Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjórl: Gfali Slgur&sson. Auglýslngastjórl: Stelngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Ellas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstinn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tlmans: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, BJarghildur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Elrfksson, Frlðrlk Indri&ason, Hel&ur Helgadóttir, Sigur&ur Helgason (fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Krlstln Lelfsdóttir, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl Gu&björnsson. Ljósmyndlr: Gu&Jón Elnarsson, Gu&Jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Kristjánsson, Krlstln Þorbjamardóttir, Maria Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Sl&umúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvðldsfmar: 86387 og 86392. Ver& I lausasðlu 9.00, en 12.00 um helgar. Askrlft á mánu&l: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Æfing NATO í Evrópu eftir Guðmund G. Þórarinsson, alþingismann Flugstöðin enn ■ Alþýðubandalagið beitti neitunarvaldi í ríkisstjórninni til að koma í veg fyrir að hafin yrði bygging flugstöðvar við Keflavíkurflugvöll og að Bandaríkjamenn legðu fram fjárhæð að upphæð 20 millj. dollara til byggingarinnar. Framlagið var bundið því skilyrði að byrjunarframkvæmd- ir við bygginguna hæfust fyrir 1. okt. n.k. Utanríkisráðherra fór þess á leit við viðkomandi aðila í Bandaríkjunum, að heimildarákvæðið um framlagið yrði framlengt eftir að neitunarvaldinu var beitt. Nú hefur borist svar þess efnis að sameiginleg nefnd beggja deilda bandaríska þingsins hafi fallist á beiðni utanríkisráðherra og heimildin sé framlengd til ársloka 1983, og hafa íslendingar rétt til að nýta bandaríska framlagið verði framkvæmdir við flugstöðvarbygginguna hafnar l'yrir þann tíma. Að vísu er þetta ekki endanleg afgreiðsla, því beiðnin á eftir að fara í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings, en telja má fullvíst að eftir þá meðferð sem málið fékk í sameiginlegri nefnd beggja deildanna, að þingið samþykki hana. Af hálfu Alþýðubandalagsins hefur flugstöðvarmálið allt einkennst af áróðurskenndum fullyrðingum, þar sem íslenskir hagsmunir eru fyrir borð bornir til að þjóna öfgakenndum þjóðernisrembingi og einangrunartilhneig- ingum þeirra alþýðubandalagsmanna. Utanríkisráðherra skipaði fyrr á árinu nefnd til að gera tillögur um framkvæmd byggingar nýrrar flugstöðvar. Meirihluti nefndarinnar lagði til að bygging hæfist sem fyrst samkvæmt þeirri hönnun sem þar lá fyrir og að boði Bandaríkjastjórnar um framlag til framkvæmdanna væri tekið. Minnihlutinn, sem samanstóð af Ólafi Ragnari þingflokksformanni, hafði allt á hornum sér varðandi flugstöðina og tillegg Bandaríkjamanna til hennar. Hann taldi bygginguna of stóra og glæsilega, hún ætti að vera minni og greidd cinvörðungu með íslensku fé. í umræðuþætti í sjónvarpi um málið, stakk Ólafur Ragnar m.a. upp á því að gamla hruma flugstöðvarbygg- ingin yrði rifin og ný reist á sama grunni. Ein höfuðástæða þess að íslendingar vilja fá nýja flugstöðvarbyggingu er að hún verði flutt út fyrir hernaðarsvæðið, að farþegaflugið og starfsemi íslenskra fyrirtækja í tengslum við það verði aðskilið frá umsvifum hersins á Keflavíkurflugvelli. Núverandi flugstöð er inni á miðju þess svæðis sem herinn hefur til umráða. íslenskir borgarar, sem erindi eiga í flugstöðina, verða að sæta því að fara gegnum sérstakt hlið og gera varðmönnum grein fyrir ferðum sínum. Nýja flugstöðin, eins og hún er áætluð, á að aðskilja erlendan her og millilandaflug íslendinga. Það er ótrúlegt að sú hugmynd skuli koma upp að byggja nýja íslenska ilugstöð inni á athafnasvæði erlendra orustuflugvéla. Það ber öllum saman um að núverandi flugstöð sé með öllu ófullnægjandi fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. Ágreiningurinn stendur um hvar nýja flugstöðin á að vera, hve stór byggingin er áætluð og hvort íslendingar eigi einir að standa undir kostnaði við nýja flugstöð eða taka boði Bandaríkjamanna um að taka þátt í kostnaði. Utanríkisráðherra og forystumenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafa lýst yfir stuðningi við álit meirihluta fyrrgreindrar nefndar, aðeins Alþýðubandalagið er á móti. Framlag Bandaríkjamanna til byggingarinnar er engin ölmusa, sem að okkur er rétt. Það eru líka þeirra hagsmunir að umsvif íslensks farþegaflugs og hersins á Keflavíkurflugvelli verði aðskilin. Þeir munu fá gömlu bygginguna til afnota og mannvirki henni tengd. Hér er því fremur um makaskipti að ræða en framlag, og engin minnkun fólgin í því að nýta dollarana í nýju flugstöðina. Síðan má leiða hugann að því hvernig málefnasamning- ar milli stjórnmálaflokka verði framvegis og hvaða ákvæði verða þar um neitunarvald. OÓ ■ Dagana 13.-23. september cfndi Atlantshafsbandalagið til heræfinga í Evrópu, nánar tiltekið í miðju Vestur- Þýskalandi. Æfingin var ein af árlegum æfingum undir nafninu Reforger (Re- turn of Forces to Germany) eða endurkoma herafla til Þýskalands. Æfingin fór fram í samræmi við samkomulag sem gert var í Atlantshafs- bandalaginu 1967 um liðsstyrk frá Bandaríkjunum til Evrópu ef til styrj- aldar drægi, og var sem slík hin fjórtánda í röðinni. Bandaríska sendiráðið bauð mér ásamt nokkrum öðrum að fylgjast með þssum æfingum og fá jafnframt tækifæri til þess að ræða við nokkra fulltrúa Atlantshafsbandalagsins um bandalagið og hlutverk þess. Ég þáði boðið, enda einstakt tækifæri til þess að kynnast nánar ýmsum þáttum þcss málefnis, sem ég hefi talsvert fjallað um að undan- förnu, þ.e. vígbúnaðarkapphlaupið og afvopnunarmál. Alls fylgdust um 5(X) gestir með æfingunum og talið er að um 600 blaðamenn hafi reglulega fjallað um æfinguna meðan á henni stóð. Carbine fortress Raunverulegt naf". æfingarinnar eða innrásar og varnar, sem sett var á sviðið var clarbine fortress. f æfingunni tóku þátt um 102.000 hermenn.um 600þyrlur og ílugvélar og 22.000 flutninga- og vígtæki. Hér var því um mjög umfangs- mikla heræfingu að ræða. Liðssveitir NATO í Þýskalandi, Cen- tag (Nato’s Central Army Group), sem samanstanda af hersveitum frá Banda- ríkjunum, V-Þýskalandi og Kanada, tóku þátt í æfingunni auk sveita frá Belgíu, Hollandi, Danmörku, Luxem- burg og Bretlandi. Auk þess kom liðsstyrkur frá Bandaríkjunum, Re- forger, og flugsveit frá Norður-Karólínu tók þátt í æfingunni, en hlutur hennar var kallaður Cold fire. Herinn notar margar skammstafanir og skrýtin nöfn yfir æfingar sínar eða aðgerðir. Æfingin fórþannig fram að afmarkað var ákveðið svæði í V-Þýskalandi um 90 km x 150 km. með Wtirzburg í miðju svæðinu. Búin voru til ímynduð landa- mæri og öðrum megin við þau staðsett hersveit, er árás skyldi gera yfir landamærin, en hinum megin hersveit til varnar. Hcrstyrkur árásarsveitarinnar í hlutfalli við varnarsveitina var 3:1, en hernaðarsérfræðingar telja það minnsta mun ef árás eigi að heppnast. Árásarsveitin réðst síðan yfir hin ímynduðu landamæri með skriðdreka- sveitum og fótgönguliði, en sendi auk þess fallhlífasveitir að baki varnarsveit- inni og beitti ímynduðum loftárásum. Varnarliðið myndaði varnarlínu, hóf gagnsókn og sendi fallhlífahersveit að baki árásarliðinu og beitti auk þess ímynduðum loftárásum. Athyglisvert fannst mér að fallhlífa- hersveitin kom beint frá Norður-Karó- línu, um 1200 manns og höfðu því flogið 101/2 klst er þeir stukku. Þeir fluttu með sér 80 tonn tækja, sem þeir vörpuðu niður í fallhlífum, þar á meðal stórum flutningabílum. Frá því fyrstu tækjum var varpað út úr flugvélinni þar til síðasti maður hafði lent liðu aðeins 6-8 mínútur, og eftir 15 mínútur var allt liðið, menn og tæki, komið á hreyfingu. Heræfing sem þessi í þéttbýli V-Þýska- lands er að líkum mjög erfið. Undarlegt er fyrir íslending að fylgjast með hversu íbúum Evrópu virðist heræfing af þessu tagi eðlileg og nauðsynleg. Bandaríkjamenn segja að þessi árlega æfing, þessir árlegu gífurlegu liðsflutn- ingar til Evrópu, eigi að sýna hversu ákveðnir þeir séu í að verja Evrópu og virða þannig allar skuldbindingar sem þeir hafa gefið í NATO. Æfingin er jafnframt hugsuð til þess að samhæfa liðsstyrk hinna mismunandi bandalagsríkja og auka hæfni þeirra til þess að vinna saman. Heræfingu sem þessari hlýtur að vera samfara gífurlegur kostnaður. Til dæmis verða af æfingunum talsverð landspjöll, sem fylgja ferð þungra skriðdreka yfir ræktuð, þéttbýl svæði. Spjöll þessi greiða Bandaríkjamenn um 70% en V-Þjóðverjar um 30%. Hvers vegna? Þegar maður stendur frammi fyrir svo gífurlega umfangsmikilli heræfingu sem þessari hlýtur að vakna spurningin: Hvers vegna? Hvers vegna eyða Banda- ríkjamenn svo gífurlegum fjármunum í árlega liðsflutninga til og frá Evrópu? Hvers vegna eyða Bandaríkjamenn svo gífurlegum fjármunum í að halda 2-300.000 manna liðsstyrk stöðugt í V-Þýskalandi. Hvers vegna efna menn árlega til svo kostnaðarsamra heræfinga í Evrópu? Atlantshafsbandalagið virðist með þessu vilja sýna Sovétríkjunum að varnir Evrópu séu í lagi. Utanaðkomandi maður eins og ég hlýtur að spyrja sig margra spurninga. Er sovéska ógnunin svona raunveruleg? Eru hernaðarserfræðingarnir á villi- götum? Hvers vegna leggja Bandaríkja- menn svona mikið á sig fyrir Evrópu, er nokkur hætta fyrir þá þó Evrópa félli fyrir Rússum? Kunna Evrópumenn Bandaríkjamönnum nokkrar þakkir fyr- ir þessa fyrirhöfn og fjármagn? Var ekki nýlega sýnd kvikmynd í íslenska sjónvarpinu um það, að bandarísku hermennirnir séu óvelkomnir í Þýskalandi og sæti þar margs konar aðkasti? Þeim gengur hins vegar illa að skilja slíkt aðkast og segja: „Við erum hérna aðeins til að verja ykkur, við vildum miklu heldur vera heima. Varnir Evrópu Mér gafst tækifæri til að ræða mörg þessara atriða við fulltrúa Bandaríkj- anna hjá NATO. Þeir bentu í fyrsta lagi á nauðsyn þess . að verja hin lýðræðislegu þjóðfélög, mannréttindi og lýðfrelsi. í öðru lagi bentu þeir á skuldbindingar Bandaríkj- anna gagnvart öðrum Atlantshafsríkj- um. í þriðja lagi sögðu þeir það beina hagsmuni Bandaríkjanna að Vestur- Evrópa félli ekki undir yfirráð Rússa. í því mundi að vísu ekki felast bein ógnun fyrir Bandaríkin fyrst í stað eða þegar í stað. Hins vegar til langs tíma litið væri það Bandaríkjunum hættulegt ef Rússar næðu yfirráðum yfir iðnaði V-Evrópu, tækni, auðlindum og mannafla. Þeir halda því hiklaust fram að meira en 30 ára frið í Evrópu megi þakka stofnun varnarbandalagsins NATO og fælingarkenningunni (deterrance) Þetta má sjálfsagt endalaust deila um. Sjálfur er ég t.d. engan veginn viss um að til stríðs hefði komið í Evrópu síðastliðin 30 ár þó NATO hefði ekki verið til. Ég get þó að sjálfsögðu ekkert fullyrt um það og fæ ekki skilið að aðrir geri það fremur. Þegar þessir fulltruar Bandaríkjanna eru spurðir hvort þessar kostnaðarsömu heræfingar árlega í hjarta V.-Evrópu séu nauðsynlegar, svara þeir játandi. Þeir segja að uppbygging sovéska hersins og flotans hafi verið svo umfangsmikil að þar sé um miklu meira en varnarherafla að ræða. Lýðræðisríkin geti ekki tekið neina áhættu í þessu etni, þau verði að efla varnir sínar. Þetta má vel vera rétt. Eðlileg spurning hlýtur því að vera hvort Sovétríkin stefni að heimsyfir- ráðum og sæluríki kommúnismans hér á jörð, eða hvort þau aðeins telja sér slíka ógn af herafli Atlantshafsríkjanna að þau verði þess vegna að vígbúast svo gífurlega. Sovétmenn benda réttilega á að tvívegis hafi Vestur-Evrópumenn ráðist menningarmál Septem í tíunda skipti KJARVALSSTAÐIR SEPTEM ‘82 Tíunda sýning Sigurjón Ólafsson Valtýr Pélursson Kristján Davíðsson Jóhannes Jóhannesson Guðmunda Andrésdóttir Þorvaldur Skúlason Karl Kvaran Septem í áratug ■ Nú hefur svokallaður Scptem hópur opnað sína tíundu listsýningu. Að þessu sinni er hún haldin í Vestursal að Kjarvalsstöðum. en þar er nú talsvert um að vera. Sýning á verkum Thorvald- sen og þá er þaö vefnaðarsýning. en að þessu er vikið til að minna á fjölbreytni í rekstri hússins. Það fer ekki hjá því, að stundum hefur manni þótt þessi hópur vera of oft á ferðinni, það er að segja ef metið er í nýjungum. Jafnvel svo að við borð hefur legið, að maður léti nú bara endurprenta blaðagreinina frá því í fyrra. En frá því sjónarmiði, að Septem hefur á sínu skipi úrvalslið, er þetta góður ísbrjótur fyrir vetrarstarfið í myndlistinni. íslendingar horfa nefnilega minna á myndir á sumrin, cru þá á kafi í görðum, að klippa hekk, eða að aka mold, eða þeir eru í ferðalögum. Árstíðaskipti þessi er ef til vill ekki eins skörp og áður, en þó fylgir myndlistin grunnskólunum að nokkru leyti að því er virðist. Ef efna ætti í afmælisgrein, í tilefni þessara Septemsýninga. þá kennir hóp- urinn sig við hina frægu Sepember- sýningu. sem haldin var í Listamanna- skálanum áriö 1947. Frumkvöðlar þeirr- ar sýningar munu hafa verið þeir Kjartan Guðjónsson, Jóhannes Jó- hannesson, Kristján Davíðsson og Valtýr Pétursson, en þeir höfðu allir numið myndlist í Bandaríkjunum, því Evrópa var lokuð. Að vísu getur vel verið, að þeir hefðu farið vestur hvort eð var, en hin venjulega leið lá um Kaupmannahöfn og París, enda fóru þeir þangað, eftir stríð. Til liðs við sig fengu þeir nokkra eldri myndlistarmenn, þá Þorvald Skúlason, Gunnlaug Scheving, Nínu Tryggva- dóttur, Sigurjón Ólafsson, sem stóðu í svipuðum sporum. Ennfremur Ásmund Sveinsson, Snorra Arinbjarnar og Tove Ólafsson. Síðar bættust svo við þau Guðmunda Andrésdóttir. Karl Kvaran. og Sverrir Haraldsson, að ógleymdum Svavari Guðnasyni. sem telst brautryðjandi í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.