Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 1
MfMM Helgarpakki dagskrá ríkisfjölmiðlanna 24. sept. til 1. október SHAKIN’ STEVENS í MARKINU ■ Leikur Liverpool og Luton í ensku knattspyrnunni s.I. laugardag var með þeim bestu sem maður hefur séð lengi. Mikill hraði og spenna, fjöldi marka og hádramatískir atburðir einkenndu þennan leik en í honum þurfti Luton að nota hvorki meira né minna en þrjá markmenn. Um miðjan fyrri hálfleikinn hlaut aðalmarkmaðurinn meiðsli og varð að yfirgefa völlinn en í hans stað kom leikmaðurinn Stevens af vellinum og í markið. í nettum breskum húmor kallaði breski þulurinn svo þennan mann Shakin’Stevens enda þurfti hann að taka á öllu sínu þann tíma sem hann stóð á milli stanganna. Luton liðið getur greiniiega unnið hvaða lið sem er á góðum degi, hafa geysiöfluga framlmu, en í fyrra vissi maður varla nafn þessa liðs hvað þá meir. Þeir hafa þó greinilega átt fullt erindi upp í fyrstu deildina. Synir Adams Laugardagsmynd sjónvarpsins „Adam átti syni fjóra“ var önnur mynd sjónvarpsins á skömmum tíma með Ingrid Bergman í aðalhlutverki en stutt er síðan þessi leikkona lést. Bergman átti mun betri dag í þessari mynd en þeirri fyrri og í henni kom skýrt fram sá sérstaki „sjarmi" og hæfileikar sem þessi leikkona hafði til að bera. Susan Hayward var einnig góð í hlutverki tæfunnar og var myndin í heild góð þótt efni hennar væri svo sem ekkert sérstakt. Norræn samvinna Eftir hádegið í útvarpinu á sunnu- dag var þátturinn „Norræn samvinna - staðreynd eða þjóðsaga?,, dagskrá með upplestri og söngvum í tilefni 60 ára afmælis Norræna félagsins á íslandi. Nokkuð veluppbyggður þátt- ur sem sannaði svo ekki verður um villst að norræn samvinna er staðreynd en ekkiþjóðsaga og að við íslendingar höfum notið góðra hluta af þessari samvinnu í gegnum árin. Barnaefni sunnudagsins var annars- vegar mjög góð fræðslumynd um ljón í þjóðgarði í Kenya og hinsvegar sænskur sjónvarpsþáttur sem talinn var til nútímaævintýris. Sænskir hafa einstakt lag á að gera leiðinlega þætti. Framan af virtist þátturinn „Súsanna og drekinn” vera einn af þessum venjulegu vandamálaþáttum úr fjöl- skyldulífinu en breyttist svo í ...ja, nútímaævintýri. Höfuðpersóna þáttar- ins er fimm ára stelpukrakki sem þarfnaðist öðru fremur góðrar fleng- ingar, en hún er oft skilin eftir ein heima þar sem mamman er úti að djamma með einhverjum „allsvensk- an“ gaur. Krakkinn fær svo uppblásinn dreka í lið með sér til að hafa hemil á móðurinni. Raunar verður að segjast eins og er að ég hafði lúmskt gaman af ýmsum atriðum í þessum þætti. Bob og Solly Einn athyglisverðasti þáttur vikunn- ar í sjónvarpinu var þátturinn Kjarn- orkuvopnakapphlaupið á þriðjudags- kvöldið. Þar ræddi norskur fréttamað- ur við þá Robert McNamara fyrrum varnarmálaráðherra í stjórn Kennedys Jane Seymour leikur eitt hlutverkanna í Austan Eden. Friðrik Indriðason blaðamaður skrifar um dagskrá ríkisf jölmiðlanna og Zuckerman lávarð sem lengi var ráðunautur breskra ríkisstjórna um varnarmál. Þeir félagar Bob og Solly eins og þeir kölluðu hver annan settu fram vel ígrundaðar skoðanir á því hvernig draga mætti úr hættunni á kjarnorkustríði en fram kom í máli Bob að nú væru til á milli 40 og 50 þúsund kjarnorkuoddar í heiminum hver um sig á við þrjátíufalda Hirosima sprengju þannig að þótt þeim væri fækkað um helming væri nóg eftir til að sprengja okkur öll til helvítis eða jafnvel lengra. McNamara setti fram athyglisverðar hugmyndir í þættinum og fram kom í máli hans að ekki er nóg að stórveldin setji fram þá stefnu að verða ekki fyrstir til að beita kjamorkuvopnum heldur verður að fylgja í kjölfarið stefna sem miðar að því að beita þessum vopnum ekki í annað sinn fyrr en fullljóst er að ekki hefur verið um mistök að ræða. Þetta er grundvallar- atriði og byggist á því að á undanförn- um árum hefur oft legið nærri að kjarnorkustríð yrðu vegna mistaka, má í því sambandi nefna bilun í tölvum Bandaríkjahers sem gáfu viðvörun um kjarnorkukárás að ástæðulausu, fyrir fáum árum síðan. Austan Eden Sjónvarpið hefur tekið til sýninga þættina Austan Eden, byggða á samnefndri sögu nóbelsvoðlaunahaf- ans John Steinbeck. Epískir þættir að hætti kananna sem spanna fjölda ára með hádramatískum atriðum úr ævi viðkomandi fólks. Brcska leikkonan Janc Seymor fer með eitt af aðalhlut- verkunum og kemur vel til skila þeirri manngerð sem hún áað leika... ef hún biður þig um eitthvað er best að láta hana fá það strax eða flytja til Ástralíu og vona að hún finni þig ekki þar. plötur Frumleg Jonee Jonee Svonatorrek Gramm ■ Tónlist Jonee Jonee flokk- ast öðru fremur undir NÍT eða Ný íslensk tónlist en þetta hugtak kom fyrst upp í viðtali sem Helgar-Tíminn átti við Einar Örn Benediktsson úr Purrkknum sáluga og tclja má hugtakið samnefnara yfir það sem hljómsveitir á borð við Purrkinn hafa verið að gera á undanfömum tveimur árum. Jonee Jonee er raunar mjög hliðstæð Purrkknum, tónlistar- lega og söngvari þeirra Þorvar notar að hluta til sömu „tækni“ og Einar söngvari Purrksins. Hljóðfæraskipun er hinsvegar fábreyttari söngur, bassi, trommur og saxófónn í ein- stöku lögum en útfærsla þeirra og samspil þessara hljóðfæra er frumleg og nokkuð sérstök. Textar þeirra félaga eru margir ansi skondnir og á plötunni má heyra millikafla í lögum eða utan þeirra sem gera plötuna líflega og skemmtilega, dæmi lagið Þyrnirós og lokin á B-hliðinni. Jonee Jonee er skipuð þeim Þorvari Hafsteinssyni, söngur og saxófónn, Bergsteini Björg- úlfssyni trommur og Heimi Barðasyni á bassa. Bestu lög eru Jonee Jonee (söngur um hljómsveitina), Glas, Abstrakt. -FRI Glymskratti ■ Eftir helgina kemur á markað frá Steinum hf. ný safnplata sem hlotið hefur nafnið Glymskrattinn. Eins og nafn plötunnar bendir til hefur hún að geyma vinsæl lög, sem velflest hafa hljómað við góðan orðstí á öldum Ijósvakans og í öldur- húsum. Innihaldið spannar allt frá diskó til þyngri rokktakta, með millilendingu í „fusion", eða „bræðsludjassi", ska, reggae og millirokki. Nokkuð vel hefur tekist að velja lög saman á plötuna, þannig að kjafti hæfi skel, en það segir hins vegar ekkert um gæðin. Öll lögin á plötunni eru fim- ega flutt, en að mínu viti hefði þáttur íslensku laganna mátt vera öllu meiri. „Shooting star“ með. Mezzoforte og „I don't like your stile“ með Baraflokknum, falla vel í hitt kramið á plötunni, en lagi Þrumuvagnsins, „Ekki er allt sem sýnist“ er hins vegar ofaukið og mín skoðun er reyndar sú að það sé þama f helst til slæmum félagsskap. Auk þess er kjánalegt að heyra eitt lag sungið á íslensku innan um alla enskuna. Glymskrattar hafa þann kost að hægt er að slökkva á þeim þegar hver og einn vill, a.m.k. á að vera hægt að taka þá úr sambandi. Glymskratti Steina hf. er allur fullur af átakalausri bakgrunnsmúsik og stcndur því vel undir nafni. Menn verða síðan bara að gera upp við sig hvort þeir kjósa að kippa úr sambandi, en á Glymskrattanum eru eftirtalin lög, auk íslensku laganna: Fantasy Island (Tigh Fit), Music and Lights (Imagin- ation), Loving as one (Trevor Walters), Hot in the city (Billy Idol), I ran (Flock of seagulls), Driving my car (Madness), Clapping song (Belle stars), My girl lollipop (Bad Mann- ers), Shopping around (Silvie and the sapphires), One more saturday night (Matchbox) og I wanf you back in my life again (Alvin Stardust). _£§£ DAIHATSU Ármúla 23 Reykjavík Símar: 81733 - 85870 DAIHATSU CHARADE rökréttur valkostur aa alhliða ftugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug E.RNIR F ÍSAFIRBI SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.