Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 7
„Áforni Atlantshafsbandalagsins um að verja Evrópu með kjarnorkuvopnum, ef nauðsynlegt reynist, virðist mér fráleitt. Ég tek undir með þeim, sem telja að NATO verði að endurskoða og breyta varnaráætlunum sínum og hverfa frá þeim möguleika, að geta orðið fyrstir til þess að nota kjarnorkuvopn. Evrópubúum stafar meiri hætta af slíkum vörnum, en af árásaraðila“. ;./-'' •?''<" í,*. •.; ***** o.;v , '‘vw «*rr**i • ■HíljK'iiu, - LjsSf f|fc 5» < t í'» a ijmíl* i.T°t x t iÆ -' v':\í •. ^ - 9» '3*~ fewS A.Í8fW«**A- ' SH f ' A N ,, • ***' •: ‘ * H: tl ■ ^ « f4 # K »4« f r■*«!** :Í#£HU>.‘ inn í Sovétríkin, bæði á tímum Napóleons og tímum Hitlers og slíkt gæti endurtekið sig. Ef til vill er þessi ótti þeirra raunverulegur. Þó útilokað sé að ríki Vestur-Evrópu færu að ráðast inn í Sovétríkin segja Sovétmenn að kapitalisk þjóðfélagskerfí úrkynjist á ákveðnum tíma og breytist þá í fasisma eða nasisma og þá geti allt skeð. Auðvitað læðist að manni sá óþægilegi grunur að allir séu í þessu geigvænlega vígbúnaðarkapphlaupi að berjast gegn ímynduðum óvini. í þessu efni getur þó enginn fullyrt neitt og þegar allt kemur til alls er ljóst að vestræn lýðræðislönd geta ekki tekið áhættuna af því að vera varnarlaus. Frelsið til að lifa, hugsa, skrifa og starfa verður að verja. Þar er um fjöregg mannkynsins að ræða og ekki er unnt að hugsa sér ömurlegra þjóðfélag en það að menn séu lokaðir inni í geðveikra- hælum, ef þeir eru ósammála ríkjandi stjórnvöldum. Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar að ógnarjafnvægið sé engin lausn. Áform Atlantshafsbandalagsins um að verja Evrópu með kjarnorkuvopn- um, ef nauðsynlegt reynist, virðist mér fráleit. Ég tek undir með þeim sem telja að NATO verði að endurskoða og breyta varnaráætlunpm sínum og hverfa frá þeim möguleika að geta orðið fyrstir til þess að nota kjarnorkuvopn. Evrópubú- um stafar meiri hætta af slíkum vörnum en af árásaraðila. Það er óhugsandi að beita kjarnorku- vopnum í hinni þéttbýlu Evrópu. Vel má vera að Sovétmenn eða Varsjárbandalagið hafi yfirburði í hefð- bundnum vígbúnaði í Evrópu. Atlants- hafsbandalagið verður þá sjálfsagt að styrkja sig á því sviði. Ég hygg þó að búnaður Varsjárbandalagsins standi tæknilega langt að baki búnaði Atlants- hafsbandalagsins. Bandaríkjamenn segjast ekki vilja gefa út yfirlýsingu um að þeir verði ekki fyrstir til að nota kjarnorkuvopn. Með því væru Sovétmönnum færðir yfir- burðir í Evrópu á silfurfati vegna yfirburða þeirra í hefðbundnum vopn- um. Hins vegar segjast Bandaríkjamenn tilbúnir og Atlantshafsbandalagið hafi raunar gefið út yfirlýsingu um að það muni ekki verða fyrst til að beita vopnavaldi yfir höfuð. Slík alhliða yfirlýsing hernaðarríkj- anna ailra væri auðvitað meira virði en aðrar. En auðvitað vaknar í ljósi sögunnar spurningar um gildi yfirlýsinga yfirleitt. Þversagnir Ég verð hreinlega að játa, að ég gerði mér ekki grein fyrir þeim miklu umsvifum, sem reglulega ergripið til, til þess að tryggja varnir Evrópu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu stríðshættan virðist þessum mönnum raunveruleg. Hversu Evrópumönnum virðist eðlilegt og nauðsynlegt að svona heræfingar fari fram í landi þeirra og hversu gífurlega vinnu og fjármagn Bandaríkjamenn leggja í uppbyggingu varna í Evrópu, liðsflutninga þangað árlega, þjálfun og uppbyggingu birgða- stöðva, er grípa megi til ef til ófriðar dregur. Fyrir okkur íslendinga, á eyju úti í miðju Atlantshafi, þjóð sem sjálf hefur aldrei haft her, er erfitt að skilja hernaðaráætlanir og hernaðarhugarfar á stuttum tíma. Líklega gera íslendingar sér ekki grein fyrir því að þeir eru í brennidepli hildarleiksins ef til átaka drægi á N.-Atlantshafi. Það er í raun grátlegt að mannkynið skuli verja svo gífurlegum fjármunum til hernaðar og hergagnaframleiðslu, eða um 500 biljónum dollara árlega á sama tíma og þúsundir milljóna manna búa við skort og svelta. Þegar Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna gefur upp að 40.000 börn deyi daglega úr hungri og örbirgð. Skuldir þróunarlandanna aukast og hlaðast upp og stór hluti mannkynsins virðist ekki eiga neina von um að bjargast frá hungurdauða. Ef mannkynið á að halda áfram að lifa á þessari jörð, verður að nást fram einhvers konar alheimssáttmáli um vígbúnað, svipað og hafréttarsáttmál- inn. Það getur tekið langan tíma og vafalaust eru mörg Ijón á veginum, en í þessu efni mega menn ekki láta erfiðleikana vaxa sér í augum. abstraktmálverki hér, ef átt er við samfellda vinnu. Septembersýningin olli miklu fjaðra- foki, og þótti þessi stormur sé löngu genginn hjá, fer ekki hjá því að menn hugsi til þessarar byltingar í myndlist á íslandi. Margir ársetja abstraktið við 1947, eða Septembersýninguna. Þótt eigi sé lagður dómur á þá sagnfræði, þá urðu September sýn- ingarnar í gamla daga eða fyrir 30-35 árum til þess að opna nýjan listheim á íslandi. Nýstefnan festi rætur og hefur enn mikil áhrif, þótt mikið frelsi ríki nú í allri list, bæði hér á landi og eins á Vesturlöndum, en menn voru íhaldsam- ari áður. Sýningin 1982 Segja má að þessi afmælissýning Sepi:m hópsins sé á vissan hátt með hefðbundnu sniði, því eins og áður segir er þetta í tíunda sinn, sem þessir menn efna til samsýningar. Einna mesta athygli mína vöktu tréverk Sigurjóns Ólafssonar sem ó- neitanlega eru frábær í allri gerð. Einkum hið ógnvekjandi höfuð, er geymir alla skelfingu og dul grímunnar. Þá vildi ég minnast á tréorm, er smýgur gegnum tvær hindranir. Sigurjón hefur nú farið þá leið á tréverki að leyfa trénu að vera særekið áfram, líkt og hann gjörði við steina áður. Leyfði briminu og ísöldinni að taka þátt í myndsköpuninni. Steinninn varð steinn áfram, þótt hann væri líka orðinn að merkilegum skúlptúr fyrir handverkið. Valtýr Pétursson og Jóhannes Jóhannesson koma þarna dálítið á óvart. Valtýr brýtur nú reyndar þau boðorð, er hann og aðrir settu af illri nauðsyn fyrir þrem áratugum, eða svo. En hann kemst með föng sín inn í nýjan myndheim, liti og form. Mest þótti mér koma til myndanna Blá kanna, Uppstilling og Rauða duflið. Myndir Jóhannesar eru logandi í litnum, og reyndar fyrir löngu orðið tvísýnt um það, hvort olíulitir eru rétta efnið í svona myndir. Þær myndu njóta sín vel t.d. í gleri. Við þessar myndir er einhver glaðværð, er maður kann að meta. Karl Kvaran hefur líka breytst, hefur sett hljóðdeyfi á sína liti og hann heldur þó fullum styrkleika. Kristján Davíðs- son er aðeins meö 5 myndir. Og allt mjög góð verk og dæmigerð fyrir hann. Þorvaldur Skúlason hefur líklega aldrei málað betur en einmitt núna, og einkennileg mildi er yfir verki hans. Guðmunda Andrésdóttir breytist ekki mikið, en líklega hefur hún ekki áður átt svo góðan hlut í þessum sýningum. Bridge og stjórnmál ■ Nú hefst aftur fréttaþáttur um bridge hér á síðum blaðsins. Hann mun birtast á laugardögum og ég ætla að gera hér skil helstu bridge- viðburðum, bæði innlendum og erlendum. Blaðafulltrúum bridge- félaganna er bent á að senda úrslit móta og annað sem þeir vilja koma á framfæri til Dagblaðsins Tímans, Síðumúla 15, 105 Reykjavík, og merkja: Bridgeþáttur, svo sendingin komist í réttar hendur. Heimsmeistaramótið í tvímenning Um næstu helgi hefst í Biarritz í Frakklandi fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið. Þar munu þúsundir spilara keppa um Heims- meistaratitilinn í tvímenning, bæði í opnum og blönduðum flokki. Einnig verður keppt í sveitum um Rosen- blumbikarinn. í vor var nokkur áhugi meðal íslenskra bridgemanna fyrir þessum viðburði en síðan hafa margir helst úr lestinni, og líklega fara aðeins 2 pör héðan á mótið: Guðmundur Sv. Hermannsson - Jakob R. Möller og Hermann Lárusson - Ólafur Lárus- son. Þessi pör munu bæði keppa í tvímenningnum og sveitakeppninni. Það er langt síðan byrjað var að undirbúa þetta mót og ekkert verið til sparað af hálfu bridgesambands Frakklands og Alþjóðabridgesam- bandsins til að gera mótið sem eftirminnilegast. Því miður hefur komið upp eitt meiriháttar hneykslis- mál í sambandi við mótið og það liggur við að bridgeheimurinn standi nú á öndinni. Það hefur verið yfirlýst stefna forráðamanna bridgehreyfinga að halda stjórnmálum fyrir utan í- þróttina. Forseti Alþjóða bridgesam- bandsins, J. Ortiz-Patino, sagði t.d. í ræðu 1979: - Við getum einnig verið stolt af að hafa gert Alþjóðabridge- sambandið að óháðum samtökum þar sem ekki er rúm fyrir pólitískar deilur, kynþáttamisrétti né trúarof- stæki. Þetta hefur nú ekki alltaf verið raunin: lengi vel voru það vissar þjóðir sem hliðruðu sér við að spila við ísraelsmenn, meðan Líbanon- búar tóku þátt í Evrópumótum þóttust þeir alltaf þurfa að halda uppá þjóðhátíðardaginn þegar þeir áttu að vera að spila við ísrael. Einnig hefur Suður Afríka stundum sett strik í reikninginn og á Ólympíumótum hafa ávallt nokkrar þjóðir neitað að spila við þá þjóð. Á síðasta Ólympíumóti var 60 þátttökuþjóðum skipt í 2 riðla og þá var S-Afríka sett í riðil með hlutlausum þjóðum. Samt neituðu 2 þjóðir: Surinam og Egyftar að spila við S-Afríku og þær voru settar í 3ja ára keppnisbann á alþjóðamótum. En á Biarritzmótinu er ekki hægt að koma við neinni riðlaskiptingu og það er ómögulegt að segja fyrir hvaða pör eða sveitir koma til með að mætast. Og það kom fljótt í ljós að margar þjóðir myndu ekki spila við s-afríska þátttakendur. Frekar en að hætta á allsherjar upplausn ákvað framkvæmdanefnd Alþjóða- sambandsins, sem Ortiz-Patino á m.a. sæti í, að meina spilurum að keppa undir fána S-Afríku. Þessi ákvörðun fór fremur leynt fyrst í stað, en svo var eins og sprengja hefði fallið. Mörgum fannst að þarna væri Alþjóðasambandið að ganga gróflega á móti yfirlýstri stefnu sinni og bentu m.a. á orð Jose Damiane, framkvæmdastjóra Biar- ritzmótsins, sem sagði þegar hann kynnti mótið: - Komið allir til að sanna að bridge yfirstígur öll landa- mæri og er starfsemi sem getur stuðlað að betri alþjóðlegum og mannlegum tengslum á tímum þegar mannkynið hefur vissulega þörf fyrir slíkt. Margir forkólfar bridgemála hafa skeiðað inná ritvöllinn og skrifað með eða á móti þessari ákvörðun ABS. Sumir hafa bent á að hlutverk sambandsins sé að sjá um að mót þeirra gangi snurðulaust. Þetta hafi verið skársta leiðin til að Biarritz- mótið fari friðsamlega fram. Sumir taka raunar dýpra í árina og segja að þar sem apartheitstefna S-Afríku sé andstæð allri siðmenningu sé það skylda siðaðra manna að hafa ekkert saman að sælda við fulltrúa frá því landi. Aðrir, og þeir eru öllu fleiri, segja að bridgespilarar S-Afríku geti ekki gert að hvernig stjórnmálaástandið sé í landinu. Þeirra eini glæpur er að vera fæddur þar og með því að útiloka þá frá bridgemótum sé ABS í raun að beita svipuðum aðferðum og S-Afríkustjórn sjálf. Og ef á að útiloka S-Afríkubúa, hvað er þá langt í að spilarar frá öðrum löndum sem ekki búa við lýðræðisskipulag verði útilokaðir líka. S-afrískir bridgespilarar hafa líka bent á að bridgesambandið þar sé algerlega sjálfstæð stofnun óháð stjórnvöld- um. Innan þess sé ekki kynþáttamis- rétti og spilarar af indverskum uppruna hafa spilað fyrir hönd S-Afríku á alþjóðamótum og áttu m.a. að fara til Biarritz. Það er allavega Ijóst að þetta havarí kemur sér illa fyrir Ortiz- Patino. Á næsta ári fer fram forsetakjör innan ABS og hann hafði hugsað sér að bjóða sig fram 3ja kjörtímabilið í röð. Til að svo geti orðið verður að breyta reglum sam- bandsins sem aðeins leyfa forseta að sitja 2 kjörtímabil. Patíno setti allmikið ofan þegar framkvæmda- nefndin samþykkti ekki Terence Reese sem fyrirliða breska liðsins á heimsmeistara mótinu á síðasta ári, vegna þess að Reese hafði verið óhræddur við að segja meiningu sína á störfum og gerðum ABS. Þegar þetta bætist við er hæpið að Ortiz-Patino hafi lengur stuðning til endurkjörs. Hvaða dóm sem menn leggja á þessa ákvörðun ABS þá verða bridgespilarar að horfast í augu við að það er ekki lengur hægt að aðskilja bridge og alþjóðamál. Með banninu á S-Afríku hefur ABS gefið fordæmi og tíminn verður að leiða í ljós hvaða afleiðingar þetta hefur alltsaman. Bikarkeppni Bridgesam bandsins Nú eru aðeins 2 sveitir eftir ósigraðar í keppninni: sveit Esterar Jakobsdóttur og sveit Jóns Hjalta- sonar. Úrslitaleikurinn verður hald- inn í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum, laugardaginn 2. október. Áhorf- endur eru velkomnir og aðgangur verður ókeypis. Guðmundur Sv. i M Hermannsson ji. í; skrifar ii ^ Jm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.