Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.09.1982, Blaðsíða 10
„Tækin með þeim bestu semfinnastá markaðnum” segir Kristinn Bernburg, framkvaemdastjóri, um video tækid og sjónvarpið sem verða í vinning í áskrifendagetrauninni ■ „Það má segja um bæði þessi tæki, að þau eru með þeim fullkomnustu sem fínnast á markaðnum. Það albesta,“ sagði Kristinn Bernburg, framkvæmdastjóri sölusviðs Hljómbæjar, sem flytur inn Sharp videotæki og sjónvörp, en það eru einmitt tæld af þeirri gerð sem dregin verða út í áskrifendagetraun Tímans 2. desember n.k. „Videotækið, VC 7700, er tölvustýrt að öllu leyti. Á því er tölvustýrð klukka sem stilla má sjö daga fram í tímann, það er með sjö mismunandi dagskrárstundum, sjálfvirk fjárstýring fylgir. Síðan er sjálfvirkur dagskrárleitari, sem leitar að ákveðinni dagskrá sem kannski er á miðri spólu. Auk þess má nefna að á tækinu eru raf- stýrðir snertirofar og sitthvað fleira. Loks má nefna að á tækinu má sjá nákvæmlega hversu margar mínútur eru eftir óspilaðar á kasettunni. Svona tæki kostar núna 31.860,“ sagði Kristinn. Sjónvarpið, sem verður í vinning, er einnig frá Sharp C2095. Það er tuttugu tommu litsjónvarp, með lynitron plus myndlampa, sem talinn er með fullkomnustu myndlömpum sem völ er á. Sjónvarpið kostar tæpar tuttugu þúsund krónur. ■ Það er margt sem hægt er að fá fvrir tuttugu og fimm þúsund krónur hjá Steina, en einn vinningurinn er einmitt hljómtækjaúttekt hjá honum. Hljómtækjaúttekt hjá Steina fyrir 25 þús. kr.: TTÞekktu merkin ekki endiiega þau bestu” ■ „Ég hef reynt að fremsta megni að fræðast um hljomtæki með því að lesa um þau gagnrýni í viðurkenndum erlendum tímaritum. Með því fær maður talsverða yfírsýn og kemst að því að þekktu merkin eru ekki endilega þau bestu“, sagði Þorsteinn Daníelsson, eigandi verslunarinnar Steini við Skúlagötu 61 í Reykjavík, en verslunin er nokkurs konar sérverslun, sem hefur á boðstólum margar gerðir hljómflutnings- tækja. Einn vinninganna í áskrifendagetraun Tímans er einmitt tuttugu og fimm þúsund króna hljómtækjaúttekt hjá Steina. - En hvað er hægt að fá fyrir tuttugu og fimm þúsund krónur? „Það er svo margt sem boðið er upp á fyrir þetta verð. í raun fer það bara eftir því hváð fólk vill. Það er hægt að fá góða samstæðu, magnara, hátalara, plötuspilara, kasettutæki og útvarp fyrir þessa upphæð. Nú svo erum við með „pick up“, fyrir þá sem aðeins vilja það besta, sem kostar upp undir tuttugu og fimm þúsund krónur,“ sagði Þorsteinn. ■ Það er leikur einn að „mublera“ heila stofu fyrir tuttugu og fimm þúsund krónur hjá Nýform. Á myndinni er Guðjón Sigurðsson. „Heilmikið hægt að fá fyrir 25 þús krónur” ■ „Það er í rauninni heilmikið sem hægt er að fá fyrir tuttugu og fimm þúsund krónur, en eins og gefur að skilja fer það nokkuð eftir því hvað fólk vill,“ sagði Guðjón Sigurðsson, hjá húsgagnaversluninni Nýform þegar hann var spnrður hvað hægt væri að fá fyrir vinninginn sem dreginn verður út 4. nóvember n.k., en það er húsbúnaðarúttekt hjá Nýform fyrir kr. 25.000.00. “Þeir sem kjósa dýr og vönduð húsgögn geta til dæmis fengið mjög góð sófasett og jafnvel eitthvað að auki. Nú hérna erum við með mikið af unglingahúsgögnum og fyrir tuttugu og fimm þúsund krónur er leikandi hægt að fá nóg af hlutum til að „mublera“ tvö til þrjú unglingaherbergi. Nú ef fólk hefur smekk fyrir ódýr, tiltölulega einföld húsgögn, er hægt að fá sófasett, stofuborð og hillusamstæður sem duga vel í litla stofu,“ sagði Guðjón. Það kom fram í viðtalinu við Guðjón, að Nýform hefur á boðstólum mikið úrval af húsgögnum, allt frá einföldustu barnahúsgögnum uppí leðursófasett af vönduðustu gerð. ■ Kristinn Bemburg við videotækið og sjónvarpið sem verða í verðlaun áskrit t aget ruaninni. ■ Einhver heppinn áskrifandi Tímans mun eignast þennan glæsibíl 3. mars á næsta ári. Daihatsu Charade XTE, verðmæti 133 þús. kr., dreginn út 3. mars: „Hentugur bæjarbfll,og sparneytinn” ■ „Bestu meðmælin með Daihatsunum, eru þær gífurlegu vinsældir sem hann hefur notið frá því hann fyrst kom á markað hér á Islandi. Það er búið að selja um 1500 bíla,“ sögðu þeir Sigtrygur Helgason og Jóhann Jóhannsson, hjá Brimborg h/f. í áskrifendagetraun Tímans, sem nú er að hefjast, verður einmitt bíll af Daihatsugerð stærsti vinningurinn, dreginn út 3. mars ^æst komandi. Hér er um að ræða Daihatsu Charade XTE, sem er dýrasta og fullkomnasta gerðin. Hann er framhjóladrifin, sjálfskiptur, eyðslu- grannur og búinn flestum kostum sem prýtt geta bíl af þessari stærð. „Það er óhætt að segja að þetta er mjög hentugur bæjarbíll, sparneytinn, duglegur vegna framhjóladrifs- ins, og mörgum öðrum kostum búinn,“ sögðu þeir Jóhann og Sigtryggur. Bíllinn kostar nú um 133 þúsund krónur. Áskrifendagetraunin: FYRSTI SPURNINGA- SEÐILLINN BIRTUR A LAUGARDAG ■ Glæsileg áskrifendagetraun Tímans er rækilega kynnt í blaðinu í dag, bæði hér á opnunni og á forsíðunni. Á þeim tíma, sem getraunin stendur, verður dregið um fjóra merka vinninga - en sá síðasti og veigamesti er ný bifreið, Daihatsu Charade árgerð 1983. Bæði þeir, sem þegar eru áskrifendur að blaðinu, og hinir, sem gerast áskrifendur áður en dregið verður, geta tekið þátt í þessari glæsilegu getraun. Spurningaseðill verður birtur í Tímanum næstkomandi laugardag, og svo áfram viku- lega þar til dráttur fer fram í fyrsta sinn 4. nóvember. Þegar fyrsti vinningurinn hefur verið dreginn út verður birt í blaðinu nýtt spumingabiað, og þannig áfram þar til lokavinningurinn verður dreginn út 4. mars 1983. Hinir glæsBegu vinningar eru nínar kynntír hér í opnunni, og fyrsti spurnirtgaseðillinn verður síðan birtur næsta laugardag; Þeir sem ekki hafa enn gerst áskrifendur að Tímanum, eru þvi hvattir til að gera það sem fyrst til þess að geta verið með í getrauninni frá byrjun. f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.