Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.09.1982, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 Helgarpakkinn Akureyri, sími 22770-22970 +■ Föstudag: Diskótek. Jamaica, Töframaður IAN CHARLER ★ Laugardag: Jamaica, Töframaður IAN CHARLER + Sunnudagur: Jamaica, Töframaður IAN CHARLER Veislumatur framreiddur úr veislueldhúsinu frá kl. 20.00-22. , Borðapantanir í síma 2 29 70. Ett dæsHeoasta samkomuhús á landinu er á Akurevri Á NAUSTI Viö höfum útbúiö sérstakan bandarískan matseöil í tilefni bess. MENU Melónu-undur með sjávarréltum framreitt á salati með ristuðu brauði eða — humarhalar á spjóti með baconi framreitt með krydduðum hrisgrjónum •k Ofnbökuð skjaldbökusúpa með koníaki og rjóma eða — kœldur tómatsafi með hvítlauksbrauði og sinnepssósu k Ofnsteiktur kjúklingur með ferskum mafs. mandarínum. hnetum og vinberjum eða — heilsteiktur naulahryggur með mais. sveppum og grill-tómat •k Jarðarberjaterta með ferskum jarðarberjum og rjóma ★ Kaffi og konfektkökur Komiö og smakkiö á bandarískum mat eins og hann gerist beztur. Oll fjölskyldan gerir sér glaðan dag á Nausti ■ Sóley Jóhannsdóttir í einni glæsilegri jasssveiflunni. Þátttaka stráka í jassballett fer vaxandi ár frá ári: „Fyrst voru strákarnir þrír - nú eru þeir ordnir tuttugu” — segir Sóley Jóhannsdóttir ■ „Þetta er ósköp svipað hjá okkur sem erum að kenna jassballett hérna í bænum - það eina sem skilur okkur að er að hver og einn hefur sinn stíl,“ sagði Sóley Jóhannsdóttir, jassballettkennari, sem rekur jassballettskólann Dans-Stú- díó að Brautarholti 6. Sóley er að hefja sitt þriðja starfsár með skólann núna og tók Tíminn hana tali í tilefni af því. - Nú auglýsir þú að þessi námskeið séu fyrir alla aldurshópa, jafnt konur sem karla - hvernig gengur að fram- fylgja því í raun, þ.e. að fá karlana í jassballett? „Fer vaxandi ár frá ári að karlar taki þátt“ „Það eru allir hópar hjá mér blandaðir. Fyrsta árið þá byrjaði ég með þrjá stráka og annað árið voru þeir orðnir 15. Núna í ár held ég að þeir verði um 20, þannig að það fer vaxandi ár frá ári að karlmennirnir taki þátt. Það finnst mér reyndar mjög gott, og vona að það haldi áfram að aukast þátttaka þeirra, því þeir hafa virkilega verið áhugasamir og góðir þessir strákar sem hafa verið á námskeiðum hjá mér.“ - Hvað með aldursdreifinguna - nú segir þú frá sjö ára - hvað vill það meina? „Nemendurnir eru alveg frá sjö ára aldri og upp úr, bara eins langt og það kemst.“ Ekki spiluð jassmúsík með jassballett! - Hvernig myndir þú skilgreina muninn á klassískum ballett og þeim sem þú kennir? „Það er nú bæði músíkin og hreyfing- arnar. Tónlistin er allt öðru vísi. 1 klassískum ballett notar þú klassíska músík, en í jassballettnum notar þú alls konar músík eins og soulmúsík, rokk- músík og raunar alla þá dansmúsík sem þú getur fundið upp á, nema klassísku tónlistina. Þá eru æfingarnar svolítið öðru vísi. Þær eru heldur strangari í klassíska ballettinum - en æfingarnar í jassballettnum eru svona heldur til þess að styrkja helstu vöðva, eins og læravöðva, magavöðva, rassvöðva og þess háttar." - En er þá ekkert um það að jasstónlist sé notuð með jassballett? „Nei, það er eiginlega alveg úr sögunni. Þetta byrjaði náttúrlega með myndinni West Side Story, en þar er músíkin svolítið jössuð á köflum. Það er í rauninni ekki hægt að finna svoleiðis tónlist lengur og því er notuð hvers konar dansmúsík í staðinn.“ „Er mjög ánægð með hvernig gengur“ - Nú varst þú árum saman í Kaupmannahöfn við nám og störf - hvernig finnst þér að vera kominn heim og farin að vinna hér? „Ég bjóst alls ekki við jafn góðum móttökum og ég fékk. Ég var svolítið hrædd við þetta fyrsta árið, en þetta hefur gengið svo vel að óttinn er horfinn með öllu. Mér líst mjög vel á þetta hér heima því áhuginn fyrir jassballett og reyndar hvers konar hreyfingu er orðinn alveg gífurlegur." - Ertu þá komin heim til þess að vera? „Já, ég er alla vcga komin til þess að vera næstu árin, hvað svo verður síðar meir.“ -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.