Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 f spegli tfmans Umsjón: B.St. og K.L. ÞEIRERUSVO SANNARLEGA HATTUPPI ■ Hey! Hvaö er eiginlega um að vera þarna uppi í háloftunum? Það, sem um er að vara, er í rauninni bara það, að tveir menn eru þarna við vinnu sína við frágang á sjónvarpstumi í Dorthmund í Þýskalandi, á smá palli í 195 metra hæð. Það er eins gott að vera ekki mjög iofthræddur! Og ekki mega þeir vera hrösulir. ■ Elsta tónskáld, er semur ukrainska alþýðusöngva, Pav- el Rozjniatovskí, er orðið meira en hundrað ára. Pavel hélt upp á afmælið með því að leika einleik á aðaltorginu í fæðingarþorpi sínu, Zavaska. Þessi hundrað ára tónlistar- maður lék á fiðluna sína og hundrað manna kór, skipaður ættingjum tónskáldsins, söng með. Þá flutti hann nokkra söngva um samlanda sína Boika, sem er lítill þjóðernis- hópur ukrainskra háfjallabúa. Afmælisbarnið Pavel var spurður um hver væri leyndar- dómurinn um langlífi hans og góða heilsu. Hann svaraði á þá Pavel Rozniatovskí ásamt barnabarni sínu. Spilaði á fiðlu á þorpstorginu á 100 ára afmælinu leið, að sumir töluðu um að fjallaloft og uppsprettuvatn væru undirstaðan undir góða heilsu, -en hér áður fyrr var nóg af góðu lofti og vatni hér um slóðir, en þá lifði fólkið erfiðara lífi en nú, og sjúkdóm- ar og farsóttir styttu líf þess. Margs konar framfarir gera það orðið vanalegra að menn nái háum aldri. Ukrainskir Karpatar eru farnir að veita Kákasusbúum harða keppni, hvað varðar langlífi. Öldrunarfræðingar segja, að síðustu áratugi hafi meðalævilengd þeirra nálega tvöfaldast. Læknar, sem skoðað hafa gamla manninn, furða sig á glaðværð hans og vinnusemi. Hann er enn að, vinnur landbúnaðarstörf og smíðar fiðlur og fleiri hljóðfæri. ■ i.oks sj;t aftdáendur Patils McCarlneys þad, sem Paul sá fyrir rneira en 13 árum. Linda McCartnev er bráðfalleg og slórglæsi- leg. Loks nýtur Linda. sannmælis ■ Þaó er ekki fv rr en núna, þegar htin er orðin fertug, að Linda VlcCartnev nýtur sannmælis hjá aðdáenduni manns sins l'auls. í tilefni af 13 ára brúdkaqpsafmæli þeirra fór Linda til atvinnuljósmyndara og lél taka af sér tnyndir, sem hun síðan limdi inn í forláta albúm og skenkti manni sinum. Rann þá upp Ijós fyrir fólki, hvað hún er í raun glæsileg. Fyrir 13 árum. þegar Hítillinn Paul McCartn- ey gekk að eiga Lindu Kastman, bandaríska fráskilda konu, sem vann fyrir sér og dóttur sinni með Ijósmyndun, var spurt í undrun: -Hvað í heiminuin sér Paul við þessa kvensu? Og ungu stúlkurnar. sein þarna sáu eiltflega brostnar Mimr uin að atrunaðargoðið þeirra kynni að \eita þeim athygli. \eltu því fyrir sér. hvaða kosti Linda hefði til að bera, sem þær væru ekki iniklii hetur búnar. A myndum. sein afþeini hjónum voru teknar. helt Linda yfírleitt i handlegg manns síns. Gaf það tilefni til þess sleggjudúms. að hiin passaði, að engin onnur kona kæmist i návisl hans. Og þegar I.inda sast bregða á leik, var spurt: -Hvað á þetla nu að þýða? Kða fiitin. sem liun klæddist. Kkki einu sinni á sjalfan bruðkaupsdaginn var luin í sæmilega fallegum kjol. Og þegar hlaðamenn ræddu við þau hjón, höfðu þeir alltaf sömu sögu að segja. l.inda klæddist druslulegu víðu pilsi, jakka, sem engan veginn passaði við. og óhurstuðuni slitnumsbgvélum. Og andlitsfarða notaði hún hlinn sem engan. Kn nu loks er farið að viðurkenna. að Linda er stórglæsileg og falleg. Hun hefur ekki latið á sja. þrátt fyrir að hún hefur alið 4 hörn. Hún er ánægð með lífið og tilveruna. en mestuin tima eyðir fjolskyldan a sveitaselri sínu. Þetta líf a ekki siður \el \ið Paul. enda hal'a þau lijon stiniii skoðun a þ\í. h\að se mikilvægast i lífinu. Þar sitja fjölskyldan og heimilið i fyrirrumi. ■ Raquel er hamingjusöm með André sínum og nú hefur hún dómsúrskurð því til stað- festingar. ■ Þótt 100 ára sé, þá er Pavel Rozjniatovski enn atorkusamur. ■ Raquel Welch gengur flest í haginn þessa dagana. Hún hefur gert stormandi lukku á leiksviði í New York í leikrit- inu Kona ársins og hún er nú búin að fá úthlutað einni milljón dollara ásamt staðfest- ingu á því, að engum skuli leyfast að halda þvi fram, að ekki sé allt með felldu í hjónabandi hennar og Frans- mannsins André Weinfeld. Það var í ágúst 1980, fjórum vikum eftir að þau giftu sig Raquel og André, að Raquel sást oft ein á ferli. Þetta gaf blaði einu bandarisku tilefni til að draga opinberlega þá álykt- un, að þar með væri hjóna- bandinu slitið og skilnaður á næsta leiti. -Ég líð engum að eyðileggja hjónaband mitt með Ulkvittnis- legum gróusögum, sagði þá Raquel og kærði slúðurblaðið fyrir óhróður. Nú er Raquel sem sagt einni milljón dollara ríkari og ham- ingjusöm með André sínum, sem er sjö árum yngri en kona hans. Flibba- hnappa- skriða ■ Af augljósum ástæðum er lítil eftirspurn eftir flibba- hnöppum nú á dögum og þvi lítið sinnt um að hafa þá á boðstólum. Það eru helst prestar, sem hafa þörf fyrir þá. Því var það, að, þegar prestur einn í Bretlandi komst að raun um, að hann var búinn að taka í notkun sinn síðasta flibbahnapp, datt honum helst | ■ hug að auglýsa eftir nýjum hnappi í prestatíðindum þar í landi. Viðbrögðin voru góð, svo góð reyndar, að áður en varði höfðu honum verið sendir meira en 200 hnappar. Hann getur þvi andað rólegar núna, þvi að honum telst svo til, að þessar birgðir eigi að geta enst honum vel fram á næstu öld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.