Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 erlent yfirlit ■ Ríkisstjórn sósíalista í Frakklandi hefur setið í 14 mánuði og er nú stefna hennar ekki aðeins umdeild af stjórnar- andstæðingum, heldur er farið að bera á innbyrðis ágreiningi milli ráðherranna. Michel Rocard skipulagsráðherra hefur löngum farið sínar eigin leiðir í pólitík og nú er hann farinn að gagnrýna ríkisstjórn sem hann á sjálfur sæti í. Rocard er yst í hægra armi sósíalistanna. Pað fór fyrst að bera á honum að ráði í frönskum stjómmálum er hann var einn af leiðtogum vinstri manna í ólátunum sem beindust gegn stefnu De Gaulle 1968, oft kallaðar stúdentaóeirðimar ’68. Þá var hann foringi fyrir tiltölulega litlum flokki róttækra sósíalista og bauð sig fram til forseta 1969 og fékk 3.61% atkvæða. Þegar Mitterrand sameinaði sósíalista í einum stómm flokki 1971 gekk Rocard til liðs við hann og er nú sagður hægrisinnaðasti ráðherrann í stjórn Mitterrands. Rocard er ódeigur við að gagnrýna stefnu sósíalistastjórnarinnar. Sem skipulagsráðherra var það hans hlutverk að leggja fram áætlun um fimm ára áætlun í efnahagsmálum fyrir árin 1984-88. Samráðherrar hans sendu honum plaggið aftur og sögðu honum að skipuleggja áætlunina á nýjan leik og í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnar- innar, en þar greindi talsvert á milli. Skipulagsráðherrann telur að ekki sé að vænta efnahagsbata á næsta ári eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir. Hann heldur því fram að það sem nú er kölluð efnahagskreppa sé fyrirbæri sem á sér eðlilegar orsakir og verði varanlegt ástand en ekki tímabundið. Það mun ekkert verða eins og það var áður, að því er Rocard heldur fram. Hagvöxtur- inn mun ekki aukast, framleiðslan mun jafnvel minnka og alþjóðleg samkeppni mun verða æ hraðari og öryggisleysi í efnahagsmálum almennt. Rocard er ófeiminn að láta þá skoðun í ljós, að Frakkar verði að búa sig undir að herða sultarólina í fimm ár og að stjórnin verði að reikna með aðhalds- samri stefnu jafnlengi, en ekki í hálft annað ár, eins og nú er stefnt að. Það þarf aðhald en ekki glamuryrði um glæsta framtíð. Útgjöld til félagsmála hafa aukist alltof mikið, of þungar byrðar eru lagðar á atvinnulífið og orkusparnaður hefur verið alls ónógur. Eitt af því sem skipulagsráðherrann gagnrýnir stjórn sína fyrir, er að rembast við að halda uppi óraunhæfum launa- kjörum á kostnað þess að útvega þeim atvinnu sem enga hafa. erlendar f réttir Kosningaúrslitin í V-Þýskalandi: „Breyta engu um áætlanir okkar” — segja bæði Schmidt kanslari og leiðtogar stjórnarandstöðunnar Michel Rocard er bæði keppinautur og samstarfsmaður Mitterrands. Franskur rádherra gagnrýnir stefnu eigin stjórnar Samráðherrar Rocards og flokks- broddar Sósíalistaflokksins hafa mót- mælt gagnrýni hans og framtíðarspám, en eiga ekki hægt um vik að rísa upp á móti honum og ólíklegt verður að telja að honum verði vikið úr embætti. Rocard er 51 árs að aldri og mjög þekktur í Frakklandi. Hann er há- menntaður hagfræðingur og stjórnmála- fræðingur og á glæstan embættisferil að baki. í stjórnmálabaráttunni hefur honum ávallt tekist að láta blása um sig. Hann varð einna fyrstur sósíalista til að tilkynna að hann gæfi kost á sér til forsetaembættis. Það er að segja ef Mitterrand vildi ekki. En Mitterrand vildi og Michel Rocard lét ekki sitt eftir liggja að veita honum lið í kosninga- baráttunni. Rocard átti víst sæti í ríkisstjórninni eftir sigur Mitterrands. En það varð að koma því svo fyrir að hann hefði ekki mikil áhrif á pólitískar ákvarðanir eða tækist að láta ljós sitt skína í sambandi við stjórnarathafnir sínar. Hann var settur yfir meinlaust og áhrifalítið ráðuneyti, skipulag og framtíðaráætlanir. Rocard skipulagði og beið síns vitjunartíma. Nú naga menn sig í handaböndin að hafa látið hagfræðinginn og stjórnmálaspek- inginn í þetta embætti. Honum hefur tekist að beina að sér athyglinni rétt einu sinni og gert framtíðaráætlanirnar að einu helsta verkefni ríkisstjórnarinnar. Með því að gagnrýna það sem gert hefur verið í stjómartíð sósíalista vill Rocard vísa veginn fram á við og honum hefur tekist að sá frækornum efa inn í raðir sósíalista um að þjóðnýting og launahækkanir séu einhlítar til bættra kjara almennings og að taka verði tillit til annarra margslunginna þátta efna- hagslífsins ef vel á að fara. Það kemur að því að Mitterrand hættir að vera forseti. Er talið nokkurn veginn víst að hann gefi ekki kost á sér þegar þessu kjörtímabili lýkur. Mitterr- and hélt sig við hefðbundna hugmynda- fræði vinstri manna í kosningabaráttu sinni og lofaði vinstri stjórn og velsæld almennings, sem orðinn var leiður á hægri mönnum eftir laga stjórnarsetu þeirra. Þetta bar góðan árangur. En þegar forseti verður kosinn næst er ekkert líklegra en að Frakkar vilji enn söðla um og þá er nokkurn veginn víst að Rocard hugsar sér að verða álitlegur valkostur. Millistéttirnar í Frakklandi líta gjarnan á hann sem sinn mann og ná áhrif hans langt inn í raðir borgaranna, sem talið hafa sjálfsagt að fylgja hægri mönnum. En hann kennir sig jafnframt við sósíalista, enda einn af æðstu mönnum flokks þeirra. En Rocard leikur ekki tveim skjöldum. Hann mótar og skýrir eigin hugmyndir og tekur fyrst og fremst mið af þjóðarhag og hann á auðvelt með að ná eyrum almennings. Oddur Ólafsson skrifar Bæði Schmidt kanslari og leið- togar stjórnarandstöðunnar í V- Þýskalandi hafa sagt að kosninga- úrslitin í Hesse fylkinu muni í engu breyta áætlunum þeirra þannig að víst þykir að vantrauststillaga gegn Schmidt verði borin upp á þinginu í Bonn á föstudag eins og ráð hafði verið gert fyrir en úrslitin þóttu um tíma sýna að svo yrði ekki. Kosningaúrslitin í Hesse voru mikið áfall fyrir frjálslynda demó- krata þar sem þeir þurrkuðust út af fylkisþinginu í þeim og er staða formanns þeirra Genschers nú talin mjög veik bæði innan flokksins og í stjórnarmyndunarviðræðunum við hina andstöðuflokkana. Sem kunn- ugt er rufu frjálslyndir stjórnar- samstarf sitt við sósíaldemókrata fyrir einum ellefu dögum og beitti Gencher sér mjög fyrir þeirri ákvörðun en hún hefur vakið miklar deilur innan flokks hans. Þykir sem kjósendur í Hesse hafi verið að refsa frjálslyndum fyrir þetta í þessum kosningum. Frjálslyndir demókratar fengu að- eins 3.1% atkvæða í kosningunum en úrslitin urðu að öðru leyti þau að kristilegir demókratar fengu 45.6% atkvæða, sósíaldemókratar 42.8% og umhverfisvemdarsinnar 8% en þeir eru þar með komnir í odda- aðstöðu á fylkisþinginu. Hvað úrslitin varðar þá var kristilegum spáð hreinum meirihluta fyrir kosningamar en sósialdemó- krötum mun minna fylgi en þeir fengu á endanum. Umhverfisvernd- arsinnar (Die Griine) unnu mikinn sigur í þessum kosningum en ekki er ljóst hvernig samstarfi flokka verður háttað í Hesse þar sem umhverfis- menn og sósíaldemókratar hafa aftekið með öllu að starfa saman í stjóm Hesse. Úrslitin þykja ósigur fyrir kristi- lega og sagði leiðtogi þeirra í Hesse A. Dragger að hann myndi segja af sér vegna þeirra. Á sama hátt þykja úrslitin hafa styrkt Schmidt kanslara í sessi. Alþjóðlega friðargæsluliðið komið til Beirut: ítalskir og |f ranskir her- Imenn hafa Ikomið sér fyrir I— 1800 bandarískir land- gönguliðar biða enn utan borgarinnar enda ísraelar ekki að fullu á brott ■ Hluti af alþjóðlegu friðargæslu- sveitunum hefur nú komið sér fyrir í Beirut höfuðborg Líbanon og hafa ítölsku og frönsku hermennirnir þegar tekið upp stöður sfnar innan borgarinnar þótt ísraelsku i her- mennirnir sé ekki enn að fullu á brott frá borginni. 1800 bandarískir land- gönguliðar bíða enn fyrir utan borgina enda skilyrði fyrir komu þeirra þangað að allir ísraelskir hermenn hafi yfirgefið borgina en ekki er búist við að það verði fyrr en á morgun. ítölsku og frönsku hermennirnir eru 1370 talsins þannig að alls mun friðargæsluliðið verða skipað rúm- lega 3000 mönnum en það á að koma í veg fyrir svipaða atburði og fjöldamorðin fyrir rúmri viku. Amin Gemayel nýkjörinn forseti landsins hefur sagt að hann vilji allt erlent herlið á brott úr borginni svo fljótt sem auðið er og á það að vera fyrsta skrefið í átt að endurheimt Líbanonstjórnar á landinu í heild. Þetta kom fram í viðtölum forsetans við bandaríska fréttamenn. Fadh biður um hjálp Fadh konungur Saudi-Arabíu hefur farið fram á það við aðrar íslamskar þjóðir að þær leggist saman á eitt við að hjálpa til við uppbyggingu Líbanon. Konungur- inn, í ávarpi til pílagríma, hvatti einnig þessar þjóðir til að veita Palestínumönnum fullan stuðning, fjárhagslega, andlega og á sviði hemaðar og sagði hann að Palestínu- menn væru nú að hefja ný spor í baráttu sinni. Brésnjef forseti Sovétríkjanna m E3 ■ Biðlað til Kína ■ „Hvað snertir Asíu þá álítum við afar mikilvægt að koma á eðlilegum samskiptum, bættum samskiptum milli Sovétríkjanna og Kínverska Alþýðulýðveldisins á grundvelli sem ég lýsi sem samskiptum heilbrigðrar skynsemi, gagnkvæmrar virðingar og gagnkvæms hagnaðar", sagði L. Brésnjef forseti Sovétríkjanna m.a. í ræðu sem hann hélt í Baku um helgina en þar var hann í sinni fyrstu opinberu heimsókn um alllangt skeið. För Bresnjef til Baku, sem er höfuðborg Azerbajdzjan lýð- veldisins, var annars að afhenda þessu lýðveldi Lenín-orðuna fyrir góðan árangur á sviði framkvæmdar tíundu fimm ára áætlunarinnar. í framhaldi af orðum Bresnjef er sfðan áætlað að öflug diplómatísk sendinefnd haldi frá Moskvu til Peking og því ljóst að Sovétmenn vilja Ieggja nokkuð á sig til að bæta sambúðina við Kína sem verið hefur mjög stirð undanfarin ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.