetta h'f á fullu þannig að búast má við að jákvæð þróun á þessu sviði verði hérlendis á næstu árum". Lærði í Boston „Úti í Bandaríkjunum var ég í Berklee collage í Boston í eina þrjá mánuði, það er eina önn, en ég ætla mér að taka BA gráðu þar í tónlistinni. Það tekur átta annir þannig að maður fer þarna aftur um leið og ég hef lokið námi mt'nu hér en sem stendur er ég að taka stúdentspróf og er þar að auki í Tónlistarskóla Reykjavíkur" segir Sigurður. „Platan sem Nýja kompaníið gaf út fyrir skömmu var tekin upp seint í vetur, útkoman tafðist svo af ýmsum ástæðum en upphaflega átti þessi plata að koma út í vor" ¦ „Þriðja blómaskeið jazzins er vonandi á leiðinni", sagði Sigurður Flosason saxófónleikari. Tímamynd: Róbert. Stór skóli „Berklee skólinn er mjög stór, tekur . um 2700 nemendur og kannski má segja að það sé galli í sjálfu sér. Hinsvegar er boðið upp á gífurlega marga hluti í þessum skóla og margir þekktir jazzleikarar bandarískir hafa lært þar" Sem dæmi um jazzleikara sem lært hafa í Berklee nefnir Sigurður þá Chick Corea, Gary Burton, Quincy Jones og japanann Thosiho Ariose... „Corea var raunar rekinn úr þessum skóla fyrir að vera „síónd" inn í æfingaherbergi" segir Sigurður. Aðspurður um hverjir séu hans uppáhalds jazzleikarar segir Sigurður að af saxófónleikurum komi fyrst Charley Parker en einnig megi nefna þá Ben Webster, Johnny Hodeges, og Arthur Blythe en af óðrum megi nefna píanóleikarann Bill Evans. Tónleikar Hvað nánustu framtíð varðar segir Sigurður að Nýja Kompaníið ætli að halda nokkra tónleika til að fylgja eftir nýju plötunni. Verða þeir fyrstu í byrjun október og síðan er ætlunin að leika í skólum og víðar en erfiðlega hefur gengið að afla húsnæðis til tónleikahalds. -Fri fréttir Tungnaárdeilan: Sáttafundur fram á nótt ¦ Sáttafundur í deilu starfsmanna á Tungnaár- svæðinu, sem hófst hjá sáttasemjara klukkan 16 í gær stóð enn þegar Tíminn fór í prentun í gærkvöldi.' Búist var við að fundar yrði fram eftir nóttu. Nú hefur verkfall starfs- manna á Tungnaársvæðinu staðið í hálfan mánuð. Eins og staðan var í gærkvöldi þótti heldur ólíklegt að samkomulag næðist. -Sjó. Tvöprestakölllaus ¦ Biskup íslands hefur auglýst tvö prestaköll laus til umsóknar, en það eru Hólmavíkurprestakall og D j úpavogsprestakall. Séra Andrés Ólafsson hefur þjónað í Hólmavík- urprestakalli í nær 35 ár, en hefur nú hlotið lausn frá starfi. Prestakallið var auglýst laust fyrir nokkru, og rennur umsóknarfrest- ur út 25. september n.k. Séra Trausti Pétursson hefur þjónað í Djúpa- vogsprestakalli í rúm 33 ár og hefur hann nú fengið lausn frá embætti vegna aldurs. Prestakallið var auglýst laust til umsóknar nú í sumar og var einn umsækj- andi, séra Bjarni Guðjóns- son á Valþjófsstað, en hann hefur nú vegna ein- dreginna áskorana sóknar- barria sinna, dregið um- sókn sína til baka. Presta- kallið hefur nú verið aug- lýst að nýju og er um- sóknarfrestur til 31. okt. n.k. Séra Kristinn Hóseas- son í Heiðdölum gegnir nú bráðabirgðaþjónustu á Djúpavogi. dropar Að hafa tvö fullkomin eyru ¦ ' Borgarstjórnarfundir eiga það til að vera langdregnir og leiðinlegir, eins og aðrir opinberir fundir hvort sem eru á vegum sveitarfélaga, Al- þingis, eða nefnda tengdum þessum aðilum. Það sem bjargar þeim em þáhn'y'ttin tilsvör og spaugileg atvik sem alltaf koma reglulega upp. Á síðasta borgarstjórnar- fundi kastaðist örlítið í kekki milli þeirra Alberts Guð- mundssonar og Kristjáns Bene diktssonar borgarfulltrúa. Al- bert kom í ræðustól til að segja Kristjáni lítillega til syndanna, og óskaði jal'n Iramt eftir því að sökudólgurinn fylgdist með ræðu siimi. Gekk svo vel framanaf, nema í miðri ræðu þá sest einn borgarfulltrúi á hækjur sínar við stól Kristjáns og tekur að ræða við hann. Kunni Albert þessu illa og biður fundarstjóra að gera hlé á fundi meðan þessi orðaskipti eiga sér stað svo athygli borgarfulltrúans geti heil og óskipt verið við ræðu hans. , Kristján bjargaði málunum þegar í stað og fullyrti að hann liafi verið að hlusta á Albert og því þurfi ekkert hlé að gera á fundinum. Albert heldur því áfram ræðu sinni og svarar að bragði að hann hafi vitað að Kristján hefði tvö eyru, en að< þau væru svo fullkomin að hann gæti hlustað á tvo í einu livorn með sínu eyra: „Það vissi ég ekki," sagði Albert. Fáklæddur þjálfari ¦ Það hefur lengi verið tU siðs að menn stappi stálinu í sjálfa sig og aðra með ýmisskonar heitingum. Hvort sem slíkt tiltæki hefur orðið tíl þess að ísfirðingar héldu sæti sínu í 1. deildarkeppninni í knattspymu ¦' sumar, eða ekki, er ckki hægt að fullyrða. Hitt er hins vegar rétt að Magnús Jónatasson, þjálfari ísfirðinga, hét liðsmönnum sínum fyrr í sumar, að ef liðið héldi sæti sínu ¦' fyrstu deUd, skyldi hann hlaupa hring á knattspyrnu- veUinum, fáklæddur, eftir úrslitaleikinn, að áhorfendum ásjáandi. Þetta er skýringin á því að hálfnakinn maður sást hlaupa af varamannabekknum í lok leiks ísfirðinga og Keflvíkinga á dögunum, og náttúrlega fylgdu liðsmenn á eftír. Krummi ... ...sá auglýst i Mogganum í gær eftir misdjúpum karlröddum. Því er ekki auglýst eftir strákum í mútum? Eru karl- raddir ikki misdýpstar á því skeiði?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.